Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 24
23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR Frjálsíþróttamenn ársins: Sigursælir Svíar GOLF Svíarnir Carolina Klüft og Christian Olsson voru valdir frjáls- íþróttamenn ársins af Evrópska frjálsíþróttasambandinu. Svíinn Annika Sörenstam var fyrst kven- na valin kylfingur ársins í Evrópu. Carolina Klüft var ósigrandi á árinu í sjöþraut. Hún sigraði í fimmtarþraut á heimsmeistara- mótinu sem fram fór í Birmingham í vor og í sjöþraut á heimsmeistara- mótinu sem fram fór í París síð- sumars. Klüft fékk 7.001 stig í keppninni en engin hafði náð 7.000 stiga markinu síðan Bandaríkja- manninum Jackie Joyner-Kersee tókst það ári 1992. Breski hlauparinn Paula Radcliffe varð önnur í kjörinu og franski langstökkvarinn og sjö- þrautarkeppandinn Eunice Barber þriðja. Þrístökkvarinn Christian Olsson varð eins og Klüft bæði heims- meistari innanhúss og utan og sýndi ótrúlega mikinn stöðugleika í keppnum ársins. Hann tók þátt í 64 mótum og stökk 52 sinnum yfir sautján metra. Frá júnímánuði 2001 hefur Olsson stokkið yfir sautján metra á 51 móti utanhúss af 53. Pólski göngugarpurinn Robert Korzeniowski varð annar í kjörinu og ítalski stangarstökkvarinn Giuseppe Gibilisco þriðji. ■ Gríðarlegt tekjutap Rio Ferdinand gæti misst alla helstu styrktaraðila sína í kjölfar bannsins sem hann var dæmdur í á föstudaginn. FÓTBOLTI Það er líklegt að dómur- inn yfir Rio Ferdinand á föstudag- inn þar sem hann var dæmdur í átta mánaða keppnisbann fyrir að gleyma að taka lyfjapróf muni hafa áhrif út fyrir knattspyrnu- völlinn. Það er í það minnsta skoðun Mel Goldberg, eins fremsta íþróttalögfræðings Eng- lands, en hann tjáði sig um málið um helgina. Ferdinand er með samninga við íþróttavörufram- leiðandann Nike og fataframleið- andann Ben Sherman og segir Goldberg að Ferdinand eigi það á hættu að missa þessa samninga vegna bannsins. „Flestir samning- ar af þessari gerð eru með ákvæði þar sem fyrirtækin ákilja sér rétt til þess að segja upp samningnum ef hinn samningsbundi verður uppvís að hegðun sem á einhvern hátt getur skaðað fyrirtækið. Ef bannið stendur er ljóst að Ferdin- and verður ekki til mikils gagns fyrir styrktaraðila hans næstu átta mánuðina og því munu fyrir- tækin væntanlega skoða samn- inga sína við hann vandlega,“ sagði Goldberg. Nike hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið muni standa þétt við bakið á Ferdinand en Goldberg segist vera viss um að fyrirtækið muni endurskoða þá afstöðu. Ef fyrirtækin tvö segja upp samningi sínum við Ferdin- and er ljóst að tekjumissir hans verður gífurlegur. Síðan kemur til hvort sala á treyjum merktum Ferdinand muni minnka á meðan hann er í banni. Líklegt er að stuðningsmenn Manchester United, sem standa þétt við bakið á sínum manni, muni kaupa treyj- ur kappans af janfvel meiri krafti en áður en hinn almenni knatt- spyrnuáhugamaður mun væntan- lega hugsa sig tvisvar um áðru en hann kaupir treyju merkta manni sem hefur verið dæmdur í átta mánaða bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Það verður þó að hafa í huga að skoðanir manna í Englandi á banninu eru misjafnar; sumir telja það allt of strangt á meðan aðrir segja að hann hafi sloppið vel. Þeir sem tilheyra fyrri hópnum halda væntanlega áfram eins og ekkert hafi í skorist en hinir munu væntanlega snið- ganga allt sem kemur Ferdinand við. ■ RIO FERDINAND Rio Ferdinand á það á hættu að missa alla helstu styrktaraðila sína vegna átta mánaða bannsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.