Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUF 29. september 1971 TIMINN 3 [HMEDTrDDB ISTUTTII MÁIi Breiðdalsvík: Viðlegupláss eykst um 36 metra EB—Reykjavík, þriSjudag. Guðmundur Arasop, fréttarit- ari Tímans á Breiðdalsvík, sagði í viðtali við blaðið í dag, að gert væri ráð fyrir að 8 þúsund fjár yrði í haust slátrað í slát- urhúsinu Þar á staðnum og væri það svipaður fjöldi og slátrað hefði verið í fyrra. — Sauðfjár- slátrun á Breiðdalsvík hófst 23. september og var byrjað að slátra fé frá nokkrum bæjum á Berufjarðarströnd. Hrepptu fyrstu smalamenn þar hin verstu veður í smöluninni, blotahríð og rigningu, en það var í byrj- un s.l. viku. Gengu veður fljótt niður austur þar, og var sól og sumarblíða meiri hluta vikunn- ar. í dag breytti þó yfir til hins verra, þv£ að þá var grenjandi rigning á Austurlandi. Guðmundur Arason, sagði að- spurður um hafnarframkvæmd irnar á Breiðdalsvik, að í sum- ar hefði eitt ker verið steypt í sambandi við þær, en þvf yrði þó ekki sökkt fyrr en næsta vor og verður næsta sumar 1—2 kerjum sökkt þar til viðbótar, en hafnarframkvæmdunum á að ljúka næsta haust, og eykst þá viðleguplássið þar í höfnihni um að minnsta kosti 36 metra. Sigurður Jónsson er nýkom- inn úr slipp í Færeyjum þar sem hann landaði 20—25 tonn- um af fiski. Fer báturinn nú á trojl. tJr Hafdísi var um daginn nokkrar tunnur af síld saltaðar á Breiðdalsvik. Miklar vegaframkvæmdir hafa verið í Breiðdal og á Beru- fjarðarströnd í sumar og er þeim nú að Ijúka. Þórshöfn: Dautt fé finnst á Langanesi ÓH-þriðjudag. Hér á Þórshöfn er feykilega mikil atvinna núna og illt að fá fólk til starfa. Það er fisk- vinna, slátrun og göngur. Slát- urtíð hófst fyrir rúmri viku og fé virðist ágætlega vænt. Jafn- aðarvikt dilka yfir daginn vár í gær 17,93 kg., sem er geysi- gott. Einn bóndi. Erlendur Kjartansson í Svalbarðsseli, var með meðalviktina 19,70 kg. Það er búið að ganga fyrstu göngur í allar heiðar hér og menn óttast, að miklu fleira fé hafi farizt, en búið er að finna, heimtur eru afar slæm- ar, en það kemur ekki fyllilega í ljós, fyrr en búið er að ganga meira. Það var mjög vont veð- ur á bærri heiðunum þarna f ácústhretinu. Þetta er aðal- rega á heiðunum, sem liggja inn af Þistilfjarðarbotninum. Það er á suðurhluta Langaness og austurhluta Þistilfjarðar, sem heimturnar eru verstar. Þar hafa fundizt um 60 kindur dauðar, og talið er að meira sé. Læknirinn á Vopnafirði, sem hefur þjónað okkur, er að fara og enginn er væntanlegur í staðinn. Rauðanesið átti að sigla núna síðast ,en þá varð bilun í kælikerfinu og það varð að landa fiskinum í Reykjavik í dag. En væntanlega getur það siglt næsta túr. Þrjú íbúðarhús eru í bygg- ingu og svo á að fara að byggja verkstæðishús fyrir vélaverk- stæði, sem farið verður í í haust. Við vorum að fá viðbót við vatnsveituna, en það var orðið knýjandi. Vatnið hjá okkur var slæmt, en þetta nýja vatn er gott .Mikið vandamál hefur verið með vatnið hjá okkur á haustin, þegar bæði er unnið í sláturhúsi og frystihúsi, en nú er nóg vatn. Stöðvarf jörður: Sjónvarpið hefur lagazt EB—Reykjavík, þriðjudag. Hafnarframkvæmdum á Stöðvarfirði lýkur í þessari viku og eykst nú viðlegupláss í höfninni þar um 14 metra. 10 — 20 manna vinnuflokkur hef- ur í sumar unnið við þessar , framkvæmdir, svo og við hafn- arframkvæmdir át Breiðdalsvík. Þessar upplýsingar 'íé'tk 'TÍtri-'" inn í dag hjá fréttaritara sínum á Stöðvarfirði, Guðmundi Björnssyni. — Ennfremur skýrði Guðmundur frá því , að Heim- ir SU hefði í gær haldið á síld- armiðin í Norðursjó og í dag héldi Álftafellið áleiðis á mið- in þar. Brimir hefur undanfar- ið stundað línuveiðar og hann hefur nú landað tvisvar á Stöðv- arfirði, eftir að hann hóf þessar veiðar. I annað skiptið landaði hann 4 tonnum en 6 tonnum í hitt skiptið. — Þegar ungmenni, sem unnið hafa í sumar í frysti- húsinu á Stöðvarfirði, fara í skóla, getur orðið um skort á vinnuafla að ræða í frystihús- húsinu. — Fyrst eftir sumarfrí, sást sjónvarp illa hér. Þetta hefur lagazt nú síðustu daga, en er þó ekki orðið gott, sagði Guð- mundur Björnsson að lokum. Svarfaðardalur: Loksins dytt- að að veg- unum FZ—ÞriSjudag. Sláturtíðin er nú að hefjast og verður slátrað um 8000 fjár á Dalvík, en það er rúmu þús undi minna en í fyrra. Bændur fækkuðu mikið fé í fyrra, en fjölga því nú aftur, og hey eru sérlega góð núna. Tíðin hefur verið góð, þó komið hafi tvö hret, sem ekki gerðu mikinn skaða. Kartöflur eru yfirleitt vel sprottnar og flestir búnir að taka upp. Ann ars rækta menn hér ekki kart öflur til að selja, bara í mat- inn. Mikið var unnið við lagfær ingu á vegum í Svarfaðardal í sumar og eru þeir orðnir góðir. Þrjár brýr voru endurbyggðar að miklu leyti og byggður kafli í veginn við Grund og víða malborið og lagfært. Ekki var vanþörf á þessu, þvi ekkert hef ur verið gert við vegina svo árum skiptir. Svarfaðardalsáin er enn nokk uð mórauð eftir hlaupið í Teigarárjökli í vor. Fram eftir öllu sumri var hún svo dökk, að ekkert var hægt að veiða í henni. Síðustu dagana, sem veiði var leyfð, veiddist mikið. Fólki er farið að fækka á bæjum, því nú er skólafólk að fara. Húsabakkaskóli var settur í gær og þar munu verða um 60 nemendur á aldrinum 7—14 ára. Þar kenna fjórir kennarar. Lítið er um framkvæmdir, en verið er að byggja sjónvarps mastur úti í Hvarfinu og von- um við þá, að við getum farið að sjá sjónvarp, þ. e. a. s. eitt- hvað annað en sjálf tækin. „Hélfin“ opnuð 1 fyrar vestan GS—Isafirði, þriðjudag. Togbátarnir hafa verið að koma hér inn og landa. Eru þeir með ágæta afla, allt að 50 tonn- um. 1. okt. n.k. verða opnuð þrjú hólf hér á Vestfjarðamið- um og fara nokkrir bátanna að fiska þar kola, og munu þeir sigla með hann til Englands, einn túr hver bátur. í hólfunum mega bátarnir fiska allt að þriggja mílna mörkunum. VERKALÝÐS- MÁLAFUNDUR EJ—Reykjavík, þriðjudag. Annað kvöld, miðvikudag, verð- ur haldinn opinn fundur um verka- lýðsmál í Tjarnarbúð í Reykjavík á vegum Verkalýðsmálanefndar Samtaka frjálslynda. Framsögu- menn verða Örn Friðriksson, járn- smiður, sem ræðir um starfsmat í Straumsvík, Guðmundur H. Garð- arsson, formaður VR, sem ræðir 40 stunda vinnuviku frá sjónarmiði verzlunarfólks, og. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sem ræðir viðhorf í kjaramálum. Fundurinn hefst kl. 20.30. Hvar á línan norður að liggja? Sigurjón Rist, vatnamælinga maður, skrifar grein í Þjóðvilj- ann s.l, laugardag um væntan- lega orkuveitulínu frá Búrfells svæðinu norður yfir hálendið. Minnir hann á, að mörg ár cru Xiðin síðan lína um Sprengi- sand kom fyrst á dagskrá. Tvær leiðir hafa verið dregnar inn á landabréf. Gengur önnur niður í botn Eyjafjarðar en hin í botn Þormóðsstaðadals. Nú síðustu mánuði hefur athyglin beinzt að Kili. Kostir þeirrar leiðar fram yfir Sprengisands- leiðir eru taldir þeir, að hún liggur um lægra land og að orkusveitusvæði Skagafjarðar er dregið inn í spilið. Annmark arnir eru hins vegar þeir, að leiðin liggur þvert á mörg vatnsföll og daladrög. Að þessu athuguðu telur Sigurjón liggja beint við að leggja frá Þjórsárvirkjunum orkuveitulínu um Sprengisand og greina hana til Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Lýsir Sigur- jón síðan leiðunum yfir hálend ið all náið og tilgreinir vega- , lengdir. Bílaslóðir Grein sína endar hann svo á hugleiðingum um það, hvaða stofnun eigi að framkvæma línulögnina. Margir aðilar eiga hlut að máli, svo sem Orku- stofnun, Landsvirkjun, Raf- magnsveitur ríkisins og jafn- vel Laxárvirkjun, sem hugðist útvega viðskiptavinum sínum rafmagn frá Gljúfurversvirkj- un, en hefur nú verið heft. Þá telur Sigurjón að Vegagerð rík isins hljóti að eiga hér hlut að máli, því að fyrsta spurningin verði, hvar vegur eigi að koma upp úr Eyjafirði. Síðsumars komast tveggja drifa bifreiðar um Hólafjall, en sá vegur er ekki framtíðarlausn segir Sigur jón. Grein sína endar hann svo á þessum orðum: „Á árunum 1939—1953 un*u sjálfboðaliðar Ferðafélags Ak- ureyrar að lagningu bflaslóðar upp úr Eyjafirði um Vatna- hjalla. Fyrsta bflnum var eki? suður Vatnahjalla 1944. Slóðir var síðan lengd til suðurs að heitu lindunum, þar sem nú stendur sæluliúsið Laugafell, og suður með Laugakvísl. Vatnahjalli var farinn fram yfir 1960, en lagðist þá af. Slóð in suður með Laugakvísl týnd- ist, en farnar voru slóðir aust- ur á hásléttunni. Þessi breyt- ing er til baga t.d. fyrir þá, sem koma úr Skagafirði og ætla skemmstu leið suður Sprengisand. Hún má umfram allt ekki villa um fyrir þeim, sem ætla að kanna línuleiðir. Ekki er ástæða til að mæla með, að Vatnalijallavegur verði aftur upp tekinn sem síðsum- arslóð. En ef til vill mun kðnn un Vegagerðar sýna að ódýr- ast er að gera veg þá leið nið- ur í Eyjafjörð. Undirstaðan er traust og urðarlandslag þekkja vegagerðarmenn vel, t.d. vest- an af Dynjandihciði. Ókostir vegar um Vatnahjalla fram Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.