Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 2
2 tíminn ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 1971 Ummæli blaða / Noregi og Svíþjóð - um stjórnarskiptin á íslandi EJ-Reykjavík, mánudag. Fyrlr helgina skýrði Tíminn frá ummælum nokkurra brezkra blaða vegna stjórnarskiptanna á íslandi. Nú hefur blaðinu borizt ummæli þriggja norrænna blaða — Aftenpost- en og Arbeiderbladet í Noregi og Dagens Nyheter í Svíþjóð, •— og fara þau hér á eftir: Arbeiderbladet — Herstöðin í Keflavik er vandamál fyrir nýju ríkisstjórn- ina á íslandi. Annars vegar hefur herstöðin verulega efnahagslega þýðingu fyrir eyjuna, en hins vegar hafa stjórnarflokkarnir lengi haft það á stefnuskrám sín- trm, að leggja herstöðina niður, skrifar Arbeiderbladet, málgagn norska Verkamannaflokksins, í leiðara á mánudag. — Herstöðin í Keflavík er hluti af aðvörunar- og eftirlitsþjónustu NATO. Aukinn flotastyrkur Sovét rfkjanna í Norður-Atlantshafi á síðari árum hefur gert herstöðina þýðingarmeiri en nokkru sinni fyrr. Niðurlagning herstöðvarinn- ar mun því skapa viss hernaðar- leg og öryggismálaleg vandamál. f augnablikinu er ekki auðvelt að finna annan stað til að gegna þessu hlutverki, og _ því er auð- skilið, að afstaða fslands valdi áhyggjum I Washington, — seglr' blaðið ,sem er málgagn ríkisstjórn arinnar. Að lokum segir blaðið, að ís- land muni ekki breyta um stefnu f utanríkismálum, því herstöðvar- málið sé að miklu leyti innan- rikismál. Þvi voni blaðið að rikis stjórnirnar í Reykjavik og Was- hington muni í samningaviðræð- um sínum komast að samkomulagi sem báðir aðilar geti verið ánægð- ir með. > Aftenpösten — Verði Keflavíkurherstöðin lögð niður, þýðir það, að þýðingnr* mikilli stöð á norðurarmi NATO verður lokað, og það kemur Nor- egi mjög við, — segir Aftenpost- en, sem er íhaldsblað í Noregi, í leiðara á mánudag. Blaðið seg- ir, að Keflavíkurstöðin hafi hing- að til verið mótvægi gegn vax- andi flotastarfsemi Sovétríkjanna á hafinu milli fslar.ds og Noregs og á Norður-Atlantshafi almennt, og það sé ekki skemmtileg til- hugsun, að herstöðinni verði lokað á sama tíma og flota NATO er bannaður aðgangur að Möltu. Þá segir, að ísland ætli að halda áfram í NATjQ,,ea.aðild,;gð,banda. láginu '-grundvallist jú á gagn11 kyæmri hjálp og samstöðu. Það sé' ekki hægt áð gera ráð fyrir, að vera bjargað á hættustund án þess að gera nokkuð sjálfur til þess að björgunarstarfið gangi vel, segir blaðið. Loks telur blaðið, að verði her- stöðinni lokað, þá sé það sigur fyrir diplómata Sovétríkjanna, og •amhald á b!s. 14 A MALÞINGI Allt hefur slnn tima — lika I Kína Þá fór loksins að þiðna svo um munaði jökulhvítur skaiili kaMa stríðsins. Nixon hefur látið svein sinn Kissinger kanna hvort hann sé velkominn til Kina, alveg eins og í eina tíð, þegar sveinar vildu trúlof- ast einhverri miðaldapíimni. >á sendu þeir mann til að spyrjast fyr- lr. Fyrir Vesturlandamenn eru þetta næsta óvænt tíðindi. Að vísu lá í loftinu, að Kína yrði ekfci haldið utan við Sameinuðu þjóðimar. Sex hundruð mlMjóna þjóð, sem byggir stóra sneið af heiminum getur ein- faldlega ekki sætt þvi, að teljast ekfci viðræðuhæf á alþjóðavettvangi, nema þegar þarf að selja henni hveiti. Þau snðggu umskipti sem orðið hafa síðustu daga þykja eflaust svo- fc'tið broeleg i Kína. En áreiðanlega lcoma þau ekiki á óvart. Kínverjar eru þolinmóðir menn, þótt þeir hafi stundum gerzt dálltið háværir út á við siðan 1049, Og yfirleitt ókínversk- ir undir stjórn Maos. Og þeir hafa alltaf talið sig vita, að þeir myndu hafa sin mál fram á endanum. Að þeirra áliti stafaði frystingin mifcla etoki einhliða af þvi að þeir lutu kommúnistum, heMur elntoum af því, að iðnaðarstórveldin gátu efcki leng- ur ráðið verzluninni við landið. Það hefur teikið nokkuð langan táma að fjM’lrtta'Ta oK e-1rU rin leggja niður nokfcrar hundaveð- hlaupabrautir og loka ballskákaT- klúbbnum 1 Tiensin, svo nefnd séu dæmi um timasóunarhreiður hvitra manna, sem Kinverjinn taldi sig ekfci hafa not fyrir, Ekki er þvl að neita að mifclar stjórnarfarslegar ógnir hafa gengið yfir landið — og dœmigerðar hreins- anir. En á það ber að líta að margt er blóðugt í heiminum, þótt fcin- verskir kommúnistar verði ekki af- sakaðir með þvi. Þeir halda áfram að vera sex hundruð milljónir, þrátt fyrir það, og þess vegna verður ekkl framhjá þeim gengið til lengdar. Þetta hafa þeir al'ttaf vitað. Og þeir hafa ekkert tækifæri látið ónotað til að biðja gesti sína frá Vesturlöndum að tala máll þeirra um inntöku í samtöfc Sameinuðu þjóðanna. Þegar því hefur verið svarafT til, að slíku væri ráðið í toppinn hafa þeir alltaf brosað dularfullu fcínversku brosi sínu, eins og þeir vissu að þetta mál þeirra væri i góðum höndum. Það sem er að koma á daginn núna er sú staðreynd, sem hefur verið á vit- orði manna í tvo áratugi, að þeir eru húsbændur i Asíu. Og sú álfa verður ekfci skorin af hnettinum eins og óþarfur limur. Um þátt Is- iands i málinu verður það eitt sagt, að hér hefur enginn hiaupið á sig, sizt fyrrverandi utanríkisráðherrar. CFOSiir* C )ö 1STUTTU MAU C )• Kvenfélagið gaf 100 þús. ÞJ—Húsavík, mánudag. Kvenfélag Húsavíkur afhenti nýlega bæjarstjóranum á Húsa- vík, 100.000,00 krónur, sem fé- lagið hefur ákveðið að gefa til viðbyggingar og kaupa á ýms- um útbúnaði við barnadagheim ilið á Húsavík. Kvenfélagið sá um árabil um rekstur barna dagheimilisins og hefur áður látið mikið fé til þess rakna. Félagið aflaði fjár til þessa þáttar starfseminnar á margan hátt, meðal annars með veit- ingasölu 17. júnf ár hvert. For maður Kvenfélags Húsavíkur er Þuríður Hermannsdóttir. Leigja til Cargolux Fyrir nokkru var ákveðiS að gera við CL-44 flugvél Loft- leiða, TF-LLI, og brcyta henni úr farþegaflugvél í vöruflutn ingavél. Tókust samningar að verkið yrði unnið af Flying Tiger Line í verkstæðum félags ins í Los Angeles. Umsjón með framkvæmdinni hafði Einar Runólfsson af hálfu Loftleiða. Þessu var lokið hinn 16. þ.m. og var vélinni þá flogið til New York. Samningar tókust um að sænska félagið Salenia keypti flugvélina að hálfu, og að Loft leiðir og Salenia leigðu hana Cargolux, sem veitti henni mót töku í New York í dag. ~ . í kv|]d.fcr flugyéjin ffá M York, fulihlaðin líknargognum, ' sem hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar ákvað að senda til Calcutta til aðstoðar hinu nauð stadda flóttafólki frá Austur- Pakistan. Fyrsti viðkomustaður flugvélarinnar á austurleið verð ur Keflavíkurflugvöllur. Flug- stjóri til Luxemborgar verður Einar Sigurðsson, yfirflugstjóri Cargolux. Frá Calcutta mun flugvélin fara til Hong Kong. TF-LLI verður þriðja CL- 44 vöruflutningaflugvélin, sem Cargolux leigir. Mikið annríki hefir verið hjá Cargolux að undanförnu og lít ur vel út með að næg verkefni bíði flugvélanna þriggja á næst unni. Seiðum sleppt í Ey- vindará og Grímsá IGÞ—Reykjavík, mánudag. Eins og kunnugt er, þá hef ur Stangaveiðifélag Reykjavík ur gert ræktunarsamning við veiðiréttareigendur á Lagar- fljótssvæðinu og í Breiðdal. Nú um helgina fóru forráðamenn Stangaveiðifélagsins og einn úr svonefndri Lagarfljótsnefnd, sem hefur með framkvæmdir að gera eystra fyrir SVFR, aust ur að Egilsstöðum og í Breið dal, þar sem veiði er hafin. Með í ferðinni voru sextíu þúsund sumaralin seiði, sem sleppt var í Eyvindará og Grimsá fyrir neðan stíflu síð degis á laugardag. Áður hefur verið sleppt miklu magni af seiðum í ár á umræddum vatna- svæðum. Þeir, sem fóru austur að þessu sinni til að sleppa seið unum voru þeir Axel Aspe- lund, Barði Friðriksson og Ólaf ur Þprsteinsson. Veður var hið fegursta eystra og skilyrði upp á það bezta fyrir-sieppingu. Landsmótshapp- drætti UMFÍ Dregið hefur verið í lands- mótshappdrætti Ungmennafé- lags íslands, en ágóðanum af því er varið til að styrkja utan ferð frjálsíþróttafólks ung- mennafélaganna eftir 14. lands mótið á Sauðárkróki. Vinningarnir, srtn eru þrjár ferðir til Kaupmannahafnar og heim aftur komu á eftirtalin númer: 1588, 3183, 4700. Vinningshafar snúi sér til skrifstofu UMFÍ, Klapparstíg 16, Reykjavík, sími: 12546. (Birt án ábyrgðar). Þrennt slasast á Akureyri SB—Reykjavík, mánudag. Piltur, kona og tveggja ára barn slösuðust í gær, er bif reið þeirra lenti í árekstri við stóran vöruflutningabíl á mót um Strandgötu og Glerárgötu á Akureyri. Fólkið var í fólks bifreið oc er hún talin ónýt eft ir áreksturinn. Meiðsli fólksins eru ekki talin alvarlegs eðlis. Áreksturinn var um kl. hálf tólf í gærmorgun. Vörubíllinn kom norðan Glerárgötu, en fólksbifreiðin, sem er úr Kópa- vogi kom 'upp Strandgötu. Skullu bílarnir hart saman, með fyrrgreindum afleiðingum. Fólkið var flutt í Fjórðungs- sjúkrahúsið, en mun vera ó- brotið, en hafa marizt og fengið heilahristing. Eins og fyrr seg- ir, er fólksbifreiðin talin ónýt, en vörubíllinn er lítið skemmd ur. Nýr fréttasímsvari hjá EIMSKIP Eimskipafélagið hefur tekið í notkun nýjan sjálfvirkan sfm svara, sem veitir upplýsingar um ferðir skipa félagsins. Und anfarið hefur sjálfvirkur sfm- svari lesið skipafréttir ntan skrifstofutima en þessi upplýs ingaþjónusta verður framvegis einm^ veitt á skrifstofutfma, þannig að þeir sem spyrjast vilja fyrir um ferðir skipanna hringja í síma 22070 og heyra þá fluttar nýjustu skipafréttirn ar. Rólegt viS Þverá Pétur Kjartansson á Guðna- bakka, sagði okkur í gær, að í rigningunum í s.l. viku, hefðu veiðimenn við Þverá mokveitt í ánni. Hins vegar hafi dregið úr veiðinni s. 1. fimmtudag og síðan verið rólegt þar við ána, sem staf ar af mikilli sól. Pétur sagði að nú væru um 800 laxar komnir á land úr ánni, sem mun vera heldur betri veiði en á sama tíma í fyrra. Veiðin hefur verið heldur betri á efri svæðum árinnar, og þar hefur stærsti lax sumarsins veiðzt. Hann var 20 pund, veidd- ur á maðk, veiðimaður var Guð- mundur Kjartansson, einn eigandi Þverár og bróðir Péturs. Meðal ^igt laxanna, sem veiðzt hafa í sumar eru 9—10 pund, en tals- vert hefur veiðzt af 15—18 punda löxum, að sögn Péturs. 10 stangir eru í Þvcrá og kostar stöngin 5 þús. kr. á dag, er þá fæði og hú-næði ekki reiknað með. Að sögn Péturs er utn álíka fjölda að ræða af erlcndum og 'nnlcndum mönnum, sem hafa keypt veiðileyfi í Þverá í sumar, Veiðin glæðisf í Laxá í Suður-Þing. veiða 432 laxa á veiðisvæðum Laxárfélagsins í Laxá í S-Þing„ en þau svæði ná frá Laxamýrar- landi og upp fyrir Hólmavað, og eru 12 stangir leyfðar á svæðinu. Að sögn ráðskonunnar í veiðihúsi Laxárfélgasmanna, var góð veiði þar í byrjun laxveiðitímans Á tímabili var veiðin hins vegar treg, en nú hefur aftur birt yfir og hefur veiðin verið ágæt undan farna daga. Eins og venjulega, veiðist mest á 1. veiðisvæðinu, sem er í Laxamýrarlandi, yfirleift 10—12 laxar fyrir hádegi á stang irnar tvær, sem þar eru leyfðar, sagði ráðskonan okkur. Mest veið ist nú á spón á veiðisvæðunum. Stærsta laxinn, 27 pund, veiddi Ásgrímur Stefánsson frá Akur- eyri á flugu 13. júlí s.l. Þistilf jarðarárnar Veiði í Þistilfjarðaránum hófst í byrjun þessa mán., og eftir þeim fregnum að dæma, sem við höf- um aflað okkur um veiði þar, hafa veiðimenn sem þangað hafa farið, ckki orðið fyr- vopbrigðum. í Ornnrsá hefur vcið^t óvenjumikið af bleikju og urriða, og er fisk- uvíTvi yf'!'i°itt ? 5 pund. Þá mun góð veiði hafa verið af og til í sunnudaginn fyrir viku 11 laxar á 3 stangir og voru þeir allt upp í 15 pund. Ennfremur mun hafa veiðzt sæmilega í Hölkná. „Veiðival“ hefur þessar ár á leigu og skipuleggur ferðir þang- ar í leiguflugvélum um helgar, í samráði við „Vængi“ h.f. sem á flugvélamar. 156 laxar veiddir í Gljúfurá Á sunnudaginn voru 156 laxar komnir á land úr Gljúfurá, en áin var opnuð 20. júní og 3 stang- ir eru leyfðar í henni. Var veiðin heldur dræm framan af, en und- anfarna daga hefur veiðin verið afar góð. Næstsíðasti veiðihópur- in, er þar var, fékk 46 tesft — en veitt var í 3 daga að randa — og síðasti hópurinn, þ.e. sá er kom frá ánni á sunnudaginn, fékk 33 laxa, þar af fékk Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir, 30 laxa. í viðtali við Þórarinn í gær, kom fram, að mikill lax hefur gengið í ána í rigningunum f n-.iðri vikunni og náði Þórarinn „í skottið" á þeirri göngu. Lax- arnir eru ,vfirleitt 4—5 punda, en að sögn ÞóraHns hafa 8—10 pnda fiskar slæðzt með. Laxinn hefur ---- --2Ar JL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.