Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 16
I Miðvikudagur 29. sept. 1971 Hasshundur væntanlegur í október EB-Reykjavík, þriðjudag. Þá líður óðum að því, að hinn margumtalaði hasshund- ur komi hingað til lands og ljóstri upp um þá, sem reyna að smygla kannabisefnum inn í landið. Samkvæmt upplýsingum Jóns Thors, deildarstjóra í dóms- málaráðuneytinu, var Þor- steinn Steingrímsson, lögreglu- maður í Reykjavík, sendur í byrjun þessa mánaðar í þjálf- unarstöð á Bretlandi, þar sem hann er nú í þjálfun með hass- hundinn. Tekur þessi þjálfun 6—8 vikur, og er því reiknað með, að Þorsteinn komi aftur til landsins með hundinn seint í næsta mánuði. Kosið um sameigin- lega bæjarstjórn á ísafirði og í Eyrar- hreppi OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Á sunnudaginn, 3. okt. verða sveitarstjórnarkosningar á fsa- firði og í Eyrarhrcppi, hinar fyrstu eftir sameiningu sveitar- félaganna. Alls eru 1780 á kjör- skrá. 1560 á ísafirði og 220 í Eyrarhreppi, sem var. Fimm listar eru boðnir fram, cða jafnmargir og þingflokkarnir eru. Kjörnir verða sjö fulltrú- ar, en það er sama tala og bæjarfulltrúar á fsafirði hafa verið til þessa. í gærkvöldi var haldinn fram boðsfundur á ísafirði, þar sem fulltrúar allfa flokka leiddu saman hesta sína. Var fundur- inn mjög fjölmennur, en hon- um var útvarpað fyrir vestan. Var funduhinn hinn fjörugasti, en þar töluðu fimm manns frá Framsóknarflokknum, þrír frá Alþýðubandalagi, fjórir frá Al- þýðuflokki, fjórir frá Sjálfstæð isflokki og þrír frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Á lista Framsóknarflokksins eru fimm efstu menn þessir: Theodór Norðkvist, Barði Ólafs son, Guðmundur Sveinsson, Eiríkur Sigurðson og Guðrún Eyþórsdóttir. Hassreykingar á Keflavíkurflugvelli OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Lögreglunni á Keflavíkur- f'ugvelli var fyrir nokkru til- kynnt um stúlku, sem var held ur illa á sig komin og tæpast með meðvitund. Við læknis- skoðun kom í ljós, að stúlkan var undir áhrifum eiturlyfja, og einnig hafði hún drukkið áfengi. Við rannsókn málsins kom í ljós að stúlkan hafði verið í samkvæmi með tveim varnar- iiðsmönnum og þar var reykt hass. Fannst ofurlítið magn af þvi í fórum mannanna. Er nú málinu lokið með dómssátt. Var öðrum mannanna gert að greiða 8 þús. kr. en hinum eitt >' 'að minna. Ekki kom fram að menn þessir hefðu selt hass. Nú er tími hrossarétta á þeim stöðum á landinu, þar sem hrossum er smalað af fialli. Mestu hrossaréttirnar eru í Húnavatnssýslum og Skagafirði, og á laugardaginn var réttað í Laufskálarétt í Hjaltadal. Þar var baeði margt um hross og menn, og hér á myndinni sjáum við þegar hrossin voru rekin í réttina norður í 'Hjaltadal. (Tiimamynd Stefán Pedersen) BYRJAÐ A UPPSETNINGU Á VÉLUM BLAÐAPRENTS Ráðgert er að hægt verði að hef ja prentun um miðjan nóvember. KJ—Reykjavílt, þriðjudag. Fjögur dagblaðanna í Reykjavík, Tíminn, Þjóðvilljinn, Alþýðublaðið og Vísir stofnuðu fyrir nokkru lilutafélagið Blaðaprent. í því skyni að festa sameiginlega kaup á offsetprentvél til prentunar á öllum daghlöðunum fjórUm. Vélin er nú komin til landsins, og hefst uppsetning hennar á rnorgun. Blaðaprent h.f. hefur fest kaup á húsnæði fyrir starfsemi sína að Síðumúla 14. Fær fyrirtækið þar til umráða alla 1. hæð hússins. í bakhúsinu verður prentvélin og það sem henni tilheyrir, en í þeim hluta hússins, sem snýr að götunni, verða setjarasalir og þar íer umbrot einnig fraim. Verða setjarasalirnir tveir og aðskildir, þannig að hægt verður að vinna við tvö blöð í einu, og búa þau til prentunar. Prentvélin er bandarísk ,rota- tion“ offsetprenlvél, og kostaði hún ásamt setjaravélum og öðrum nauðsynlegum útbúnaði u;m 23 milljónir króna. í prentsmiðju Blaðaprents verður ekkert blý not að, heldur verður uim að ræða svokallaða filimusetningu. ■ Byrjað verður að koma vélun ■ um fyrir næstu daga, og eru er- a lendir tæknimenn koimnir hingað til lands í því skyni. Er ráðgert að hægt verði að hefja prentun ■ hjá Blaðaprenti um miðjan nóvem ■ ber, en að undanförnu hefur ver a ið, og er reyndar enn, unnið að _ því að innrétta húsnæðið við Síðu múla fyrir þessa starfsemi. Jafnframt því sem blöðin fjögur ■ verða prentuð þama, hefur dag- ■ blaðið Vísir fest kaup á efri hæð _ hússins, og mun flytja þangað ■ með ritstjórnarskrifstofur sínar, ■ um leið og offsetprentvélin verð a ur tekin í notkun. _ Hver drap tryppið ? OÓ—Rcykjavík, þriðjudag. Aðfaranótt sunnudags s. ekið á tryppi á veginum á mótk vfð Hvamm í Holtahreppi S Skagafirði. Sá, sem ók bílnuml. kom heim að Hvammi og vakti bóndann þar upp og bað liann að aflífa tryppið. Fór bóndi með manninum, en þegar þeir komn að slysstaðnum var trypp ið dautt. Bíllinn var talsvert skemmd ur eftir áreksturinn. Var hann dældaður að framan og fram rúðan brotin. Við tryppið var ekki annað að gera en drösla því út fyrir vegarkantinn. Bíl- stjórinn sagði bónda að hann væri á leið suður, en kvaðst mundu koma við á Sauðárkróki og tilkynna lögregluimi um atburðinn, en tryppið var i eigu annars bónda í Skagafirði. Skemmst er frá að segja, að bílstjórinn kom aldrei til yfir valda á Sauðárkróki en bónd inn í Hvammi þekkti ekki mann inn. Er viðkomandi bílstjóri beð inn að hafa samband við um- ferðardeild rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík eða lögregl una á Sauðárkróki sem fyrst. Allt logaði í slags- málum á Arnarstapa OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Það skcði svo sem ekkert markvert á þessum dansleik öðrum dansleikjum fremur, sem haldnir hafa vcrið á Snæfells nesi í sumar, sagði fulltrúi sýslumanns í Stykkishólmi, er hann var inntur frétta af dans leik sem lialdinn var á Arnar stapa s. I. laugardagskvöld, þar sem lögregluþjónar voru barð ir og föt þeirra rifin utan af þcim og rúða brotin í nýjum lögreglubíl. Þar að auki voru margar rúður brotnar í sam- komuhúsinu. Fimm lögreglumenn voru á staðnum og voru þeir illa út leiknir eftir að liafa gert sitf bezta til að halda uppi regiv Fraíiihíild á 14. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.