Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2003, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 29.11.2003, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 29. nóvember 2003 33 Skólavörðustíg 12 / Kringlunni / Smáralind F í t o n F I 0 0 8 3 0 2 Sígildir aðventukransar frá Binna Orðspor hinna gullfallegu aðventukransa hans Binna hefur farið víða, þeir endast líka árum saman og hægt að lagfæra þá ef með þarf. Komið við um helgina og lítið á dýrðina! Seiðandi fallegar orkideur í glerpottum 1. flokks jólastjarna í keramikpotti PETER WEIR Hefur unnið með þungavigtarmönnum á borð við Harrison Ford, Mel Gibson, Robin Williams og Gerard Depardieu og átti því ekki í miklum vandræðum með að fá Russell Crowe til að leggjast með sér í siglingar í Master and Commander. Peter Weir: Ólíkindatól frá Ástralíu Ástralski leikstjórinn PeterWeir hefur komið víða við á glæsilegum ferli sínum en hann vakti fyrst verulega athygli með myndinni Picnic at Hanging Rock árið 1975. Árið 1981 gerði hann Gallipoli með landa sínum Mel Gibson og ári síðar leiddu þeir fé- lagar aftur saman hesta sína í The Year of Living Dangerously. Myndir Weirs eru ansi fjöl- breyttar enda segist hann jafnan gæta þess að endurtaka sig ekki. „Það eina sem myndir mínar eiga sameiginlegt er að ég geri þær. Þetta er ekkert flóknara en það.“ Það þarf ekki að leita lengra en til tveggja síðustu mynda Weirs en það eru himinn og haf á milli The Truman Show og Master and Commander. Weir komst á gott skrið í Banda- ríkjunum árið 1985 þegar hann gerði Witness með Harrison Ford í aðalhlutverki. Þeir héldu samstarf- inu áfram og gerðu The Mosquito Coast ári síðar. Weir gerði Dead Poets Society árið 1989 og fyrir hana var hann tilnefndur til Óskars- og BAFTA verðlaunanna sem besti leikstjór- inn. Weir tefldi Robin Williams fram í myndinni og hann fór á kostum í hlutverki kennarans John Keating sem fyllti ungan Ethan Hawke miklum eldmóði með skelfilegum afleiðingum. Weir var á léttari nótunum í Green Card með þeim Gerard Depardieu og Andie McDowell í aðalhlutverkum árið 1990 en dró síðan Jeff Bridges í gegnum flug- slys og aðrar hörmungar í Fear- less 1993. Russell Crowe hefur mikið álit á Weir og segir leikstjórann hafa ráðið úrslitum um að hann tók hlutverk Jacks Aubrey í Master and Commander að sér. „Ég hef verið aðdáandi mynda Peters í fjöldamörg ár og mig hefur alltaf langað til að vinna með honum. Ég ólst upp með myndum hans og man til dæmis alltaf eftir því hversu logandi hræddur ég var þegar ég sá The Last Wave í bíó þegar ég var ungur,“ segir Crowe um mynd sem Weir gerði árið 1977 með Richard Chamberlain í hlutverki lögfræðings sem glímir við síendurteknar martraðir. Peter Weir er 58 ára gamall og það má segja að hann sé á hátindi ferils síns um þessar mundir en næsta mynd hans á eftir Master and Commander verður að öllum líkindum War Magican, sem fjall- ar um breska sjónhverfingamann- inn Jasper Maskelyne sem lagði sitt af mörkum til þess að Banda- menn gætu klekkt á Eyðimerkur- refnum Rommel í seinni heims- styrjöldinni. Master and Commander er með dýrari myndum sem leikstjórinn hefur gert en hann blæs á allar meiningar um að sköpunarkraftur- inn og frumleikinn minnki eftir því sem framleiðslukostnaður mynda verður meiri. „Það sem maður verður fyrst og fremst að gera er að forðast málamiðlanir til þess að reyna að þóknast einhverjum ímynduðum áhorfendum sem þú þekkir ekki haus né sporð á.“ ■ Poppgoðið Elvis Presley var all-an sinn feril undir hæl um- boðsmanns síns Tom Parkers, sem í daglegu tali var nefndur Ofurst- inn. Í nýrri bók leiðir bandaríska blaðakonan Alanna Nash líkur að því að Ofurstinn hafi sem ungur maður gerst sekur um morð. Nash eyddi sex árum í ritun bókarinnar og lagðist á því tíma- bili í umfangsmiklar rannsóknir. Bók hennar nefnist The Colonel og hefur undirtitilinn The Extra- ordinary Story of Colonel Tom Parker and Elvis Presley. Ofurstinn hét réttu nafni Andr- eas van Kuijk. Hann var hollensk- ur innflytjandi sem yfirgaf Hol- land árið 1929 þegar hann var tví- tugur, hugsanlega vegna þess að hann barði konu til dauða. Hann komst ólöglega til Bandaríkjanna og skráði sig í herinn sem Tom Parker en var rekinn eftir að sál- fræðingur greindi hann sem brjálæðing. Það hljóp heldur bet- ur á snærið hjá honum þegar hann gerðist umboðsmaður Elvis Pres- ley og hirti helminginn af launum söngvarans, sem hann eyddi nær jafnóðum í spilavítum. Ofurstinn hafði þann sið að fá Presley til að undirrita auð blöð og skrifaði síð- an textann sjálfur og tryggði sér þar með þá peninga sem hann taldi sig þarfnast hverju sinni. Presley var í reynd fangi Ofurstans til dauðadags árið 1977. Í bók sinni eyðir Nash nokkru púðri í að rannsaka kenningar um að Ofurstinn hafi myrt hollenska konu, grænmetissala. Henni tekst ekki að sanna að fullu sekt Ofurstans. Systir Ofurstans, María, segir að sögur þessa efnis geti ekki verið sannar, „auk þess,“ segir hún, „myndi mamma hafa vitað af því“. ■ ELVIS OG OFURSTINN Poppgoðið var fangi umboðsmanns síns. Var umboðsmaður Elvis morðingi?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.