Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 14
23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Bækur
Gersamlega vanhæfar og af-burða klaufalegar löggur eru
býsna vinsælt efni í bíómyndum,
og hafa verið það allt frá upphafi
kvikmyndasögunnar. Og þótt oft
hafi klaufaskapurinn í bíólöggum
verið ótrúlegri en orð fá lýst þá
náði hann engu að síður hámarki
strax í þöglu svarthvítu myndun-
um með Keystone-löggunum, sem
Mack Sennett gerði á árunum
1912-14.
Fyrsta myndin með Keystone-
löggunum kom út þennan dag árið
1912. Hún hét Hoffmeyer’s
Release, og vakti ekki sérlega
mikla athygli. Næstu tvö árin
komu úr verksmiðju Sennetts
hins vegar tugir stuttmynda með
klaufalöggunum og nutu gífur-
legra vinsælda.
Í gamanmyndum Sennetts var
eltingaleikurinn jafnan aðalatrið-
ið. Einhvern tímann útskýrði hann
aðferð sína við kvikmyndagerð:
„Við fáum hugmynd, fylgjum síð-
an náttúrulegri atburðarás þang-
að til hún leiðir til eltingaleiks,
sem er kjarninn í gamanmyndum
okkar.“
Sjálfir léku leikararnir öll
áhættuatriði, sem gjarnan voru
með skrautlegasta móti. Iðulega
héngu þeir aftan í bílum á fleygi-
ferð, klifruðu utan á háhýsum,
duttu hver um annan þveran og
fengu að sjálfsögðu ógrynnin öll
af tertum í andlitið. ■
AKIHITO SJÖTUGUR
Akihito Japanskeisari fæddist árið 1933 og
er því sjötugur í dag.
23. desember
■ Þetta gerðist
1620 Enskir landnemar byrja að reisa
eina fyrstu byggð hvítra manna í
Vesturheimi við Plymouth þar
sem nú heitir Massachusetts.
1912 Franska bókmenntatímaritið
Nouvelle Revue Francaise hafnar
boði um að birta úrdrætti úr
skáldsögunni Í leit að glötuðum
tíma eftir Marcel Proust.
1930 Bandaríska leikkonan Bette Dav-
is skrifar undir samning við fyrir-
tækið Universal og er þar með
komin á græna grein í bíóbrans-
anum.
1944 Bandaríski hershöfðinginn
Dwight Eisenhower heimilar af-
töku liðhlaupans Eddie Slovik í
Frakklandi.
1968 Norður-Kórea sleppir úr haldi
áhöfn bandaríska njósnaskipsins
Pueblo. Áhöfnin hafði þá verið
11 mánuði í fangelsi í Norður-
Kóreu.
KLAUFABÁRÐAR
Keystone-löggurnar voru sífellt að elta ein-
hverja smákrimma, gjarnan akandi á
fleygiferð eða dettandi hver um annan
þveran.
Löggugrín Sennetts
KEYSTONE KOPS
■ Fyrsta grínmyndin með klaufalegu
löggunum í „Keystone Kops“ var frum-
sýnd á Þorláksmessu fyrir 91 ári.
23. desember
1912
14
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
pabba, afa og tengdapabba,
Péturs Jónssonar
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Reykjavík. Megið þið öll eiga gleðileg jól.
Kristinn Einar, Sunneva, Steinunn,
Pétur Már, Kári, Bára, Alexander, Þröstur,
Björk, Friðrik.
Ástkær sambýlismaður minn og fósturfaðir
okkar
Jóhann Magnússon
Álftarima 11, Selfossi
andaðist á Landsspítalanum miðvikudaginn
17. desember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
laugardaginn 27. desember næstkomandi
klukkan 11:00.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna
Kristmunda Sigurðardóttir
Aron Ómar Arnarsson
Arnar Sigurðsson
Hanna Emelíta Gunnlaugs
Ég hef aldrei liðið fyrir það aðeiga afmæli á Þorláksmessu,“
segir Atli Hilmarsson, fyrrum
landsliðsmaður í handbolta, sem
er afmælisbarn dagsins.
„Ég man að það vorkenndu
mér allir voðalega yfir því að eiga
afmæli 23. desember þegar ég var
lítill og það höfðu allir áhyggjur
af því að ég fengi hvorki afmælis-
veislu né gjafir en í rauninni
komu jólin bara einum degi fyrr
hjá mér þegar ég var lítill. Ég
fékk bæði veislu og afmælisgjafir
og út af afmælinu var búið að
skreyta jólatréð og allt tilbúið fyr-
ir aðfangadag á Þorláksmessu,“
segir Atli.
Atli flutti heim til Íslands í
sumar en hann starfaði sem hand-
boltaþjálfari í Þýskalandi. „Þegar
ég varð eldri heimtuðu systkini
mín alltaf afmælisveislu á Þor-
láksmessu. Ég hef verið búsettur í
útlöndum undanfarin ár en systk-
ini mín hafa þó haldið áfram að
mæta heim til mömmu og pabba
til að fá afmæliskaffi. Nú bý ég á
Akureyri en systkini mín mæta
samt sem áður áfram til foreldra
minna í Reykjavík á Þorláks-
messu til að fá afmælisveislu.“
Atli verður í vinnunni í dag en
hann vinnur sem markaðsfulltrúi
í Sparisjóðnum á Akureyri. „Ég
ætla að koma með köku í vinnuna
og svo gæti ég vel trúað því að ég
fari út að borða með fjölskyldunni
minni eins og á afmælinu mínu í
fyrra,“ segir Atli, sem verður 44
ára í dag. „Aldurinn leggst mjög
vel í mig. Ég er hraustur og það er
aðalatriðið.“ ■
Á föstudag útskrifuðust 146nemendur, þar af 106 stúdent-
ar, frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Þetta er í sextugasta
sinn sem skólinn útskrifar nem-
endur. Dúx skólans að þessu sinni
var Guðbjörg Hlín Guðmunds-
dóttir, nemandi á listnámsbraut.
Nokkur þróunarverkefni hafa
verið starfrækt í Fjölbrautaskól-
anum síðustu ár. Tilraunum á
Upplýsinga- og tæknibraut, í sam-
vinnu við menntamálaráðuneytið,
er lokið og þótti vel til takast.
Ákveðið hefur verið að brautin
verði starfrækt áfram við skól-
ann. Þá er verið að undirbúa
kennslu í nýsköpunar- og frum-
kvöðlafræðum. ■
■ Andlát
Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur,
Álagranda 8, lést aðfaranótt 20. desem-
ber.
■ Jarðarfarir
13.30 Rósa Jónsdóttir, Stigahlíð 26,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
■ Afmæli
Jónína Bjartmarz alþingismaður, 51 árs.
Óli Tynes Jónsson fréttamaður, 59 ára.
Út er komin hjá Máli og menn-ingu bókin Meistarinn og
Margaríta eftir Mikhaíl Búlga-
kov. Meistarinn og Margaríta er
einhver víðfrægasta skáldsaga
20. aldar og er nú loksins aftur
fáanleg í kilju.
Þetta er gráglettin
ádeilusaga en
einnig heimspeki-
legt verk sem tek-
ur á hinni eilífu
togstreitu milli
góðs og ills. Í
henni vindur fram
tveimur sögum,
annars vegar
píslarsögunni en hins vegar bráð-
fjörugri frásögn af því þegar
Djöfullinn kemur til Moskvu.
Meistarinn og Margaríta er lang-
þekktasta verk Mikhaíls Búlga-
kovs og telst nú eitt af meistara-
verkum 20. aldar bókmennta.
Árni Bergmann ritar formála um
höfundinn og verk hans. Ingi-
björg Haraldsdóttir íslenskaði.
ÚTSKRIFTARNEMENDUR
146 nemendur útskrifuðust frá Fjölbraut Breiðholti, þar af 106 stúdentar.
Útskrift frá Fjölbraut Breiðholti
Afmæli
ATLI HILMARSSON
■ fyrrum handboltakappi segist aldrei
hafa liðið fyrir það að eiga afmæli á
Þorláksmessu.
ATLI HILMARSSON
Fagnar 44 ára afmælinu á Þorláksmessu.
Jólin einum degi fyrr
Þorláksmessa
í 805 ár
Í ár er 810. ártíð Þorláks biskupsÞórhallssonar, sem Þorláks-
messa er kennd við.
Þorlákur helgi er verndardýr-
lingur Íslands og eru Þorláks-
messurnar tvær. Sú fyrri er 20.
júlí en sú síðari í dag, eins og bet-
ur er þekkt. Líklega ber meira á
messunni hinni síðari vegna ná-
lægðarinnar við jólin og sökum
þess að hún er síðasti dagur undir-
búnings jóla. Þorlákur helgi var
tekinn í tölu dýrlinga á Alþingi
1198, fimm árum eftir að hann dó,
og telst til eins af þremur ís-
lenskra dýrlinga. ■
Rigning og
rok á Þorlák
Þó að Þorláksmessuveðrið séekki alveg
eftir uppskrift-
inni er engin
ástæða til að
fara í fýlu og
sleppa friðar-
göngunni og öllu
því skemmtilega
sem dagurinn býður upp á. Veður-
stofan spáir rigningu og roki sem
snýst upp í éljagang þegar líður á
daginn. Það er þess vegna skyn-
samlegt að klæða sig vel, en
skunda engu að síður af stað og
taka þátt í stemningunni sem er
svo ómótstæðileg og skemmtileg
á þessum síðasta degi fyir jól. ■