Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 17. september ÍWI Athugasemd við ritstjórnargrein í ritstjórnargerin Tímans, um breytingu á verðlagningu búvoru, fimmtudaginn 9. sept. þ.á., er svo komizt að orði: „Höfuðatriði núgildandi verð lagningarákvæða er það að sex mannanefnd, skipuð fulltrúum framleiðenda og neytenda, semja um verðið, en nái hún ekki samkomulagi, skeri gérð- ardómur úr. Þetta fyrirkomu- lag gafst vel um talsvert skeið, en hefur verið í reynd óvirkt síðustu árin, því samtöl; þau, sem áttu að tilnefna fulltrúa neytenda, hafa skorizt undan 3ð gera það, að ríkisstjórnin pví tilnefnt fulltrúa í stað þeirra". Lesendur gætu haldið að allir þrír fulltrúar neytenda væru tilnefndir af ríkisstjórn- inni. Svo er þó ekki. Samkv. gildandi lögum hafa eftirtalin samtök rétt til þess að tilnefna einn mann hvert: Alþýðusam- band íslands, Landssamband iðnaðarmanna og Sjómannafé- lag Reykjavíkur, tvö síðar- nefndu samtökin hafa alla tíð tilnefnt fulltrúa. Aftur á móti tilkynnti miðstjórn Alþýðusam bands íslands, með bréfi þ. 26. ágúst 1965, að það hefði falið fulltrúa sínum í nefndinni að hætta þar störfum. Samkvæmt lögum skyldi fé- '^Ssmálaráðherra tilnefna mann í stað fulltrúa Alþýðu- sambandsins, og tilnefndur var Torfi Ásgeirsson, er verið hafði ritari nefndarinnar um langt árabil, en ritarastöðu tók Sveinn Tryggvason, framkv.stj. Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins. Þetta fýrirkomulag hefur staðið síðan, þ.e. einn af full- trúum neytenda er tilnefndur af ríkisstjórn, tveir af samtök- um. Sexmannanefnd samþykkir að fela ritara að koma þessari athugasemd á framfæri við dag blaðið Tímann. Reykjavík, 10.9. 1971 í sexmannanefnd, Gunnar Guðbjartsson, Einar Ólafsson, Otto Schopka, Sæm- undur E. Ólafsson, Torfi Ás- geirsson, Vilhjálmur Hjálmars son.“ LANDVARI OPNAR SKRIFSTOFU Samtökin Landvari, Lands- félag vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum, voru stofnuð á s.l. vetri með hartnær 70 aðilum, er stunda landflutn- inga með bifreiðum. f lands- félagi þessu eru m.a. félags- menn í Vöruflutningamiðstöð- inni h.f., Landflutningum h.f. og Vöruleiðum h.f., auk margra kaupfélaga víðsvegar um land- ið, svo og einstakra bifreiða- eigenda, er annast mjólkur- flutninga á áætlunarleiðum. Vonast félagsstjórnin til þess að Landvari nái sem allra fyrst því marki, er stofnfundur setti: að sameina í félagsskap alla þá er eiga og reka bifreiðir til vörudreifingar um land- íð. að vinna að sameiginlegum bagsmunum félagsmanna á hverjum tíma. að beita sér fyrir umbótum i Framhald á bls. 10 Fundir sjómanna á Norður- og Austurlandi: Skora á stjórnina að hvika ekki / landhelgismálinu Að undanförnu hafa vcrið haldnir fundir norðanlands og austan á vcgum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar og Vélstjórafélags íslands. Auk kjaramála voru fjölmörg önnur mál á dagskrá fundanna, þar á meðal slysatryggingamál sjómanna, öryggismál skipa og áhafna og landhelgismál. Varðandi kjaramál sjómanna var samþykkt að krefjast verulegrar hækkunar á kauptryggingu ásamt fríu fæði fyrir bátasjómenn. Einnig var samþykkt að krefj- ast stórfelldrar hækkunnar á slysa- tryggingu og þess, að þegar verði hafizt handa um raunhæfar aðgerð- ir til að draga úr hinum tíðu slys- um um borð í fiskiskipum, og verða þær samþykktir sendar við- komandi aðilum. Eins og fyrr var getið, urðu mikl- ar umræður um öryggisbúnað skipa og komu margar mjög at- hyglisverðar ábendingar fram, t.d. varðandi umbúnað og frágang gúmbjörgunarbáta, frágang á lest- aropum og frágang og staðsetn- ingu slökkvi- og lensidæla, sem nú er skylt að hafa í hverju fiski- skipi. Einnig kom það fram að á all- mörgum smærri bátum við Eyja- fjörð hefur kælivatn frá vél verið notað til að hindra ísingu, með mjög góðum árangri. Á öllum fundunum voru sam- þykktar ályktanir í landhclgismál- inu og voru stjórnvöld eindrcgið hvött til að hvika ekki frá ákvörð- un um útfærslu landhelginnar f 50 sjómílur. Á fundinuim kom eindregið fram nauðsyn á endurnýjum fiskiskipa- flotans. Almenn ánægja ríkti með fisk- verðshækkun þá, sem orðið hef- ur að undanfömu og töldu menn að aðgerðir sjávarútvegsráðherra n væri spor í rétta átt, þó enn hafi ■ ekki verið réttur hlutur þeirra H manna sem erlendis landa. Ók út af undir " annarlegum áhrifum " ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Seinnipartinn í dag handtók lög- reglan á Selfossi bílstjóra, sem ek- ® ið hafði út af á veginum á milli ■ Hveragerðis og Selfoss. Stuttu áður ■ en bílstjórinn hafnaði fyrir utan B veg, var hann rétt búinn að aka á H tvo bíla en bílstjórarnir gátu með snarræði sínu forðað frá árekstri. ® ■ Að sögn lögreglunnar á Selfossi, — var fyrst haldið að maðurinn væri ölvaður, en svo reyndist þó ekki ® vera, en undir annarlegum áhrif- ■ um var hann. Bfll ökumannsins er ■ lítið skemmdur. m NU ER HÆGT AÐ KVARTA TIL BORGARARÉTTINDANEFNDAR Að tilstuðlan Neytendasamtak- anna hefur verið komið á fót Borgararéttindanefnd, sem starf- ar í nánum tengslum við Neyt- Hlutverk nefndar þessarar er eftirfarandi: 1. Að leggja mat á það, hvort borgarar hafa verið skertir borg- aralegum réttindum sinum. 1. Að leggja mat á það, hvort borgarar hafa verið beittir órétti af opinberum aðilum. 2. Að leggja mat á það, hvort borgarar hafa verið skertir borg- aralegum réttindum sínum. 3. Að leggja mat á framkomu einstakra opinberra embætta, eða einstaklinga, sem gegna störfum í þágu hins opinbera. 4. Að stuðla að því með yfir- lýsingum í fjölmiðlum. að ein- staklingar, sem órétti hafa verið beittir, eða níðst hefur verið á, náj rétti sínum. í Borgararéttindanefndinni sitja: Benedikt Blöndal hrl. Guðrún Erlendsdóttir hrl. Guðrún Friðgeirsdóttir B.A. Séra Jón Bjarman. Sigurgeir Sigurjónsson, hrl. Skrifstofurekstur Borgararétt- indanefndarinnar annast Neyt- endasamtökin, Stórholti 1, Reykja vík. Yfirleitt verður tekið á móti kvörtunum á laugardögum frá kl. 1—5 á skrifstofu Neytenda- samtakanna, en laugardaginn 11.9. 1971 verður móttökutíminn frá kl. 3—7 s.d. Þing Fjórðungssambands Norðlendinga SB—Reykjavík, miðvikudag. Fjórðungssamband Norðlend- inga hélt fjórðungsþing sitt í Ólafsfirði dagana 9. og 10. sept- ember sl. Hófst það í Barnaskól- anum þar kl. 2 á fimmtudag með ávarpi stjórnarformannsins, Jóns ísberg, sýslumanns á Blönduósi. Þingforsetar voru kjörnir þeir Jón ísberg og Ásgrímur Hart- mannsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Lögð voru fram nefndarálit frá samgöngumélanefnd, atvinnumála- nefnd og landbúnaðarnefnd, enn- fremur tillögur frá fjórðungsráði. Fyrri daginn fluttu skýrslur, fram- kvæmdastjóri fjórðungssambands- ins, Áskell Einarsson, og Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri á Ilúsa- vík, um verkaskiptingu sveitar- félaga og ríkis og dreifingu ríkis- stofnana um landið. í hófi, sem bæjarstjóri Ólafs- fjarðar hélt fyrir þingfulltrúa um kvöldið, flutti Bjarni Bragi Jónss., forstj. Efnahagsstofnunarinn- ar, ræðu um samgönguáætlun Norðurlands. Fundur hófst síðan að nýju kl. 14.00 á föstudag. Þar ávarpaði élagsmáláráðherra, Hannibal Valdi marsson þingið síðan hófust um- ræður og afgreiðsla nefndarálita. í stjórn Fjórðungsráðsins voru í fundarlok kjörnir. Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri, Ólafs- firði, form., Brynjólfur Sveinbergs son, oddviti, Hvammstanga, Jón ísberg sýslumaður, Blönduósi. Marteinn Friðriksson bæjarfull- trúi, Sauðaárkróki, Jóhann Sal- berg, sýslumaður, Sauðárkróki, Stefán Friðbjamarson, bæjarstjóri Siglufirði, Ófeigur Eiríksson, sýslu maður, Ákureyri, Bjarni Einars- son, bæjarstjóri, Akureyri, Bjöm Friðfinnsson, bæjarstjóri, Húsvík, Jóhann Skaptason, sýslumaður, Húsavík og Sigtryggur Þorláks- son bóndi Svalbarði. I flíl uu D uu li Kirkjudagur Óháða safnaðarins Kirkjudagur óháða safnaðar- ins er á sunnudaginn kemur og hefst með guðsþjónustu kl. 2. Kirkjukórinn syngur undir itjórn organistans Snorra Bjama sonar og Vilborg Áraadóttir syngur stólvers. Að lokinni messu, eða frá kl. 3 — 7, hafa konur úr Kvenfé- lagi kirkjunnar kaffiveitingar með heimabökuðum kökum og smurðu brauði í safnaðarheim- ilinu Kirkjubæ og eiga von á mörgum góðum gestum að vanda. Frá kl. 4.30 til 5.30 verður jafnframt barnasamkoma í kirkjunni og er böraum jafnt og fullorðnum heimill ókeypis aðgangur að henni. Sýndar verða litkvikmyndir og Ómar Ragnarsson heimsækir börnin. öllum fjárhagslegum ágóða af kirkjudögum safnaðarins hafa konurnar frá upphafi ým- ist varið til kirkju sinnar eða líknarstarfsemi. a Merkjasala : kvenna ■ H A morgun laugardaginn 18. september er hinn árlegi söfn- 1 unardagur sjóðnum til styrkt- ■ ar. Kvenréttindafélag íslands ■ mun þá eins og mörg undanfar- g In ár gangast fyrir mcrkjasölu, m og verða merkin afgreidd í öll ■ um barnaskólum Reykjavíkur _ frá kl. 1, á laugardaginn. Hlutverk sjóðsins er, eins og * kunnugt er, að styrkja konur til ■ ýmiskonar framhaldsnáms bæði hér á landi og erlendis. Nú eru liðin 25 ár síðan fyrsta sinn voru veittir styrkir úr sjóðnum, en það var árið 1946. Þá hlutu styrk 5 konur. Upphæðin, sem mátti, sam- kvæmt skipulagsskrá sjóðsins, verja til styrkveitinga, var Þá aðeins 8000 kr. Síðast liðið ár voru veittir úr sjóðnum 18 styrkir, og hefur það verið svipað allmörg undan- farin ár. Nú í sumar voru gerðar nokkrar breytingar á skipulagsskrá sjóðsins, og má þá nefna tvennt, sem vérulegu máli skiptir. Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum, sem áð- ur miðaðist við miðjan júlí, miðast nú við 15. nóvember, og samkvæmt nýju skipulags- skránni má verja aflmiklu meiru af árlegum tekjum sjóðs- ns til styrkveitinga. Yfir 800 laxar á stöngina í Laxá á Ásum Laxveiðitímanum er nú að ljúka, eða 20. september að venju, og eiga hlutaðeigandi aðilar nú ann- ríkt við að taka á móti veiðibók- um frá ánum og taka saman upp- lýsingar úr þeim. — Eftir þcim upplýsingum að dæma um lax- veiðitöluna. sem við höfum feng- ið, mun Langá á Mýrum vera sú stangaveiðiá, þar sem flestir laxar veiddust eða 2400—2500 eins og Tíminn skýrði frá s.l. mið vikudag. 8 stangir voru leyfðar á dag í sumar í þeirri á, þannig að rúmlega 300 laxar hafa veiðzt að meðaltali á hverja stöng. Hins vegar mun Laxá í Ásum vera sú á, þar sem flestir laxar veiddust á Stöng i sumar. Þar veiddust yfir 1600 laxar í sumar á 2 stang- ir, en aðeins 2 stangir voru leyfð ar yfir daginn í ánni. Þar sem nú er verið að vinna úr veiðibókum frá mörgum lax- veiðiám, er ekki tímabært nú að nefna fleiri ár í þessu sambandi. Nú er veitt í fjórum ám Stangaveiðifél. Reykjavíkur Þær ár, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur á leigu og enn er veitt í, eða fram til 20. sept., eru Leirvogsá, þar sem mun vera búið að veiða 460 laxa í sumar, Elliðaárnar, þar sem búið var að veiða 1150 nú á þriðjudaginn, — Gljúfurá, sem mun vera með nær 400 veidda laxa, og Stóra-Laxá, þar sem mun vera búið að veiða um 270—280 laxa. — EB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.