Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 6

Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 6
6 31. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Leiðrétting ■ Hæstiréttur GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75,8 -0,39% Sterlingspund 128,92 -0,77% Dönsk króna 11,92 -0,59% Evra 88,61 -0,57% Gengisvísitala krónu 125,82 0,15% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 390 Velta 9.197,4 milljón ICEX-15 1.921,26 0,30% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 371.085.560 Sjóvá-Alm. tryggingar hf. 300.026.821 Tangi hf. 250.800.000 Og fjarskipti hf. 195.744.500 Pharmaco hf. 118.826.925 Mesta hækkun Og fjarskipti hf. 2,97% Jarðboranir hf. 1,52% Össur hf. 0,90% Flugleiðir hf. 0,87% Marel hf. 0,75% Mesta lækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. -4,05% Hampiðjan hf. -3,33% Opin Kerfi Group hf. -1,66% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.772,5 -0,0% Nasdaq* 1.938,4 0,1% FTSE 4.301,6 0,8% DAX 3.648,3 0,9% NK50 1.351,2 0,3% S&P* 1.045,7 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Útlit er fyrir átök á landsfundi Sam-fylkingar. Hverjir munu takast á og um hvaða embætti? 2Ríkisútvarpið hefur keypt 1.900 mín-útur af sjónvarpsefni frá fyrirtæki sem framleitt hefur þætti eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson. Hvað heitir fyrirtækið? 3Leiðtogi breskra íhaldsmanna varfelldur af samflokksmönnum sínum á þinginu. Hvernig fór vantraustskosningin? Svörin eru á bls. 46 KÁRAHNJÚKAR Um 600 tonna bor, sem nota á til að bora aðrennslis- göng Kárahnjúkavirkunar, er væntanlegur til Reyðarfjarðar frá Cleveland í Bandaríkjunum eftir rúman mánuð. Borinn er sá fyrsti af þremur sem Impregilo lætur flytja til landsins. Í fréttatilkynningu frá Sam- skipum, sem annast flutningana bæði til Reyðafjarðar og frá Reyðarfirði upp á Kárahnjúka, segir að fram undan séu mestu þungaflutningar Íslandssögunn- ar. Borinn, sem vegur 600 tonn, verður tekinn í sundur til að auð- velda flutningana og eftir það vegur þyngsti einstaki hluturinn um 75 tonn, en það er hluti af borkrónunni. Til að leysa verkefnið á far- sælan hátt hafa Samskip látið fara fram vettvangskönnun á leiðinni milli Reyðarfjarðar og Kárahnjúka. Gert er ráð fyrir að alls muni þurfa að fara 26 ferðir milli staðanna til að koma born- um á áfangastað og verður með- al annars notast við sérstyrktan flutningavagn. ■ Heilbrigðismálin í algjörum ógöngum Landsfundur Samfylkingar hefst í dag. Össur Skarphéðinsson formaður segir að flokkur hans verði að taka forystu um nýjar leiðir í heilbrigðismál- um. Segir EES-samninginn veikan og nauðsynlegt að stíga stærri skref. STJÓRNMÁL „Við munum taka á helstu málunum sem verið hafa í deiglunni en einnig munum við ræða þau mál sem hafa verið van- rækt,“ segir Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingar, um landsfund flokksins sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í dag. Fundurinn verður friðsamleg- ur sé litið til kjörs formanns og varafor- manns, sem verða sjálfkjörn- ir, en búist er við átökum um kjör til framkvæmda- stjórnar þar sem Margrét Frí- mannsdóttir al- þingismaður stefnir að framboði til formanns. Þar situr fyrir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi. Össur segir að meðal þess sem landsfundur muni ræða í þaula séu heilbrigðismálin, sem séu komin í óefni. „Ég mun ræða þá sýn sem ég hef á heilbrigðismálin, sem ég tel vera komin í algjörar ógöngur. Við munum ræða þá nauðsyn sem er á því að Samfylking taki upp forystu um nýjar leiðir í heil- brigðismálum. Á næstu misserum verða heilbrigðismál forgangsmál hjá flokknum,“ segir Össur. Hann segir að á landsfundinum fái efnahagsmálin mikið rými. Össur segir söguleg kaflaskil hafa orðið þegar verkalýðshreyfing- unni tókst fyrir tveimur árum að stöðva hrinu verðhækkana af hálfu hins opinbera. „Ef samstaða næst með stjórn, stjórnarandstöðu og andstæðum öflum á vinnumarkaði tel ég mögulegt að undir lok kjörtíma- bilsins stöndum við Íslendingar frammi fyrir meiri auði en nokkru sinni fyrr. Við munum lýsa vilja okkar til að taka þátt í þeirri sáttargjörð sem þarf til að ná þessu fram en jafnframt lýsa því með afdráttarlausum hætti hvernig eigi með nýju réttlæti að deila þeim ávinningi meðal þjóð- arinnar,“ segir Össur. Hann segir að Evrópumálin verði til umræðu og þá sérstak- lega í ljósi þess að Liechtenstein virðist hafa sett EES-samninginn í uppnám. „Það afhjúpar í raun hve EES- samningurinn er veikur og hve brýn nauðsyn er til að stíga lengra skref,“ segir Össur. Hann segir að fortíðina muni einnig bera á góma og þá sérstak- lega þátttöku íslenskra stjórnvalda í Íraksstríðinu. „Gönuhlaup Davíðs Oddssonar að landamærum Íraks með Hall- dór Ásgrímsson í eftirdragi mun bera hátt. Við berum óbeina ábyrgð á því öngþveiti sem er að skapast í Írak,“ segir Össur. Hann segir að landsfundur muni fjalla um fjölmörg fleiri mál, svo sem meðferð á verkafólki á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. rt@frettabladid.is Ariel Sharon: Yfirheyrður í sjö tíma JERÚSALEM, AP Ísraelska lögreglan yfirheyrði Ariel Sharon forsætis- ráðherra í sjö klukkutíma vegna rannsóknar á meintri spillingu. Sharon hefur verið sakaður um að hafa þegið mútur þegar hann var utanríkisráðherra í lok tíunda áratugarins og í kosningabaráttu Likud 1999. Hann neitar sök . Lögfræðingar Sharons voru ekki viðstaddir þegar hann var yfirheyrður á heimili sínu. Að sögn ísraelskra fjölmiðla hefur Sharon réttarstöðu grunaðs manns en sér- fræðingar telja þó ekki líklegt að hann verði ákærður eða þvingaður til að segja af sér. ■ TUNGLGRJÓT Thad Roberts auglýsti þýfið til sölu á Netinu. Átta ára fangelsi: Stal tungl- grjóti ORLANDO, AP Dómstólar í Flórída dæmdu 26 ára gamlan karlmann í rúmlega átta ára fangelsi fyrir að stela tunglgrjóti frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og reyna að selja það á svörtum markaði. Þrír félagar mannsins voru einnig dæmdir í fangelsi. Thad Roberts játaði að hafa stolið hnullungum sem metnir eru á sem svarar á bilinu 190 til 530 milljónir íslenskra króna. Grjót- inu var safnað í leiðöngrum Apollo-geimflauganna á árunum 1969 til 1972. Roberts var einnig dæmdur fyrir að hafa stolið risa- eðlubeinum og steingervingum frá Háskólanum í Utah. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, komst á spor Roberts þegar hann auglýsti tunglgrjótið til sölu á Netinu. ■ Í Fréttablaðinu í gær birtist röng mynd með grein sem bar yfir- skriftina Átta turna tal í Kópa- vogi. Í stað myndar af greinar- höfundi, Ólafi Þór Gunnarssyni lækni, birtist mynd af Ólafi Gunnarssyni rithöfundi. Patreksfjörður: Fíkniefni í sendingu FÍKNIEFNI Maður á fertugsaldri var handtekinn af lögreglunni á Pat- reksfirði þegar hann nálgaðist sendingu frá Reykjavík í gær. Grunur lögreglunnar um að fíkniefni væru í sendingunni reyndist á rökum reistur, en fjög- ur grömm af kannabisefnum fundust. Maðurinn játaði eign efn- anna og sagði þau ætluð til einka- neyslu. Hann má búast við hárri sekt vegna brotsins. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Landsfundur Samfylkingar í Hafnarfirði hefst með ræðu formanns. „Við berum óbeina ábyrgð á því öngþveiti sem er að skapast í Írak. RISABOR Borinn, sem vegur 600 tonn, verður tekinn í sundur til að auðvelda flutningana. Gríðarlegir þungaflutningar fram undan við Kárahnjúka: Um 600 tonna bor á leiðinni 18 MÁNAÐA DÓMUR Hæstiréttur hefur staðfest 18 mánaða fang- elsisdóm yfir manni, fæddum árið 1984, fyrir tilraun til nauðg- unar sem átti sér stað á hesta- mannamóti í júlí á síðasta ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.