Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 27
Í síld er mikið af omega-3 fitu-sýrum sem hafa jákvæð áhrif á
samsetningu blóðfitunnar og
hindra æðakölkun. Þær hafa
einnig jákvæð áhrif á storknun-
areiginleika blóðsins og hindra
myndun á blóðtappa. Í feitum
fiski eins og síld fást um það bil
2,4 grömm af omega-3 fitusýrum
úr 200 gramma skammti.
Síldin inniheldur líka mikið af
próteinum, 19,3 grömm í 100
grömmum af fiski. Próteinið í
fiski er auðnýtanlegt og amínó-
sýrurnar eru í heppilegu hlut-
falli fyrir manninn. Í síldinni er
einnig mikið af A-, D- og E-
vítamínum og steinefnum eins
og joði og kalki.
HEIMILD: WWW.RF.IS.
RÚSSNESKT SÍLDARSALAT
2 Ora marineruð síldarflök
1 epli
1 lítill laukur
3 sneiðar Ora rauðrófur
2 msk. safi af rauðrófum
1/2 dós sýrður rjómi
Síld, epli, laukur og rauðrófur
eru skorin í hæfilega stóra bita.
Sýrðum rjóma og safa er
hrært saman. Öllu er
blandað saman í einni skál.
Skálin er geymd í kæli. ■Systir mín sagðist hafa bragðaðpide, eins konar pitsu, ótrúlega
ljúffenga með þurrkuðum
a p r í k ó s u m
og sesam-
fræjum á
tyrkneskum
veitingastað
í London. Ég
hef aldrei
bragðað al-
vöru pide en hér er mín útgáfa
byggð að hluta til á hennar upp-
höfnu lýsingum. Til að gera full-
komna máltíð úr þessu má snæða
pide með staðgóðri kartöflusúpu.
PIDE
Botn
4 bollar hveiti
1/2 poki þurrger
1 og 1/2 bolli volgt vatn
1 tsk. salt
Álegg
3 rauðir laukar
olífuolía
3 msk. balsamedik
2 msk. sesamfræ
1 bolli þurrkaðar apríkósur
1 lúka klettasalat
rifinn ostur
chili olía um 400 kr.
Skerið rauðlauk í mjög fína
báta og steikið í olífuolíu þar til
hann tekur að linast. Hellið þá
balsamediki yfir og látið laukinn
malla dágóða stund þar til hann
hefur brúnast nokkuð og er orðinn
stökkur á endunum. Saltið aðeins.
Fletjið pide-deigið í lengjur og
penslið með olífuolíu. Dreifið
lauknum og apríkósubitum á
lengjurnar, stráið sesamfræjum
og rifnum osti yfir. Bakið í heitum
ofni í 15 til 20 mínútur. Stráið
klettasalati yfir og chiliolíu eftir
smekk.
KARTÖFLUSÚPA
1 sellerístilkur
1/2 púrrulaukur
2 msk. smjör
3 kartöflur með hýði
1 msk. hveiti
200 ml mjólk
200 ml vatn
1 msk. dill (ferskt eða þurrkað)
2 msk. steinselja (fersk eða þurrkuð)
1/2 poki frosnar grænar baunir
1/2 dós sýrður rjómi um 400 kr.
Steikið sellerí og púrru í smjöri
og hrærið svo hveitinu út í. Hellið
vatni og mjólk útí og látið þykkna.
Teninguðum kartöflunum, salti,
pipar, dilli og steinselju er þá bætt
út í og látið sjóða um 30 mín. Sýrð-
um rjóma og baunum er skellt út í
síðustu 10 mínúturnar.
Kostnaður samtals 800 kr.
27FÖSTUDAGUR 17. október 2003
Til hnífsog skeiðar
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
■
Eldar handa minnst
fjórum fyrir 1.000 kr.
eða minna.
Austfirskt lambakjöt:
Eitt tonn af kjöti selt á Netinu
Á vefnum www.austurlamb.ishafa neytendur möguleika á
að panta austfirskt lambakjöt frá
tuttugu framleiðendum og er
fyrsta sendingin farin af stað til
neytenda. Þessi nýjung hefur
mælst vel fyrir og þegar er búið
að selja um eitt tonn af kjöti á
Netinu.
Pantanir tóku að berast um leið
og vefurinn var opnaður í byrjun
september. Búið er að sérvinna
kjötið á þann hátt sem neytendur
óska. Kjötið er valið af gripum
sem slátrað hefur verið í viður-
kenndum sláturhúsum og búið er
að sérvinna og taka frá alla þá
hluta sem ekki teljast vænlegir í
sölu. Valið er úr fituminnsta kjöti
og gæðaflokkum með mikilli
vöðvafyllingu.
Tuttugu bæir taka þátt í verk-
efninu, en markmiðið er fyrst og
fremst að gefa neytandanum kost
á að kaupa upprunamerkt kjöt
beint af bóndanum. Þeir bændur
sem taka þátt í verkefninu eru
sömuleiðis að tengjast neytendum
enn frekar með beinni sölu í gegn-
um Netið. ■
Tempranillo-þrúgan er vörumerki Rioja-héraðsins en vín þaðan eru ákaflega vin-
sæl á Íslandi og í huga margra tákn spænskr-
ar víngerðar. Lagunilla-vínhúsið er í eigu
Arco Bodegas, sem á í dag fimm stærstu vín-
fyrirtækin í La Rijoa og ræður yfir 3.000
hekturum af vínræktarsvæði.
Lagunilla Tempranillo er ferskt, gott, ein-
falt og ódýrt rauðvín með léttum eikarkeim.
Milt í bragði með kryddtóna, góða mýkt og er
ríkt af berjum. Léttir pipartónar í eftirbragði.
Hentar vel með tapas, kjötréttum, lamba- og
nautakjöti ásamt ostum.
Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar
990 kr.
Ferskt og
ódýrt frá Rioja
Þetta ferska ungaChardonnay er auðugt af
perum, sítrus og apríkósum
í bragði með góða mýkt og
snerpu í eftirbragði. Ár-
angurinn er vín með mikla
fyllingu, gnægð ávaxta og
gott jafnvægi. Ótrúlegt en
satt þá passar þetta hvítvín
fantavel með súkkulaði.
Það getur verið marg-
slungið að blanda saman
víni og súkkulaði. Mögu-
leikarnir eru óendanlegir
því súkkulaði er ekki bara
súkkulaði frekar en vín
er bara vín. Tegundirnar
geta verið með mjólkur-
bragði, dökkar, bitrar,
unnar, blandaðar og
síðast en ekki síst
óendanlega góðar. Að
ná tengingu milli
þessara heima hefur
verið mikið reynt og
gengið misvel en
þeir sem hafa próf-
að dökkt súkkulaði
og Painter Bridge
Chardonnay-hvítvín
frá Kaliforníu hafa
ekki verið sviknir!
Fæst í Heiðrúnu
og Kringlunni og
kostar 1.190 kr.
Súkkulaði og vín - hið
fullkomna hjónaband
Nýtt í vínbúðum
Vín vikunnar Painter Bridge
Uppáhaldsmaturinn:
Rjúpur með
belgísku rauðkáli
Sigmar B. Hauksson matreiðslu-maður er ekki í nokkrum vafa
um hver uppáhaldsmaturinn hans
er. „Það eru rjúpur sem ég hef
skotið sjálfur. Ég reyni að hafa
rjúpur tvisvar til þrisvar á ári og
auðvitað alltaf á jólunum.“
Bannað er að veiða rjúpur um
þessar mundir en Sigmar, sem
er formaður Skotveiðifé-
lags Íslands, er fullviss
um að það eigi eftir að
breytast: „Við væntum
þess að skynsamt fólk á
hinu háa Alþingi breyti
því.“
Að sögn Sigmars er
hann í tvo til þrjá daga
að elda rjúpurnar ásamt
meðlætinu. „Það er nauð-
synlegt að hafa sultu úr
aðalbláberjum, og gott
rauðkál sem með-
læti. Svo
er það
náttúrlega kraftmikil sósa sem er
gerð af beinum og innyflum rjúp-
unnar.“ Uppskriftina að rauðkál-
inu fékk Sigmar í Belgíu og er
hann í tvo daga að búa það til.
Sigmar segir að rjúpurnar
þurfi að hanga í tvær til þrjár vik-
ur áður en þær eru eldaðar. Eftir
því sem kaldara sé í veðri, þeim
mun lengur þurfi þær að
hanga uppi.
Þrátt fyrir rjúpna-
veiðibannið ætlar
Sigmar að elda rjúp-
ur fyrir næstu jól,
enda segist hann
eiga afgang frá því í
fyrra. ■
SIGMAR B. HAUKSSON
Ætlar að borða rjúpur
um næstu jól.
Pide og
kartöflusúpa
KJÖT BEINT FRÁ
BÓNDANUM
Hver pakki er sérmerktur
framleiðandanum með
mynd af viðkomandi bæ.
Lagunilla Tempranillo
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Síld er holl:
Prótein, vítamín og steinefni