Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 40
Í Vefaranum er konankeppinautur Guðs. Sagan er samin af sjónarhóli karls og lýsir togstreitu í sál hans. Hvort á hann að velja, efnið eða andann? Konuna eða hugsjónina? „Fullkominn maður giftist ekki öðru en hugsjón sinni,“ segir Steinn Elliði. Þetta stef gengur aft- ur í mörgum bókum Hall- dórs, fyrr og síðar. Randver í Barni náttúrunnar vill verða bóndi, en Hulda getur ekki hugsað sér það, og leið- ir þeirra skilja um sinn. Atli í Undir Helgahnúk semur við álfa um að verða mikil- menni, en Áslaug kennir honum kristilega auðmýkt. Í Vefaranum vill Steinn Elliði ganga í klaustur, en Diljá reynir að fá hann til að elska sig þess í stað. Steinn Elliði elskar hana að vísu á móti, en tekur að lokum klaustur- lífið fram yfir hana. Ástar- þríhyrningur bókarinnar er á ytra borði Steinn Elliði, Diljá og Örnólfur, maður Diljáar, en undir niðri er hann karlinn, konan og hug- sjónin. Lausnin er, að karl- inn tekur hugsjónina fram yfir konuna. Svipað er að segja um Sölku Völku, þar sem Arnaldur minnir nokk- uð á Stein Elliða og Salka Valka á Diljá, þótt hún sé sjálfstæðari og eftirminni- legri einstaklingur. Þau Salka Valka og Arnaldur elska hvort annað, en Arn- aldur elskar hugsjón sína, þótt óljós sé, enn heitar og fer burt. Í Sjálfstæðu fólki fórnar Bjartur konum sín- um báðum og raunar lífs- blóminu líka, Ástu Sóllilju, fyrir köllun til sauðfjár- ræktar uppi á heiði. Ólafur Kárason getur ekki bundist neinni konu sterkum bönd- um, því að hann hefur gefist skáldskapnum. Arnas Arnæ- us vill ekki eiga Snæfríði Ís- landssól þrátt fyrir gagn- kvæma ást þeirra, því að bækur Íslands heilla hann, og þeirra vegna selur hann sig efnaðri norn danskri. Þormóður Kolbrúnarskáld fer frá konu og dætrum í því skyni að halda uppi hetju- hugsjón og hefndarskyldu. Steinar undir Steinahlíðum rækir lítt skyldur við fjöl- skyldu sína, eftir að hann tekur mormónatrú, og sam- bandsleysi séra Jóns Prímusar við Úu tengist hugsjón hans, hugsjónaleys- inu, á einhvern dularfullan hátt. (Úr 6. kafla) Guðmundur Finnbogasonhafði kallað Vefarann mikla frá Kasmír „vélstrokkað til- berasmjör“, af því að hann taldi, að Halldór hefði mjólkað kýr annarra. Vissulega hafði Halldór víða leitað fanga. Til dæmis er sú hugmynd, að kon- an trufli leit karlsins að full- komnun, einhvers konar sam- sömun við æðri veruleika, greinilega sótt í rit Ottos Wein- ingers. Nokkurs kvenhaturs gætir í Vefaranum, og hefur Halldór þar ekki aðeins verið undir áhrifum frá vini sínum, Richard Becker, heldur líka Ágústi Strindberg, sem var að- dáandi Weiningers. Þegar segir í Vefaranum, að lítill sem eng- inn munur sé á eiginkonu og skækju, er það bergmál frá Strindberg. Halldór læðir hlut- skipti sínu raunar inn í saman- burðinn á eiginkonunni og skækjunni, þegar hann lætur Stein Elliða segja: „Önnur er feit, montin og heimsk einsog gullbryddaður geniráll eða erkibiskup, af því hún veit sig í öruggri stöðu. Hin er fátæk, lánlaus og lífsreynd einsog ís- lenskt skáld.“ Strindberg glímir í einni bók sinni, Infernó, við sumar sömu gáturnar og Hall- dór í Vefaranum. Það, sem Steinn Elliði segir um hjóna- bandið, á einhverjar rætur í leikriti Georges Bernards Shaws hins írska, Man and Superman (Menn og ofur- menni), sem í er raunar vitnað í Vefaranum. Verk Halldórs ber þess líka merki, að hann hafði í klaustrinu í Clervaux 1923 kynnst vel ritum Giovannis Pap- inis. Halldór gerir eins og hinn ítalski höfundur upp við hefð- bundnar hugmyndir nítjándu aldar af fossandi mælsku. Hann er jafnandvígur auðhyggju og viðskiptum og Papini. Báðir hugsa í andstæðum: Maðurinn er engill og djöfull í senn, Caliban og Ariel. Sú þroskasaga, sem Halldór segir í Vefaranum, minnir óneitanlega á skáldsögu Konrads Simonsens um Hálfdan greifa. Lýsingar Halldórs á kyn- ferðilegu hópsvalli í Vefaranum má rekja beint til bókar Anquet- ils, Satan conduit le bal, frá 1925, sem þegar hefur verið nefnd. Þar segir frá úrkynjun borgara- legrar menningar í París og ann- ars staðar í Norðurálfunni, þar sem allsnaktir og tröllvaxnir blá- menn þjóna í samkvæmum, fólk gerist víxlgengt á mörkum kynj- anna, kvalalosta er fullnægt fyr- ir framan fjölda áhorfenda, kyn- sjúkdómar breiðast ört út og margir neyta eiturlyfja á borð við kókaín. Þegar Steinn Elliði kemur fram eins og kaldlyndur maður, reiknivél fremur en mannssál, er hann líkur aðal- söguhetjunni í Le disciple eftir Paul Bourget. Ekki má heldur gleyma súrrealisma Andrés Bretons og félaga hans, en sumt í Vefaranum er greinilega samið undir áhrifum frá þeim. (Úr 6. kafla) 42 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR HALLDÓR KILJAN LAXNESS Fyrsta bindið fjallar meðal annars um ár Laxness í Menntaskólanum í Reykjavík. Honum var ekki endilega spáð frama á skáldabrautinni. Fyrsta bindið af ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson er komið út. Fréttablaðið birtir nú með góðfúslegu leyfi höfundar nokkur kaflabrot úr sögunni, sem ber einfaldlega heitið Halldór. Halldór í meðförum Hannesar Erlendar fyrirmyndir í Vefaranum mikla Ástarþríhyrningurinn í verkum Halldórs HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Fyrsta bindið af ævisögu sem hann hefur skrifað um Halldór Laxness er komið út. Það ber einfaldlega nafnið „Halldór“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.