Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 24
 Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Úrvalsfólk á ferðinni: Frábær félagsskapur Fimm til sex þúsund Íslending-ar eru félagar í klúbbnum Úr- valsfólk hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn. Að sögn Lilju Jóns- dóttur, sem skipuleggur ferðir klúbbsins, þarf einungis að upp- fylla tvö skilyrði til að fá inn- göngu. Fólk þarf að vera orðið sextíu ára og hafa gleðina að leið- arljósi. Slagorð klúbbsins er „Ferðalög og frábær félagsskap- ur“ enda er áhersla lögð á skipu- lagða dagskrá þar sem fólk getur stundað félagsstarf í góðum hópi. „Helsti áfangastaður okkar á veturna eru Kanaríeyjar en á vorin og haustin förum við í ferð- ir á alla okkar sólarlandastaði. Við förum líka í sérferðir til borga eins og Edinborgar og Dyflinnar. Við sendum alltaf farastjóra og skemmtanastjóra sem setur upp dagskrána. Yfir- leitt byrjar dagurinn á leikfimi og svo er dansað, sungið, farið í félagsvist, bingó, gönguferðir eða hjólaferðir. Dagskráin er aldrei fullsett fyrirfram því við reynum líka að taka mið af ósk- um hópsins.“ Enginn er þó bundinn af dag- skránni. „Fólk er í sínu fríi. En undantekningarlaust er allt fullt í skipulögðu dagskrána. Fólk kann líka vel að meta að hjúkrunar- fræðingur fer með í lengri ferðir þannig að ef eitthvað smálegt kemur upp á þarf ekki að standa í því að finna læknisþjónustu. Skemmtanastjórarnir okkar eru vel þekktir og laða fólk að. Þar má nefna Sigvalda Þorgilsson danskennara, Hjördísi Geirsdótt- ur sjúkraliða, snyrtifræðing og söngkonu, Sigríði Hannesdóttur leikkonu og Ásdísi Árnadóttur ferðafræðing.“ Lilja segir að alltaf bætist jafnt og þétt í hópinn. „Við förum til Kanaríeyja 28. október og á fimmta hundrað manns fara í þá ferð. Við förum svo aftur 30. nóv- ember. Benidorm er nýr vetrará- fangastaður hjá okkur og við erum núna með stóran hóp þar. 22. október verður fjórtán daga ferð þangað þar sem boðið er upp á fjögurra stjörnu hótel með hálfu fæði. Fyrir utan ferðirnar höldum við stórdansleiki á Hótel Sögu tvisvar á ári og þar er alltaf fullt hús. Sjálf er ég ekki búin að ná þessum aldri en mér finnst al- veg frábært að vera með þessu fólki. Krafturinn í því er mikill og það sýnir hvað fólk er lengi ungt í dag,“ segir Lilja. ■ ■ Út í heim Íslendingar sem verða á ferðinnií Kaupmannahöfn á morgun geta kíkt á nýtt menningarhús Ís- lands, Grænlands og Færeyja á morgun. Húsið heitir Norður- bryggja og er á sögulegum slóð- um pakkhúsanna á Kristjánshöfn, við Grønlands Handelsplads. „Við ætlum að þjófstarta á menningarnóttinni,“ segir Anna María Bogadóttir, verkefnastjóri. Húsið verður opnað formlega í lok nóvember. Nánari upplýsingar um menn- ingarnótt í Kaupmannahöfn er hægt að sjá á www.kulturnatt- en.dk. ■ DAGSKRÁ NORÐURBRYGGJU Á MENNINGARNÓTT 2003 Kl. 18.30 - kl. 00.00: Töfrandi heimur norðursins endur- skapaður með kraftmiklum náttúru- myndum, seiðandi ljósadýrð og framandi tónum. Kl. 19.00 og 23.00: Heillandi tónar sjá til þess að framliðnir fari á stjá. Kl. 20.00 og 21.30: Gjörningur í glerbrúri. Tvær leikkonur flytja magnað verk Williams Heinesens, Syndafallið. Kl. 19.15, 20.15, 21.15, 22.15: Fróðleg og skemmtileg leiðsögn um svæðið. Hver ferð tekur um hálftíma. Kaupmannahöfn: Íslenskt menningar- hús þjófstartar LILJA JÓNSDÓTTIR Skipuleggur ferðir Úrvalsfólks FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GENGIÐ YFIR HELLISHEIÐI Ferðafélag Íslands gengur á sunnudag gömlu leiðina yfirHellisheiði frá Kolviðarhóli að Lyklafelli. Þjóðsagan segir að maður að nafni Ólafur, bryti í Skálholti, hafi einu sinni orðið fyrir reiði ráðskonunnar og hún stefnt honum burt af staðnum. Ólafur á þá að hafa hlaupið suður og tekið með sér alla lykla staðarins sem hann kastaði í fell það sem síð- an er kallað Lyklafell. Áætlaður göngutími er um fjórar klukkustundir. Verð kr. 1600/1800. Brottför kl. 10 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. ■ FÓLK SÆKIR Í FÉLAGSSKAPINN En hagar sínu fríi að vild. TVEIR FYRIR EINN TIL BRUSSEL Úrval Útsýn býður örfá sæti í helgarferð til Brussel 17. - 20.október á „Tveir fyrir einn“ verði. Gist er á Hótel Grand Mercur Royal Crown og er verð fyrir tvíbýli 28.900 kr. og einbýli 39.900. Innifalið er flug, flug- vallaskattar, gisting með morgun- verði og íslensk fararstjórn. VIÐ LEIFSSTÖÐ Upplýsingar í síma 421 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.