Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUÐAGUR 17. september 1971 TIMINN 7 lii Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN rramlkvíemdastjórl: Krlstján Benedlktsson. Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson (áb>.. Jón Helgason, Indrltn G. Þorstelnsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stelngrímur Gislason Rit- stjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrií- stofur Bankastræti 7. — AfgreiBslusimi 12323. Auglýsingaslml: 19523. ASraT skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195,00 t mánuBi tnnanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Útúrsnúningar Mbl. MorgunblaSið virðist ætla að heyja stjórnarandstöðu sína fyrst og fremst með útúrsnúninga- og hártogunar- pólitík. Mörg dæmi um þau vinnubrögð hefur mátt finna í stjómmálaskrifum Morgunblaðsins undanfarnar vikur. Síðasta dæmið er að finna í forystugrein Mbl. í gær. Þar er því haldið fram, að Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, hafi þverbrotið málefnasamning stjórnar- flokkanna varðandi afstöðuna til Austur-Þýzkalands. í málefnasamningi stjórnarflokkanna segir, að ríkis- stjómin muni „styðja það, að bæði þýzku ríkin fái aðild að Sameinuðu þjóðunum, ef það mál kemur á dagskrá". Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hefur síðan gefið nánari skýringar á því, hvað í þessu orðalagi felst er hann sagði í viðtali við Mbl. 16. júlí s.l.: „Um þýzku ríkin er ekki okkar meining að segja annað en það, sem Brandt, kanslari, hefur sett fram í sínum tillögum". DR. IRMGARD WAGNER: Heilasjúklingar, sem eru mál- lausir, geta lært að tala í Bonn er eina sjúkrahúsið í Vestur-Þýzkalandi fyrir slíka sjúklinga og hefur það náð merkilegum árangri, þrátt fyrir skort sérfróðra lækna Mbl. segir, að nú sé komið í ljós, að þessi skýring forsætisráðherra standist ekki. Rökstyður blaðið þá full- yrðingu með því einu, að vestur-þýzka stjórnin sé andvíg þeim áformum ríkisstjórnar Finnlands að viðurkenna Austur-Þýzkaland og taka upp stjórnmálasamband við bæði þýzku ríkin nú þegar. Þetta er furðuleg röksemdafærsla eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjómin vilji styðja þær til- lögur, sem Willy Brandt hefur sett fram um aðild beggja þýzku ríkjanna að Sameinuðu þjóðunum. í tillögum Brandts felst, að vissum skilyrðum skuli fullnægt. En eftir þennan inngang er Mbl. komið að broti utan- ríkisráðherrans á málefnasamningnum. Það er í því falið, að ísland ásamt þremur Norðurlöndum stóð að flutningi málamiðlunartillögu á þingi Alþjóða þingmannasam- bandsins í París um aðild Austur-Þýzkalands að sam- bandinu. Ljóst var, að ekki var unnt að fá samþykkta aðild Austur-Þýzkalands að sambandinu á þessu þingi þess. Málamiðlunin fól það í sér, að inngöngu Austur- Þýzkalands í samtökin skyldi frestað, þar til yfirstand- andi umræðum um Berlínarmálið lyki. Þar með tók al- þjóðaþingið jákvæða afstöðu til aðildar Austur-Þýzka- lands að Alþjóða þingmannasambandinu. Austur-Þýzka- land verður aðili að sambandinu, þegar samningunum um Berlín er lokið. Segja má, að málamiðlun hafi verið mjög í anda þeirra tillagna og skilyrða, sem Willy Brandt hefur sett fram fyrir jafnrétti beggja þýzku ríkjanna á alþjóðavettvangi og aðild þeirra að Sameinuðu þjóðunum. Samningaviðræður ríkisstjórna þýzku ríkjanna um Berlín standa nú yfir og eru menn mjög bjartsýnir um árang- urinn. Bendir allt til þess að fullt samkomulag muni nást. Verður Austur-Þýzkaland þá ekki aðeins aðili að Alþjóða þingmannasambandinu heldur einnig að Samein- uðu þjóðunum og Austur-Þýzkaland hlýtur vafalaust í framhaldi af því alþjóðlega viðurkenningu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Þessi framvinda mála á þinginu í París er því ekki í neinni mótsögn við málefnasamning stjómarflokkanna enda voru allir fulltrúarnir 1 íslenzku sendi- nefmiinni í París sammála um afstöðu íslands til málsins, en ríkisstjórnir Norðurlanda vilja styðja að ajþjóðlegri viðurkenningu Austur-Þýzkalands. Þessi skrif Mbl. eru því rakalaus og ósæmileg árás á utanríkis- ráðherra og enn vítaverðari fyrir það, að einmitt í gær ' birtir Mbl. langt viðtal við ráðherrann, án þess að spyrja nokkuð út í þetta atriði og sést af þessari forystugrein Mbl., af hverju það var ekki gert. — TK f SAMBANDSLÝÐVELD- INU Þýzkaland eru um tfu þúsund málleysingjar, sem misst hafa málið vegna heila- skemmda. Um fimmtán hundi> uð þessara sjúklinga eiga heima f Rínarhéruðunum og eina sjúkrahúsið, sem getur sinnt þeim, er í Bonn. Upp- haflega var aðeins deild fyrir slíka sjúklinga við héraðs- sjúkrahúsið þar og var hún sett á laggirnar árið 1962. Nú er þetta orðin sjálfstæð stofn- un og hefur verið það sfðast- liðið ár. Er stofnunin rekin af Landssambandi Rínarlanda. Á þriðju ráðstefnunni um málhelti og skyld efni, sem nýlega var haldin og sótt af um 60 vísindamönnum frá ýms um Evrópulöndum, skýrði Aton Leischner prófessor frá þeim vanda, sem hér er við að stríða og hvemig störfum stofnunar- innar er háttað. Leischner próf essor veitir stofnu.-inr.i forustu. MEÐHÖNDLUN Á FRUMSTIGI Segja má, að lækningar og meðferð á sjúklingum, sem þjást af málleysi, séu enn á fmmstigi. Margt er það, sem vantar og þarf að fullkomna eða bæta, og sífellt fjölgar þeim sjúklingum, sem lækn- inga þurfa að leita. Er það fyrst og fremst afleiðing fjölg- andi slysa í umferð og iðnaði, þar sem margir slasast á höfði og verða fyrir skemmdum á heila. í slíkum tilfellum er bráðnauðsyn skyndihjálpar. Síðan 1962 hafa 238 sjúkling ar, sem misstu málið yegna heilaskemmda, verið teknir til lækninga. Upphaflega vom þeir lagðir inn á héraðssjúkra- húsið, eins og áður segir, en svo gat sérstofnunin tekið við. Flestir vom lagðir í stofnun- ina og fengu meðhöndlun þar, en nokkrir vom í deild utan sjúkrahússins. Sjúklingar þurfa að dvelja lengur á utanhúss- deildinni heldur en á aðal- stofnuninni. Stofnunin getur nú tekið við eitt hundrað sjúk- lingum á ári. Um 80 þeirra fá vist í aðalsjúkrahúsinu, en um 20 í utanhússdeildinni. f aðal- sjúkrahúsinu em 20 rúm og tilheyrandi lækningastofur. — Stofnunin hefur nægum sér- fræðingum á að skipa, eða þremur læknum, fjóram tal- kennumm, einum skurðlækni, fimm hjúkmnarixnum og ein- um félagsfræðingi. i STÆKKUNAR ER ÞÖRF En nú er aftur orðið þörf fyrir stækkun. Þannig er að- eins hægt að sinna tíu af hundraði þeirra barr.a, sem þarfnast læknisaðgerða og verður að taka þau í utanhúss deildina, þar sem ekki er rúm fyrir þau í sjúkrahúsinu. Þetta er þeim mun alvarlegra, þar sem böm með rr.álhelti eða gölluð talfæri þurfa að fá rétta meðferð þegar á fyrstu fimm ámm ævinnar. ef árang urs á að vænta. Þar sem skemmdir á heila hafa ekki einungis í för með sér algert málleysi, heldur einnig önnur lömunareinkenni, svo sem traflun á skynjun, erf iðleika á að lesa, reikna, teikna o.s.frv., þarf gagngerð meðferð á sjúklingnum að koma til. Meðhöndlun getur því ekki beinzt að því eingöngu að lækna málhelti. Fyrir utan að lækna líkamlegar skemdir verður einnig að kenna sjúkl ingunum að tala og gera þá starfhæfa á ný. Annars eru aðalerfiðleikarnir, sem glíma þarf við, vöntun á kennuram fyrir málleysingja. Þeir, sem kenna málhöltuiu, s”o sem þeim, sem stama eða eru blæst ir á máli, hafa til þess ýmis hjálpartæki og reynslu, en þegar um er að ræða algert málleysi, fer málið að vandast, og hver sjúklingur þarfnast sinnar sérstöku meðhöndlunar. SÉRSTAKT TAL- KENNSLUKERFI. Af reynslu margra ára hef- ur læknum lærzt að mynda orð og setningar, jafnvel þótt um sé að ræða hin alvarleg- ustu tilfelli. Hér koma myndir og annað sjáanlegt að miklu gagni. Samvinna þeirra, sem reynslu hafa af lækningu mál- haltra, og sérfræðinga stofnun arinnar á öðrum sviðum, hefur reynzt affarasæl og lofar góð- um árangri. En þrengslin eru hér mikil hindrun. svo að kerfisbundin með' rð er ill- framkvæmanleg. Árangur fer auðvitað mjög eftir því, hve alvarlegt ástand sjúklingsins er. Dvöl á sjúkrahúsinu er venjulega um þrír mánuðir, en um sex mánuðir á utanhússdeildínni. Á þessum tíma tekst venjulega að lækna sjúklinginn svo, að hann geti látið hugsanir sín- ar í ljós með tali, svo að hann geti að mestu sinnt sínum dag legu störfum. Þegar um mjög alvarleg tilfelli er að ræða, er sjúklingurinn tekinn til með- höndlunar aftur eftir nokkum tíma. Þjóðverjar hafa byggt mlkiS af nýtlzkulegum sjúkrahúsum og lækna- mlðstöðvum slSustu árin og aukiS hvers konar sérfræSlnám á sviSI heHbrigSismála, Myndin er frá nýrri tannlæknadeild I Freiburg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.