Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 8
8 31. október 2003 FÖSTUDAGUR
Aldurinn segir til sín
„Ég veit ekki hvað ég hef oft
skorað tvö mörk – ég hef ekki
náð að skora þrjú mörk síðan ég
var unglingur...“
Eiður Smári Guðjohnsen, DV 30. október.
Hið ljúfa einelti
„Áhrif frá einelti hafa oft orðið
til góðs, komið í veg fyrir fitu
eða krakkar þurft að berjast fyr-
ir rétti sínum til að vera með
miklar rasskinnar. Oft var það
fyrir áhrif stríðni að fólk varð
ekki sömu offitu að bráð og
núna.“
Guðbergur Bergsson.
Kjallaragrein í DV 30. október.
Einhver sérstök?
„Það hafa mörg vötn runnið til
sjávar...“
Kolbrún Halldórsdóttir í umræðu um að gera
kaup á vændi refsiverð. Alþingi, 30. október.
Orðrétt
STJÓRNMÁL „Mér finnst ótímabært
að bregðast við framboðinu en
komi það fram skiptir máli á
hvaða forsendum það er gert,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, verðandi varaformaður Sam-
fylkingar, um væntanlegt fram-
boð Margrétar Frímannsdóttur
til formennsku í framkvæmda-
stjórn Samfylkingarinnar.
Stefán Jón Hafstein, formaður
framkvæmdastjórnar, lýsti því
yfir í Fréttablaðinu að hann hygð-
ist gefa kost á sér til áframhald-
andi formennsku hvað sem fram-
boði Margrétar liði. Hann er tal-
inn vera einn af nánustu sam-
herjum Ingibjargar Sólrúnar en
Margrét er meðal þeirra sem
standa fast að baki Össuri Skarp-
héðinssyni, formanni Samfylk-
ingar.
Össur Skarphéðinsson segir að
framboð þeirra sem vilji takast á
hendur trúnaðarstörf fyrir
Samfylkinguna sé mál lands-
fundar til að taka afstöðu til.
„Landsfundur er æðsta valda-
stofnun flokksins og það er hans
að setja fólk á þá pósta sem þarf
að skipa. Landsfundarfulltrúum
er best treystandi til þess,“ segir
Össur. ■
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti hefur ríkulega
umbunað fyrirtækjum og einstak-
lingum sem lögðu fé í kosninga-
baráttu hans árið 2000.
Samkvæmt nýlegri rannsókn á
úthlutun verkefna við uppbygg-
ingu í Írak og
Afganistan hafa
fyrirtæki og verk-
takar sem lögðu
verulegt fé í kosn-
ingasjóði Bush
fengið úthlutað
verkefnum í Írak
og Afganistan fyrir
samtals rúma átta milljarða doll-
ara, rúma 600 milljarða króna. Í
ljós hefur komið að yfir 70 fyrir-
tæki sem eru nú með verkefni á
vegum Bandaríkjastjórnar í lönd-
unum, lögðu hvert um sig meira en
500.000 dollara í kosningasjóði
Bush, ríflega 38 milljónir króna.
Þetta er meira en sömu fyrirtæki
hafa gefið samanlagt til annarrar
stjórnmálastarfsemi síðustu tíu ár.
Þá leiddi rannsóknin ennfremur í
ljós að stærstu verkefnunum var
úthlutað án útboðs og var því borið
við að útboð tækju allt of langan
tíma. Það voru fyrrum stórlaxar úr
bandaríska stjórnkerfinu eða vinir
og kunningjar núverandi póli-
tíkusa sem fengu úthlutað tíu
stærstu uppbyggingarverkefnun-
um í Írak og Afganistan.
Athygli vekur að Halliburton
fékk úthlutað stærsta einstaka
verkefninu, olíuverkefni upp á 2,3
milljarða dollara. Fyrrum stjórn-
arformaður Halliburton er Dick
Cheney, sem raunar hætti hjá
fyrirtækinu árið 2000 og bauð sig
fram sem varaforsetaefni Bush
Bandaríkjaforseta.
Annað stærsta uppbyggingar-
verkefnið, upp á rúman milljarð
dollara, fékk Bechtel-verktaka-
fyrirtækið. Meðal stjórnarmanna
í Bechtel er George Schulz, fyrr-
um utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna.
Talsmenn beggja fyrirtækja
segja sér misboðið með framsetn-
ingu upplýsinganna og spyrja
hvort nokkrum heilvita manni
detti í alvöru í hug að kunnings-
skapur eða framlög í kosninga-
sjóði forsetans hafi ráðið þegar
ákvörðun var tekin um úthlutun
verkefna í Írak og Afganistan.
the@frettabladid.is
Námafyrirtæki gagnrýnd:
Pútín krefst
úrbóta
RÚSSLAND Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti hefur farið fram á að
gerð verði allsherjarúttekt á rúss-
neskum námum. Forsetinn segist
óttast að mannskæð námaslys séu
að verða daglegt brauð í Rússlandi
og krefst úrbóta.
Sjö námaverkamenn fórust á
innan við viku í tveimur
námaslysum í Rússlandi. Mikhaíl
Kasjanov forsætisráðherra hefur
gefið út þá yfirlýsingu að slysin
megi rekja til brota á öryggisregl-
um. Segir hann að námafyrirtæk-
in hafi virt að vettugi tilskipanir
yfirvalda um úrbætur í öryggis-
málum. ■
ÚT AF Í HÁLKU Jeppi fór út af
veginum í mikilli hálku og valt á
leiðinni inn að Kárahnjúkum í
gærmorgun. Þrennt var í bílnum
og meiddist einn farþeginn
minniháttar. Bíllinn er mikið
skemmdur.
RANN ÚT AF Jeppi rann út af veg-
inum á Fjarðarheiði milli Egils-
staða og Seyðisfjarðar í gærdag.
Mikil hálka var og rann bíllinn
niður brattan halla. Að sögn lög-
reglunnar á Egilsstöðum fór bet-
ur en á horfðist og slapp ökumað-
ur ómeiddur. Bíllinn var ökufær
eftir að búið var að draga hann
upp á veginn.
SLYSALAUS BÍLVELTA Bíll valt eft-
ir að hafa lent út af í hálku við
Dyrdal á Nesjavallavegi í gær.
Bíllinn er talinn ónýtur eftir velt-
una en engin meiðsl urðu á fólki.
ÞRÍR LENTU UTAN VEGAR Þrír bíl-
ar lentu út af vegna hálku í ná-
grenni Húsavíkur í gær. Enginn
slasaðist. Einn bíllinn er nokkuð
skemmdur.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
0
8
5
1
6
Tölum saman
fia› er ód‡rara en flú heldur!
flegar flú hringir úr heimilissímanum.
15 mínútna símtal innanlands á kvöldin
og um helgar kostar innan vi› 20 krónur
15 20/ kr.mín
- á kvöldin og um helgar ALÞINGI Ríkissjóður myndi verða
af tekjum upp á 1,5 milljarða
króna á ári ef virðisaukaskattur á
barnavörur yrði lagður af.
Þetta kemur fram í svari
Geirs H. Haarde fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Össurar
Skarphéðinssonar, formanns
Samfylkingarinnar. Virðisauka-
skatturinn er 24,5% í dag. Ef
hann yrði lækkaður í 7% yrði rík-
ið af einum milljarði króna og ef
hann yrði lækkaður í 14% yrði
tekjutap ríkisins um 650 milljón-
ir króna.
Össur spurði enn fremur
hvort það væri stefnuskrá ríkis-
stjórnarinnar að lækka virðis-
aukaskatt á barnavörum. Geir
svaraði að í stefnuyfirlýsingu
stjórnarinnar væri tekið fram að
endurskoða ætti virðisaukaskatt-
kerfið á kjörtímabilinu. Frekar
tímasetningar um undirbúning
og framkvæmd verksins lægju
ekki fyrir. ■
Fegurðardrottning:
Fordæming
Hæstaréttar
AFGANISTAN, AP Hæstiréttur í
Afganistan hefur fordæmt 23 ára
gamla af-
ganska konu
sem er sjálf-
skipaður full-
trúi landsins í
k e p p n i n n i
Ungfrú Jörð.
Vida Sama-
dzai, sem er
fyrst afg-
anskra kvenna
til að taka þátt
í þessari ár-
legu fegurðar-
s a m k e p p n i ,
kom fram í
baðfötum á
sýningu í Man-
ila á Filipps-
eyjum.
S a m a d z a i
fluttist til
Bandaríkjanna
um miðjan tí-
unda áratug-
inn. Að eigin
sögn ákvað
hún að taka þátt í keppninni til að
gefa heiminum nýja mynd af afg-
önskum konum.
Afgönsku hæstaréttardómar-
arnir sendu frá sér yfirlýsingu
þar sem þeir ítrekuðu að Sama-
dzai væri að brjóta íslömsku
Sharia-lögin með því að koma
fram fáklædd. ■
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Geir segir að endurskoða eigi virðisauka-
skattkerfið á kjörtímabilinu.
Hugmyndir um að leggja niður virðisaukaskatt á barnavörur:
Kostar ríkissjóð 1,5 milljarða
FEGURÐAR-
DROTTNING
Fulltrúi Afganistans í
keppninni Ungfrú Jörð
kom fram á baðfötum
á sýningu í Manila á
Filippseyjum.
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Vill verða endurkjörinn.
Ingibjörg Sólrún um formennsku í framkvæmdastjórn:
Forsendurnar fyrir framboði skipta máli
MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR
Stefnir í framboð.
Fengu milljarða
verkefni án útboða
Bush Bandaríkjaforseti hefur umbunað þeim sem lögðu fé í
kosningasjóði hans og úthlutað átta milljarða dollara verkefnum
við uppbyggingu Íraks og Afganistans án útboða.
■
Stærstu verk-
efnunum var
úthlutað án út-
boðs og var því
borið við að út-
boð tækju allt
of langan tíma.
BUSH OG CHENEY
Bush Bandaríkjaforseti ásamt Dick Cheney. Halliburton, sem áður var undir stjórn Cheneys, fékk úthlutað milljarða dollara olíuverkefni í Írak
án útboðs. Stærstu uppbyggingarverkefnunum í Írak og Afganistan var úthlutað til fyrirtækja sem létu fé af hendi rakna í kosningasjóði Bush.
■ Lögreglufréttir
■ Alþingi
GULLFOSS UPPLÝSTUR Margrét
Frímannsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefur beint fyrir-
spurn til Sivjar Friðleifsdóttur
umhverfisráðherra um lýsingu
við Gullfoss. Margrét spyr hvort
það hafi komið til álita að lýsa
upp Gullfoss með ljóskösturum
og ef svo er, hver sé afstaða ráð-
herra og viðkomandi stofnunar
til hugmyndarinnar.