Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.07.1971, Blaðsíða 16
HEYRÐIÞEGAR VELIN ! 8 ára dreng- ur drukknaði í Grindavík KJ—Reykjavík, mánudag. Skammt vestan við Járngerð arstaðahverfið í Grindavík er uppistöðulón, sem hækkar og lækkar í eftir sjávarföllum. Þarna eru börn úr Grindavík oft að leik, bæði á kænum, og án þeirra. Á föstudagskvöldið fóru tveir drengir þangað, og drukknaði annar þeirra í lón- inu. Hét drengurinn Haraldur Kristmundsson átta ára gam- all, sonur hjónanna Kristmund ar Herbertssonar bifvélavirkja, og Ólafíu Sveinsdóttur hjúkr unarkonu. Tildrög slyssins voru þau, að drengirnir tveir fóru út að lón inu, sem er um einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Járn- gerðastaðahverfið. Hafði Har aldur heitinn með sér sund- skýlu, og hefur ætlað að busla Framhald á bls. 14 KEKKONEN fékk 5 laxa EB—Reykjavík, mánudag. Kekkonen, forseti Finnlands, sem í gær og í dag hefur stund að laxveiði í Grímsá í Borgar- firði, var í kvöld mjög ánægð ur með árangurinn. Veiddi hann í dag 5 laxa, sem allir voru vænir. — f gær fékk hann ennfremur nokkra laxa, en þeir voru allir fremur litlir. Forsetinn mun hafa fengið alla iaxana á flugu. 400 þús. krónum stolið frá sjómanni KJ—Reykjavík, mánudag. Nokkuð var um innbrot um helgina í Reykjavík, og meira að segja brotizt inn milli kl. sjö og átta að kvöldi, og á einum stað uppgötvaðist um þjófnað á bankabók með 366 þúsundum og 30 þúsundum í seðlum að auki. Þessa bankabók átti sjómað ur á Framnesveginum, en hann hafði farið á sjó 4. júlí, og þeg ar hann kom að landi aftur á sunnudaginn, uppgötvaði hann bjófnaðinn. Við athugun í við- komandi banka í morgun, kom í ljós, að ekki var búið að taka neitt út úr bókinni. Milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi, var brotizt inn í Umbúðamiðstöðina og vöru- geymslu Landfiutninga, en bæði húsin eru við Héðinsgötu. Hjá Landflutningum var stolið umslagi með um tvö þúsund krónum, LENTIÁ AKRAFJALLI S m KJ- Reykjavík, mánudag. Það var bústjórinn á minka- búinu að Ósi fyrir utan Akra- nes, sem kom leitarinönnum á sporið á sunnud. og beindist leitin þá að Akrafjalli, í stað þess að áður hafði verið leitað að týndu einkaflugvélinni af Keflavíkurflugvelli, á og yfir Hvalfirði. í flugvélinni voru tveir fslendingar, báðir reynd- ir einkaflugmenn, og báðir flugkennarar, Kári Guðmunds- son, flugumferðarstjóri og Jó- hannes Sveinsson, flugkennari. Voru þeir báðir látnir, þegar leitarmenn komu að tvístruðu flakinu klukkan rúmlega tvö á sunnudaginn. Þeir félagarnir Jóhannes Sveinsson og Kári Guðmunds- son fóru í loftið klukkan hálf eitt aðfararnótt sunnudagsins frá Reykjavík, og ætluðu að vera þrjá stundarfjórðunga á lofti. Vélin, sem þeir flugu, er æfingaflugvél, og var hún í umsjá flugklúbbs á Keflavíkur flugvelli, en bar einkennisstafi bandaríska flotans. Var vélin af gerðinni Mentor Beechroft T-34, eins hreyfils lágþckja, og einkennisstafirnir voru V-671. Jóhannes var flugkennari hjá flugklúbbnum á Keflavíkur flugvelli og Kári hafði haft þann starfa áður, og kennt mörgum varnarliðsmönnum að fljúga, en ekki þó á þessa vél. Er það hald- manna-, að hann hafi verið að kynna sér þessa vél, og vélin ekki verið laus á öðrum tíma. Er það skýring in á hve seint var farið í loftið. Flugáætlun hljóðaði upp á að fljúga æfingaflug í 45 mín. innan 10 mílna radíusar frá Reykjavíkurflugvelli, og tíu mínútum áður en vélin átti að lenda, var reynt að hafa sam- band við vélina,’ en án árang- urs. Þegar vélin átti svo að vera lent, samkvæmt flugáætl- un, var eftirgrennslan hafin og klukkan rúmlega tvö var Flug björgunarsveitinni gert aðvart og var hún tilbúin með leitar- flokka skömmu síðar. Með morgninum fóru flugvél- ar hver af annarri til leitar, og munu alls um 20 flugvélar hafa tekið þátt í leitinni. Auk ís- lenzkra véla leituðu Herkúles leitarflugvél og Sikorsky þyrla — báðar af Keflavíkurflugvelli. Fljótlega beindist leitin mest að mynni Hvalfjarðar, en þar sást olíubrák á sjónum, og auk þess eitthvað brak úr lofti. Til að kanna þetta nánar fóru Kári Guðmundsson froskmenn úr Ingólfi með jbáti, en ekkert fannst þarna sem bent gæti til flugvélarinnar. Skyggni hafði ekki verið sem bezt og því ekki hægt að gjör- leita úr lofti 10 mílna radrus frá Reykjavíkurflugvelli. Magni Ólafsson, bústjóri á minkabúinu að Ósi við Akra- nes, heyrði um flugvélarleitina í hádegisútvarpinu, og rifjast þá upp fyrir honum, að hann hefði heyrt flugvélarhljóð um klukkan eitt um nóttina. Hafði Magni tekið sérstaklega eftir hljóðinu, því honum fannst það eitthvað einkennilegt. Virtist svo sem gangurinn í vélinni væri ójafn, af hvaða orsökum Jóhannes Svetnsson sem það kann að hafa verið. Heyrði hann til vélarinnar, en skyndilega lieyrði hann mikinn dynk, og vélarhljóðið hvarf. Þegar leitarmenn höfðu feng ið þessa vitneskju, var allt kapp lagt á að leita á og kring um Akrafjall, og skönimu eftir að rofaði þar tií, sást hvar flak flugvélarinnar lá tvistrað við topp fjallsins. Varnarliðs- þyrlan lenti siðan skammt frá flakinu klukkan rúmlega tvö, og voru mennirnir þá báðir látnir. Kári Guðmundsson var 25 ára, og bjó að Nökkvavogi 36. og lætur eftir sig konu og tvö Framhald á bls. 14. Mikil umferð um helgiuu - og og lítt dró úr henni eftir helginu ET—Reykjavík, mánudag. Mjög mikil umfcrð var um allt land í góða veðriuu um helgina. Sex vegaeftirlitsbifreiðar frá rík- islögreglunni eru staðsettar á þjóð vegunum víðs vegar á landinu.Verk efni vegalögreglunnar eru marg- vísleg: löggæzla á þjóðvegum, leið beiningar og aðstoð við vegfarend- ur o.m.fl. — Tíminn náði tali af einum vegalögreglumanninum, Steinþóri Nygaard, en hann var nýkominn til Reykjavíkur síðdeg is í dag austan úr Skaftafellssýslu. Við fórum frá Kirkjubæjar- klaustri í morgun, sagði Steinþór, og komum til Reykjavíkur um miðjan dag. Umferð var alls stað ar mrkil á leiðinni, en gekk þó ágætlega. Sömu sögu er að segja um umferðina um helgina, umferð var geysimikil, en lítið var um óhöpp, a.m.k. á Suður- landi. Vegirnir eru býsna góðir miðað við ástand þeirra oft áður. Að vísu er tnikið ryk á vegunum og í þurrkum sem þessum mynd ast fljótlega „þvotlabretti“ á þeim. Við vorum staðsettir í Vestur- Skaftafellssýslu um helgina og var umferð þar allmikil. Mest bar á einkabifreiðum og virtust þær vera alls staðar að, t. d. var fjöldi bifreiða frá Vestfjörðum og af Norðurlandi, og jafnvel alla leið úr Suður-Múlasýslu. Ökumenn virt ust gæta sín vel í umferðinni og óku eftir umferðarreglunum. Stein þór sagði, að sér virtist f jölskyldu fólk mun gætnara í umferðinni og betri ökumenn en aðrir, enda voru fjölskyldur í skemmtiferð í langflestum bifreiðunum austur þar. Það vakti athygli okkar, sagði Steinþór að lokurn, hve mikil um- ferð var austur á bóginn frá Reykjavík í dag, mánudag. Það sýnir, að fólk hefur viljað bíða fram yfir helgi með að leggja upp í ferðalag og ekki hefur góða veðrið í dag dregið úr ferðalöng uninni. Skemmtun í Atlavík Um verzluuarmannahelgma gengst Kjördæmfcssamband Fraro sóknarmanna á Austurlandi, <yrir fjölbreyttri skemmtun í Atlavík í Hallormsstaðarskógi. Báða dagana sem skemmtunin stendur yfir, verð ur dansað á tveim stöðum, einnig verða útiskemmtanir, með íþrótf um, ávörpum og skcmmtiatriðum. Audrey Foster hcfur nú starfað í 10 ár á skrifstofunni hjá lceland Products í Bandaríkjunum. í því tilefni var henni boðið upp á ferS til íslands. Tíminn hitti Audrey í tjaer, þar sem hún var stödd á heimili Erlendar Einars- sonar, forstjóra SÍS, ásamt síarfssystur slnni og nokkrum eiginkonum starfsmanna lceland Products, sem hér eru staddar. Á myndinni eru frá vinstri: Erna ÞórSarson, Audrey Foster, Þóra Árnason, Pat Baer, Margrét Helgadóttir og Erla Gröndal. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.