Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 40
Rokkhljómsveitin Miðnes gef-ur út sína aðra breiðskífu í dag. Sú fyrri, Reykjavík helvíti, kom út árið 2000 og því kominn tími fyrir Freyr Eyjólfsson og fé- laga hans að tappa af rokkhjart- anu. Þessir menn gera þó lítið af því að sitja aðgerðalausir heima því þrír af fjórum liðsmönnum Miðness eru einnig í Geirfuglun- um og sú sveit gaf út plötu fyrr í vikunni sem inniheldur tónlistina úr uppfærslu Borgarleikhússins á Línu Langsokki. „Ég hef það sem reglu að segja aldrei að það sé ekki tími, það er alltaf til tími,“ segir Freyr með þjóðþekktri röddu sinni af Rás 2. „Til dæmis ef maður sleppir því að horfa á sjónvarp. Maður verður bara að skipu- leggja sig.“ Miðnes var stofnuð fyrir um 8 árum síðan, þegar Grand rokk var enn á Klapparstíg, og lék fyrst tökulög. Var þó langt frá því að kallast ballsveit því á dag- skránni voru aðeins valdir rokkslagarar eftir eðalsveitir eins og The Stone Roses, The Charlatans, The Who og The Clash. „Við vorum þá sárafátæk- ir skólastrákar og höfðum ofan af fyrir okkur svona. Við ákváð- um að búa til svona hljómsveit en vorum samt bara að spila upp- áhaldslögin okkar. Við höfðum verið að gefa út plötur með Geir- fuglunum og ákváðum að semja eina rokkplötu og gefa hana út undir Miðnessnafninu.“ Á nýju plötunni er að finna 11 ný lög sem eru samin af Frey og Stefáni Magnússyni. Eitt lag af plötunni, Ég sprengi klukkan þrjú, komst í útvarpsspilun fyrr á árinu. „Fyrri platan fjallaði um næturlíf- ið í höfuðborginni. Þessi heitir Al- ein og eini munurinn er að mér finnst þessi vera miklu betri. Þetta er mjög einlægt rokk og við erum ekkert að reyna að vera einhverjir hressir partírokkkallar. Við kom- um bara alveg til dyranna eins og við erum klæddir,“ segir Freyr alvörugefinn. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 23 og verða öll lögin af plöt- unni leikin. Eftir það verður haldið partí og ræður stemningin því hvort sveitin stígi aftur á stokk eða ekki. biggi@frettabladid.is 40 31. október 2003 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Tónleikar MIÐNES ■ „Við semjum lögin, borgum upptöku- tímana, tökum upp og hengjum upp veggspjöldin sjálfir,“ segir Freyr Eyjólfsson stoltur um nýútkomið afkvæmi sveitar- innar. Það hafa ýmsir undarlegir hlut-ir átt sér stað við æfingar og sýningar á leikritinu Hættuleg kynni sem Dansleikhús með Ekka sýnir nú í Borgarleikhúsinu. „Við komumst að því þegar við vorum að útbúa leikskrána að höfundur- inn, Choderlos de Laclos, dó 5. september 1803 en það var dagur- inn sem við byrjuðum að æfa leik- ritið,“ segir Kolbrún Anna Björns- dóttir leikkona. „Skáldið fæddist svo 18. október 1741 en þann dag forsýndum við verkið. Fyrir utan þessa skrýtnu tilviljun höfum við oft fundið fyrir nálægð höfundar- ins og leikmunir hafa átt það til að hverfa.“ Hættuleg kynni er unnið upp úr samnefndri skáldsögu Choderlos de Laclos: „Það hafa verið gerðar margar leikgerðir upp úr bókinni og margir þekkja kvikmyndina Cruel Intentions, sem er unnin upp úr sögunni. Við fórum aftur til bókarinnar sem er skrifuð í bréfaformi og hver leik- ari skoðaði bréf hverrar persónu. Við þurftum svo alltaf að búa til ný og ný sendibréf því þau áttu það til að hverfa. Við erum orðin sannfærð um að hinn látni höf- undur sé að sniglast í kringum okkur og erum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að hann mæti niður í leikhús.“ ■ Látinn höfundur á sveimi Leikhús DANSLEIKHÚS MEÐ EKKA ■ Hættuleg kynni í Borgarleikhúsinu í kvöld. Kolbrún Anna Björnsdóttir leikur ásamt þeim Agnari Jóni Egilssyni, Jóni Pál Eyjólfssyni, Kristjönu Skúladóttur og Völu Þórsdóttur. HÆTTULEG KYNNI Höfundur verksins, Choderlos de Laclos, dó árið 1803 en mætir engu að síður á sýningar Dansleikhúss með Ekka í Borgar- leikhúsinu. Ekki að reyna að vera partíkallar MIÐNES Duglegir menn, sem myndu meira að segja halda ótrauðir áfram ef kviknaði í æfingarhúsnæði þeirra. Bíddu að- eins, þarf að reima... NÚ SKALTU DEYJA, VARMENNI! HEYRIÐ! Wambesi-trommur... Sorglegt hvað teiknimynda- sögur geta gert fólki! Stundum líður mér eins og ég BÚI í teikni- myndasögu! Leikkonan Meg Ryan var allsekki sátt við spurningar hins virta breska spjall- þáttastjórnanda Michael Parkinson þegar hún kom fram í þætti hans. Hún hefur greini- lega aldrei séð þáttinn því henni kross- brá þegar Parkinson fór að spyrja hana ítar- legra spurninga um einkalíf hennar. Hún reyndi hvað hún gat til þess að svara heiðar- lega en var ekki reiðubúin til þess að opna sig. Eftir þáttinn var hún mjög reið. Pólski leikstjórinn Roman Pol-anski neyðist til þess að mæta fyrir breska dóm- stóla á næstunni. Hann hafði vonast til þess að geta bor- ið vitni í gegnum gervihnött en svo verður ekki. Pol- anski stendur í málaferlum við tímaritið Vanity Fair vegna greinar sem blaðið skrifaði um hann í fyrra. Courtney Love hefur misst for-ræðið yfir dóttur sinni og rokkarans Kurts Cobains tímabundið. Hún var á dögunum kærð fyrir að eiga lyfseðilsskyld lyf án leyfis og verður for- ræði dóttur hennar í höndum móður Cobains, a.m.k. þangað til réttar- höldunum lýkur. Leikarinn OrlandoBloom hreppti að- alhlutverkið í næstu stórmynd leikstjór- ans Ridley Scott. Sú kemur til með að heita The Kingdom of Heaven og fjallar um riddara á 12. öldinni sem fer í krossferð til Jerúsalem. Þar verður hann svo auðvitað ást- fanginn af prinsessu borgarinnar. Myndin verður stór í smíðum, jafnvel stærri en Gladiator, ef eitthvað má marka fréttatilkynn- ingu kvikmyndaversins. Breski tónlistarmaðurinn PaulWeller hefur ákveðið að leggja lagasmíðar á hilluna tímabundið og gefa næst út plötu með töku- lögum. Platan mun heita Forty Days and Forty Nights, eins og Muddy Waters-lagið, og kemur út fyrir jól. Á plötunni má heyra Weller taka lög eftir Sister Sledge, Muddy Waters og Tim Hardin. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.