Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 16
16 9. október 2003 FIMMTUDAGUR GULLMOLI Apynjan í dýragarði einum í Wuppertal getur með sanni kallað afkvæmi sitt gull- mola. Litur ungans er allsérstæður, gullin, en foreldrarnir báðir gráir að lit. Tilhlökkun í Smáíbúðahverfinu: Ný bygging reist við Breiðagerðisskóla SKIPULAGSMÁL Taka á nýja við- byggingu við Breiðagerðisskóla í Smáíbúðahverfinu í notkun haust- ið 2005. Í viðbyggingunni, sem verður tvær hæðir og 1831 fermeter að flatarmáli, verða kennslustofur fyrir sérgreinar, almennar kennslustofur og tómstundarými. Til að mæta húsnæðisþörfinni í dag eru nokkrar færanlegar kennslustofur í skúrum á skóla- lóðinni. „Það er virkilegt tilhlökkunar- efni að fá þessa nýju byggingu,“ segir Ingibjörg Sigurgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, sem gegnir starfi skólastjóra í tímabundinni fjarveru hans. Nemendur í Breiðagerðisskóla er nú tæplega 370 talsins. Eins og aðrir grunnskólar var skólinn áður tvísetinn en er nú einsetinn eins og lög gera ráð fyrir. Það út- heimtir meira pláss. Þess má geta að þegar nemendafjöldinn í Breiðagerðisskóla var mestur fyrir um fjórum árartugum var skólinn þrísetinn. Þá sóttu um 1400 börn nám í skólanum. ■ LOS ANGELES, AP Kvikmyndaleikar- inn og líkamsræktarfrömuður- inn Arnold Schwarzenegger bar sigur úr býtum í ríkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu. Kosingarnar voru tvískiptar. Í fyrsta lagi hvort krefjast ætti afsagnar Grays Davis ríkis- stjóra og í öðru lagi hver hinna frambjóðendanna 131 ætti að taka við af honum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem umdeildu lagaá- kvæði um endurkosningar er beitt og aðeins einu sinni áður hefur því verið beitt í Banda- ríkjunum. Það var árið 1921 þegar Lynn Frazer ríkisstjóri Norður Dakóta var settur af. Gray Davis, fráfarandi ríkis- stjóri, var felldur með nokkuð afgerandi meirihluta. 54,3% sögðu já en 45,7% voru á móti því að hann þyrfti að segja af sér embætti. 131 frambjóðandi sóttist eftir embættinu, leikir og lærðir. Schwarzenegger er sennilega þeirra þekktastur og fengu rík- isstjórakosningarnar ótrúlega athygli um allan heim vegna framboðs hans. Kjörsókn var með eindæmum góð. Um 65% skráðra kjósenda greiddu atkvæði en það er mesta kosningaþátttaka í rúma tvo áratugi og ríflega 15 pró- sentustigum meira en í ríkis- stjórakosningunum í fyrra. Arnold Schwarzenegger fékk 47,9% atkvæða, demókratinn Cruz Bustamente 32,3% at- kvæða, repúblikaninn Tom McClintock fékk 13,2% atkvæða og grænfriðungurinn Peter Camejo hlaut 2,8%. Aðrir fengu samtals 3,8% atkvæða. „Ég mun ekki bregðast ykkur, ég mun ekki valda ykkur von- brigðum,“ sagði Schwarzenegger þegar hann fagnaði sigri í nótt. ÑHann sagði Kalífornía hafa gefið sér allt, og bestu gjöfina hefði hann fengið frá kjósendum Kaliforníu. „Ég veit að saman getum við endurreist Kaliforníu, mikil- fenglegasta ríkið í stórkostlegu landi,“ sagði Schwarzenegger. Gray Davis viðurkenndi ósig- ur sinn í nótt og vitist nokkuð brugðið. „Í kvöld ákváðu kjósendur að tími væri kominn til að annar gegndi embættinu og ég sætti mig við þá ákvörðun,“ sagði Davis. Ég hvet á íbúa Kaliforníu að snúa nú bökum saman í þágu Kaliforníu,“ sagði Davis og hét því að tryggja að valdaskiptin færu vel fram. Schwarzenegger tekur við embætti ríkisstjóra þegar úrslit kosninganna hafa verið staðfest en þó ekki síðar en 16. nóvem- ber. Hann mun síðan sitja út kjörtímabil Davis, eða næstu þrjú ár. Þá er honum heimilt að bjóða sig fram á ný. Cruz M. Bustamante verður áfram vararíkisstjóri. A n d s t æ ð i n g a r Schwarzeneggers bíða nú glott- andi á hliðarlínunni, vitandi að það verður ekki auðvelt fyrir hann að stjórna Kalíforníu. Rík- ið á í gífurlegum fjárhagsörðug- leikum. Fjárlagahalli þessa árs nemur 8 milljörðum dollara eða 610 milljörðum króna, atvinnu- leysi er viðvarandi og skóla- kerfið í rúst. Schwarzenegger verður lögum samkvæmt að leg- gja fram fjárhagsáætlun fyrir Kaliforníu fyrir 10. janúar næst- komandi. Hann hefur því naum- an tíma til að efna loforð sín. Sæluríkið Kalífornía er hið fjölmennasta í Bandaríkjunum og aðeins fimm lönd í heiminum hafa stærra efnahagskerfi. Demókratar hafa meirihluta á ríkisþinginu en Schwarzenegger er repúblikani. Ungir fíkniefnaneytendur: Neysla kannabis eykst mikið FÍKNIEFNI Á Sjúkrahúsinu Vogi eru nú 75% einstaklinga 24 ára og yngri, stórneytendur kanabisefna. Frá 1993-2003 hefur þetta hlutfall vaxið úr u.þ.b. 25% í 75 %. Yfir 40% þeirra sem eru 24 ára og yngri á Vogi, eru amfetamínfíklar og 10% sprauta sig reglulega. Fjöldi þessara einstaklinga er slíkur að augljóst er að vímuefna- neysla unglinga og ungmenna á Íslandi er aðal heilsufarsvandi þessa aldurshóps, segir á heima- síðu SÁÁ. ■ HÚSLEIT Lögreglan í Bilbao handtók nokkra meinta meðlimi ETA og gerði húsleit á heimilum þeirra. Liðsmenn ETA handteknir: Ráðist á innviði samtakanna MADRÍD, AP Spænska lögreglan handtók 28 meinta meðlimi ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska í Navarre-héraði og Baskalandi. Á sama tíma voru fimm liðsmenn samtakanna teknir höndum í suð- vesturhluta Frakklands. Handtökurnar eru liður í að- gerð sem miðar að því að brjóta niður innviði samtakanna. Flestir mannanna eru á þrítugsaldri. „Í mörgum tilfellum er um að ræða menn sem nýlega hafa gengið til liðs við ETA svo margir þeirra eru mjög ungir“ sagði talsmaður spænska innanríkisráðuneytisins. Fjöldahandtökur á þessu ári hafi veikt starfsemi ETA veru- lega, að sögn spænskra stjórn- valda. ■ FRAMKVÆMDIR VIÐ BREIÐAGERÐISSKÓLA Taka á nýja viðbyggingu við Breiðagerðis- skóla í notkun eftir tvö ár. Húsnæðismál skólans eru í dag að hluta til leyst með færanlegum kennslustofum á skólalóðinni. Fréttaskýring ÞRÖSTUR EMILSSON ■ skrifar um ríkisstjórakosningarnar í Kaliforníu. VARARÍKISSTJÓRINN Cruz Bustamante var einn þeirra sem sóttust eftir stólnum. Hann varð annar en gegnir eftir sem áður embætti vararíksistjóra. SIGURINN Í HÖFN Schwarzenegger og konu hans Maríu Shriver var ákaft fagnað þegar úrslit voru ljós í fyrrinótt. Schwarzenegger tekur við embætti innan fimm vikna eða fyrir 16. nóvember. Hasarmyndahetjan kom sá og sigraði Arnold Schwarzenegger er ótvíræður sigurvegari ríkisstjórakosninganna í Kaliforníu. Kosningaþátttaka var um eða yfir 65% og hefur ekki verið meiri í rúm 20 ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.