Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 1

Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 36 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR Meðallestur fólks á landinu öllu NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 68% 50% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V 23% SJALLINN FERTUGUR Einn frægasti skemmtistaður landsins heldur upp á fer- tugsafmæli sitt um helgina. Fyrsta hús- hljómsveit Sjallans var Hljómsveit Ingi- mars Eydal. Hún er horfin á brott en í hennar stað heldur Írafár uppi fjörinu þessa helgina. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG OKTÓBER KVEÐUR MEÐ KULDA Og í raun trekki því vindur er heldur að styrkjast. Kuldahúfa, kuldaskór, vettlingar og gott skap draga úr áhrifum þessa kulda. Sjá síðu 6 31. október 2003 – 268. tölublað – 3. árgangur skólabúðir ● sögustund Þarf að passa í frosti börn o.fl. Húð barna: ▲ SÍÐUR 30-31 vín vikunnar ● skyrdesert Lambakjöt vin- sælast í Tyrklandi matur o.fl. Murat Özkan: ▲ SÍÐUR 28-29 OFSÓTTUR AF MINNIHLUTA Hannes Hólmsteinn Gissurarson furðar sig á málflutningi minni- hluta Útvarpsráðs, sem hefur gert at- hugasemdir um kaup á sjónvarpsþáttum Hannesar. Hann á engin framleiðslufyrirtæki og því hefur ekkert ver- ið keypt af honum. Sjá síðu 2 FALSAÐI VITLAUST NAFN Íslenskt fyrirtæki ljósritaði nafn af vegabréfi á ráðn- ingarsamning litháísks starfsmanns sem framvísað var til Vinnumálastofnunar. Sam- kvæmt þeim samningi voru mánaðarlaunin 30.000 krónum hærri en þau sem maður- inn fékk í raun og veru. Sjá síðu 2 ÖRTRÖÐ Á DEKKJAVERKSTÆÐUM Nagladekkin heilla landsmenn enn þegar hálku verður vart á haustin. Langar biðraðir voru við dekkjaverkstæði á höfuðborgar- svæðinu í gær þegar fólk vaknaði við kulda, snjóföl og hálku. Sjá síðu 4 HEILBRIGÐISKERFI Í ÓGÖNGUM Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar, fer hörðum orðum um hvernig kom- ið er fyrir heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðismál- in verða eitthvert helsta málið sem rætt verður á landsfundi Samfylkingar sem hefst í dag. Sjá síðu 6 ATVINNA Starfsmannastjóri varnar- liðsins varaði við því á fundi með trúnaðarmönnum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í vik- unni að frestun á uppsögnum starfsmanna á Keflavíkurflug- velli myndi leiða til enn frekari uppsagna. Félagið hyggst kæra uppsagnirnar á þeim grundvelli að lögboðið samráð hafi ekki átt sér stað við trúnaðarmenn, í því tilliti að þeir fengju að leggja fram tillögur um hvernig koma mætti í veg fyrir þær. Reynist varnarliðið sekt um brot á lögum um hópuppsagnir verður það knúið til að fresta uppsögnunum og endurtaka ferlið með löglegum hætti. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi varnarliðsins, segir yfirstjórn varnarliðsins hafa til athugunar bréf utanríkisráðuneytisins, þar sem fram kemur sú skoðun að uppsagnirnar hafi verið ólöglegar. „Þetta mál er til athugunar. Ég get ekki sagt hvernig eða út frá hvaða sjónarmiði. Vert er að benda á að í fréttatilkynningunni sem send var út kemur fram mjög skýrt að töf á uppsögnunum hefði haft í för með sér fleiri uppsagnir.“ Í til- kynningu frá varnarliðinu vegna uppsagnanna fyrr í vikunni segir: „Frestun á umræddum aðgerðum hefði óhjákvæmilega haft fleiri uppsagnir í för með sér.“ Á sama tíma hefur Rafiðnaðar- sambandið til athugunar hvort varnarliðið hafi brotið lög með því að bjóða um hundrað starfsmönn- um frá höfuðborgarsvæðinu að segja upp störfum eða samþykkja kjaraskerðingu sem nemur allt að 100 þúsund krónum á mánuði. Starfsmennirnir fengu, líkt og 90 aðrir, send uppsagnarbréf í vik- unni. Þeim er gert að skrifa undir samning sem felur í sér skerðingu á kjörum fyrir 15. nóvember, ella verði litið svo á að þeir segi upp störfum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum tilkynnt að ef þeir sætti sig ekki við kjaraskerðingu verði frekari uppsagnir þar til niðurskurðinum verði náð. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir það í verkahring kaupskrár- nefndar að ákvarða kaup og kjör starfsmanna á Keflavíkurflug- velli. „Herinn gerir ekki kjara- samninga. Ákvörðun kaupskrár- nefndar hefur ígildi kjarasamn- ings og hún tekur mið af sambæri- legum stéttum í landinu.“ Á fundi Rafiðaðarsambandsins með félagsmönnum í Keflavík komu fram þær áhyggjur starfs- manna varnarliðsins að atvinnu- rekandinn væri meðvitað að skapa þær aðstæður sem þving- uðu þá til að láta af störfum. jtr@frettabladid.is UMFERÐARSLYS Tveir létu lífið þegar bifreið sem þeir voru farþegar í lenti utan vegar og valt skammt fyr- ir sunnan bæinn Viðvík í Hjaltadal síðla í gær. Fimm manns voru í bílnum þeg- ar slysið átti sér stað og var ein kona flutt mikið slösuð með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Tveir þeirra sem voru í bílnum slösuðust minna. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lagði af stað á slysstað. Hún var hins vegar afturkölluð þeg- ar hún var komin hálfa leið. Konan sem slasaðist alvarlega var flutt til Sauðárkróks. Þangað flaug sjúkra- flugvél frá Akureyri og tók konuna um borð til að flytja hana áfram til Reykjavíkur, þar sem hún liggur nú á gjörgæslu. Ekki hafði náðst í nánustu að- standendur þegar blaðið fór í prent- un í gærkvöldi og er því ekki hægt að gefa upp nöfn hinna látnu. ■ VINKONUR HJÁLPAST AÐ Ólíkt fjölmörgum af eldri kynslóðum sem héldu á dekkjaverkstæði þegar þeir urðu varir við snjókomuna í gær héldu börnin út með snjóþotur. Þrjár hafnfirskar vinkonur hjálpuðust að við að renna sér niður brekku á gamla Einarsreitnum við Fálkahraun í Hafnarfirði. Grænmetissamráð: Sektirnar hækkaðar DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sölufélag garðyrkjumanna, Bananar og Mata hefðu gerst sek um marg- háttuð brot á samkeppnislögum. Sektaákvörðun áfrýjunarnefndar var staðfest og þurfa félögin að greiða samtals 47 milljónir króna í sektir. Dómurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Grænmetisfélögin áfrýjuðu dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. nóvember 2002. Í dómi hér- aðsdóms var félögunum gert að greiða alls 37 milljónir í ríkissjóð. Sektin hækkar því um tíu krónur með dómi Hæstaréttar. Sölufélag garðyrkjumanna hlaut hæsta sekt, 25 milljónir króna, Bananar ehf. fékk 17 millj- óna sekt og Mata ehf. þarf að greiða 5 milljónir. ■ Frestun leiðir til frekari uppsagna Varnarliðið varar við því að frestun á uppsögnum leiði til frekari upp- sagna. Yfirstjórn bækistöðvarinnar hefur athugasemdir utanríkisráðu- neytisins til athugunar. Stéttarfélög undirbúa málsókn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Bíll valt sunnan Viðvíkur í Hjaltadal: Tveir létu lífið í bílveltu NÆSTI FORINGI Michael Howard var brosmildur í gær þeg- ar hann kynnti ákvörðun sína um framboð til formennsku í breska íhaldsflokknum. Michael Howard: Vill verða leiðtogi LONDON, AP Michael Howard, þing- maður Íhaldsflokksins breska, til- kynnti í gær að hann gæfi kost á sér til forystu í flokknum. Fram- boðsfrestur rennur út næstkom- andi fimmtudag en Howard á vísan stuðning margra af helstu þunga- vigtarmönnum Íhaldsflokksins. Það bendir því flest til að hann verði einn í kjöri 11. nóvember. „Ég mun leiða flokkinn frá miðjunni,“ sagði Howard á blaða- mannafundi gær. Hann hvatti jafnframt til sam- stöðu í flokknum og bað menn að sýna hver öðrum virðingu, sem og pólitískum andstæðingum sínum. Sjá nánar síðu 18 Arnar Jónsson: ▲ fylgir Fréttablaðinu dag Sextugur eilífðarunglingur birta feng shui í vinnunni ● krossgáta Bandaríkjaþing: Lokað í tvo tíma WASHINGTON, AP Tveir starfsmenn Bandaríkjaþings mættu með leik- fangabyssur í hrekkjavökupartí í gær. Öllum byggingum þingsins var umsvifalaust lokað og öllum starfsmönnum skipað að yfirgefa byggingarnar. Öryggisverðir tóku eftir byss- unum þegar farangur starfsmann- anna var gegnumlýstur og ríkti óvissa um alvarleika ástandsins í um tvær klukkustundir. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.