Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. september 1971 TIMINN 11 20.05 Sendiráðin nýtt betur Öllum, sem á annað borð hugleiða efnahagsmál, er ljóst, að aðalvandamál, og raunar er öll efnahagsþróun undir því komin, að reynt sé á hverju ári að draga úr vöru- ikiptahalla. Á því byggist öll jákvæð þróun. Nú ætti flest- um að vera ljóst, að iðnaður er kjörorð, sem efnahagsþróun in byggist á. Og það verður víst að viðurkennast, að það er ekki ný speki. Að því hefur verið staðið lengi. En nú er það brýnna en nokkru sinni fyrr. Ef við lítum á yfirstand- andi ár, þá er það staðreynd, sem ekki verður gengið fram hjá, að vöruskiptahallinn er óhagstæður, sem nemur meira en tveimur milljörðum. Og þá er komið að því, hvernig hægt er að koma í veg fyrir vöruskiptahalla. Þetta er stór spurning, en þarf allrar athygli við. Eins og nú er, þega- samdráttur er í sjáv- ariðnaði, þá er það stóra spurn ingin hvað getur komið í stað- inn. Ef við hugum fyrst að út- flutningi, þá er það mál mál- anna, að reynt sé að flytja sem >mest út. Og þá eðlilega að finna markaði, sem gætu stækkað með hverju árinu sem liði. Og þá er ég kominn að því, sem ég tel mest áríðandi. Það þarf að setja upp söluskrifstof- ur í hverju einasta sendiráði, sem við rekum. Þarna gætu verið stöðugar vörusýningar, og stórum fyrirtækjum boðið að sjá hvað er efst á baugi hverju sinni. Eins og málum er háttað hjá okkur, þá er þetta þjóðamauðsyn. Með því að stækka sölumarkaðinn, þá get- um við skapað varanlegri og árvissari atvinnuvegi. Bifreiðaverksmiðjur á íslandi Ef litið er á innflutninginn, þá hefur mér komið til hugar að venda um í bifreiðainn- flutningi, þannig að verksmiðj- urnar yrðu hér til staðar. Það yrði að því geysilegur gjaldeyr- issparnaður. Það er nú ljóst, að sam- dráttur verður allverulegur í sjávarafla þetta árið, ef miðað er við næsta ár á undan, en það ár var metár. Þess vegna er það ljóst að koma þarf fleiri stoðum undir atvinnu- vegina, en nú er. Ýmsar iðn- greinar eru, sem þarf að hlúa að, og eitt atriði er, sem eng- inn gaumur hefur verið gef- , inn, en er fullrar athygli vert, { þ. e. bifreiðasmíði. Þegar j tekið er til athugunar allur sá j gjaldeyrir, sem fer í bifreiða- | innflutning, þá má það heita i dálítið sérstætt að þetta mál • skuli ekki komið á einhvern rekspöl. Ef við lítum til ann- arra þjóða, getum við til dæm is litið til ítala, sem framleiða bílategundina Fíat. Þeir komu og eru að koma upp bifreiða- verksmiðjum í Sovétríkjunum. Þess vegna, ef við lítum í eigin barm, ættum við að fá ein þrjú, fjögur umboð. til að setj ast hér að með það í huga að reisa verksmiðju sem gæti framleitt u.þ.b. 1000 bíla hvert á innlendan márkað. Það mætti dreifa þessum verk- smiðjum um landið, með byggðajafnvægi I huga, því eðlilega getur það verið vara- söm þróun að setja verksmiðj- urnar allar á suðvestur homið. Vissulega þarf málið undir- búnings við og væri til dæmis athugandi að auglýsa eftir lær- lingum sem myndu þjálfa sig hjá erlendum verksmiðjum sem hingað kæmu. Þessar verk smiðjur þurfa að mestu leyti að vera í eigu fslendinga. En það mál þarf athugunar við. Sem sagt, iðnaður er kjörorð okkar í dag, og við það þurfum við að standa. Steinar Benediktsson. JÓN E RAGNARSSON LÖGMAÐUR Lögmannsskrifstofa, Laufavegi 3 Sími 17200 IGNIS BÝÐUR ÚRVAL OG & NÝJUNGAR 12 stærðir við allra hæfi, auk þess flestar fáanlegar í viðarlit k Rakagjafi er tryggir langa geymslu viðkvæmra matvæla. k Sjálfvirk afhriming ér vinnur umhugsunarlaust Djúpfrystir, sérbyggður, er gefur ■+• 18° 25° frost. k Ytra byrði úr harðplasti, er ékkl gulnar með aldrinum. k Fullkomin nýting alls rúms vegna afar þunnrar einangrunar. Kæliskáparnir með stilhreinum og fallegum linum ★ IGNIS er stærsti framleiðandi & kæli- og frystitækjum í Evrópu. k Varahluta- og viðgerðaþjónusta. A RAFIÐJAN SÍMI: 19294 RAFT0RG SIMI: 26660 Miðvikudagur 29. september 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.30 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8,30, 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sólveig Hauksdóttir lýkur lestri sögunnar „Lisu f Undralandi“ eftir Lewis Carroll í þýðingu Halldórs G. Ólafssonar (15). Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna kl. 9.05. Tilkynn ingar kl. 9.30. Létt lög leik- in milli ofangreindra tal- málsliða, en kl. 10.25 Kirkju- leg tónlist: Albert de Klerk leikur á orgel verk eftir Zipoli, Buxtehude, Couperin og Corrette. Drengjakórinn f Vín syngur andleg lög við undirleik sin- fóníuhljómsveitarinnar þar í borg: Friedrich Brenn stj. (11.00 Fréttir) Skozk tónlist og írsk: Hljómsv. Philharmo- nia leikur „Skozku sinfónf- una“ eftir Mondelssohn. John Mc Cormack syngur írsk lög. Gerald Moore leik- ur undir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 12.50 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Hótel Ber- lín“ eftir Vicki Baum Jón Aðils les (20). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 íslenzk tónlist: a. Konsert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal. Sinfónfu- hljómsveit Islands leikur; Proinnsias O’Duinn stj. b. Sönglög eftir Jóhann ó. Haraldsson, Stefán A. Kristjánsson, Pál tsólfsson og Bjarna Böðvarsson. Ólafur Þ. Jónsson syngur; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. c. Konsert fyrir fagott og hljómsveit eftir Pál P. Pálsson. Hans Ploder Franzson og Sinfónfu- hljómsveit islands leika; höfundur stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Vantar erindi 16.40 Log leikin á básúnu 17.00 Fréttir. Slavncsk tónlist 18.00 Fréttir £ ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mðl Jón Böðvarsson menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Þróun fslenzka kaupskipa- flotans Baldur Guðlaugsson ræðir við Magnús Gunnarsson. 20.20 Einsöngur: Teresa Stich Randall syngur aríur eftir Mozart með unchr leik hljómsveitar Tónlistap-' skólans í París; André Cluyt- ens stjómar. Sumarvaka a. Stóðréttardagur í Hrina- vatnssýslu Dagur Bryniúlfsson les frá sÖguþátt eftir Steingrím Sigurðsson. b. Kvæði eftir Tryggva Emi’sson Adolf Petersen les. C. fslenzk einsöngslög Sigurður Björnsson syng- ur lög eftir Árna Thor- steinson. Jón Nordal leik- ur undir á píanó. d. Diákninn og galdramað- urinn Sigrún Björnsdóttir les Þátt pftir Odd Björnsson. e. f göncrrm og réttum á Ytri- og Fremri-Laxárdal Baldur Pálmason les úr tveimur frásöguþáttum Þorbiörns Björnssonar frá Geitaskarði. Útvarpsvngan: „Prestur og morðingi” eft’r Erkki Kario Baldvin Halldórsson les (4). Fréttir. Vrðurfregnir. Frá Ceylon Magnús Á. Arnason listmál- ari segir frá (6). 22.45 Nútímntónlist Halldór Haraldsson kynnir verk eftir Karlheinz Stock- hausen (3. þáttur). Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 21.30 22.00 22.15 23.40 MMMMHliililimiiiiifiiiimiiiiiiiiiliillillilliiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiilliiiitiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiliiliinimtiliiiiiiiiiiiliiiliiiiiiiiillMlMlilliiilimii WHAT WILL YOU PO MIÐVIKUDA(J|UR 29. septembrr 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi Öryggi í umferð Hættulegur hávaði TunglbQlinn Lunar-Rover Veðurdufl í stað veðurskipa Umsjónarmaður: Örnólfur Thorlacius. 21.00 Á jeppa um hálfan hnötíinn Áttundi og síðasti áfangi ferðasögunnar um leiðang- ur milli Hamborgar og Bombay. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.30 Síðustu dagarnir f Dolwyn-þorpi (The Last Days of Dolwyn) Brezk bíómynd frá árhiu 1948. Leikstjóri: Emlyn Williams. — Aðalhlutverk: Edith Evans og Richard Burton. Þýðandi: Guðrún Jörundsd. Myndin gerist í litlu þorpi í Wales. Fyrirhugað er að þorpið og nágrenni þess fari undir vatn við miklar virkiunarframkvæmdir. Umboðsmaður félagsins, sem að þessum framkvæmdum stendur, kemur í heimsókn, til þess að ganga frá kaup- um á landi og öðrum vcrð- mætum. En margt fer öðru- vísi en atlað er. 23.00 Dag'-krá-’ok. Suðurneslamenn — Má ég koma með Þér? Ég fann bréfið. — Nei, Rex. Það gæti verið hættulegt. — Hvað ætlarðu að gera næst? — Ég verð að finna þessa hringlaga eyju, sem þeir tala um í bréfinu. — Eg ætla að fara til Moda. Þeir vita mest allra íbúa frumskóg- arins um hafið. — Þetta er sannarlega dularfullt. — Viltu iofa því, að segja mér allt um það, hvernig þetta fer? — Auðvitað, Rex. Ef ég kemst að hinu sanna í málinu. Leitið tílboða hjú okkur Látið okkur prenta ' Y’-ir vkkur Fljót afgreiðsla - góð þjónusta UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIMIIIIIUIIIUUMIUUIUIUIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIlllllUIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllimillHlllllllllllllllMIUI Prentsmiðja Baldurs Hólmgeirssonar Hrannargotn 7 — Keflavik___

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.