Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 31
Samkvæmt opininberum listumer Bettý eftir Arnald Indriða-
son söluhæsta bókin um þessar
mundir. Þegar haft var samband
við bóksala víðs vegar um landið
kom í ljós að hún er í flestum til-
fellum söluhæst í bókaverslunum
en ekki í stórverslunum. Það gæti
endurspeglast í því að verslunar-
hættir landsmanna í bókakaupum
eru mismunandi eftir því við
hvaða verslanir er skipt. Einnig
gæti það verið til marks um hvaða
bækur hafi verið á tilboði í þeim
verslunum.
Þegar litið er til bóka- og rit-
fangaverslana seldist Bettý best í
flestum þeim verslunum sem haft
var samband við. Fast á hæla
hennar kom Öxin og jörðin eftir
Ólaf Gunnarsson og Stormur eftir
Einar Kárason í verslun Máls og
Menningar á Laugavegi. Hr. Jóli
var vinsælasta bókin í Pennanum-
Eymundssyni í Austurstræti og
Öxin og jörðin næstsöluhæst.
Bettý var þar einungis í þriðja
sæti. Á milli þessara verslana er
lítill landfræðilegur munur en þó
er sýnilegur munur á vinsælum
titlum.
Meiri munur var á bókakaup-
um landsmanna í stórverslunum.
Harry Potter og Fönixreglan var
vinsælasta bókin í Bónus, Smára-
torgi og í Nettó í Mjódd; Útkall,
Árás á Goðafoss er sú bók sem
hefur selst best í Nettó á Akur-
eyri; og Grænn kostur er sölu-
hæsta bók Hagkaupa á Eiðistorgi.
Það er því ekki einungis munur á
milli bókaverslana og stórmark-
aða, heldur er einnig stór munur á
því á milli búða hvaða bók selst
best. ■
Bækur
■ Sama bókin er ekki alls staðar
vinsælust. Stór munur er á því á milli
búða hvaða bók selst best.
ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003
SUNGIÐ Á JÓLUNUM
Það var kátt á hjalla hjá gestum og gangandi í Mjódd í gær og jólalögin sungin af mikilli
innlifun.
Silfurrefur íslenskrar þjóð-málaumræðu, Egill Helga-
son, tók virkan þátt í dægur-
þrasinu á Netinu fyrir nokkrum
misserum á meðan vegur
Strik.is var sem mestur. Egill
dró sig í hlé á þessum vettvangi
eftir að hann varð pabbi en er
nú mættur til leiks á Strik.is á
ný. Egill lofar engu um fram-
haldið en segir á vefnum að
hann ætli „að reyna að uppfæra
vefinn nokkrum sinnum í viku“
og biður lesendur að leggja sér
lið „með því að senda inn bréf
sem ég birti með glöðu geði –
líkt og forðum...“ Egill lætur
þess einnig getið að lengi hafi
staðið til að færa aftur líf í vef-
inn „því þótt hann hafi hangið
uppi hreyfingarlaus nokkur
misseri, þá var aldrei ætlunin
að loka honum alveg. Það atvik-
aðist bara svona“.
Fréttiraf fólki
VERSLUN
Stór munur er á því á milli búða hvaða bók selst best.
Ólíkur smekkur eftir
því hvar verslað er