Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 30

Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 30
Út er komin bókin Eldgos ígarðinum sem er skáldsaga fyrir börn og ung- linga um gosið í Vestmannaeyjum. Höfundur bókarinn- ar, Axel Gunnars- son, flúði sjálfur Eyjarnar með fjöl- skyldu sinni þessa örlagaríku nótt og segir af þekkingu frá spennunni sem fylgdi gosinu og fræknum ævintýraferðum út í Eyjar til að bjarga verðmætum. En hann lýsir einnig söknuðinum eftir því sem aldrei kemst í samt lag og heim- þrá þess sem er flóttamaður uppi á landi löngu eftir að eldurinn er kulnaður heima í Eyjum. Bókin er 200 síður og prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. ■ Flestir foreldrar kannast viðrauðar og þurrar kinnar hjá börnunum þegar kólna tekur á haustin. Brynhildur St. Jakobs- dóttir eigandi snyrtistofunnar Helenu fögru segir að almennt sé ekki hugað nógu mikið að því að verja húð barnanna á veturna. „Það er heppilegra að fyrirbyggja þurrkinn í húðinni í stað þess að bregðast við honum eftir á,“ segir Brynhildur. Hún mælir með að nota einhvers konar dagkrem á andlit barnanna en gott sé að fá ráðleggingar hjá snyrtifræðingi um valið því máli skiptir að ekki sé mikið af óþörfum efnum í kremi sem borið er framan í börn. „Á sumrin ætti svo sólarvörn að fylgja börnunum í leikskólann því það er mjög hættulegt að börn brenni innan við fimm ára aldur.“ Brynhildur bendir líka á að nauðsynlegt sé að gæta sín á freyðiböðum og mikilli sápu þeg- ar börnin séu böðuð vegna þess að þessar vörur þurrki húð þeirra. Hún segir mikilvægt að gæta að því að sýrustigið sé lágt í þeim vörum sem notaðar eru á börnin. „Húðin er stærsta líffæri líkam- ans. Okkur er hún gefin í vöggu- gjöf og verðum að passa hana.“ ■ börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is FRÆÐSLULEIKIR FÁST Í BT Í 12 ár Hausttilboð Sérmerkt Handklæði & flíshúfur Flíspeysur, flísteppi, o.fl. Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Hverafold 1–5 S. 567-6511 ÖMMUR - MÖMMUR 21% afsláttur af Walt Disney og Lego úlpum og göllum FÖSTUDAG OG LAUGARDAG Það munar um minna SMÁSKÓR í bláu húsi við Fákafen sími. 568 3919 opið virka daga kl: 10.00-18.00 laugardaga kl:11.00-15.00 SÉRVERSLUN MEÐ BARNASKÓ Vatnsvarðir m/öndun Trigger Tex Litir: Rautt / Svart Stærðir: 30-38 Verð: 5790 Huga þarf að húð barna í frosti: Vöggugjöf sem verður að passa ÍKiðagili í Bárðardal, þar semáður var Barnaskóli Bárðdæla, hafa nú tekið til starfa skólabúðir, þar sem verða í boði ýmsir val- möguleikar fyrir hópa hvaðanæva af landinu. Jóhann Guðni Reynisson, sveit- arstjóri í Þingeyjarsveit, segir verkefnið þannig til komið að eig- inlegt skólahald á Kiðagili hafi verið lagt niður, en þó sé þar rekið hótel á sumrin. „Húsnæðið var þess vegna í mjög góðu lagi, en við stóðum frammi fyrir því að vera með húsið ónýtt yfir veturinn.“ Jóhann Guðni segir verkefnið hafa verið kynnt fyrir skólafólki á Norðurlandi eystra og fengið gríð- arlega góðar viðtökur. „Við erum opin fyrir öllum aldurshópum og byggjum verkefnið á svokölluðum pakkalausnum. Þar er til dæmis um að ræða Rafstöðvarpakka, þar sem krakkarnir ráðast í smíði heimarafstöðvar undir handleiðslu Eiðs Jónssonar frá Árteigi. Þannig munu þau fá raunverulega innsýn í það hvernig hrein íslensk orka er beisluð, en mörg heimili í Þingeyj- arsveit og víðar um Ísland fá raf- magn sitt úr „bæjarlæknum“ með heimarafstöð. Þá er í boði verkefn- ið Fjallakofinn, þar sem krakkarn- ir fara inn Réttartorfu, gista þar og upplifa náttúrurna og umhverf- ið á nýjan hátt. Í einum pakkanum er unnið með áttavita, GBS og kort og farið í ratleiki með þessar græjur. Svo er hand- verkspakki þar sem unn- ið er með íslenskt hand- verk og landbúnað og þar erum við í samstarfi með bændur.“ Verkefni er unnið í samvinnu við heima- menn og Háskólinn á Ak- ureyri er samstarfsaðili. Hóparnir geta valið hversu lengi þeir dvelja á Kiðagili, en dvölin þar kemur í staðinn fyrir hefðbundinn skólatíma krakkanna. edda@frettabladid.is Bókaútgáfa: Brandarar fyrir krakka á öllum aldri Krakkar elskaað segja brandara og nú er komin út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Bestu barna- b r a n d a r a r n i r. Bókin er sneisa- full af „sjúklega fyndnum“ brönd- urum fyrir börn á öllum aldri, eins og til dæmis þessir: „Af hverju ertu að brenna gömlu einkunnabækurnar þínar?“ -„Sonur okkar er að verða læs.“ „Er Gunna litla með mislingana, mamma?“ -„Nei, Jói minn. Hún hnerraði bara ofna í tómatsúpuna sína.“ „Ægileg vein voru þetta í hundin- um þínum í nótt.“ -„Já, hann heldur að hann geti sungið eftir að hann át kanarífuglinn.“ Og margir, margir fleiri. ■ KRAKKAR ÚR 6. OG 7. BEKK LITLULAUGASKÓLA Í REYKJADAL Fyrsti hópurinn í skólabúðunum eru krakkar úr heima- byggð sem voru fengnir til að prófa þær pakkalausnir sem í boði eru. Spennandi nýjung í skólastarfi: Skólabúðir í Bárðardal BESTU BARNA- BRANDARARNIR Nýútkomin bók hjá Bókaútgáfunni Hólum. ÚTI AÐ LEIKA Hreyfing og leikur úti við er börnum afar mikilvægt en gæta verður þess að verja húð þeirra þegar fer að kólna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ný bók: Eldgos í garðinum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BÖRN Veðrið lék við börnin í gær. LAUGAVEGI 20B GENGIÐ INN FRÁ KLAPPARSTÍG ö›ruvísi Myndahornið Ódýrari barna- og fjölskyldumynda- tökur fyrir öll tækifæri. Bjóðum m.a. 12 myndir í jólakort á aðeins 2.990 kr. afhentar á 20 mínútum. Erum í Ævintýralandi Kringlunnar um helgar en í miðbæ Reykjavíkur á virkum dögum. Tímapantanir í síma 692 7548.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.