Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 19
19FÖSTUDAGUR 17. október 2003
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y2
24
74
1
/2
3
Fjölskyldubílar
Kassaklifur, skátaþrautir, svifbraut, hestaþraut, sund,
léttar veitingar og fleira.
Jeppar
Blindakstur, torfærubrautir, sandakstur, vatnaslark,
tímataka, dekkjaþraut, léttar veitingar og fleira
TOYOTAEIGENDUR: TAKIÐ FRÁ NÆSTU HELGI. Við látum reyna á
græjurnar og förum saman í Haustsafarí á Toyotadaginn, 18. október. Skemmtilegar ökuleiðir. Dúndrandi Toyotafjör.
Við ljúkum deginum með veislu og skemmtiatriðum þar sem verður slakað á eftir góðan dag. Dregið verður í
þátttökuhappdrættinu og afhent verðlaun.
Vertu með! Nánari upplýsingar og skráning á www.toyota.is
Við verðum öll úti að aka
þann átjánda
Með allt á
hreinu
Það er kristaltær staðreynd aðfiskverndunarsjónarmið lágu
ekki að baki kvótakerfinu í sjáv-
arútvegi því þá hefðu fiskveiðar
verið þróaðar í vistvænar veiðar.
Í stað þess hafa þær þróast í
rányrkju með þungavinnuvél-
um. Það er einnig á hreinu að
fiskifræðingar eru ekki svo
treggáfaðir að vita þetta ekki.
Röskun lífkeðjunnar er í fullum
gangi með alltof miklum veiðum
á uppsjávarfiski, þ.e. loðnu, síld
og kolmunna, alltof mikilli notk-
un á dragnót, alltof miklum
þungatrollveiðum úthafsskipa
allt upp að fjórum mílum og
alltof mikilli notkun flotvarpa
sem notaðar eru jöfnum höndum
á loðnu, síld, kolmunna og karfa.
Það er alveg á hreinu að skamm-
tíma gróðasjónarmið réðu ferð-
inni þegar kvótakerfið var út-
hugsað.
Varanleg náttúruspjöll
Það vita allir sæmilega greind-
ir menn að hið viðkvæma lífríki
hafsbotnsins þolir ekki til lengdar
að hamast sé á því allan sólar-
hringinn ár eftir ár með troll-
virkjum sem vega með hlerum og
öllu frá sextíu tonnum upp í níutíu
tonn. Allt þetta þungavinnudrasl
er svo dregið með allt að ellefu
þúsund hestafla orku um hafs-
botninn.
Almenningur gerir sér engan
veginn ljóst hverskonar varan-
leg náttúruspjöll er verið að
vinna á móður náttúru. Almenn-
ingur á Íslandi er svo hlunnfar-
inn með þessu. Fáeinir menn
hafa með reglugerðarfargani og
lagagerð í kjölfarið eignað sér til
einkaafnota allan fiskinn í sjón-
um, heila sjálfendurnýjandi
náttúruauðlind sem í orði er köll-
uð sameign þjóðarinnar. Með
orðinu sameign er almenningur
gerður að ábyrgðaraðilum auð-
valdsins og þarf að standa undir
rekstri og bera ábyrgð á um tvö-
hundruð milljarða skuldum út-
gerðarinnar.
Hrun fiskistofna
Athugið! Hrun fiskistofna,
ekki bara við Ísland heldur í öll-
um heimshöfunum, er áþreifan-
leg staðreynd samkvæmt niður-
stöðu vísindamanna í þeim efn-
um. Nú eru aðeins 10% eftir af
fiski í sjónum á heimsmæli-
kvarða miðað við það sem var
1950. Félagið Framtíð Íslands er
náttúruverndarfélag sem stofn-
að var 1996 til höfuðs náttúru-
spjöllum á hafsbotni, svo og
gegn hverskonar óréttlæti hvaða
nafni sem það nefnist. Nú hefur
undirritaður framkvæmdastjóri
Framtíðar Íslands tekið fram
lúðurinn og blæs gegn náttúru-
spjöllum á hafsbotni, svo og
gegn óréttlæti því sem þjóðinni
er beitt með hinu svonefnda
kvótakerfi í sjávarútvegi. ■
Margrét Sverrisdóttir fram-kvæmdastjóri Frjálslynda
flokksins skrifar grein um evruna,
krónuna og fullveldið í Fréttablaðið
15. október. Ég get verið sammála
henni með að það sé sjálfsagt og
áhugavert að velta fyrir sér ýmsum
hliðum þessa máls til að umræðan
verði málefnaleg og fólk geti velt
fyrir sér efnahagslegum og pólitísk-
um rökum með og á móti. Hins veg-
ar er ég ósammála henni í flestu
öðru sem hún skrifar í þessari grein,
sérstaklega hvað varðar evruna.
Margrét segir að hagfræðingar í
Svíþjóð hafi talið hagkerfið of lítið
þar í landi til að taka upp evru. Þetta
er alls ekki rétt því langflestir hag-
fræðingar þar í landi töldu það mjög
hagstætt fyrir Svía að taka upp evru.
Þar má nefna flesta virtustu hag-
fræðingar Svíþjóðar, meðal annars
Assar Lindbeck, Lars Svensson, Lars
Calmfors, Carl Hamilton og marga
fleiri. Þessir hagfræðingar bentu á
að auðsköpun í litlum löndum er háð
utanríkisviðskiptum og góðri teng-
ingu við stærri markaði. En eftir því
sem hagkerfin eru smærri, því
minna svigrúm er fyrir stærðarhag-
kvæmni, samkeppni og sérhæfingu
og því mikilvægara er að ná góðri
tengingu við stærri markaði. Og svo
virðist vera að myntsvæði afmarki
markaðssvæði að miklu leyti, t.d.
hvað varðar flæði á fjármagni og
verðjöfnun á neysluvörum.
Bandaríski hagfræðingurinn
Andrew Rose framkvæmdi rannsókn
á áhrifum af upptöku evrunnar á
sænsk utanríkisviðskipti og komst að
því að viðskipti Svía við evrusvæðið
myndu aukast um meira en 50% þeg-
ar til lengri tíma væri litið. Af þess-
um sökum eru þau rök sem gjarnan
heyrast að Svíar þurfi á sænsku krón-
unni að halda til þess að mæta efna-
hagssveiflum léttvæg. Þessa sveiflu-
jöfnun væri hægt að veita með ríkis-
fjármálastefnu og eiga þau rök einnig
ágætlega við hér á landi.
Evran og hagvöxtur
Ásgeir Jónsson hagfræðingur
skrifaði athyglisverða grein í Við-
skiptablaðið nýlega (sjá
http://www.hi.is/~ajonsson) um kosn-
ingarnar í Svíþjóð. Þar bendir hann á
þá staðreynd að Svíar þurfa á hag-
vexti að halda fremur en flestu öðru
og þar hefði evran getað lagt þeim lið
með því að tengja þá inn á evrópskan
markað. Stundum er snúið út úr þess-
um rökum og sagt að vegna þess hve
hagvöxtur er hægur í kjarna ESB,
þ.e. hjá Þýskalandi, Frakklandi og
Ítalíu, en það er misskilningur sem
sést af því hve vel hefur gengið hjá
minni jaðarþjóðum í Evrópu. Málið er
einfaldlega það að þrátt fyrir hægan
hagvöxt hjá risunum þremur er sam-
einaður markaður þeirra þriggja svo
stór og voldugur að smærri ríki geta
hæglega sótt þangað framfarir og
hagvöxt með utanríkisviðskiptum.
Margrét telur að við þurfum að
hlaupa undir bagga með útflutnings-
geira atvinnuveganna með því að
breyta gengi. Ég er nú ekki viss um
að íslenskur útflutningsiðnaður sé
tilbúinn að skrifa upp á þá gömlu
hrossalækningu sem heyrir sem bet-
ur fer nánast fortíðinni til. Með nú-
tíma hagstjórn og tilkomu kvóta-
kerfisins hefur hættan á sveiflum
minnkað mikið. Staðreyndin er sú að
það sem hefur einkum valdið gjald-
eyrisskapandi atvinnuvegum erfið-
leikum á undanförnum árum er
rússibanaferð íslensku krónunnar
upp og niður gengisstigann.
Stóryrðum eins og landráð sem
Margrét notar vísum við Evrópu-
sinnar til föðurhúsanna. Slíkar yfir-
lýsingar hafa sem betur fer ekki sést
í umræðunni síðan Ísland gekk í Atl-
antshafsbandalagið. Íslendingar vita
nú að það var hárrétt ákvörðun að
ganga til liðs við vinaþjóðir okkar í
NATO. Við Evrópusinnar óttumst
því ekki dóm sögunnar. ■
Umræðan
GARÐAR H. BJÖRGVINSSON
■ framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands
skrifar um fiskveiðistjórn.
Andsvar
ANDRÉS PÉTURSSON
■ formaður Evrópusamtakanna
skrifar um evruna.
Evran, krónan og stóryrði