Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 6
6 17. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir Veistusvarið? 1Hvað heitir landsstjóri Kanada semvar í opinberri heimsókn hérlendis? 2Hvaða ríki hefur tvisvar beitt neitun-arvaldi í Öryggisráði SÞ á síðustu tveimur vikum? 3Hvaða stórlið í handbolta hefur lýstáhuga á að fá Ásgeir Örn Hallgrímsson til liðs við sig? Svörin eru á bls. 46 Þrítugur síbrotamaður dæmdur í sex mánaða fangelsi: Framdi auðgunar- og fíkniefnabrot DÓMUR Rúmlega þrítugur síbrota- maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaða, til- raun til þjófnaðar og fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var dæmdur fyrir sextán brot. Þar af eru tólf brot- anna fyrir innbrot og þjófnað og er verðmæti þýfisins samtals yfir tvær milljónir. Þá var hann dæmd- ur fyrir tvö fíkniefnabrot, eina til- raunar til þjófnaðar og fyrir að stela bíl. Í dómnum segir að maðurinn hafi nær samfelldan sakaferil frá 1987. Fyrir 18 ára aldur hafði hon- um sex sinnum verið gerð refsing og hann dæmdur til óskilorðsbund- innar fangelsisrefsingar í samtals tvö ár og ellefu mánuði. Eftir það hefur hann hlotið 15 refsidóma og tvisvar gengist undir sátt. Í maí sl. var hann dæmdur í 14 mánaða fang- elsi vegna ýmissa brota. Hann hlaut dóm í Hæstarétti árið 1998, þar sem héraðsdómur fyrir nytjastuld, þjófnað, tilraun til þjófnaðar og um- ferðarlagabrot var þyngdur úr tveggja ára fangelsi í þriggja ára fangelsi. Hann fékk reynslulausn í apríl 2000 á 430 dögum eftirstöðva refsingar, sem hann stóðst. ■ Hæstiréttur: Staðfesti sýknu DÓMUR Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þar sem maður var sýknaður af því að hafa borið annan mann röngum sakargiftum. Maðurinn sem var sýknaður lagði ásamt eiginkonu sinni árið 1998 fram kæru á hendur mann- inum fyrir hótanir í sinn garð og ítrekað ónæði. Árið 2001 krafðist maðurinn miskabóta af þeim sýkn- aða. Héraðsdómur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti ekki rétt á miska- bótum þar sem framburður vitna sýndi fram á að kæran hafi ekki verið algerlega að tilefnislausu. ■ fiar sem allar fer›ir til Dublin í haust eru a› seljast upp fljúgum vi› á B-747 júmbóflotu helgina 13. - 16. nóvember. Ekta kráarstemmning, frey›andi Guinnes og frábærar verslanir. Dublin Skemmtilegasta borgin - ekki spurning! Örfá sæti laus í a›rar helgarfer›ir 32.020 kr. Flugsæti me› sköttum 47.720 kr.* Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is *Innifali›: Flug, skattar, gisting m/morgunv. og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Akstur til og frá flugvelli erlendis. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 24 51 10 /2 00 3 sta›greitt á mann í tvíb‡li í 3 nætur. INNBROT Í KEFLAVÍK Brotist var inn í verslunina Hljómval við Hafnargötu í Keflavík í fyrri- nótt. Farið hafði verið inn um opnanlegan glugga á suðurhlið hússins og stolið geisladiskum, stafrænum myndavélum, sjón- aukum, einnota myndavélum og tuttugu þúsund krónum í skipti- mynt. Málið er í rannsókn lög- reglu. ÚTAFAKSTUR Bíll lenti utan vegar á móts við go-kart brautina í Reykjanesbæ á miðvikudags- kvöld. Engin slys urðu á fólki en bíllinn var mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Fyrirspurn á Alþingi: Spurt um störf héraðs- dóma ALÞINGI Fyrirspurn hefur verið lögð fram á Alþingi til dómsmála- ráðherra um starfsemi héraðs- dómstóla. Guðjón Ólafur Jónsson, vara- þingmaður Framsóknarflokksins, spyr ráðherra um fjölda starfs- manna hjá dómstólunum, fjölda dómsmála, hversu langan tíma hafi tekið að dæma mál og hversu miklu fé hafi verið varið til hvers héraðsdómstóls á árunum 1998- 2002. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Maðurinn á nær samfelldan sakaferill frá árinu 1987. Bandaríkin höfðu sitt fram Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma tillögu Bandaríkjanna um uppbyggingu Íraks. Sameinuðu þjóðirnar fá samkvæmt tillögunni víðtækara hlutverk í uppbyggingu Íraks. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Ályktun Bandaríkjamanna um uppbyggingu í Írak var samþykkt einróma í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Níu af fimmtán ríkjum örygg- isráðsins þurftu að greiða til- lögunni atkvæði svo hún teldist samþykkt en öll 15 aðildarríkin sögðu á endanum já. Litið er á þessa niður- stöðu sem mikinn sigur fyrir Banda- ríkjamenn. Tillagan fjallar um framtíðarupp- byggingu Íraks, hvernig fjölga megi í herliði bandamanna í Írak, fá aukið fjár- magn til uppbyggingar þar og undirbúa sjálfstæði Íraks. Bandaríkin, Bretland, Spánn og Kamerún lögðu tillöguna fram. Ágreiningur hefur verið um tillöguna innan ráðsins og fyrri tillögur sama efnis síðustu sex vikur. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna beitti sér hins vegar hart í að afla tillög- unni fylgis og ákváðu Frakkar, Þjóðverjar og Rússar í gær að styðja tillöguna. Í kjölfarið bætt- ust Sýrlendingar, eina Arabaríkið í öryggisráðinu, í hópinn. Þótt ríkin þrjú sem helst hafa gagnrýnt innrásarstríðið gegn Írak, Þýskaland, Frakkland og Rússland, hafi goldið tillögunni jáyrði er ekki þar með sagt að þau sendi herlið til Íraks eða leggi fjármuni til uppbyggingar þar. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði eftir atkvæðagreiðsluna að að- dragandi þessa máls hefði verið erfiður en aðildarríki öryggis- ráðsins hefðu látið hagsmuni írösku þjóðarinnar ganga fyrir. „Ályktunin sem samþykkt var er málamiðlun en jákvæðu þættir hennar eru fleiri en þeir nei- kvæðu,“ sagði Sergei Lavrov, sendiherra Rússlands hjá Samein- uðu þjóðunum. Samkvæmt ályktuninni fá sam- tökin víðtækara hlutverk í Írak, eftir því sem aðstæður leyfa, þó ekki sé kveðið nákvæmlega á um hvenær það gerist. Ekki er heldur kveðið ná- kvæmlega á um það hvenær völd verða færð í hendur Íraka sjálfra en Sameinuðu þjóðirnar og Frakkar höfðu sótt fast að fá inn slíkar dagsetningar. Á móti kem- ur að Írakar eiga að skila tillögum að nýrri stjórnarskrá fyrir Írak og almennum kosn- ingum í landinu fyrir 15. desem- ber næstkomandi. the@frettabladid.is EINRÓMA SAMÞYKKT Í ÖRYGGISRÁÐINU Öll 15 aðildarríkin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu ályktun Bandaríkjanna um uppbyggingu Íraks. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir Bandaríkjamenn. ■ írakar eiga að skila tillögum að nýrri stjórnarskrá fyrir Írak og almennum kosningum í landinu fyrir 15. desember næstkomandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.