Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 12
12 17. október 2003 FÖSTUDAGUR TÓNLEIKAHÖLL DISNEYS Ryðfrítt stál og framandi form einkenna nýja tónlistarhöll Walt Disney í Los Angeles. Arkitektinn er Frank Gehry og kostar byggingin ríflega 21 milljarð króna. Deilur hafa staðið um bygginu hallarinnar síðastliðin 16 ár en nú sér fyrir endann á þeim og verður hölllin vígð 23. þessa mánaðar. Það verður Fílharmoníusveit Los Angeles sem vígir Disney-höllina. ÚTFLUTNINGUR „Það er fyrst og fremst markaðurinn fyrir ýsu sem við höfum áhyggjur af,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri frystra sjávarafurða hjá SÍF, en mikil lækkun hefur orðið á verði á sjófrystum þorski og ýsu á mörkuðum erlendis. „Það stefnir í að ýsumarkaður- inn verði mjög þungur út þetta ár og fram á næsta ár. Það er of- framboð á ýsu á mörkuðum og kaupendur vita það en neyslan virðist vera tiltölulega stöðug þrátt fyrir verðfallið. Lægra verð virðist hins vegar ekki skila sér enn sem komið er alla leið til neytenda. Við hefðum viljað sjá söluaukningu miðað við aðstæð- urnar en eftirspurnin er nánast engin.“ Friðleifur segir að hjá SÍF leiti menn nýrra leiða vegna lágs verðs á hefðbundnum mörkuðum og mögulega séu sóknarfæri inn á markaði í austur-Evrópu. „Þar höfum við ekki verið samkeppnis- færir hingað til en þar gæti orðið breyting á þar sem verðið er orð- ið svo lágt. Við erum sterkir á þeim slóðum og þar gæti legið ein lausnin við að losna við hluta af þeim birgðum sem til eru.“ Friðleifur segir að markaður fyrir þorskinn sé áfram til staðar og þrátt fyrir að verð sé lágt sé það jafnframt vænleg fyrir mark- aði á meginlandi Evrópu. ■ VIÐSKIPTI Kaupás, sem rekur meðal annars Nóatúnsverslanirnar, er þessa dagana að semja við Kaupfé- lag Árnesinga um kaup á verslun- arhúsinu Kjarnanum á Selfossi. Kaupfélagið á eins og kunnugt er í miklum erfiðleikum og er í greiðslustöðvun. Einar Gautur Steingrímsson, tilsjónarmaður Kaupfélags Árnesinga (KÁ) á greiðslustöðvunartímabilinu segir nú orðið ljóst að einhverjar eignir séu til upp í almennar kröfur þeg- ar forgangskröfur eru greiddar. Þó mál hafi skýrst talsvert á undan- förnum vikum sé ljóst að ekki verði allir lausir endar hnýttir fyr- ir næsta fund með kröfuhöfum, sem haldinn verði 24. október. Einar segir samningana um söl- una á Kjarnanum á lokastigi. Auk stórhýsisins Kjarnans ætli Kaupás að kaupa þrjár aðrar eignir sem fyrirtækið leigi einnig af KÁ; Goðahraun í Vestmannaeyjum, Selvogbraut í Þorlákshöfn og eina eign í Vík í Mýrdal. Þrotabú Brúar ehf., dótturfé- lags KÁ, er að sögn Einars Gauts að selja Hótel Selfoss. Kaupendur eru komnir en spurningin er sú hvort náist að semja um kaupverð við þá lánardrottna sem eiga veð í hótelbyggingunni. „Mál eru að skýrast í bókhald- inu og tölur að verða ljósari. Við munum gera grein fyrir þessu á kröfuhafafundinum. Það er ljóst að það er til upp í almennar kröfur. Við erum að fara yfir það núna hversu mikið það er. Það eru marg- ir lausir endar og verður ekki búið að hnýta þá alla fyrir fundinn með kröfuhöfunum 24. október. En all- ar upplýsingar núna eru miklu gleggri en áður,“ segir Einar Gaut- ur. KÁ hefur afhent rekstur Hótels Flúða og Hótels Kirkjubæjar- klausturs til hlutafélaganna sem eiga byggingarnar sem hýsa þá starfsemi. KÁ rekur enn hótel í Vík en eigandi þess húss er Mó- klettur ehf. Fram hefur komið að Olíufélagið hefur yfirtekið frá KÁ rekstur allra Esso-bensínstöðva á Suðurlandi. gar@frettabladid.is Blönduós: Bæjarráð fór rangt að SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráði Blöndu- óss var óheimilt að fela einum bæj- arfulltrúa að fara með atkvæðis- rétt bæjarins á hluthafafundi í Fé- lagsheimili Blönduóss ehf. Þetta kemur fram í áliti félagsmálaráðu- neytisins eftir að málinu var vísað til þess. Bæjarráð fól Jóhönnu G. Jó- hannsdóttur, bæjarfulltrúa og stjórnarformanni Félagsheimilis Blönduóss, að fara með atkvæðis- rétt bæjarins. Ágreiningur var um afgreiðsluna í bæjarráði og telur félagsmálaráðuneytið að því hefði átt að vísa málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. ■ Á mánudögum: Fasteignir Hér sést fjöldi lesenda (20 - 49 ára) á fasteignablöðum á landinu öllu skv. skoðanakönnun Gallup september 2003. 54207 28084 MORGUNBLAÐIÐFRÉTTABLAÐIÐ Erfiður markaður fyrir ýsu: Eftirspurnin er engin ÝSUFJALL Eftirspurn eftir ýsu á erlendum mörkuðum er engin þrátt fyrir lágt verð. Kaupir kaup- félagshús HÓTEL SELFOSS „Það eru margir lausir endar og verður ekki búið að hnýta þá alla fyrir fundinn með kröfu- höfunum 24. október,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, tilsjónarmaður KÁ. Verið er að ganga frá sölu verslunarhússins Kjarnans og kaupandi er fundinn að Hótel Selfossi. Kaupás, sem rekur meðal annars Nóatúns- verslanirnar, er að ganga frá kaupum á fjórum verslunarhúsum Kaupfélags Árnesinga. RÓM, AP Áætlað er að 250.000 manns að minnsta kosti leggi leið sína til Rómar á sunnudag til að fylgjast með athöfn þar sem Móðir Theresa verður tekin í dýrlingatölu. Atburðurinn verður sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu milli klukkan átta og níu á sunnu- dagsmorgun. Móðir Teresa, sem hét réttu nafni Agnes Gonxhe Bojaxhiu, lést árið 1997, þá 87 ára að aldri, en hún var heimsþekkt fyrir störf sín í þágu fátækra. Hún var ættuð frá Albaníu og vann til Friðar- verðlauna Nóbels árið 1979 fyrir starf í þágu fátækra á Indlandi. Stjórnvöld í Albaníu ætla að heiðra minningu hennar með því að gera 2004 að „Ári Móður Teresu“. ■ Teresa í dýrðlingatölu: Kvartmilljón til Rómar MINJAGRIPIR Minjagripir með myndum af Móður Theresu eru til reiðu í verslunum í Róm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.