Fréttablaðið - 31.10.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 31.10.2003, Síða 20
Ákvörðun meirihluta þing-manna breska Íhaldsflokksins að fella Iain Duncan Smith úr leið- togastóli dregur fram mikilvægi einstaklinga í stjórnmálum. Iain Duncan Smith er fjórði leiðtogi flokksins sem flokksmenn hafna á þeim forsendum að hann hafi ekki nægan kjörþokka. Þingmenn flokksins losuðu sig við Margréti Thatcher þegar þeir töldu að hún hefði þurrmjólkað inneign sína hjá breskum kjósendum. John Major þótti ekki nógu afgerandi persónuleiki og sama má segja um William Hague. Nú bætist Iain Duncan Smith í þennan hóp stjórnmálamanna sem breskir íhaldsmenn telja ágæta í sjálfum sér en einfaldlega of sviplausa og leiðinlega til að vekja upp von hjá kjósendum um betri tíð með blóm í haga. Í gegnum þessa umræðu alla hefur ekki orðið vart við gagnrýni flokksmanna á stefnu flokksins eða erindi hans í nútímastjórnmál. Flokksmenn virðast ekki í vafa um að flokkurinn sé góður. Þeir telja hins vegar að þeir hafi ekki enn fundið leiðtoga sem er hæfur til að leiða flokkinn, holdgera ágæta stefnu hans og endurspegla það þrek sem hann býr yfir. Þetta er með ólíkindum vond staða; að sitja uppi með góðan flokk en finna hvergi nothæfan leiðtoga. Stuðningsmenn Iain Duncan Smith túlkuðu andstöðuna við hann sem heimatilbúið vandamál. Vandi leiðtogans hafi verið skortur á ein- örðum stuðningi flokksmanna. Þessir sömu flokksmenn – sem sviku flokkinn um stuðning við leiðtogann – hafi síðan fellt hann vegna þess að hann naut ekki stuðnings flokksmanna. Þetta var því nokkurs konar þrástaða. Leið- toginn þurfti stuðning flokks- manna til að geta aflað trausts flokksmanna en flokksmenn þurftu trú á leiðtogann til að veita honum stuðning. Í Íhaldsflokknum hefur hvorugur aðilinn gefið sig í rúman áratug. Og því hafa fjórir leiðtogar þurft að víkja. Stjórnmálaflokkum er nauðsyn- legt að hafa trúverðuga leiðtoga. Það er sama hversu góða og gegna stefnu flokkar hafa; hún verður aldrei trúverðug fyrr en flokks- menn geta kynnt þessa stefnu sína af einurð og sannfæringu. Nútíma- stjórnmál eru þannig að ef einn sterkur aðili getur tekið þetta hlut- verk að sér þurfa stefna flokksins, markmið og baráttuleiðir að hold- gerast í þessum einstaklingi. Þetta gerir stjórnmál ekki léttvæg held- ur ræðst þetta af því að fólk skilur stjórnmál út frá fólki – og ekki síst út frá trú fólks á ákveðna stefnu. Stjórnmálamaður sem getur ekki kynnt stefnu sína á trúverðugan hátt nær engum árangri. Þannig eru stjórnmál ekki aðeins málefni – heldur líka menn. Heilbrigður flokkur getur aldrei verið sterkur í öðru en veikur í hinu. Vandi íhalds- manna með formenn sína bendir til að vandi flokksins liggi víðar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fallinn íhaldsleiðtoga. 20 31. október 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mönnum ber saman um að þingNorðurlandsráðs í Osló í vik- unni hafi sýnt og sannað að enn er mikill sláttur í norrænu sam- starfi. Þetta kom m.a. fram í út- varpsviðtali við Davíð Oddsson, sem lýsti mikilli ánægju og trú á framhaldi þessa samstarfs. Nálgun Davíðs var hins vegar athyglisverð, ekki síst í ljósi þess að hann hefur oft verið sakaður um að vilja ekki taka Evrópumál- in á dagskrá þjóðmálaumræðunn- ar. Sjálfur hefur Davíð sagst vera sá maður sem hvað oftast bryddar upp á þessu málefni og er það að mörgu leyti rétt hjá honum. Mun- urinn á honum og þeim áköfu Evr- ópusinnum sem hæst tala, er að Davíð tekur málið upp með nei- kvæðum formerkjum. Hann notar hvert tækifæri til að benda á ókosti þess að sækja um aðild að ESB eða breyta á einhvern hátt þeim samskiptum sem við höfum við það í dag. Að því leyti minnir hann á Cato gamla – „auk þess legg ég til, að við leggjum af þetta Evrópusambandstal“. Davíð telur þá staðreynd, að enn sé öflug glóð í norrænu sam- starfi, vera til marks um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusamband- ið. Hann vitnaði í ofangreindu við- tali til þess að Ísland og Noregur stæðu efnahagslega betur en hin Norðurlöndin samkvæmt ýmsum mælikvörðum í nýrri skýrslu og að Evrópusambandslöndin sunnar í álfunni kæmu langt á eftir okk- ur. Einnig kom fram í ræðu Dav- íðs á þinginu að hann telur það eina af meginskyldum Íslands að sjá til þess að umræðan í Norður- landaráði beinist ekki einvörð- ungu að Evrópusambandslöndum heldur líka að öðrum svæðum við Norður-Atlantshaf þar sem mikil- vægir hagsmunir væru til staðar, t.d. varðandi vistkerfi hafsins. Hjólför staglsins Allt er þetta vissulega satt og rétt hjá forsætisráðherra, svo langt sem það nær. Hin nagandi spurning snýst hins vegar um nálgunina hjá honum. Hvort það muni skila okkur skynsamlegri niðurstöðu að nálgast norrænt samstarf sem eitthvað einangrað fyrirbæri frá Evrópusambandinu og út frá bjargfastri sannfæringu um ógagn ESB-aðildar? Hvernig geta það verið rök gegn aðild Ís- lendinga að ESB að norrænt sam- starf haldi velli eftir að þrjár Norðurlandaþjóðir gegnu inn í sambandið? Teljast þetta rök ein- göngu vegna þess að einhverjir dómsdagsspámenn úr röðum Evr- ópusinna höfðu spáð því að nor- ræna samstarfið myndi gufa upp við inngöngu Finnlands og Sví- þjóðar í ESB? Þetta eru í raun allt saman rök skotgrafahernaðarins. Rök í umræðu sem komin er í djúp hjólför staglsins. Mikilvægt samstarf Kjarni málsins er vitaskuld sá, að norrænt samstarf er Evrópu- samstarf. Norrænt samstarf er meira að segja öðrum þræði Evr- ópusambandssamstarf. Vandi Ís- lendinga og Norðmanna vegna EES-samningsins felst ekki síst í hinum svokallaða lýðræðishalla. Breytingar á stofnanauppbygg- ingu og skipulagi hafa þýtt dvín- andi aðgengi okkar að ýmsum stofnunum, nefndum og ráðum ESB sem eru að undirbúa og setja lög og reglur sem gilda eiga á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Við höfum því í vaxandi mæli þurft að reiða okkur á óformlegar leiðir og óbeinar málafylgjur bandamanna til að gæta hagsmuna okkar og hafa áhrif á þær reglur sem við í fyllingu tímans þurfum að leiða í lög og lúta. Í þeim efnum hefur norrænt samstarf verið okkur ómetanlegt, hvort sem það er inn- an stofnana ESB í Brussel eða í tilurð Schengen-samkomulagsins. Norrænt samstarf er því líka mikilvægt fyrir okkur vegna vandamála tengdra EES-samn- ingnum og stuðlar að betra að- gengi Íslands og Noregs að valda- stofnunum í Brussel. Hin norð- læga vídd innan Evrópusam- bandsins er að talsverðu leyti skil- greind á vettvangi Norðurlanda- ráðs og veitir íslenskum og norsk- um sjónarmiðum óbeint aðgengi að ákvarðanatöku sem þessi lönd myndu annars ekki hafa. Enda fór stór hluti af störfum þingsins í Osló í að ræða um mál sem tengj- ast samskiptum Norðurlanda og ESB, s.s. varðandi áfengismál og ferðamannamál. Framtíðarfyrirkomulag Norrænt samstarf mun hins vegar ekki koma í staðinn fyrir Evrópusamstarf eða á einhvern hátt draga úr mikilvægi umræð- unnar um aðild að ESB og nauð- syninni á uppfærslu á EES-samn- ingnum. Þvert á móti undirstrikar norræna samstarfið að það er vandi fyrir hendi, og þótt menn noti Norðurlandaráð til að minnka vandann eitthvað verður það aldrei annað en bráðabirgðalausn. Það er því full ástæða til að fagna með Davíð Oddssyni og fleirum kraftinum í norræna samstarfinu. Það er raunar líka ástæða til að taka undir það með Davíð að nor- rænt samstarf er meira en bara Evrópumál. En að góður gangur í norrænu samstarfi geri spurning- una um samstarfið við Evrópu á einhvern hátt minna aðkallandi er vægast sagt vafamál. Raunar væri nær að segja það gagnstæða, að norræna samstarfið undirstriki og dragi fram mikilvægi þess að jafnt talsmenn og andstæðingar ESB- aðildar stígi upp úr hjólförunum og takist fordómalaust á um fram- tíðarfyrirkomulag samskipta okk- ar við Evrópusambandið. ■ ■ Bréf til blaðsins Vondir formenn í góðum flokki? Um daginnog veginn BIRGIR GUÐ- MUNDSSON STJÓRNMÁLA- FRÆÐINGUR ■ skrifar um Davíð Oddsson, norrænt samstarf og ESB. Norræna samstarfið er ESB-samstarf Þann 27. október síðastliðinnfögnuðu Túrkmenar 12 ára sjálfstæði þjóðar sinnar. Sumir segja að þetta lýðveldi í Mið-Asíu verði að þola eitthvert ömurleg- asta einræði á byggðu bóli, en aðr- ir halda því fram að þetta land sé til fyrirmyndar um hagsæld og velferð þegnanna. Á fréttavef Pravda.ru var fjallað um lýðveld- ið Túrkmenistan í tilefni sjálf- stæðisafmælisins: Á hærri stall en allt annað Að sögn Pravda er helsta afrek Saparmurat Níjasóv, forseta Túrkmenistans, að tengja nafn sitt við allt sem gerist í landinu. Ímynd forsetans, sem krefst þess að vera kallaður Túrkmenbashi, „Túrkmenafaðir“ er sett á hærri stall heldur en fáni lýðveldisins, skjaldarmerki og þjóðsöngur. Á þeim 12 árum sem liðin er frá því að landið fékk sjálfstæði hefur forsetinn hamrað það inn í höfuð þegnanna að landið geti engan veginn komist af án hans leið- sagnar. Þetta getur enginn gert nema miskunnarlaus harðstjóri sem hefur kúgað þjóð sína svo að hún hefur glatað allri trú á sjálfa sig – eða þá snillingur sem hefur áunnið sér tiltrú allrar túrk- mensku þjóðarinnar. Fyrirmyndarríki? Áhangendur Níjasóvs eru hreyknir af afrekum leiðtoga síns. Þeir halda því fram að Túrk- menistan sé fyrirmyndarríki, yfir 700 nýjar verksmiðjur hafi risið í landinu, og íbúarnir fái ókeypis gas, rafmagn, drykkjarvatn og salt, auk þess sem fátæku fólki sé úthlutað gjafahveiti. Gagnrýnendur benda hins veg- ar á að meðallaun í Túrkmenistan séu innan við 2.500 krónur á mán- uði, og laun og námsstyrkir dugi engan veginn til að halda í við verðbólguna í landinu. Fátækt sé almenn og meirihluti þjóðarinnar rétt skrimti á sultarlaunum sín- um. Kynþáttastefna stjórnarinnar sé fjandsamleg þjóðarbrotum í landinu, og menntun sé á fallanda fæti síðan forsetinn fékk þá mein- loku í höfuðið að skrifa bók sem var samstundis gerð að skyldu- námsverkefni í öllum skólum landins og hefur forgang fram yfir allar aðrar námsgreinar. 5.000 dollara fyrir konu Níjasóv hefur gefið út fyrir- mæli um að erlendir karlmenn sem vilja giftast túrkmenskum konum skuli greiða ríkinu 5.000 dali fyrir brúði sína. Hann hefur með skipulegum hætti unnið að því að hrekja úr landi mennta- menn sem ekki eru af túrkmensk- um uppruna, með þeim afleiðing- um að atvinnulíf í landinu hefur beðið mikinn hnekki vegna skorts á verkkunnáttu. Erlend áhrif eru talin mjög skaðleg fyrir túrk- mensku þjóðina og hafa því er- lend blöð, bækur og tímarit verið bönnuð í landinu. Sé skyggnst inn fyrir landa- mæri Túrkmenistans með vest- rænum augum virðist því miður fátt jákvætt vera hægt að segja um ástandið í þessu unga lýð- veldi annað en að svo virðist að ekki ríki þar hungursneyð – ennþá. ■ Úti í heimi ■ Á dögunum fögnuðu Túrkmenar 12 ára sjálfstæði þjóðar sinnar. Faðir Túrkmena eða landplága? SAPARMURAT NÍJASÓV Hefur hamrað það inn í höfuð þegnanna að landið muni ekki komast af án hans. Aðför að veikum manni Finnbogi Pálsson, Engihjalla 9, skrifar: Aðgát skal höfð í nærveru sálarer nokkuð sem mætti hafa í heiðri. Það er bæði ósmekklegt og lágkúrulegt að draga veikt fólk fram fyrir alþjóð með jafn grimmi- legum hætti og gert var í nafnlausri grein í DV í fyrradag undir heitinu „Íbúar í gíslingu“. Vinnubrögð DV og blaðamannsins Harðar Krist- jánssonar eru í mínum huga ekki til þess fallin að skapa ímynd fag- mennsku eða trausts fréttaflutn- ings en endurspegla trúlega frekar lítinn metnað blaðs sem komið er í ógöngur. Það væri nær að taka upp hansk- ann fyrir veikt fólk sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér og er hornreka í kerfinu. Staða þessa vel greinda og víðlesna einstaklings sem búinn er að vera hornreka í kerfinu í áratugi í Kópavogi er fé- lagsmálayfirvöldum hér og á lands- vísu til háborinnar skammar. Ég held að það væri nær að skoða „veikindin“ í heilbrigðiskerfinu sem niðurlægir skjólstæðinga sína með þessum hætti. Við skulum ekki gleyma því að það eiga allir rétt á því að vera manneskjur, líka þeir sem eru veikir. Skammist ykkar! ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.