Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. september 1971 TIMINN ffivað segja spámennirnir? Þeir 10 beztu af spámönnum Tímans í sambandi viö getraunirnar spá um hvaða Bið verður íslandsmeistari og hvaða lið falli í 2. deild Klp—Reykjavík. Eins og ef- laust flestir íþróttaunnendur vita fer úrslitaleikurinn í ís- landsmótinu fram á sunnudag- inn. Þá mætast Vestmannaey- ingar og Keflvíkingar á Laug- ardalsvellinum, og er þetta hreinn úrslitaleikur. Ef jafn- tefli er í leikslok verður hann framlengdur um 2x15 mín., og ef þá fást ekki úrslit verð- ur nýr leikur um aðra helgi. Á laugardaginn fer einnig fram mikilvægur leikur á Laug ardalsvellinum, en þar mæt- ast KR og Fram. Hefur sá leik- ur mikið að segja um hver falli í 2. deild. Þar verða KR- ingar að sigra til að halda sæti sínu í 1. deild, en þá falla Akur eyringar. Ef KR tapar fyrir Fram er KR þar með fallið, en ef leiknum líkur með jafn- tefli fer fram aukaleikur um fallið milli KR og Akureyrar. Eins og ætíð er mikið um það rætt meðal íþróttaunnenda, hver fari með sigur af hólmi í svo mikilvægum leikjum sem þessum. Eru þar að sjálf- sögðu skiptar skoðanir og ætl- um við að gefa lescndum smá sýnishorn af því. mæwœmmmim Til þess að spá um úrslitin höfum við fengið þá 10 menn, sem getspakastir hafa orðið í sambandi við úrslit Ieikja á íslenzka getraunaseðlinum. En eins og lesendum er eflaust kunnugt fær íþróttasíðan einn mann til að spá um úrslit leikja á getraunaseðlinum í hverri viku. Hafa sumir þess- ara manna náð þar allt að 10 leikjum réttum og a.m.k. tvisv- ar 12 réttum á sínum seðlum, og ættu þeir því ekki að vera í vandræðum með að spá um tvo leiki hér heima. En lítum nánar á hvernig þeir svara spurningunni: HVER VERÐUR ÍSLANDSMEISTARI f KNATTSPYRNU í ÁR, OG HVAÐA LIÐ FELLUR f 2. DEILD? Róbert Ágústsson: „Ég spái því að Akureyri falli í 2. deild, eftir aukaleik við KR, þar sem leikur KR og Fram á laugárdag endar með jafntefli. Vestmanneyingar verða svo íslandsmeistarar með því að vinna Keflavíkinga 4:2 á sunnudaginn." Sigmundur O. Steinarsson (SOS): ,,Ég spáði því strax í sum- ar að Keflvíkingar yrðu íslands- meistarar og ég stend við það. Úr því sem komið er spái ég Ak- ureyri falli, því að KR vinnur leik inn gegn Fram 2:1. Lokatölumar 3:1 Geir Kristjánsson: „Keflavik verður meistari og KR dettur í 2. deild með pomp og pragt. Kefl- víkingar vinna leikinn gegn Eyja- mönnum, þótt þeir hafi verið sér til skammar í leiknum gegn Tott- enham, 4:0, og Fram tekur KR léttiiega 4:0.“ Mí MHAIMM í'u,u 'fii Olfert Nábye: „Vestmanneyingar verða íslandsmcistarar og Akur- eyri fellur í 2. deild. Keflvík- ingar endast ekki í leikinn gegn ÍBV því leikurinn við Tottenham var það erfiður fyrir þá, og gamla :KR seigla'st á móti Fram og heldur sér upþi' á þeim leik.“ Karl Harry Sigurðsson: „Eg segi að Keflvíkingar verði ís- landsmeistarar, þeir vinna leik- inn gegn Vestmannaeyingum með einu marki 1:0 eða 2:1. KR vinn- ur Fram á laugardaginn 3:1 og það verður því Akureyri, sem fellur.“ Helgi Þorvaldsson: Það er ör- uggt að Vestmanneyingar verða íslandsmeistarar, og Akureyri fell ur. KR og Fram gera jafntefli og svo vinnur KR aukaleikinn við Akureyri, og Eyjaskeggjar vinna leikinn gegn Keflvíkingum 2:1.“ Gunnar Lúðvíksson: „Vestmanna eyingar verða íslandsmeistarar, þeir vinna Keflvíkinga 2:1. KR og Fram gera jafntefli og KR vinn ur svo Akureyri í aukaleik um fallið.“ Gylfi Friðriksson: „Ekkert vafa- mál að það verður Keflavík, sem verður íslandsmeistari, og því síð- ur að það verður Akureyri sem fellur í 2. deild. Keflavík vinnur Vestmannaeyjar 3:2 á sunnudag- inn og KR vinnur Fram 2:1.“ Kristján Bernburg: „Ég hef trú á að Vestmanneyingar verði ís- landsmeistarar, eftir mjög jafnan leik við Keflvíkinga á sunnudag- inn. Og að Akureyringar falli í 2. deild, því KR vinnur Fram.“ Axel Sigurðsson: „Það verða Vestmanneyingar sem verða ís- landsmeistarar í ár, og það verða Akureyringar sem falla. Ég hef trú á að Vestmanneyingar sigri í leiknum gegn Keflvíkingum með 2 mörkum gegn 1. Og að KR-ing- ar sigri Framarana mína 1:0. Á AÐRA MILLJÓN ÁHORFENDA AÐ 50 LEIKJUM f fyrrakvöld voru leiknir flestir leikirnir í Evrópukeppni deildar- og bikarmeistara, svo og leikir í „UEFA CUP“. Voru þctta um 50 leikir í allt, og var reiknað með að áhorfendur að þeim hafi verið eitthvað á aðra milljón. Óvæntustu úrslitin í tveim aðal keppnunum, deildar- og bikar- keppninni, var sigur danska liðs- ins B-1903 yfir Celtic frá Skot- landi, en þeim leik lauk með sigri Danana 2:1. Annars var fátt um óvænt úrslit í þessari fyrstu um- terð, en hér eru þau, sem okkur tókst að ná í í gær, úr tveim þeim stærstu. Úrslit í „UEFA CUP“ verða að bíða um stund, enda mikill ruglingur á úrslitum baðan í ícétiaskevtunum: Evrópukeppni deildarmeistara: Standard Liege, Belgíu — Linfield, N-írland 2:0 B 1903, Danmörku — Celtic, Skotlandi 2:1 D^namo Bucar., Rúmeníu — Spartak Tranva, Tékk. 0:0 Ujpest Daza, Ungv.l. — Malmö FF, Svíþióð 4:0 Cork Hibernians, frlaud — Borussia Moncgl. V-Þ. 0:5 Marseilles, Frakkl. — Gornik, Pólland 2:1 Wacker Innsbruck, Austurr. — Benfica, Portúgal 0:4 Ajax, Hollandi — Dynamo Dresden A-Þ. 2:0 CSKA, Búlgaríu — Partisan Tiran. Alb. 3:0 Valencia, Spáni — Hajduk Split, Júgósl. 0:0 Strömgodset,. Noregi — Arsenal, Englandi 1:3 Raipas Lahtis, Finnlandi — Grasshoppers, Sviss 1:1 Inter Milan, Ítalíu — AEK, Grikklandi 4:1 Evrópukcppni bikarmeistara: Servetta, Sviss — Liverpool 2:1 Dynamo Berlín, A-Þýzkal. — Cardiff, Wales 1:1 Jeuness, Luxemborg — Chelsea, England 0:8 Limerick, írland — Torino, Ítalíu 0:1 Sporting, Portúgal — Lvu Noreai 4:0 Skoda Pilsen, Tékkósl. — Bayern, Munchen, V-Þ. 0:1 Red Star, Júgóslavíu — Komloi Banyasz, Ungv.l. 7:2 Rennes, Frakklandi — Glasg. Rangers 1:1 Zaglebie Sosbow, Póllandi — Atvitaberg, Svíþjóð 3:4 Mikkeli, Finnlandi — Eskisehirasport, Tyrkl. 0:0 Hibernian, Möltu — Steaua, Rúmeríu 0:0 Ricky Bruck sparkað! Evrópumethafinn í kringlukasti og Norðurlandamethafinn í kúlu- varpi, Svíinn Ricky Bruck, var í fyrradag rekinn úr félagi sínu MAI í Malmö. Er þetta í fyrsta sinn í 63 ára sögu félagsins að einhverj- um er vísað úr félaginu, en flest- ir hiuHfíust við að Bruck vrði fyrstur til að hljóta þann vafa- sama hefur, því að hann hefur ver ið félaginu allt annað en þægur og undirgefinn, frá því hann fór að geta eitthvað. Bruck segist muni keppa fyrlr Heleneholm, sem einnig er fra Malmö en hvorth ann fær inn- göngu þar verður ákveðið á stjórn- arfundi hiá félaainu ,í kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.