Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. september 1971 TÍMINN SargassohafiS í Vestur-Atlants ! hafi hefur lengst af verið álitið J tærasti sjór í veröldinni, en nú j hefur sovézka rannsóknarskipið j Dmítrí Mendélejev kollvarpað j þeirri kcnningu. í Kyrrahafi, suðvestur af Raro { tonga-kóralrifinu, sást 30 cm. \ kringla greinilega á 70 metra j dýpi, og er það um 5 metrum j dýpra en í Sargassohafinu. Menélejev, sem er í hnattsigl- 1 ingu frá Eystrasalti til Vladi- I vostok, hefur gert margar sæís- \ mælingar á Atlantshafi frá Afr- s íkuströnd til Antillaeyja og á I Kyrrahafi frá Honolulu til Raro- S tonga. Skipið hefur einnig upp- | götvað um 4.500 m. hátt neðan- | sjávarfjall norður af Rarotonga, | en þar hefur uthafsbotuinn ver- j ið álitinn tiltö'lulega sléttur j fram til þessa. Það er álitið gos- S mvndun og gæti hafa komið upp f við nýleg eldsumbrot. - ★ - * — Frakkar virðast nú eitthvað j vera að skipta um skoðun á gift- 5 ingum og samlífi fólks fyrir | giftingu, ef dæma má eftir nið- j urstöðum athugunar, sem nýver- j ið var birt í tímaritinu Popula- s tion. Þar kemur fram, að 26% S af ungu fólki, sem gifti sig eftir ! 1960 er hlynnt því, að fólk liafi f k.vnferðislegt samband eftir að f það hefur trúlofazt og þótt það : sé ckki enn gift. Á hinn bóginn j höfðu aðeins 13% þeirra, sem S höfðu gift sig fyrir 1951 þessa I skoðun. Þetta nýja kynferðis- $ frelsi fyrir ungar stúlkur sam- j þykkti 28% ungra hjóna, og að- j eins 21% eldri hjóna. Fleiri kon j ur en karlmenn voru hlynntar I þessu frelsi. Þegar ung stúlka i verður barnshafandi er af mörg- j um talið, að manninum beri j skylda til að kvænast henni. — s 40% karlmanna í yngri hópnum f hafa þessa skoðun, en aðeins j 34% kvennanna á sama aldri. j Meðal eldri manna studdi 51% þessa skoðun og 39% kvenanna. ! — ¥ - ¥ - Þá er komið að því, að Ingrid s Bergman verði móðir á ný. Hún j mun þó ekki fæða barnið sjálf, ! heldur hefur hún í hyggju að { taka í fóstur barn frá Víetnam. j Reyndar ætlar hún ekki að hafa j barnið hjá sér. — Það verður j áfram í Saigon, en hún mun § leggja fé til uppeldis þess og ! ætlar sér að fylgjast að ein- [ hverju leyti sjálf með Því, hvern j ig því kemur til með að líða í j framtíðinni. — * - * - Fyrir fáeinum dögum voru 4 i millj. tonna af járngrýti losaðar j í einni risasprengingu á námu- j svæðinu við Krivoj Rog í Úkra- ! ínu. Sprengiefnið, sem notað var i fyllti 30 járnbrautarvagna. Auk j þess fóru i sprenginguna 8 km. i af kveikiÞræði og rösklega þús- • und hvellhettur. Sprqngingin ’ heyrðist sem langdregið buldur, ! sem drundi yfir sprengisvæðinu j í 17,17 sekúndur. j j mommtmtnmmtmmommommomm u — u ■■ n mmr ■■ MEÐMORGUN KAFFINU Húnvetningur einn fór með skipi frá Akureyri til Blönduóss. Hann hreppti hið versta veður og var viku á leiðinni. Þegar hann kom vestur fóru menn að spyrja hann, hvort þetta hefði ekki verið leiðinda- fcrð. — Jæja, sagði hann, — læt ég það vera. Við kváðum alla leið- ina og alltaf sömu vísuna. Hún var anzi sniðug. Ég var nærri búinn að læra hana. — Blessaður lögregluþjóiuiinn, sem ætlaði að skrifa okkur upp, hefur engan penua, og við höf- um engan heldur til að lána hon- um, er Það? Prestur nokkur nafnkunnur var nokkuð ölkær. Það kom fyr- ir að hann messaði drukkinn, og voru þá ræður hans stundum skringilegar. Einu sinni byrjaði hann pré- dikun þanuig: ,,Sæll og blessaður, minn gamli, góði guð! Þú rærð einn á báti. Enginn vill róa hjá þér. Ég vil róa hjá þér. Þá færðu einn góðan.“ í matsölu einni var borið á borð gamalt og farðað smjör, sem menn, gátu ekki étið, og varð því lítið úr borðhaldinu. Forstöðukonan spyr gestina, hvað valdi því, að þeir borði ekki. Þá segir einn þeirra; „Spyrjið smjörið að því. Það er orðið nógu gamalt til að geta svarað fyrir sig sjálft.“ — Afi, hvernig stendur á því, að skegg'ið á þér er dökkt, en hárið grátt? — Vegna þess, drengur minn, að skeggið er sautján árum yngra en hárið. DENNI DÆMALAUSI — Á ég að segja þér nokkuð? Þetta var sannarlega þcss virði! Venjulega kemur konungbor- ið fólk ekki í leikhús án þess að vitað sé um það imeð nokkr- um fyrirvara, svo hægt sé að taka á móti því á viðeigandi hátt. Það gerði Margrét Breta- prinsessa þó nú fyrir skömmu, þegar hún kom í Lyceum leik- husið í Edinborg til þess að sjá þar bandariska uppsetn- ingu á leiknum You Can’t Take It Whit You. Koma prinsessunn ar vakti töluverða athygli, þótt ekki hefði hún verið boðuð fyr irfram. Verkfræðingar í Leníngrad hafa útbúið umferðarljós með Ijósgasi. Ökumenn og vegfar- endur geta séð, hversu langt er, þangað til Ijósið breytist. Rautt, gult og grænt ljós birtast hvert á eftir öðru í þremur gegnsæj- um pípum. Þegar gasljósið er alveg hjaðnað í einni pípunni, fyllist sú næsta alveg af gas- ljósi og þannig koll af kolli. — Nýju umferðarljósin eru alger- lega sjálfvirk. - * - ★ - Fyrsta september hófst nýtt skólaár í Sovétríkjunum, og helguðu Pravda og fleiri blöð þeim atburði forystugreinar sín- ar. Pravda sagði, að á hinu nýja skólaári myndu 80 milljónir so- vétborgara stunda nám í ein- hverri mynd. Nú opnast dyr 200 Þús. almennra skóla, yfir 800 æðri menntastofnana, 4.200 tækniskóla, þúsunda iðnskóla og sérskóla, menningarháskóla og námskeiða til endurhæfingar eða viðbótarnáms. „Margt er það, sem hugann gleður í upphafi námsársins,“ segir Pravda, „en mikilvægasta fagnaðarefnið er þó sá eldlegi, skapandi áhugi, sem kemur Eram hjá menntastofnununum. Leiðangur fornleifafræðinga i fjöllum Kirgisíu hefur uppgötv- að múmíu múhameðstrúarkonu af háum stigum, sem uppi hef- ur verið fyrir um það bil þús- und árum. Hún fannst á tígulsteinsgólfi í grafhvelfingu, ekki í steinkistu, og var klædd rósóttri silki- skikkju í sæmilegu ástandi, en bar enga skrautmuni. Við frekari uppgröft fundust likamir 60 manna og kvenna til viðbótar í hálfgerðu múmiu- ástandi. Sérfræðingar hallast að því, að hér sé um „náttúrusmurl- inga“ að ræða. Loftslagið á þess- um slóðum er heitt og þurrt, úr- koma lítil og allt yfirborðsvatn síast fljótlega niður í malarlög- in, sem grafirnar liggja í. -★-★- Jane Fonda, dóttir Henrys Fonda, hefur vakið á sér mikla athygli með lifnaðarháttum sín- um að undanförnu. Ilún hefur nú tekið upp hippahætti, býr í húsgagnalausri ibúð og hefur gefið góðgerðarstofnunum alla sína peninga. — Þetta er ekkert! Þú ættir að sjá hann klifra upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.