Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 30
AIRWAVES Fjöldi erlendra sveita
leikur á Iceland Airwaves-hátíð-
inni í kvöld, og eru þær ekki af
verri endanum. Flestar koma
fram á Gauknum en þar leika TV
on the Radio, Prosaics, Captain
Comatose og Audio Bullys ásamt
íslensku sveitunum
Daysleeper, Maus og
Brain Police.
Stórsveitin The
Kills kemur fram á
NASA ásamt Kimono,
Vínyl, Singapore
Sling, Quarashi og
Dáðadrengjum.
Dúettinn The Kills
leikur hrátt, óheflað
rokk sem svipar til
P.J. Harvey, Yeah
Yeah Yeahs og Velvet
Underground. Hann
er breskur, hún er
bandarísk og fyrstu
lögin unnu þau með
því að senda hvort
öðru spólur í pósti. Þetta reyndist
of tímafrekt og hún fluttist yfir til
Bretlands. The Kills gaf út fyrstu
breiðskífu sína, Keep on Your
Mean Side, fyrr á þessu ári og
hlýtur sú plata að enda á listum
gagnrýnenda yfir bestu plötur
ársins.
TV on the Radio
kemur frá Brooklyn í
Bandaríkjunum og
blandar saman el-
ektrónískum hljóðum
við rokkið á frumleg-
an og spennandi hátt.
Fyrsta breiðskífan er
enn ekki komin út en
hennar er beðið með
mikilli eftirvæntingu
innan tónlistargeir-
ans. Hingað til hefur
sveitinni verið líkt við
Interpol, Pere Ubu og
Pixies. Sveitin gaf út
þröngskífuna Young
Liars fyrr á þessu ári
og héldu gagnrýnendur ekki
vatni.
Prosaics er tríó sem leikur
þétta rokktónlist með „vélbyssu“
bassalínum, eins og segir á heima-
síðu. Sveitin er ung og á eftir að
sanna sig.
Captain Comatose er banda-
rískur rafdúett sem braust út á yf-
irborðið í gegnum Berlínarsen-
una. Þeir leika ferska elektróník
og þykja góðir „remixarar“. Þeir
hafa m.a. unnið með Andy
Weatherall, Gus Gus, Coldcut og
Julee Cruise. Fyrsta breiðskífa
Captain Comatose, Going Out,
kom út snemma á þessu ári hjá
Playhouse Records.
Audio Bullys er breskur raf-
dúett sem hefur verið að vinna sig
upp metorðastigann í heimaland-
inu. Þeir gáfu nýverið út plötuna
Ego War á þessu ári sem fékk
þónokkra athygli hér á landi.
Mætið snemma, staðirnir fyll-
ast fljótt. ■
30
GRÍMUKLÆDD BJÖRK
Björk „okkar“ Guðmundsdóttir mætti í
dulargervi á tískusýninguna „Fashion
Rocks“ er haldin var í Royal Albert Hall í
London á miðvikudagskvöldið. Það var
samt auðvelt að þekkja hana.
ICELAND AIRWAVES
Vidalín 20.30 - 01.30
fram koma: Lokbrá, Han Solo, Michael
Pollock, Örkuml, Moody Company, Hand-
some Joe og Úlpa.
Hallgrímskrikja 17.00
Jóhann Jóhannsson flytur Englabörn.
Þjóðleikhúskjallarinn 22.30 - 02.00
fram koma: Móri, Skytturnar, Perculator
og Jagúar.
Kapítal 20.00 - 03.00
fram koma: Octal, John Log, Berglind,
Jara, Biogen, Fran Murder, Ruxpin, Pres-
ident Bongo og Buckmaster de la Cruz
11 22.00 - 01.00
fram koma: Drifter, Molesting Mr. Bob og
Andlát.
GrandRokk 20.45 - 03.00
fram koma: Búdrýgindi, Dikta, Sein, Mið-
nes, The Flavours, One Rhino, 200.000
Naglbítar og Tequila Jazz.
THE RASMUS
Enn og aftur er það rokkið sem situr í
efsta sæti poppstöðvarinnar.
TÓNLIST Yoko Ono, ekkja Bítilsins
Johns Lennons, hefur gefið fram-
leiðendum á Broadway leyfi sitt
til þess að gera söngleik um ævi
látins eiginmanns síns. Söngleik-
urinn, sem ekki hefur hlotið nafn
en gengur undir vinnuheitinu
The Lennon Project, verður þó
frekar óhefðbundinn þar sem
hann tekur ekki beint á æviágrip-
um Lennons heldur mismunandi
persónuleikum hans.
Framleiðendurnir Edgar Lans-
bury og Don Scardino fengu þá
hugmynd að ráða 12 leikara sem
allir túlka einn persónuleika
Lennons. Lög hans í gegnum tíð-
ina verða svo auðvitað ein helsta
uppstaða söngleikjarins.
„Söngleikurinn segir sögu
Lennons að vissu marki og gefur
góða mynd af því hvernig tímarn-
ir og þjóðlífið voru á þessum
tíma,“ segir Don Scardino fram-
leiðandi. „Lennon tók breyting-
um til þess að samsvara hverri
kynslóð. Hann var m.a. rokkari,
hippi, hugleiðslugúru, pólitískur
uppreisnarmaður, heimilisfaðir
og skapandi listamaður.“
Samningaviðræður við Yoko
Ono hafa staðið yfir í þrjú ár en
verkefninu var frestað þegar
Columbia Pictures fékk þá hug-
mynd að gera kvikmynd um ævi
Lennons. Þá börðust menn um að
tryggja sér réttinn á lögum
Lennons en sú deila leystist þeg-
ar hætt var við kvikmyndina.
Í söngleiknum verða 30 lög
Lennons sem voru öll samin eftir
að Bítlarnir hættu. ■
17. október 2003 FÖSTUDAGUR
JOHN LENNON
Nú á að breyta John
Lennon í söngleik á
Broadway.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
TOPP 10 - FM957
VIKA 42
The Rasmus
IN THE SHADOWS
Outlandish
AICHA
3 Doors Down
HERE WITHOUT YOU
Busted
SLEEPING WITH THE LIGHT..
Írafár
FÁUM ALDREI NÓG
Matchbox Twenty
BRIGHT LIGHTS
Stacie Orrico
THERE’S GOTTA BE MORE...
Robbie Williams
SOMETHING BEAUTIFUL
Dido
WHITE FLAG
Staind
SO FAR AWAY
Vinsælustulögin
Fréttiraf fólki
Annar skammtur
ICELAND
AIRWAVES
Gaukurinn
20.30 Daysleeper
21.15 Maus
22.00 Brain Police
23.00 Prosaics
00.00 TV on the Radio
01.00 Captain Comatose
02.00 Audio Bullys
04.00 Alfons
NASA
21.30 Kimono
22.15 Vinyll
23.00 Singapore Sling
00.00 The Kills
01.00 Quarashi
02.00 Dáðadrengir
TV ON THE RADIO
Þykja með því athyglisverðara sem er að
gerast í New York þessa dagana. Fyrsta
breiðskífan kemur út á næsta ári,
forsmekkinn fáum við í kvöld á Gauknum.
MÓRI
Þjóðleikhúskjallarinn
DIKTA
GrandRokk
Söngleikur um Lennon
Cheryl Tweedy, ein söngkvennaGirls Aloud, brast í grát þegar
hún kom fyrir dómara til þess að
svara fyrir sakir sínar. Hún var
ákærð fyrir að hafa
ráðist, líkamlega og
andlega, á þjónustu-
stúlku sem vann á
salerni skemmti-
staðar í London. Í
vitnastúkunni við-
urkenndi stúlkan í
tárum sínum að
hafa kýlt þjónustustúlkuna en að-
eins vegna þess að hún óttaðist
hvað stelpan ætlaði að gera sér.
Hún neitaði öllum ásökunum um
að hafa haft uppi kynþáttafor-
dóma með klúru orðalagi.