Tíminn - 09.09.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 09.09.1971, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. september 1971 TIMINN Myndin er úr sýningardelld Jóns Loftssonar á Alþjóðlegu vörusýningunni í Laugardalshöllinni. Mátsteinshúsun- um fjöigar stöðugt Fjórðungsþing Norð- lendinga hefst á Ólafsfirði í dag ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag. Jón Loftsson h.f. er með stóra sýningardeild á Kaupstefnunni í Laugardal, og er þar m. a. að finna líkön af húsum þeim, sem valin voru til frekari útfærslu í sambandi við byggingu húsa úr mátsteini. En sem kunnugt er þá hefur fyrirtækið kynnt mjög smíði þessara húsa og hefur það veitt húsbyggjendum úttekt hjá fyrir- tækinu út á væntanleg húsnæðis málastjórnarlán, og hefur það vafalaust hjálpað mörgum hús- byggjendums Þá er fyrirtækið með mátsteinshús í smíðum í Garðahreppi og eru þau 125 fcrm. að stærð og að auk fylgir bíl- skúr, sem er 36 ferm. Þessi hús verða seld fokheld á 1,4 milljón kr. hvert um sig, og þykir það ekki mikið. Á Kaupstefnunni í Laugardal hittum við tvo sölumenn njá Jóni Loftssyni, þá Kornelíus Sigmunds son og Björn E. Árnason. Fyrst spurðum við þá hvað það væri, sem mátsteinshúsin hefðu fram yfir venjuleg steinsteypuhús. Sögðu þeir, að það væri svo imiargt, sem sparaðist við að byggja úr mátsteini, bæði væri það byggingarhraðinn, timbur- sparnaður og síðast en ekki sízt hvað byggingarefnið væri miklu ódýrara. Þeir félagar sögðu að hlaðinn væri tvöfaldur veggur, en holrúm væri haft á milli, og í það væri sett plast til einangrun- ar, en það er eitt ódýrasta og bezta einangrunarefnið á mark- aðnum. Ekki fyllir plastið þó út í allt holrúmið, heldur er haft smáloftrúm á milli til frekari ein- angrunar. Aðspurðir um það, hvort mát- steinninn væri ekki mikið lélegri gagnvart jarðskjálfta en stein- steypa, sögðu þeir að það væri af og frá. Mátsteinninn væri mikið sterkari í jarðskjálfta, enda væri hann miklu teigjanlegri og springi miklu síður. Sem kunnugt er þá er mátsteinn inn framleiddur úr Seyðishóla- rauðamöl og er það alveg ólíf- rænt efni. Þannig að steinninn fer aldrei á hreyfingu og er þá engin hætta á sprungum. Lengi vel eftir að framleiðsla hleðslu- steins hófst hér á landi, var allt efni sótt niður í fjörur, en fjöru- efnið er lífrænt, og bar mikið á því að hlaðin hús vildu springa. En eftir að farið var að nota ólífræn efni eins og Seyðishóla- rauðamölina, tókst alveg að koma í veg fyrir það. Aðspurðir sögðu þeir að byrjað hefði verið að framleiða mátstein inn í núverandi fonmi árið 1957, en tvöfalda hleðslan byrjaði ekki fyrr en 1968. Sá, sem hannaði mát steininn á sínum tíma var Harald- ur Ásgeirsson, sem þá vann hjá Jóni Loftssyni, en er nú hjá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins. Svo var það Jón Krist- insson, arkitekt, sem er kennari við háskóla í Hollandi, sem byrj aði að kynna þetta fyrir fólki hér á landi og var það hann, sem að- stoðaði fyrirtækið við gerð hug- myndakeppni um hlaðin hús, sem fyrirtækið hélt í samráði við Arki tektafélag íslands. Við spurðum þá Björn og Korne líus hvað væntanlegir húsbyggjend, ur máthellu eða mátsteinsjiú^a gætu fengið hátt úttektarlán hjá fyrirtækinu upp í væntanlegt hús Framhald á bls. 14. SB—Reykjavík, þriðjudag. Fjórðungsþing Norðlendinga verð- ur haldið á Ólafsfirði dagana 9. og 10. september nk. Þingið sækja full trúar kaupstaða, sýslufélaga og hreppa með 300 eða fleiri íbúa. Alls eiga 62 fulltrúar rétt til þing- setu á Norðurlandi, auk alþingis- manna. Þingið verður sett kl. 2 e. h. á fimmtudaginn. Helztu mál þingsins verða samgöngumálin og þá sér- staklega gerð samgönguáætlunar fyrir Norðurland, sem nú er hafin. Ennfremur verkefnaskipting ríkis- og sveitarfélaga ásamt dreifingu ríkisstofnana um landið. Félags- og samgöngumálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, mun ávarpa þingið og Bjarni Bragi Jónsson, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, mun ræða um samgönguáætlun Norðurlands sérstaklega. Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri á Húsavík, mun hafa framsögu um verkefnaskiptingu rik is og sveitarfélaga, svo og um dreifingu ríkisstofnana. Fyrir þinginu liggja ýmis ný- mæli, t. d. tillaga um samstarfs- nefnd Alþýðusambands Norður- lands og Fjórðungssambands Norð- lendinga í atvinnumálum og um at- vinnumálaráðstefnu á Norðurlandi, og ennfremur tillaga um fjármála- áætlun fyrir Norðurland. Þá ligg- ur fyrir Þinginu tillaga um mennta jnálaáætlun fyrir fjórðunginn og sjálfstæða stjórn á tilraunastarf- s'émi landbún'aðarins á Norðurlandi. Auk þéssara mála eru ennfremur tillögur um orkumál, iðnþróun og heilbrigðismál. Þá liggur fyrir þinginu nefndarálit frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um stöðu lands- hlutasamtaka sveitarfélaga, sem vafalaust á eftir að koma til kasta fjórðungssambandsins nú á næst- unni. Fjórðungsþing kýs fyrir lok þings ins fjórðungsráð, sem er skipað níu mönnnum, en ráðið kýs síðan úr hópi sínum fjórðungsstjórn. Auk þess eru kosnar milliþinganefndir. Undanfarin ár hafa verið milli- þinganefndir í atvinnumálum, sam- göngumálum og landbúnaðarmál- um. Fegursti garður Hafnarfjarðar Erluhraun 8 Að framfarinni skoðun trjá- og blómagarða í bænum hefur Fegrun- ariélagið valið garð hjónanna Rósu Loftsdóttur og Björns Sveinbjörns- sonar hrl., að Erluhrauni 8, feg- ursta garð ársins 1971 og ákveðið að veita fyrir hann verðlaun. Enn- fremur hefur félagið ákveðið að veita hjónunum Sigrúnu Sigurðar- dóttur og Sigurjóni Ingvarssyni við urkenningu fyrir garð þeirra að Móabarði 27 og hjónunum Ástu Júníugdóttur og Vigfúsi Sigurðs- syni fyrir garð þeirra að Kletts- hrauni 10. (Frá Fegrunarfél. Hafnarfj.) Dýralæknar fjalla um breytingar á slátur- húsum á fundi sínum Föstudaginn 27. ágúst efndi Dýra læknafélag Islands til námskeiðs á Selfossi, fyrir dýralækna, í heil- brigðisskoðun á kjöti. A námskeið- inu var fjallað um nýbyggingar og breytingar á sláturhúsum í það horf, sem erlend*- þjóðir fást til að viðurkenna, fRmkvæmd hrein- lætis og hreinlætiseftirlits í slátur húsum, sjúkdóma J sláturfé og tíðni þeirra, og lög og reglugerðir, er lúta að slátrun og meðferð slát- urafurða. Þá var hið nýja slátur- hús Sláturfélags Súðurlands á Sel- fossi skoðað. Þeir. sem fluttu er- indi á námskciðinu voru Gunnar Þorsteinsson arkitekt, Ilalldór Gíslason pfn?v~rkfræðingur og Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir. 28. ágúst hélt Dýralæknafélag ís- lands aðalfund sinn. Á fundinum flutti Sigurður Sigurðsson dýra- læknir við tilraunastöðina á Keld- um erindi, um varnir gegn garna- veiki í búfé og útrýmingu hennar, sem Sigurður kvað mögulega, ef bændur eyðileggðu ekki vísvitandi árangur varnaraðgerða með því að láta ekki bólusetja öll lömb sín gegn garnaveiki. Þá kvað Sigurður. að framvegis yrði harðar tekið á þessum málum en hingað til. Þá flutti Birnir Bjarnason héraðsdýra- læknir á Höfn í Hornafirði erindi um eftiriit með sæðingu búfjár. F'irrmfiur félagsins var endur- k rn Brynjóifur Sandholt. DYRASTA MYNDIN AUGLYST A TVÆR MILLJÓNIR KRÓNA lýsir á tvær milljónir, heitir hvorki meira né minna en „Og, nema særðir rafeinda- gerlar í viðarkolvetni, enda ■þótt . . . “ en sú mynd, sem dýrast verður seld, á 20 þús. kr. heitir „Urður, Verðandi og Skuld“. Elzta myndin, sjálfsmynd, er síðan 1962, en flestar eru mynd irnar gerðar á þessu ári. SB-Reykjavík, miðvikudag. Þorsteinn Eggcrtsson úr Keflavík, listmálari með meira, opnar á laugardaginn mál- verkasýningu í Iðnaðarmanna- húsinu í Keflavík. Þarna sýnir hann 24 stórar gouash-myndir, flestar nýjar. Myndirnar eru til sölu og er verð þeirra frá 2000 til 2.000.000 (seinni talan sagði listamaðurinn að væri reyndar auglýsingabragð). Þetta er önnur sjálfstæð sýn ing Þorsteins, en hann hefur einnig tekið þátt í tveimur sam sýningum. Sýningin, sem ber heitið „í prísund sjálfsins" verður opnuð á laugardaginn og verður opin kl. 18—22 til sunnu dagskvöldsins 19. sept. Myndin, sem Þorsteinn aug- Þessi mynd er r'tir Þorstein Eggertsson, þótt hún sé ekki á sýningunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.