Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 4
4 17. október 2003 FÖSTUDAGUR
Hvar á Óperan að vera með
starfsemi sína?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu eða hefurðu farið á tónleika
á Iceland Airwaves-hátíðinni?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
35%
44%
Borgarleikhúsinu
21%
Tónlistarhúsinu við höfnina
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp:
Hertar refsingar
við mútugreiðslum
ALÞINGI Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur lagt fram
frumvarp á Alþingi til breytingar á
almennum hegningarlögum og
lögum um refsiábyrgð lögaðila
vegna mútugreiðslna og hryðju-
verka.
Breytingarnar eru gerðar til að
uppfylla skuldbindingar Íslend-
inga, sem skrifuðu undir samning
Evrópuráðsins gegn spillingu í
janúar 1999. Nái frumvarpið fram
að ganga verða hertar refsingar við
mútugreiðslum. Hver sem gefur,
lofar eða býður opinberum starfs-
manni gjöf eða annan ávinning,
sem hann á ekki tilkall til, í þágu
hans eða annarra, til að fá hann til
að gera eitthvað eða láta eitthvað
ógert sem tengist opinberum skyld-
um hans, getur fengið allt að
þriggja ára fangelsisdóm.
Sá sem heldur því fram eða
veitir vissu fyrir að hann geti haft
óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku
manns, og heimtar, tekur við eða
lætur lofa sér eða öðrum gjöfum
eða öðrum ávinningi, sem hann á
ekki tilkall til, án tillits til þess
hvort áhrifunum er beitt eða hvort
þau leiða til þess markmiðs sem
stefnt var að, getur einnig búist við
refsingu.
Almenn hegningarlög hafa hing-
að til ekki innihaldið almennt refsi-
ákvæði um mútur. ■
Telur Markús hafa
hlotið höfuðhögg
FJÖLMIÐLAR „Ég veit ekki til þess
að það sé mjög grýtt leið frá
heimili Markúsar Arnar Antons-
sonar upp í Ríkisútvarpið í
Efstaleyti. En mér kom fyrst í
hug að hann hlyti að hafa dottið á
höfuðið um stóran stein,“ segir
Ögmundur Jónasson, alþingis-
maður Vinstri grænna, um
tölvuskeyti útvarpsstjóra þar
sem hann uppnefnir útvarpsþátt
og lýsir vinstrivillu í höfuð-
stöðvum RÚV.
Ögmundur segir að ummælin í
tölvupóstinum séu mjög alvarleg.
„Þeir fréttamenn og þeir þætt-
ir sem hann gagn-
rýnir hafa opnað
fyrir mismunandi
sjónarmið og ólíkar
skoðanir. Aðall
Ríkisútvarpsins á
að vera óhlutdræg
umfjöllun en draga
ekki taum einhvers tiltekins
stjórnmálaflokks eða stjórn-
málaskoðana. Ef það hins vegar
eiga að verða vinnubrögðin að
menn eiga að gerast pólitískir á
einhliða hátt þá er illa komið fyrir
Ríkisútvarpinu,“ segir Ögmundur.
Hann segist þakklátur almætt-
inu fyrir að íslensk þjóð eigi rík-
isútvarp.
„Við eigum það öll og jafn-
framt þann rétt að gagnrýna þá
sem stýra þeirri stofnun. Nú er
svo sannarlega ástæða til þess.
Þessari umræðu er síður en svo
lokið með pistli útvarpsstjóra.
Fólkið í landinu og málsvarar þess
á Alþingi á eftir að ræða þessi
mál. Það er verið að stýra stofn-
uninni inn í eindreginn hægri
farveg og við látum ekki bjóða
okkur það. Ég vil óvilhalla stofnun
og við munum aldrei láta taka frá
okkur þá hugsjón,“ segir
Ögmundur.
Hann segist vera undrandi á
útvarpsstjóra þar sem hann hafi
reynt að vera Ríkisútvarpsmaður
í þjónustu allra landsmanna.
„Ég vona að þetta sé allt ein-
hver misskilningur og aðeins
bundið við stundarhughrif og
útvarpsstjóri muni átta sig,“ segir
Ögmundur.
Kristinn H. Gunnarsson,
alþingismaður Framsóknarflokks,
tekur í sama streng og segir
ummæli útvarpsstjóra vera
fráleit.
„Þótt Markús Örn hafi verið
borgarstjóri og borgarfulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá á
hann að vera útvarpsstjóri fyrir
alla landsmenn. Þessi tölvupóstur
er fráleitur og bendir til þess að
útvarpsstjóri sé að hugsa um
Sjálfstæðisflokkinn frekar en
þjóðina,“ segir Kristinn H.
rt@frettabladid.is
Launamál Portúgala:
Laun farin
að berast
ATVINNUMÁL Ekkert verður af
verkfalli því sem hópur Portú-
gala hótaði þegar laun þeirra
höfðu ekki skilað sér á réttum
tíma. Mennirnir sem um ræðir
eru ráðnir hingað af starfs-
mannaleigunni Nett og það
fyrirtæki sér um að greiða út
laun 12. hvers mánaðar. Þegar
engin laun höfðu borist í gær-
morgun gengu forsvarsmenn
Impregilo og trúnaðarmenn
verkalýðsfélaganna á svæðinu í
málið.
Hreyfing var komin á málið
þegar Fréttablaðið fór í prentun
og áttu allir aðilar von á að allir
fengju sín laun í síðasta lagi í
dag. ■
Kárahnjúkamál:
Rædd hjá
EFTA
STJÓRNMÁL Málefni verkamanna
við Kárahnjúka komu inn á borð
þingmannanefndar EFTA í gær.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingar, fékk samþykkta
tillögu þess efnis að starfsmenn
EFTA taki saman
skýrslu um starfs-
mannaleigur á
Evrópska efna-
h a g s s v æ ð i n u .
Skýrslan verður
rædd á fundi þing-
manna og ráð-
herra EFTA undir
lok árs.
„Tilefnið er
auðvitað hvernig
farið hefur verið
með verkamenn í vinnubúðum við
Kárahnjúka en starfsemi starfs-
mannaleiga er vaxandi vandamál
víða í Evrópu,“ segir Össur. „Það
þarf að verjast brotum á rétt-
indum verkafólks alþjóðlega.“
Össur og vill sjá tilskipun ESB
um starfsemi starfsmannaleiga. ■
FJÖLMIÐLAR Markús Örn
Antonsson útvarpsstjóri sendi
nýjan tölvupóst til starfsmanna
RÚV í gærmorgun eftir að
Fréttablaðið sagði frá tölvupósti
hans þar sem hann uppnefndi
útvarpsþáttinn Spegilinn sem
Hljóðviljann. Með síðari póst-
inum fylgdi sá fyrri, sem áður
hafði aðeins verið sendur lykil-
stjórnendum RÚV.
Markús Örn segir að sjón-
varpsgagnrýni Þráins Bertels-
sonar í Fréttablaðinu, þar sem
hann kallar Spegilinn vinstri-
sinnað fréttaskýringaprógramm,
hafi orðið sú hugvekja sem varð
til þess að hann ákvað að setja
saman tölvupóstinn umdeilda.
„Þessi umsögn er ósköp blátt
áfram og sögð frá hjartanu, en
hún gaf mér sem ábyrgðarmanni
allrar dagskrár Ríkisútvarpsins,
og sem eftirlitsmanni með því að
reglum um óhlutdrægni Ríkis-
útvarpsins sé framfylgt, tilefni
til að staldra við og vekja aðra
sem ritstjórnarlega ábyrgð bera
til umhugsunar með mér,“ segir
Markús í tölvuskeytinu síðara. Í
fyrra tölvuskeytinu var ekkert
minnst á pistlahöfundinn.
Markús Örn segir að málið
hafi verið í veigamiklum atriðum
slitið úr samhengi í Fréttablaðinu
og telur að sér sótt.
„Í fræðunum um sálfræði-
hernað má sums staðar lesa sér
til um „leka“ af þessu tagi. Hann
er oft liður í skoðanakúgun, því
að skilaboðin eiga að vera:
„Hafðu vit á að halda kjafti.“
Þetta tilvik mun í engu hefta
ásetning minn um að ræða við
nánustu samstarfsmenn mína á
opinskáan hátt...,“ segir Markús
Örn. ■
BJÖRN BJARNASON
Leggur fram frumvarp um harðari
refsingu við mútugreiðslum.
Halldór í Úganda:
Ræðir
samvinnu
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra átti í gær fundi
með James Wapakhabulo, utanrík-
isráðherra Úganda, og Gerald
Ssendawula, fjármálaráðherra
landsins.
Í fréttatilkynningu frá ráðuneyt-
inu kemur fram að á fundunum hafi
ráðherrarnir rætt um tvíhliða sam-
skipti Íslands og Úganda með
áherslu á þróunarsamvinnu. Hall-
dór heimsótti fiskirannsóknarstofu
sem íslenskir aðilar hafa útbúið við
Viktoríuvatn. Hann mun á næstu
dögum halda áfram að kynna sér
verkefni Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands í Úganda. ■
Hljóðviljapóstur útvarpsstjóra og vinstrislagsíða:
Útvarpsstjóri skellir
skuld á pistlahöfund
MARKÚS ÖRN ANTONSSON
Sendi fleiri tölvupósta í gær.
Ögmundur Jónasson alþingismaður segir að verið sé að stýra
Ríkisútvarpinu í hægri farveg. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður
segir útvarpsstjóra hugsa um Sjálfstæðisflokkinn en ekki þjóðina.
■
Fólkið í landinu
og málsvarar
þess á Alþingi á
eftir að ræða
þessi mál.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Segir útvarpsstjóra gagnrýna fréttamenn
sem opnað hafa fyrir mismunandi
sjónarmið.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Telur ummæli útvarpsstjóra vera fráleit.
Hann sé að hugsa um Sjálfstæðisflokkinn
en ekki þjóðina.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76,81 0,91%
Sterlingspund 128,49 0,89%
Dönsk króna 12,03 0,41%
Evra 89,34 0,42%
Gengisvísitala krónu 126,25 0,17%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 237
Velta 2.537,7 milljón
ICEX-15 1.879 0,50%
Mestu viðskiptin
Eimskipafélag Íslands hf. 363.570.188
Pharmaco hf. 287.641.521
Flugleiðir hf. 196.385.463
Bakkavör Group hf. 75.994.278
Landsbanki Íslands hf. 38.398.597
Mesta hækkun
Líftæknisjóðurinn hf. 4,00%
Jarðboranir hf. 3,21%
Pharmaco hf. 2,69%
Flugleiðir hf. 1,71%
Bakkavör Group hf. 1,27%
Mesta lækkun
Samherji hf. -3,23%
Grandi hf. -1,37%
Össur hf. -0,96%
Íslandsbanki hf. -0,81%
Opin Kerfi Group hf. -0,53%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.781,9 -0,2%
Nasdaq* 1.943,3 0,2%
FTSE 4.339,7 -0,7%
DAX 3.564,5 -0,2%
NK50 1.390,3 0,0%
S&P* 1.047,4 0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Annars staðar
ÖSSUR
Vill tilskipun ESB
um starfsmanna-
leigur.
BRAUST INN Í BÍL Maður var
handtekinn fyrir innbrot í bíl í
Borgartúni rétt fyrir miðnætti á
miðvikudag. Hann hafði ekki náð
neinu þýfi en reyndist vera með
fíkniefni í fórum sínum. Hann
var færður á lögreglustöðina þar
sem hann var látinn sofa úr sér
vímu. Þá var hann yfirheyrður í
gærmorgunn en sleppt að því
loknu.
UMFERÐARÁTAK Lögreglulið á
Suðvesturhorni landsins eru í
samstarfsverkefni sem fellst í
að halda uppi sérstöku umfer-
ðareftirliti næsta mánuðinn.
Megin áhersla er lögð á bíl-
beltanotkun og öryggisbúnað
barna.