Fréttablaðið - 29.11.2003, Side 30

Fréttablaðið - 29.11.2003, Side 30
Jack Aubrey skipstjóri er heil-mikill töffari sem sigldi um heimsins á höf á freigátunni HMS Surprise í Napóleonsstríðunum og hélt aftur af óvinum bresku krún- unnar í 20 sögulegum skáldsögum rithöfundarins Patricks O’Brian. Aubrey er nú mættur í öllu sínu veldi á hvíta tjaldið í stórmyndinni Master and Commander – The Far Side of the World en ástralski leik- stjórinn Peter Weir fékk landa sinn Russell Crowe til að leika kappann. Töffari töffaranna Russell Crowe þykir skila sínu með stakri prýði í myndinni enda fer það honum ákaflega vel að bregða sér í hlutverk töffara lið- inna tíma. Þannig krækti hann sér til dæmis í Óskarsverðlaun árið 2001 fyrir leik sinn í Gladiator þar sem hann hnyklaði vöðvana í hringleikahúsum hins forna Rómaveldis sem skylmingaþræll- inn Maximus. Fyrsta bókin um ævintýri Jacks og góðvinar hans, skiplæknisins Stephen Maturin, hét Master and Commander og kom út árið 1970. Sagan segir að rithöfundurinn hafi alltaf séð Charlton Heston fyrir sér í hlutverki aðalsöguhetjunnar en fáum blandast hugur um það að Russell Crowe sé rétti maðurinn til að túlka harðjaxlinn og þannig held- ur The Times því fram að hann hafi hreinlega „verið fæddur til að leika hann“. Leikstjóri myndarinnar er á sama máli og segir Crowe búa yfir náttúrulegum krafti og hörku. „Hann tók völdin á skipinu strax frá fyrsta degi.“ Crowe heillaðist sjálfur strax af persónu Jacks. „Menn eins og hann eru ekki til lengur. Hann gerir hlutina ekkert endilega eins og ætlast er til af honum en þegar upp er staðið nær hann miklu betri árangri en nokk- ur hefði getað hugsað sér.“ Langur hefndarleiðangur Master and Commander hefst á því að Surprise sleppur naum- lega undan óvæntri árás franska herskipsins Acheron. Skipið er stórskemmt eftir orrustuna en metnaður Jacks kemur í veg fyrir að hann sigli heim á leið með lask- að skip og illa farna áhöfn. Hann fyrirskipar viðgerð á hafi úti og heldur síðan í hefndarleiðangur á eftir Acheron. Undirmenn hans hafa miklar efasemdir um tiltæk- ið enda er Acheron miklu öflugra skip en Surprise. Jack verður þó ekki haggað og hann minnir nokk- uð á brjálaða skipstjórann Ahab í Moby Dick þegar það verður nán- ast að þráhyggju hjá honum að granda óvininum. Acheron fer hratt yfir þannig að eftirförin tekur dágóðan tíma og áhöfnin þarf að komast í gegn- um ofsaveður, hrista af sér óheillakrákur og drekka slatta af rommi áður en tilkomumikill lokabardaginn getur hafist. Gamaldags karlaheimur Tíunda bókin, The Far Side of the World, kom út 1984 en sögu- þráður bíómyndarinnar er að mestu leyti sóttur til þeirrar bók- ar. O’Brian var lofaður í hástert fyrir nákvæmar lýsingar sínar á tíðaranda bókanna og aðstæðum skipverja á sögutímanum. Sjálfur sagðist hann meira og minna lifa í fortíðinni og hafði takmarkaðan áhuga á samtíma sínum. „Ég veit lítið um Dublin, London og París nútímans og enn minna um póst- módernisma, póst-strúktúralisma, þungt rokk eða rapp og get ekki skrifað af mikilli sannfæringu um nútímann.“ Patrick O’Brian fæddist árið 1914 og lést 2000. Hann sló ekki almennilega í gegn með bókum sínum um Aubrey og Maturin fyrr en upp úr 1990 en allar bækur hans sem komu út eftir 1993 hafa komist inn á metsölulista í Banda- ríkjunum og hafa selst í yfir þremur milljónum eintaka þar í landi. Weir tekst vel að fanga stemn- ingu bókanna og Master and Commander er ákaflega „gamal- dags“ í bestu merkingu þess orðs. Hún gerist nánast öll um borð í HMS Surprise, sem er nákvæm eftirlíking freigátna þessa tíma enda var ekkert til sparað þegar það kom að gerð sviðsmyndar og þess er gætt í hvívetna að hvert einasta smáatriði sé eins og það á að vera. Gerð myndarinnar tók tvö og hálft ár og hún kostaði 135 millj- ónir dollara. Atriðin um borð í HMS Surprise voru tekin í Mexíkó í sama risavatnstanki og James Cameron notði við gerð Titanic. Þá er Master and Comm- ander fyrsta kvikmyndin sem er tekin á Galapagos-eyjum en þar gerir áhöfn Surprise stuttan stans á herleiðangri sínum. Annars er Surprise heimur myndarinnar og það er gott dæmi um hversu karlmannalegur og gamaldags sá heimur er að aðeins einni konu bregður fyrir í allri myndinni og það er einungis í eitt augnablik. thorarinn@frettabladid.is 32 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Paul Bettany: Fastur í hlutverki vinar Crowes Breski leikarinn Paul Bett-any fór á kostum í hlutverki ímyndaðs vinar stærðfræðings- ins John Nash sem Russell Crowe lék í Óskarsverðlauna- myndinni A Beautiful Mind og því þótti það í meira lagi heppi- legt að hann skyldi fást til að leika skipslækninn Stephen Maturin í Master and Comm- ander. Russell Crowe segir að sam- leikur þeirra í A Beautiful Mind hafi gengið einstaklega vel og þeir þekki svo vel hvor á annan að það hafi verið leikur einn fyr- ir þá að stilla saman strengi sína í Master and Commander. Bettany er vel þekktur kvik- mynda-, sviðs-, og sjónvarps- leikari í heimalandi sínu en bandarískir kvikmyndahúsa- gestir veittu honum fyrst veru- lega athygli árið 2001 þegar hann skemmti sér konunglega í hlutverki rithöfundarins Chaucer í A Knight’s Tale þar sem Heath Ledger fór með aðal- hlutverkið. Íslenskir bíógestir fengu síðast tækifæri til að sjá til Bettanys í Dogville eftir Lars von Trier en næstu myndir hans eru The Reckoning, þar sem Williem Dafoe verður honum til halds og trausts, og Wimbledon, þar sem hann leikur á móti Kirsten Dunst. Bettany er giftur leikkonunni Jennifer Connelly sem lék á móti honum og Crowe í A Beautiful Mind og þau eignuðust sitt fyrsta barn í sumar, dreng sem þau skírðu Stellan í höfuðið á leikar- anum Stellan Skarsgård sem lék með Bettany í Dogville. ■ PAUL BETTANY Þessi geðþekki breski leikari á auðvelt með að leika á móti Russell Crowe. Þeir fóru á kostum saman í A Beautiful Mind og endurtaka nú leikinn í Master and Commander. Hörkutólið Russell Crowe er við sama heygarðshornið og er enn að leika harðjaxla úr fortíðinni. Hann er þó búinn að skipta sandölum skylmingaþrælsins út fyrir rosabullur skipherrans í Master and Commander, sem segir frá lífinu um borð í freyigátunni HMS Surprise í Napóleonsstríðunum. Foringi og fyrirmaður ÁHÖFNIN Á HMS SURPRISE Kemst í hann krappan þegar franska herskipið Acheron kemur henni í opna skjöldu. Skipstjóri freigátunnar, Jack Aubrey, sættir sig engan veginn við það að láta Frakka snúa á sig og um leið og gert hefur verið við Surprise hefst mikill eltingarleikur við Frakkana og rétt eins og hjá Ahab í Moby Dick er það hefndin sem er skipstjóranum efst í huga. RUSSELL CROWE Þykir smellpassa í hlutverk skipstjórans Jack Aubrey og fer mikinn um borð í HMS Sur- prise enda bæði fjallmyndarlegur og harður í horn að taka.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.