Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
Alltaf verð ég jafn ringlaðurþegar ég heyri talað um vinstri
og hægri og að einhverjir hneigist
annað hvort til vinstri eða hægri í
skoðunum sínum. Ég sé fyrir mér
feitan mann sem vaggar þegar hann
labbar, ýmist til vinstri eða hægri.
Ég sakna þess að maðurinn halli sér
ekki líka fram og aftur, eða bara
staldri við og líti um öxl. Setjist
kannski niður.
HEIMURINN er flóknari en svo að
hægt sé að hallast einungis til hægri
eða vinstri. Menn geta líkið kropið
niður, hoppað, snúið við, labbað
afturábak, staðið í stað, gengið á ská,
lagst, skriðið og fett upp á líkamann
eins og í limbó. Möguleikarnir eru
óteljandi. Í stjórnmálum er alltaf eins
og það séu bara tvær áttir, og ein
hreyfing: að halla sér. Það gleymist
að gera ráð fyrir þeim sem halla sér
ekki neitt, hugsa lítið um hægri og
vinstri, og standa kannski bara kjurir,
teinréttir, og gretta sig eins og pönk-
arar eða æpa einir á timburbrú eins
og í málverkinu hans Munchs og vita
ekki sitt rjúkandi ráð.
ÞAÐ STENDUR ekki steinn yfir
steini í þessari vitleysu. Er sá sem er
á móti innrásinni í Írak vinstri-
maður? Þá er Jacques Chirac vinstri-
maður. Er sá sem er á móti
Kárahnjúkavirkjun vinstrimaður? Er
sá sem leiðir hugann að frelsi ein-
staklinganna hægrimaður? Líka sá
sem vill lækka skatta? Getur
hugsanlega verið að einhvers staðar
í bænum sitji maður við tölvuna sína
á þessari stundu og skrifi niður
skoðanir fólksins og skipti þeim
samviskusamlega í tvo dálka: hægri
og vinstri. Kannski er hann með
sérstakt excel-skjal til þess arna.
Mér hugnast ekki tilhugsunin.
MIKIÐ MÁ sá vera úti á þekju.
Hægri og vinstri eru hugtök sem
gagnast að mjög takmörkuðu leyti.
Það má hugsanlega, kannski, segja
til einföldunar að flokkarnir á
Alþingi séu hægri- og vinstriflokkar.
En það nær eins langt og það nær.
Fólk, manneskjur, er svo margt
margt annað: Það er skemmtilegt,
leiðinlegt, ágætt, sæmilegt, meiri-
háttar, uppáþrengjandi, óvandvirkt,
samviskusamt, agað, dómgreindar-
laust, ábyrgt, alvörugefið, gagn-
rýnið, sátt, ósátt, latt, duglegt, gáfað,
ótrúlegt, víðsýnt, þröngsýnt, áræðið,
framfærið, feimið, orðheppið,
þögult, hugsandi og guð má vita
hvað. Punktur. ■
Vinstri/hægri