Tíminn - 17.09.1971, Side 10

Tíminn - 17.09.1971, Side 10
10 TIMINN FÖSTUDAGUR 17. september 1971 FEROAMENN LÍTIÐ INN í NONNA Æðardúnsængur Svanadúnsængur Gæsadúnsængur Andadúnsængur Vöggusængur ÆSardúnn Gæsadúnn Fiður — Hálfdúnn Andahálfdúnn Koddar — Sængurver Drengjajakkar frá Ungverjalandi. Verð frá kr. 875—1350, no. 6—14. Drengjabuxur Buxna terelene, blátt, svart, grænt, rautt. Patons ullargarniS 6 gróf- leikar, 100 litir. Heims- þekkt gæðavara, — kr. 50,00, 50 gr. Hringprjónar 5 prjónar — 2 prjónar — Póstsendum — Gubjón StyrkArsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR AUSTURSTRÆTI G SÍMI /«354 Falk og Örn Kinsky, og ÞjóSveriarnir tveir frá Kofrasta viS nýju Kaffi. hreinsunarvélina (Tímamynd GE) JP , ‘ Í0Æ Í'| |$ i§ S p| %. | Ijm A IMISr .... . BBÉ Kaffi fyrir þá sem ekki þoia kaffi! SJ—Rcykjavík, fimmtudag. Nú gcta kaffimenn, sem hafa orðið að neita sér um þcnnan lífdrykk sinn af heilsufarsástæð um, tekið gleði sína á ný. Fyr- irtækið Arnarkaffi, Byggarði á Seltjarnarnesi, liefur nú fengið nýja kaffilireinsunarvél frá Þýzkalandi, en hún eyðir skað- legum eiturefnum úr kaffinu, sem myndast þegar kaffibaun- irnar eru brenndar. Fólk, sem hefur maga-, gall- eða lifrar- sjúkdóma, og þolir ekki venju- legt kaffi, kennir sér einskis mcins ef það drekkur kaffi, sem hrcinsað er á þennan hátt, að því er sagt er. Og brjóst- sviði og andvökur vegna kaffi- drykku eru alvcg úr sögunni, haldi menn sér við þessa kaffi- tegund. Þessi tegund af kaffi er seld víða um heim und,ir vörumerk- inu Kofrosta, en k'iiffi þetta fær kolsýrumeðliöndlun og er kælt niður í 70 gráður á Celsíus. Forstöðumenn Arnarkaffis eru bræðurnir örn og Falk Kinsky, sem settust að hér á landi 1945, hafa lengi starf- að við kaffivinnslu. Arnar kaffi hefur starfað í eitt ár og framleitt venjulegt kaffi til þessa. Blaðamönnum gafst í dag tækifæri til að skoða nýju vél- ina, sem getur hreinsað 2 tn af kaffi á 6—8 klst., og ræða við talsmcnn þýzka fyrirtækis- ins, sem framleiðir vélina og hefur einkarétt á þessari kaffi- tegund. Kofrosta kaffi er á svo- nefndum grænum lista yfir neyzluvörur í Þýzkalandi, þ.e. að segja í hópi þeirra vöruteg- unda, sem talið er óliæftt aö fólk, scm gæta vcrður sérstakr ar varúðar í mataræði, leggi sér til munns. Benda margir þýzkir læknar sjúklingum sínum á kaffi þetta. Þýzka fyrirtækið setur mjög strangar kröfur um kaffifram- leiðsluna, og mun það hafa eft irlit með framleiðslunni hér, sem verður undir sameiginlegu vörumerki. Aðeins eru notaðar úrvals- kaffitegundir til framleiðslunn- ar og er Ríó kaffi ekki talið nógu gott. Kofrostakaffi það sem hér verður framleitt, verð ur búið til úr 13 tcgundum, m.a. Guatemala-, Costa Rica-, Kólumbía-, Kenía- og Honduras kaffi. Kofrostakeffið verður dýr- ara en kaffi er almennt í verzl- unum liér. Forstöðumenn Arn- arkaffis sögðust ihvorki geta sagt til um verðið eða það hvenær það kæmi á markað að svo komnu máli, en lagt yrði allt kapp á að það yrði sem fyrst. Talsmenn þýzka fyrirtækis- ins sögðust sannfærðir um, að Kofrostakaffið yrði ekki síður vinsælt meðal íslendinga, sem væru ein mesta kaffiþjóða heims, heldur en í hcimalandi sínu og víða annars staðar. Landvari Framhald af bls 2. vegamálum og bættum sam göngum á landi, og að koma fram sem oddviti þessa atvinnuvegar á fs- landi, m.a. gagnvart Alþingi og ríkisstjórn, einkum um allt, er lýtur að löggjöf og opinberum tilskipunum, er varðað geta afkomu og hag atvinnuvegarins. Til þess að vinna að settu marki hefur féiagsstjórnin út- vegað landsfélaginu samastað að Bergstaðastræti 14 í Reykja vík, og þar mun skrifstofa fé- lagsins eftirleiðis opin frá kl. 3—5 e.h. alla virka daga. — Sími skrifstofunnar er 17860 og skrifstofuhald mun fram- kvæmdastjóri T,nndvara, Stcfán Pálsson, annast. Leigubílstjórar vilja losna undan grun KJ—Reykjavík, fimmtudag. Bifreiðastjórafélagið Frami, sem eru samtök leigubifreiðastjóra hef- nr ritað rannsóknarlögreglunni í Reykjavík hréf, þar sem gerð er sú krafa að haldið verði áfram rann sókn í máli, sem sagt var frá í Alþýðublaðinu. Fréttin var um að leigubílstjóri hefði viljað fá farið borgað í blíðu, og hafi hann gert tilraun til að nauðga kvenfarþega sínum á Vatns- enda, en farþeginn komizt undan, með naumindum blá og marin. Seg- ir í bréfinu til rannsóknarlögregl- unnar að öll leigubílstjórastéttin liggi undir grun í máli þessu, með- an hið sanna hafi ekki verið leitt í ljós. Jafnframt bjóða bílstjórar fram alla aðstoð sína í máli þessu. Iðnþing Framhald af bls. 1 Þá minntist Vigfús á tillögur þær, sem komnar eru fram um aukningu og betri framleiðslu- hætti á húsgagna- og trjávöru- ið aðinum. Þegar Vigfús hafði sagt 33. Iðnþing sett, tók iðnaðarmála- ráðherra, Magnús Kjartansson, til máls. Magnús sagði m.a.: „Ríkisstjórnin leggur mjög þunga áherzlu á iðnþróunina í málefnasamningi sínum; 'mn ger- ir sér Ijóst að iðnaðurinn er vaxt arbroddurinn í atvinnuþróun ís- lendinga; við verðum að iðnvæð- ast ef við ætlum að haldá til jafns við aðra og tryggja hér hliðstæða hagþróun og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Sú aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þessu efni er áætlunargerð undir for- ustu ríkisvaldsins. Það má undar legt heita að hér á landi er enn reynt að gera áætlunarvinnubrögð að pólitísku ágreiningsefni, enda þótt áætlunarstjórn sé hvarvetna ríkjandi starfsaðferð í iðnaðar- þjóðfélögunum umhverfis okkur. Engir eru til dæmis nákvæmari og afdráttarlausari í áætlunar- vinnubrögðum sínum en hinir miklu auðhringar. Þessi nútíma- legu vinnubrögð verðum við óhjá kvæmilega að tileinka okkur, og það því fremur sem við erum svo smáir að allur þjóðarbúskapur okkar jafngildir aðeins meðalfyrir tæki hjá stórþjóð. Við vcrðum að læra að raða verkefnum og ein- beita okkur, forðast margverknað og glundroða, sem oft hefur ein- kennt atvinnulíf okkar allt of mikið. Þetta á við um atvinnulíf okkar í heild og einnig einstakar starfsgreinar. Að unr/nförnu hafa erlendir sérfræðingar til dæmis verið að kanna ýmsa þætti ís- lenzks iðnaðar, og gegnum niður- stöður þeirra gengur eins og rauð ur þráður krafan um einbeitingu og áætlunarvinnubrögð, um sam- vinnu og samciningu sem forsendu þess að við getum náð svipaðri framleiðni og tíðkast í löndunum umhverfis okkur. Ég hygg að þessi vinnubrögð í stjórnun séu forsenda þess að okkur takist að ná því marki að koma hér upp nútímalegu iðnaðarþjóðfélagi, og ég vil vænta þess að forustumenn í iðnaði geri sér þessa staðreynd æ betur ljósa bg taki sér sjálfir sem mcst frumkvæði á þessu sviði.“ Forseti iðnþingsins var kjör- inn Sigurbjörn Guðjónsson, húsa- sm.meistari Reykjavík og vara- forsetar Eggert Ólafsson, skipa- smíðameistari Vestm.eyjum og Ásgrímur P. Lúðvíksson, húsg. bólstrarmeistari Rvík. Helztu málaflokkar, sem fjall- að er um á þessu Iðnþingi eru fræðslumál iðnaðarmanna, kjara- mál iðnmeistara, framtíðarskipun félagssamtaka byggingariðnaðar- ins og staða þjónustuiðnaðarins í landinu. Leifur Halldórsson, frummóta- smíðameistari mælti fyrir áliti miilliþinganefndar um dvalarheim ili fyrir aldraða iðnaðarmenn, og Eyþór Þórðarson, vélstjóri hafði framsögu fyrir tillögu um breyt- ingu á reglugerð fyrir alm. lífeyr- issjóð iðnaðarmanna. Áætlað erað þinginu muni ljúka á laugardaginn. Um 150 fulltrúar frá um það bil 50 meistarafélögum og iðnað- armannafélögum af öllu landinu sitja þingið. Heyverkun Framhald af bls. 1 ember var að meðaltali 91,0% þurrefni í heyinu, minnst 86,3 mest 93,5%. Heymagn sem þurrkað hefur verið í hvert skipti hefur numið frá 4—10 hestburðum úr þurrk- un og þurrkunin hefur tekið 16— 24 tíma. Einnig hefur hey verið verkað í húsinu með hveragufu og hefur þurrkunin tekið mun styttri tíma en með olíuhitun. Viðtal við Örn Framhald af bls. 6. um á þá staði, þar sem þörfin er mest. Allir þurfa aft leggja sitt af mörkurr. — Hvað segirðu mér um vandamál niðursuðuiðnaðarins, og störf hinnar nýskipuðu nefndar og þín sem starfs- manns hennar, að lausn þeirra? — Nefndin er rétt að byrja störf og því er ekki unnt að segja mikið sem stendur. Ég get þó fullyrt að geysimikið verkefni er framundan, sem, ef góður og varanlegur árang- ur á að nást, verður að skipu- leggja vel, allt frá öflun hrá- efna til sölu og dreifingar á erlendum mörkuðum. Þetta verkefni þarfnast sameiginlegs átaks allra þeirra, sem að sjáv arútvegi og hliðargreinum hans starfa, skilnings þeirra, stuðnings og reynslu. Og náist góður árangur verður það áreiðanlega geysilega mikil lyftistöng fyrir íslenzkt efna- hagslíf. S.J. 4 víðavangi Framhald af bls. 3. grein fyrir þeim afsökunum, sem uppi hafa vcrið hafðar fyr- ir þessari lítilmótlegu afstöðu íslands og sannar, hve fjarstæðu kenndar þær hafa verið. Pistil sinn cndar hann svo á þessum orðum:: : : : „En nú þurfa íslendingar sem sé ckki lengur að bera kinnroða fyrir afstöðu lands síns í Kínamálinu, og vonandi ekki heldur að lilusta á fjar- stæðurökscmdir eins og þær, sem getið var hér að framan. Hins vegar er því ekki að leyna að dálítið hart er fyrir sósialdemókrata að þurfa að upplifa það, að ekki skuli fyrr tekin upp sjálfsögð og skyn- samlcg stcfnn í málinu". — TK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.