Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 16
Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma Jólabókafló ðið er í Office 1 ! SKEIFUNNI SMÁRALIND AKUREYRI EKKI BARA SUMAR 1Þ orláksmessa. Þeir sem ekki eru í vinnunni í dag geta tekið daginn snemma og farið í bæinn. Aðal- stemningin er svo auðvitað í kvöld en það er ekki gott að eiga eftir að kaupa eitt- hvað þá því Þorláksmessa í miðbænum er orðin eins og 17. júní að vetri. Friðargangan niður Laugaveginn er svo ómissandi liður í jóla- undirbúningnum hjá mörgum. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Sissa tískuhús óskar landsmönnum Gleðilegra jóla. Mikið úrval af glæsilegum fatnaði. Lítið við og upplifið jólin í Glæsibæ. Næg bílastæði. Opið til 23.00 á Þorláksmessu og á aðfangadag milli 10-12.00. Verið velkominn Sissa tískuhús G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0 Hlakkar til jólanna í Grímsnesinu: Gott að vera lítil stelpa í foreldrahúsum Linda Pétursdóttir er heima á Ís-landi um jólin og ætlar að njóta þeirra í faðmi fjölskyldunnar. „Ég verð í Grímsnesinu hjá mömmu og pabba. Fjölskyldan er orðin frekar lítil hér heima, því eldri bróðir minn býr með sinni fjölskyldu á Nýja-Sjálandi. Ég og Sævar bróðir verðum því bara tvö hjá foreldrum mínum,“ segir Linda. Í Grímsnesinu verða jólin hefð- bundin, hamborgarhryggur á að- fangadagskvöld og hangikjöt á jóla- dag. „Við höfum það rosalega gott, erum á náttfötunum á jóladag og nörtum í jólamatinn, og förum svo á vélsleða ef veður leyfir. Sævar er nefnilega með vélsleðadellu,“ segir Linda og hlær. Á annan í jólum flýgur Linda til London, þar sem hún ætlar að eyða nokkrum dögum með Julie Morley, eiganda Miss World, og þaðan held- ur hún heim til Vancouver. „Ég keypti nýlega hús á yndislegri eyju, sem heitir Arnareyja. Þar eru bara 32 hús, engir bílar og hundarnir mínir geta hlaupið þar lausir um allt. Þetta er æðislegur staður,“ seg- ir hún, en lítill prammi með utan- borðsmótor fylgdi með í kaupunum svo Linda komist auðveldlega á milli. „Það tekur ekki nema nokkrar sekúndur að komast til eyjunnar og ég er bara í fimmtán mínútna fjar- lægð frá miðborg Vancouver.“ Á nýju ári bíða Lindu ótal tæki- færi og hún er full eftirvæntingar og tilhlökkunar. „Ég útskrifast sem grafískur hönnuður eftir áramót og er einmitt að klára 16 síðna bækling um Baðhúsið sem kemur út 2. janú- ar. Í framtíðinni verð ég grafískur hönnuður fyrir fyrirtækin okkar hér heima. Svo er ég að opna heima- síðu um áramótin, Linda.is, þar sem ég verð með ýmislegt sem tengist bókinni minni og er hugsað sem vettvangur fyrir konur þar sem þær geta rætt alkóhólisma, heim- ilisofbeldi og bara allt sem þeim liggur á hjarta.“ Nýja árið leggst því mjög vel í Lindu, sem segist vera allt annað en einmana í Kanada. „Ég er búin að eignast svo marga góða vini og það bíða mörg spennandi verk- efni. Ég ætla reyndar að skoða at- vinnutilboð í London,“ segir hún leyndardómsfull. „Það eru að opn- ast dyr úti í heimi sem mig hefði ekki órað fyrir nokkrum mánuð- um. En nýtt líferni er sannarlega að skila sér. Þegar ég fór út í febr- úar í fyrra átti ég enga von og langaði ekki að lifa. Núna, tæpum tveimur árum seinna, er ég búin að kaupa mér æðislegt hús á para- dísareyju, er að útskrifast úr námi og býðst geggjað starf úti í heimi. Og svo er ég búin að koma frá mér bók um sára lífsreynslu, sem ég veit að hefur hjálpað fullt af fólki og það er bara yndisleg tilfinn- ing,“ segir Linda og ljómar. ■ Mynd: Gunnar Karlsson fyrir Jólahefti Rauða krossins. Vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum og teknar upp úr bókinni Jólin koma sem gefin var út af Máli og menningu. Til byggða í nótt Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. – Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. LINDA PÉTURSDÓTTIR Hlakkar til jólanna í Grímsnesinu og ekki síður að takast á við spennandi verkefni á nýju ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.