Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.09.1971, Blaðsíða 6
TIMINN FÖSTUDAGUR 17. septembcr 1971 „Astæða til bjartsýni vegna framtíðar sjávarútvegs sem aðal- atvinnuvegar þjóðarinnar" í sumar hlaut öra Erlendsson hagfræðingur doktorsnafnbót f grein sinni frá Hoclischule fur Ökonomie í Austur-Berlín, þar sem hann hefur verið við nám og rannsóknir undanfarin ár. Öra kom heim í ágústmánuði og hefur nú hafið störf í þágu nýskipaðrar nefndar, er fjalla á um vandamál niðursuðuiðnaðarins í landinu, samkvæmt málefnasamningi rikisstjóraarinnar um uppbyggingu atvinnuveganna. f doktorsritgerð sinni fjallar Öra um þróun alþjóðlegrar fisk- neyzlu og verzlunar með fisk og fiskafurðir. f henni dregur hann einnig ályktanir um framtíðarliorfur og mótun fiskútflutnings ís- lendinga. að tryggja starfsemi okkar til frambúðar. Margt leggst á eitt um að auka fiskneyzlu — Hver eru helztu einkenni fiskneyzlu á þeim svæðum sem rannsóknir þínar snertu? Dr. Órn Erlendsson. (Timamynd GE) Rætt við Örn Erlendsson hagfræðing, sem er að hefja störf að upp- byggingu niðursuðuiðnaðarins í landinu Við hittum Öm nýlega að máli og spurðum hann um doktorsritgerð hans og þá fyrst hvað komið liefði honum til i að velja þetta verkefni. — Það voru fyrst og fremst efnahagsörðugleikamir, sem hófust á árunum 1967—68, og í kjölfar þeirra vaxandi vantrú landsman á gildi sjávarút- vegs og útflutnings sjávaraf- i urða, sem vöktu með mér J áhuga á því. — í hverju voru rannsóknir ! þínar fólgnar? — Ég rannsakaði þróun al- þjóðlegrar neyzlu á fiskafurð- l um, bæði hvað magn og sam- setningu snertir, og þau lög- mál, sem hafa haft áhrif á neyzlu og útflutning sjávaraf- urða, og gerði ályktanir um hvemig þau kæmu til með að móta þróun hans á komandi árum. Á sama hátt rannsakaði ég einnig þróun alþjóðlegra viðskipta með fiskafurðir, vandamál og horfur í þeim efn- um nú. Ég beindi ekki hvað sízt athyglinni að þeim nýju viðhorfum, sem komið hafa upp í sambandi við myndun J tollmúra. Þar sem þetta er umfangsmikið mál miðaði ég ! þessar rannsóknir fyrst og ! fremst við stærstu viðskipta- svæðin í hinum kapítaliska eða vestræna heimi, þ.e. aðildar- lönd Efta og EBE, svo og Bandaríkin. Að lokum rannsak aði ég íslenzkan fiskútflutning á síðari árum og reyndi að draga ályktanir af þróun heims ! markaðsins um framtíðarmót- un og horfur íslenzks fiskút- flutnings. ! — Að hvaða niðurstöðu komstu í sambandi við útflutn- ing okkar á sjávarafurðum? I — Ég held að h._rt sé að * fullyrða, að okkur sé óhætt að ‘ horfa björtum augum til fram- \ tíðarinnar þrátt fyrir ýmsa 5 augnabliksörðugleika, sem ís- lenzkur sjávarútvegur og út- ! flutningur okkar á fiskafurðum á við að strfTi nú. f þessum málum er sá vöxtur, sem ætti __________________________________ — Mikill vöxtur er í fisk- neyzlu, bæði hvað snertir magn og verðmæti á einingu á þeim efnahagssvæðum, sem ég tók til meðferðar, að tveim löndum undanskildum. Eiskiðnaður hefur til þessa haft ákveðna sérstöðu í hinni almennu iðnþróun. Hann hefur til skamms tíma ekki þróazt í samræmi við aðra matvæla- framleiðslu. Það var ekki fyrr en á síðari árum, að þetta tók að breytast, og nú geta loks fiskafurðir fallið inn í hinar almennu rásir dreifingakerfis- ins, þannig að hægt er að bjóða þær til kaups í hillum og kæli skápum við hlið annarra mat- væla. Þetta gerir það að verkum, að auðveldara er að auglýsa vöruna og byggja upp þekkt vörumerki, sem kemur einkum fram í aukinni sölu frosinna og niðursoðinna afurða. Ýmislegt annað ýtir einnig undir aukna fiskneyzlu, t.d. aðrar og nýjar matvælategund- ir, sem öðlazt hafa vinsældir í kjölfar tækni- og vísindabylt- ingar nútímans. Fjöldi skrif- stofumanna leita í hádeginu eftir hollri en léttri fæðu, sem hentar starfsemi þeirra. Fjöldi mötuneyta fyrirtækja bjóða nú einnig j auknum mæli starfs- fólkinu matvæli, sem henta því bezt. Á þessum stöðum er fiskur hin ákjósanlegasta fæða, og ber að leggja áherzlu á þá staðreynd í auglýsinga- starfsemi. Auk þessa mætti nefna aukna tækni og fjöl- breytni í umbúðum og dósum. Atburðir sem þeir, að húsmóð- irin sker sig þegar hún er að opna niðursuðudós og heitir því bölvandi að borða aldrei fisk framar, verða nú æ sjald- gæfari. Auk vaxandi fiskverkunar almennt hefur salan einkum aukizt á frosnum, að ein- hverju leyti tilbúnum réttum og niðursuðuvörum, og kemur það bezt fram ef við lítum á sölu þessara rétta í Bretlandi og Bandaríkjunum. Margt það, sem hingað til hefur dregið úr fiskneyzlu, er nú að breytast henni í vil. Vandamál varðandi landfræði- lega legu neytendanna hafa t.d. gjörbreytzt með bættu verzlun- ar- og kælikerfi. Enn Ijón á veginum Ennþá er þó márgt sem haml ar fiskneyzlu, t.d. matarvenjur neytenda, sem mörgum hverj- um hefur verið innprentuð óbeit á fiski, og er hann í þeirra augum einhvers konar óæðri matartegund. Þá hefur kostnaður við veið amar aukizt m.a. vegna þess að sífellt þarf að sækja I-mgra til að geta aukið magnið. Fisk- verðið hefur því hækkað, og er samanburður óhagstæður við ýmsar landbúnaðarvörur, sem víða eru niðurgreiddar. — Hvemig er útlitið fyrir fslendinga í sambandi við aukna fiskneyzlu og meiri fisk veiðar almennt að þínu áliti? Hver verður okkar hlutur í við skiptum á þessu sviði? — Fiskveiðar ’ afa vissulega aukizt mikið að undanförnu. Fiskútflutningur hinna ýmsu þjóða hefur einnig aukizt til muna með vaxandi fiskneyzlu, og sá hluti af heimsframleiðsl- unni á fiskafurðum, sem fer til útflutnings, verður stöðugt meiri. Það sem meginmáli skiptir þó, er að við hina beinu neyzluaukningu bætist aukin neyzla vegna fólksfjölgunar, þannig, að þrátt fyrir auknar veiðar og meira framboð. verð- ur sjálfsöflun margra þjóða á fiski stöðugt minni prósentu- tala af heildarneyzlu þeirra. Þetta kemur t.d. glöggt fram hjá Bandaríkjamönnum og þjóðum EBE-landa, en þar vex innflutningsþörfin þrátt fyrir aukna eigin framleiðslu. VerSmætari afurSír — Hve lengi álítur þú að hægt sé að auka aflamagnið? — Ég get ekki sagt til um að hve miklu leyti hægt er að fara fram úr því magni veiði, sem landað er nú. Úr þvi verða haffræðingarnir að skera. En við tengjum miklar vonir við hagstæðari veiðiskilyrði eftir að landhelgin hefur verið færð út. En ef veiðamar væru al- mennt komnar í hámark á Norður-Atlantshafi, þá ættu það fyrst og fremst að vera íslendingar, sem sætu að suðu- kötlunum vegna landfræðilegr- ar legu sinnar. Og þótt okkar veiði væri komin í hámark, mætti engu að síður auka verðmæti út- flutningsvara sjávarútvegsins, og þá stefnu hefur núverancfi ríkisstjóm raunar þegar tekið upp. Samkvæmt niðurstöðum rannéókna minna á fiskneyzl- unni, ættu sölumöguleikar á fullunnum fiskafurðum að fara vaxandi bæði vegna breytinga á verzlunarmáta og vegna vax- andi kaupgetu aljnennra neyt- enda á þessum viðskiptasvæð- um, og loks einnig vegna auk- innar eftirspumar eftir lost- ætum sjávarréttum. En til þess að vemlegur söluárangur náist þarf markaðsöflun i hinnm ýmsu löndum. Efla ber aSrar iSngreinar án samdráttar í fiskiðnaSi — Þú ert bjartsýnn á úfe- flutning fiskafurða, en finnst þér samt ekki óeðlilegt að sjávarafurðir skuli vera 80% af heildarútflutningi okkar? — Jú, það er alveg rétt. Þetta er óþarflega há hlutfalls- tala af heildarútflutningi lands manna, og e.t.v. væri ömggara efnahag þjóðarinnar að þessi hlutföll væru öðra vísi, og meiri fjölbreytni væri í útflutn ingnum. Sú breyting þyrfti hins vegar ekki að merkja tilslökun á útflutningi sjávarafurða, sem ég tel samkvæmt framansögðu, að efla megi veralega með auk inni vinnslu. Miklu fremur ætti að breyta þessum hlutföllum með aukinni sókn á öðrum svið um iðnaðarins. Þar er samkeppnin einnig hörSust — Þú nefndir EBE og Efta- löndin, ásamt Bandaríkjunum, sem sérstaklega mikilvæg sölu- svæði fyrir fslendinga í fram- tíðinni. Hvað um austantjalds- löndin og þriðja heiminn? — Já, fyrstnefndu löncfin eru mjög mikilvæg sölusvæði, ekki eingöngu vegna landfræði legrar legu, heldur einnig vegna þess að þar er kaupget- an mest, fullkomnara dreifing- arkerfi og þar með einnig sölu möguleikarnir beztir. En sam- keppnin er einnig hörðust á slíkum mörkuðum. Ég tel einnig viðskipti við sósíalísku löndin mjög mikil- væg og að efla megi þau til muna frá því sem nú er. Sér- staklega geta þeir markaðir orðið mikilvægir nú á byrjunar stigi niðursuðuiðnaðarins með an verið er að vinna markaði annars staðar. Þriðji heimurinn er svo ann- að vandamál, sem tvímælalaust býður upp á mikla viðskipta- möguleika í framfiðinni. En því miður er það ekki þannig, að hægt sé að beina viðskiptun Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.