Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUK 17. september 1971 NARFI H.F. - ný báta- smíðastöð á Akureyri SB—Rej’kjavík, fimmtudag. Ný bátasmíðastöð er nú að rísa á Akureyri og mun hún væntanlega taka til starfa um áramótin. Stöð- in heitir Narfi h.f. og eru hluthaf- ar nokkrir skipasmiðir á Akureyri. Stjórnarformaður Narfa er Hall- grímur Skaptason, skipasmiður. í viðtali við Tímann í dag, sagði Hallgrímur, að Narfa hefði verið úthlutað 45x50 metra lóð við Ós- eyri, sem þegar yrði fullnýtt. Nú væri unnið að byggingu stöðvar- innar og yrði smíðaskálinn 14x35 metrar að stærð með 6 metra loft- hæð. Þarna yrði aðstaða til smíða 35 _ 40 lesta trébáta og væri ekki ætlunin að fara út í smíði stærri báta síðar meir. Að endingu sagði Hallgrímur, að samningar hefðu staðið yfir und- anfarið um smíði fyrsta bátsins, sem yrði um 25 lestir, en enn væri ekki búið að ganga frá þeim. Auk Hallgríms eru í stjórn Narfa skipasmiðimir Áskell Egilsson og Jón Steinbergsson. Harður árekstur - annar ökumaðurinn ölvaður ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag. Harður árekstur varð á mótum Skúlagötu og Klapparstígs um miðnættið í nótt. Skullu þar sam- an bíll, scm kom á mikilli ferð niður Klapparstíginn og bifreið, sem ók austur Skúlagötuna. Tvær stúlkur, sem voru í bílnum, sem ók austur Skúlagötu, skárust eitt- hvað, og ökumaður bflsins sem kom niður Klapparstíginn, skrám aðist eitthvað, en að auki hafði hann látið „stút aka fyrir sig“. Þetta byrjaði með því, að lög- reglunni var tilkynnt um ofsa- feriginn akstur bifreiðar fyrr um kvöldið. Lögreglan varð svo vör við bílinn upp í Þingholtum, en bílstjóranum tókst þá að hrista lögregluna af sér. Hefur hann þá ekið niður á Hverfisgötu og beygt niður Klapparstíg — á móti ein- stefnuumferð — síðan hefur hann ætlað að beygja á mikilli ferð út á Skúlagötuna, en þar var þá fyrir bifreið, þó svo að bílstjóri þeirrar bifreiðar reyndi allt hvað hann gat til að forða árekstri, varð hann ekki umflúinn og lentu bflarnir saman sem fyrr segir. Ökumaður bifreiðarinnar, sem kom niður Klapparstíginn, var illa ölvaður. Bflarnir eru mjög illa farnir, eftir áreksturinn. BELTIN UMFE.RDARRAD TIMINN Þessa mynd tók Gunnar, Ijósmyndari Tímans, af hluta af papphópnum, sem kom frá London í gær, Myndin er tekin við Hótel Holt, skömmu eftir komu hópsins þangaS. Eins og sjá má á myndinni á þessi föngulegi hópur margvíslega persónuleika. ENSKIR POPPARAR UM ALLTÁ HÓTEL HOLTI EB—Reykjavík, fimmtudag. Poppheimur íslands fékk nú um miðjan dag, fimmtudag, 22 veg- lega gesti frá London í heimsókn svo og um 3 tonn af hljóðfærum, en með þeim verður líklega framleidd sú „geggj'ðasta“ hljómlist, sem heyrzt hefur í Laugardalshöll, þótt ýmislegt hafi gengið á áður í höll- inni, þegar popphljómsveitir hafa sýnt listir sínar þar. — Gestirnir, sem hér um ræðir, eru meðlimir þriggja enskra popphljómsveita, Badfinger, Man og Writing on the Wall og aðstoðarmenn þeirra, ásamt umboðs- manni, en sem kunnugt er stendur Ingiþergur Þorkelsson, umboðsmað- ur skemmtikrafta, fyrir þessari heimsókn ensku hljómsveitanna, er spila í Laugardalshöll nú á laugardaginn. Poppmennirnir frá London, komu á Keflavíkurflugvöll um miðjan dag, með þotu Flugfélags íslands, og þaðan héldu þeir til Reykjavíkur og rakleitt til Hótel Holts þar sem þeir munu dvelja fram til sunnudagsmorguns er þeir halda aftur utan. Hljómleikarnir, sem haldnir verða í Laugardalshöll með þess- um þremur hljómsveitum, hefst kl. 6 eftir hádegi og verða til mið- nættis ef allt gengur samkvæmt áætlun. Á milli framkomu ensku hljómsveitanna verður diskótek, svo og koma fram popphljómsveit- in Dýpt og lagasmiðurinn, söngvar inn og Ijóðskáldið Einar Vilberg. Samkvæmt upplýsingum Ingi- bergs Þorkelssonar, verða þessir hljómleikar árangur margra mán- aða vinnu. Fór Ingibergur til Lond on í júní s.l. til þess að fá hljóm- sveitir þar til þessa hljórrileika- halds og mun hann alls hafa átt beint eða óbeint samband við 300 — 400 hljómsveitir Þar ytra. Af þessum þremur ensku popp- hljómsveitum, sem hingað eru komnar nú, er Badfinger þekktust meðal íslenzkra poppunnenda, enda hafa lög hljómsveitarinnar notið töluverðra vinsælda hér á landi. — Badfinger eru nýkomnir frá New York þar sem hljómsveitin tók þátt í hljómleikum með fyrr- verandi meðlimum The Beatles, George Harrison og Ringo Starr og meðal annarra hljómlistar- manna, er fram komu á þeim hljóm leikum var sá þekkti Bob Dylan. Lét 10 ára stúlku „handserða“ sig fyrir 100 krónur ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. A þriðjudaginn, var maður hand- tekinn og kærður fyrir að tæla 10 ára gamla stúlku með fégjöfum. Hafði maðurinn borgað stúlkunni 100 krónur gegn því, að hún þukl- aði á kynfærum sínum. Við yfirheyrslur kom í ljós að maðurinn er ekki heill á geðsmun- um. Samt hafði hann gert sér grein fyrir því að hér var um lögbrot að ræða, en fannst lögin vitlaus. Það var móðir stúlkunnar, sem komst á snoðir um þetta athæfi mannsins og er nú komið í ljós að þetta er ekki fyrsta afbrot hans af Þessu tagi. Maður þessi er rúm- lega fertugur. 3 Var Alþ.fl. hand- bendi USA? Kristján Bersi Ólafsson fyrr- verandi ritstjóri Alþýðublaðsins skrifar pistil í Alþýðublaðið í gær, sem er einhver harðasta gagnrýni á Emil Jónsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra og formann Alþýðuflokksins, sem birtzt hefur í íslenzku dagblaði. Gefur Kristján Bersi þar í skyn að ráðherrann hafi verið vilja- laust vcrkfæri í höndum Banda- ríkjastjórnar og algcrt hand- bendi Bandaríkjanna þegar þcim bar svo við að horfa. í þessum pistli segir m.a.:: „Nú hcfur ríkisstjórnin á- kveðið að láta ísland styðja með atkvæði sínu aðild Peking- stjórnarinnar að Sameinuðu þjóðunum. Það er sannarlega kominn tími til. Um langt ára- bil hefur atkvæðagreiðslan um Kínamálið á Allsherjarþinginu verið árvisst hneyksli, hvað af- stöðu íslands snertir. Eitt Norð- urlanda hcfur ísland fram til þessa lagzt gegn því, að stjórnin í Peking fengi í sínar hendnr umboð lands síns hjá Samein- uðu þjóðunum, fyrst mcð því að greiða lireinlega atkvæði gegn þeirri ráðstöfun, en hin síðari ár með hjásetu. Ár eftir ár hefur Það gerzt að utanríkisráðherrar Norður- landa hafa komið saman til fundar og meðal annars sam- þykkt að ríki þeirra skyldu styðja aðild Pekingstjórnarinn- ar að S.Þ., og ég minnist þess ckki að hafa nokkurn tíma séð tekið fram í tilkynningu um slíka fundi, að ísland hefði þar neina sérstöðu. En þegar til New York var komið greiddi ísland ævinlega at- kvæði á þann veg sem Banda- ríkjunum var þóknanlcgri. Og fram að þessu hafa Bandarik- in haft forystu um það, að halda gangandi þeim skrípa- leik að láta líta svo út sem rík- isstjórnin á Formósu sé ennþá ríkisstjórn Kína, aldarfjórð- ungi eftir að hún var hrakin úr landi. Ég skal engum getum að því leiða, hvað hefur valdið þessari afstöðu; hvort ráða- menn hafi í þessu máli raun- verulega farið eftir sannfær- ingu sinni eða hvort annað hafi ráðið. Það virðist þó erf- itt að komast hjá grun um, að þama hafi nærgætni við af- stöðu Bandaríkjanna haft mik- ið að segja. Yfirleitt hafa ís- lendingar gert lítið af því á al- Þjóðavettvangi að taka afstöðu sem gengur í berhögg við stefnu Bandaríkjastjórnar (nema lielzt í landhclgismál- um); við liöfum getað verið harðir gegn Bretum og Frökk- um í sumum málum, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að þar hefur jafnan verið um mál að ræða, þar sem Banda rflrin veittu þessum bandalags þjóðum sínum aðeins takmark aðan stuðning. Dæmi um slík mál er Alsírstríðið á sínum tíma og innrásin í Suez.“ Kinnroði Krata og hinna Síðan gerir Kristján Bersi Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.