Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 14
14
/
TÍMINN
MTÐVTKUDAGUR 29. september 1971
9:0
Síðari leik Tottenham og ÍBK, í
UEFA-CUP, lauk með stórsigri
Tottenham, 9:0 I gærkvöldi. —
Nánar um leikinn á morgun.
FIB
Framhald at bls. 1
þátt í að ógilda kjör nýju full
trúanna tíu.
Yfirlýsing:
„Við undirritaðir, sem kjömir
vorum í stjóm F.Í.B. á landsþingi
félagsins, sem haldið var í Reykja
vík 5. —6. desember 1970, segjum
af okkur stjórnarstörfum í félag-
inu frá og með deginum í dag að
telja.
Reykjavík 28. september 1971.
Konráð Adolphsson
(sign)
Ragnar Júlíusson
(sign)
Jónas Gíslason
(sign)“
Greinargjörð:
„Fyrir landsþing F.Í.B. árið
1970 var þess farið á leit við
okkur, að við tækjum sæti í stjóm
félagsins. Var talið, að félagið
vaeri í öldudal og nauðsynlegt, að
nýir menn tækju sæti í stjórn
þess til þess að reyna að koma
starfsemi félagsins aftur í betra
horf.
Við urðum við þessum tilmæl
um og gáfum kost á okkur til
stjórnarstarfa. Á landsþinginu vor
um við síðan kjömir í stjórn með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Er við hófum störf í stjórninni,
kom brátt í Ijós, að hagur félags
ins var slæmur, ýmsir þættir starf
semi þesg í rannsókn hjá nefnd
um og því opinbera, ennfremur
voru allir reikningar félagsins fyr-
ir árið 1969 undirritaðir með fyr
irvara stjórnar og endurskoðenda.
Félagsmönnum hafði fækkað mjög
og fyrstu mánuði starfstímabils
okkar hélt áfram úrsögnum úr
félaginu.
Hin nýkjörna stjórn F.Í.B. hófst
handa um að reyna að hefja fé-
lagið úr þessum öldudal. Teljum
við, að það hafi tekizt vonum fram
ar. Frá því í marz s. 1. hefur fé-
lagsmönnum aftur tekið að f jölga.
Töldum við því, að við gætum lagt
störf stjórnarinnar undir dóm
landsþings félagsins á þessu ári
og vænzt stuðnings við áframhald
andi uppbyggingu félagsins.
Á síðasta landsþingi, sem hald
ið var á Akureyri 18. — 19. sept.
s.l., virtist hins vegar koma í ljós
meiri áhugi á annarlegum hags-
munasjónarmiðum og valdabrölti
ákveðinna einstaklinga og hópa
innan félagsins, jafnframt því
sem þingið hratt úrskurði stjórn
ar um kjörgengi hluta fulltrúa.
Sýnist okkur áhugi þingsins
AKURNESINGAR
Vantar börn til að b«ra út Tímann. Upplýsingar
að Jaðarsbraut 9, sími 1771.
Guðmundur Björnsson.
Viljum ráða
nokkra smiði í byggingavinnu. Frítt fæði og upp-
mæling. Upplýsingar í síma 93-6115 og 93-6234,
eftir kl. 7 á kvöldin.
Aðalbókara vantar
nú þegar. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn
í síma 24, Þórshöfn.
Kf. Langnesinga, Þórshöfn.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir sendi ég öllum vinum og vanda-
mönnum, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum,
hlýjum kveðjum, gjöfum, skeytum og blómum, í til-
efni 80 ára afmælis míns 20. september síðastliðinn.
Kær kveðja. Lifið heil.
Sigurlaug Sigurðardóttir,
Litla-Kambi, Breiðuvík.
FaSir okkar
Davíð Júlíus Björnson
frá Þverfdli,
tll heimllls að Nýbýlavegl 16, andaðlst að Borgarsjúkrahúsinu 27. þ.m.
Börn hins látna.
hafa beinzt meira að slíkum mál
um en aknennum hagsmunamálum
íslenzkra bíleigenda.
Þessi meirihluti fulltrúa á lands
þinginu er skipaður sömu mönn-
um, sem áður kusu okkur til
trúnaðarstarfa fyrir félagið.
Þar með virðist augljóst, að við
njótum ekki lengur traust þeirra.
Þess vegna teljum við okkur ekki
fært að sitja lengur í stjórn félags-
ins.
Við álítum, að F.Í.B. sé neytenda
samtök, sem eigi að berjast fyrir
hagsmunum hins aimenna bileig-
enda hvar í flokki sem menn standa
og hjá hvaða tryggingafélagi, sem
menn tryggja bíla sína. Jafnframt
á það að berjast fyrir bættri skipan
umferðamála almennt. Engin ann-
arleg sjónarmið mega ráða starf-
semi þess, Þannig að hagsmunir
einstakra félagsmanna og hópa
þeirra séu metnir meira cn hags-
munir heildarinnar. Meðan svo er
teljum við F.Í.B. ekki geta rækt
hlutverk sitt sem málssvara ís-
lenzkra bíleigenda.
Hins vegar er það von okkar, að
þeir tímar komi, að Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda ;beri gæfu til að
standa öruggan vörð um hagsmuni
hins almenna bileigenda á íslandi."
Tveir stjórnarmenn eftir.
í aðalstjórn FÍB eiga að vera
fimm menn, og eru tveir nú eftir,
en það eru Guðmar Magnússon,
verzlunarmaður og Guðmundur
Jóhannsson fyrrverandi póstfull-
trúi á Selfossi. í varastjóm eru
Karl Valdimarsson, vörubifreiðar-
stjóri og Sigurður Mar vélstjóri.
Einar Ágústsson
FramhHd af bls. 1
sjálfs og í samræmi við þá fyrir-
vará, er íslendingar hefðu gert,
er þeir gerðust stofnaðilar að
Nato, og þeim yfirlýsingum um
tímabundna dvöl erlends hers á
íslandi, er gefnar voru, er varnar
samningurinn var gerður við
Bandaríkin 1951. Sagði Einar að
Sir Alec hefði ekkert tjáð sig um
afstöðuna til þessa máls og að-
eins hlustað á skýringar sínar.
í gær, mánudag, átti Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra, við
ræður við Maurice Schumann, ut-
anrikisráðherra Frakka. Gerði
hann honum grein fyrir stefnu
íslenzku ríkisstjórnarinnar í land-
helgismálum og fór þess á leit,
að franska ríkisstjórnin beitti
áhrifum sínum innan Efnahags-
bandalags Evrópu til að styðja
að því að ísland gæti náð viðun-
andi viðskiptasamningum við
bandalagið, á þeim grundvelli,
sem þegar lægi fyrir. Sagði Einar,
að ráðherrann hefði engin fyrir-
heit gefið, en hlustað með vin-
semd á mál sitt.
Á morgun, miðvikudag, kl. 11
á Einar Ágústsson, viðræður við
Walter Scheel, utanríkisráðherra
Vestur-Þýzkalands. Síðdegis mun
hann svo áivarpa Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna. Verður
ræða Einars birt í fimmtudags-
blaði Tfmans.
Einar Ágústsson kvaðst hafa
farið þess á leit við sendinefnd
Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóð
unum, að honum gæfist kostur á
að ræða við Andrei Gromyko. ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna.
Enn hefðu engin svör borizt við
þeirri málaleitan.
Einar kvaðst halda heim á föstu
daginn og koma til íslands aðfara-
nótt eða að morgni laugardags.
Tímanum barst í gær svohÞóð-
andi fréttatilkynning frá nkis-
stjórninni:
„Mánudaginn 27. þ.m. gekk
sendiherra Bretlands á fund Pét-
urs Thorsteinssonar, ráðuneytis-
stjóra utanríkisráðuneytisins, og
afhenti groinargerð frá brezku
ríkisstjórninni varðandi fyrirhug-
aða útfærslu fiskveiðilögsögu fs-
GAMLA BIO
Sim! 114 75
LYLAH CLARE
Ný bandarísk litkvikmynd, sem gerist í Hollywood.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5 og 9.
lands. Sama dag gekk þýzki sendi
herrann á fund ráðuneytisstjóra
og afhenti greinargerð frá ríkis-
stjórninni í Bonn um sama efni.
í greinarg. þessum er tekið
fram, að áðurnefndar ríkisstjórn-
ir telji einhliða útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar ekki samrýmast
alþjóðaiögum og einnig er mót-
mælt skoðunum íslenzku ríkis-
stjórnarinnar um gildi á samning
um fslands frá 1961 við nefnd
tvö ríki varðandi 12 mílna fisk-
veiðimörkin. Hins vegar lýsa báð-
ar ríkisstjómirnar sig reiðubúnar
til þess að halda áfram viðræðum
um þessi mál. Má búast við að
þær viðræður hefjist áður en
langt um liður.“
Þjóðleikhúsið
Framhald af bls 2.
Brechts og Josephs von Stem-
berg.
Hann varð að flýja til Sviss
undan ofsóknum nazista árið
1939 og leikrit hans, Höfuðsmað
urinn í Köpenick, var bannað í
Þýzkalandi á valdatíma Hitlers.
Frá Sviss fór hann til Bandaríkj
anna og dvaldist þar meðan á síð
aðri heimsStyrjöldinni stóð.
Helztu leikrit Zuckmayers eru:
Ilöfuðsmaðurinn frá Köpenick,
HerShöfðingi djöfnlsins (1946),
Nóttin kalda (1955), og Ilinir
makalausu (1964): Hann hefur
auk þess skrifað mörk kvikmynda
handrit t. d. að hinni þekktu
kvikmynd „Bláa englinum", sem
gerði Marlene Dietrich fræga á
sínum tíma og Rembrandt mynd
inni, sem Alexander Korda gerði
með Charles Laughton í titilhlut
verkinu.
Leikritið Höfuðsmaðurinn frá
Köpenick, er byggt á sannsöguleg
um atburði, sem var aðhlátursefni
um allan heim á sínum tíma. Leik
urinn fjallar um gæfulítinn tugt
húsmann að nafni, Wilhelm Voigt.
Afbrot hans var að vísu mjög lít-
ið, en refsingin að sama skapi
hörð. Út úr varðhaldinu kemur
hann vegabréfslaus og án vega-
bréfs fær hann hvergi atvftinu. Þá
grípur hann til þess ráðs að kaupa
sér gamlan og snjáðan höfuðs-
mannsbúning, stöðvar prússneska
hersveit og lét hana í nafni þess
búnings hertaka ráðhúsið í Köpen
ick — til þess að komast yfir
vegabréf. En margt fer öðru
vísi en ætlað er og leikslok verða
óvænt og spennandi.
Rétt er að geta þess að leikur
þessi nýtur mikilla vinsælda um
þessar mundir og er nú sýndur
bæði £ Danmörku og í Sviþjóð og
í Þjóðleikhúsi Breta, þar sem
hinn heimsþektki leikari Paul
Scofield leikur aðalhlutverkið.
Á víðavangi
yfir leið úr botni Eyjafjarðar-
dals eru einkum tveir: 1) há-
lcndiskaflinn er 10 km. lengri,
2) á milli 300 og 800 m. hæðar
y.s. verður ekki komizt hjá
miklum sneiðingum, sem
lengja heildarleiðina.
Aftur á móti er jafn halli
inn Eyjafjarðardal nálægt 1/25
og að ýmsu leyti sæmilegt veg-
arstæði fyrir upphlaðinn veg,
þótt ófær sé sem öræfaslóð og
bæði Vatnahjalli og Hólafjall
hafi verið tekin fram yfir í
þeim tilgangi.
Evjafjarðardalur er þröngur,
svo að athuga þarf, hversu
fara mundi um nábýli raflínu
og vegar. Afla þarf upplýsinga
um snjóflóðahættu f dalbotn-
inum, t.d. með stikum. Það er
sameiginleg könnun fyrir veg
og línu.
Þótt ekki verði talið nauð-
synlegt að gera veginn, áður
en orkuveitulína er reist, er
engu að síður áríðandi að gera
heilsteypta langtíma áætlun
hér að lútandi.“ — TK
Slagsmál
Framhald af bls. 16.
á staðnum, en á dansleiknum
og utan við samkomuhúsið log
aði allt í slagsmálum. Lögreglú
mennimir era Hrá Ólafsvík,
Stykkishólmi og Grundarfirði.
Ekki var beinlínis ráðizt á
lögreglumennina, en þeir
stóðu í eldlínunni þar sem
harðast var barizt og fengu þá
margan pústurinn. Talið er að
milli 400 og 500 manns hafi
verið samankomnir á Amar-
stapa, en samkomuhúsið tekur
150 manns.
Engin alvarleg meiðsli urðu
á fólki og hefur enginn verið
ákærður fyrir óspektir og
taka lögregluimennimir þvf
með mestu stillingu að þeir
vom barðir og fötin rifin utan
af þeim og bíll þeirra skemmd
ur.
Sendinefnd
Framhald af bls. 2.
aðildarríkja Atlantshafsb^nda-
lagsins, sem eftir era og til Japan
og Sviss.
Á fslandi mun sendinefndin
ræða við^ ríkisstjórnina, sitja boð
forseta fslands að Bessastöðum
og boð ríkisstjórnarinnar.
Erlent yfirlit
Framhald af bls. 9.
Það höfðu keisararnir heldur
ekki í reynd áður. Hultverk
þeirra var fyrst og fremst að
vera trúarleiðtogar. Þeir voru
eins konar páfar eða yfirbisk-
upar Shinto-trúarinnar, sem
áður var hin opinbera trú i
Japan samkvæmt lögum lands-
ins. Stjórnarskráin 1946 inn-
leiddi trúarbragðafrelsi og af-
nám Shinto sem ríkistrúar-
brögð. Þau eru þó eftir sem
áður aðaltrúarbrögðin og keis-
arinn er áfram æðsti maður
þeirra. Vegna hins trúarlegg
hlutverks keisaranna hefur
jafnan verið lögð áherzla á, að
þeir væru tákn follkomnunnar og
fagurs lifernis. M.a. af þeim
ástæðum hafa þeir lagt stund
á vfsindi og ljóðagerð. Hirohito
hefur reynt eftir megni að
samræma þetta hinum nýja
stíl, sem hann hefur orðið að
temja sér að undanförnu. Ótvi
rætt hefur honum tekizt vel í
þeim efnum. Hinir nýju vald-
hafar Japans kunna líka ber-
sýnilega vel að meta það. Hið
nýja Japan mun ekki loka keis-
ara inni sem helgidóm, heldur
láta hann ferðazt og kynna
Japan. Það er táknrænt um
þær breytingar, sem orðið hafa
f Japan í stjórnartíð Hirohitos.
Þ.Þ.
\