Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 2
2 TIMINN MTÐVIKUDAGUR 29. september 1971 Þessa viku, eða 27. sept. til og með 3. október, verða til sýnis og sölu í glugga Málarans vlð Bankastræti, ný málverk eftir Freymóð Jóhannesson. Er ætlunin að sýna þar alls 10 málverk, — 5 hverju sinni, og verður skift um myndir síðari hluta vikunnar. 8 myndanna eru málaðar á þessu ári, og þær sem verða til sýnis fyrri hluta vikunnar eru: „Við árhólma Svarf- aðardals", „Gjá á Þlngvöllum", „í Berserkjahrauni*, „Á Seltjarnarnesi" og „Sumarvinir*. Myndin er af einu málverkanna, sem nú er til sýnls. Ungir sjálfstæðismenn vilja „skipulagt samfélag“ EJ-Reykjavík, þriðjudag. 21. þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna var haldið á Akur- eyri um síðustu helgi, og sóttu það rúmlega 130 þingfulltrúar. í ályktunum þingsins segir m.a., að „grundvöllur sjálfstæðisstefn- unnar“ só „frjálsræði fólksins í skipulögðu samfélagi". Hljóti j^sjálfstæðismenn nú að taka föst- um tökum á nýjum viðfangsefn- um og endurmeta afstöðu sína í ljósi nýrra viðhorfa”. í sérstakri ályktun um land- helgismálið leggur þingið ..áherzlu á, að þjóðarcining verði um þær aðgerðir, sem framundan eru í landhelgismálinu“. Segir, að fyrir huguð útfærsla verði að ná til landgrunnsins alls. Þá segir, að það verði „að vera ljóst öllum þjóðum, að íslend- ingar falla ekki frá útfærslu fisk- veiðilögsögunnar". Varðandi varnarmálin segir m. a. í ályktunum þingsins, að það fordæmi stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um varnarmál, þótt viðurkennt sé, að þörfin fyrir varn arliðið og hlutverk þess hljóti að vera sífelldri endurskoðun háð. Þá gerði þingið einnig sérstak- ar ályktanir um skólamál og ferða mannaþjónustu. Ellert B. Schram, alþingismað- ur, var endurkjörinn formaður SUS, en í stjórninni sitja 21 mað- ur. 49 við menntaskólanám í Firðinum og Akranesi EB—Reykjavík, mánudag. Sem kunnugt er var Gagnfræðaskóla Akraness og Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði veitt heimild á s.l. vetri, til þess að starfrækja 1. bekk menntaskóla í skólunum á þessum vetri. Báðir skólarnir nota þcssa heimild. 37 nemendur stunda f vetur menntaskólanám við Flensborgar- skólann og 12 nemendur við Gagiufræðaskóla Akraness. Sigurður Hjartarson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Akraness, skýrði Tímanum frá því, að kennsla væri nú byrjuð í frágreindri mennta- deild í skólanum. Stunda þar 8 piltar menntaskólanám og 4 stúlk ur. Allt er þetta fólk búsett á Akranesi og sparar sér að sjálf- sögðu mikinn kostnað vegna hins nýja fyrirkomulags, þar eð ella hefði námsfólkið þurft að sækja þá menntun er það nú fær f heimabyggð sinni, til Reykjavík- ur og jafnvel til Akureyrar. Sigurður sagði, að kennsla í þessari nýju dj*!ld skólans, færi fram í hinni nýju bókhlöðu Skaga- rr.anna. Þá skýrði Sigurður frá því, að einum kennara, Gunnari Bergmann, hafi verið bætt við kennaralið skólans, vegna þess- arar menntadeildar. Kennsla í nýju menntadeild Flensbórgarskólans hefst 1. okt. n.k. og sem fyrr segir eru 37 í þeirri deild, sem skipt er í tvær bekkjardeildir. Námsfólkið er allt úr Hafnarfirði, að sögn Ólafs Þ. Kristjánssonar, skólastjóra Flens- borgarskólans, og hefur tekið landspróf frá skólanum s.l. vor eða áður, ellegar það kemur úr framhaldsdeild skólans, 5. bekk, eins og slíkar deildir eru almennt kallaðar. Höfuðsmaðurinn frá Köpenick frumsýndur á fimmtudag Fyrsta frumsýning Þjóðleik- hússins á þessu leikári verður n. k. fimmtudag. Þá frumsýnir Þjóð leikhúsið hið þekkta leikrit, Höf uðsmanninn friá Köpenick, eftir þýzka leikskáldið, Carl Zuckmey- er. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, en þýðing leiksins er gerð af Ósk ari Ingiimarssyni. Leikmyndir, sem eru mjög margar og fjölbreytileg ar, eru eftir Ekbehard Kröhn, en hann teiknaði leikmyndir og bún inga fyrir Fástsýningu Þjóðleik- hússins á liðnum vetri. Lárus Ing ólfsson teiknar búninga fyrir Þjóð leikhúsið í Höfuðsmanninum frá Köpenick. Carl Billich stjómar átta manna lúðrasveit, sem tekur þátt í sýningunni. Titilhlutverkið, höfuðsmaðurinn frá Köpenick, er leikinn af Áma Tryggvasyni. Hlut verk í leiknum en> mjög mörg og leika margir fleiri en eitt hlutverk. Flest allir leikarar Þjóðleikhússins taka þátt í þessari mannmörgu sýningu og auk þess allmargir aukaleikarar. Æfingar á leiknum hófust s. 1. vor og undanfarið hefur flesta daga verið tvöfaldar æfingar í leikhúsinu. Leikurinn er í þrem ur þáttum og er skipt niður í 20 atriði. ®%öMncjui:( ie&sins Carl Zuck- niéyer, ér éítt áf þekktústu leik- •skéldum Þjöðverja á þésáaH' öldi Fæddur er hann í Mainz árið 1896 og er því 75 ára að aldri. Sautján ára gerðist hann sjálfboðaliði í fyrri heimstyrjöldinni og barðist á Vesturvígstöðvunum, var sæmd ur jámkrossinum fyrir frækilega frammistöðu, særðist sumarið 1918 sendur heim og skráður óhæfur til herþjónustu. Að stríðinu loknu tók hann mik inn þátt i bóhema- og listamanna lifi Berlínar næsta áratuginn og þá hófst einnig langur og merkur ferill hans sem leikritaskálds, sem náði hámarki með leikritinu Höf uðsmaðurinn frá KöpenUk, árið 1931. Á þessum tímum var Zuck mayer meðal þeirra, er mestan svip settu á hið atkvæðamikla leik húslíf í Þýzkalandi, náinn vinur og samstarfsmaður heimsþekktra leikhúsmanna, sem sem Max Rein hardts, Erwins Piscators, Bertolts Framhald á bls. 14. [HEfinnnB QQ ÍSTUTTUMÁU O# Ferðamálameim«á Austf jörðum JK-Egilsstöðum, laugardag. Eftir ferðamálafund, sem haldinn var á Egilsstöðum nú fyrir skemmstu, ákváðu Flug félag íslands, Hótel Valaskjálf, Egilsstaðahreppur og sérlcyfis hafar, og ’ ;óða fuiltrúum ferða skrifstofanna í Reykjavík hing að austur, til þess að ræða við þá um fcrðamál á Austurlandi. Einnig til að hitta hér menn að máli, sem vinna að ferða- málum. ) Þessi hópur kom á fiffiffifo*dag inn auftur, og um kvöldiðQar haldinn fundur með aðkori'ju- \ mönnunum og fulltrúum Egils staðahrepps, forráðamönnum Valaskjálfar og nýkjörinni ferðamálanefnd. Á fundinum var m. a. ákveðin ein skoðunar fcrð í viku, sem farin verður á laugardögum næsta sumar, umhverfis Lagarfljót og til Seyðisfjarðar. Um kvöldið verð ur svo flogið aftur til Reykja víkur. Munu ferðaskrifstofurn ar taka þessa ferð inn í aug- lýsingabæklinga sína. í gær, föstudag var farið með hópinn í skoðunarferð þessa áður- nefnda leið. Á fundinum á fimmtudags- kvöldið var rætt um ferðamál almennt í fjórðungnum, aðstöðu til að taka á móti ferðamönn um, og hvað helzt sé til úr- bóta í þeim efnum. Hópurinn hélt aftur til Reykjavíkur síð degis á föstudaginn. Námsstyrkir Kvenstúdentafélág íslands hef ur nýlega veitt r.ámsstyrki að upphæð 60.000.00 krónur, sem skiptast þannig: Guðríður Þorsteinsdóttir til náms í lögfræði við Háskóla íslands (lr þús.) Ragna Karlsdóttir til náms í verkfræði í Danmörku (15. þús.). Sigrún Guðnadóttir til nárhs í líffræði við Háskóla íslands (15. þús.). Valdís Bjarnadóttir til náms í húsagerðarlist f Þýzkalandi (15. þús.) (Fréttatilkynning frá Kven- stúdentafélagi íslands.) 666 ökumenn teknir ölvaðir KJ—Reykjavík, mánudag. Það sem af er árinu hafa 666 ökumenn í Reykjavík ver ið teknir fyrir meinta ölvun við akstur, og eru þetta töluvert fleiri ökumenn, en á sama tíma í fyrra, en þá voru þeir orðnir 519. Aftur á móti virðist sem ekki fjölgi þeim ölvuðu ökumönnum, er lenda í umferðarslysum í Reykjavík. Er hlutfall ölvaðra ökumanna sáralítið í yfirlits- skýrslum um orsök árekstra. Sendinefndin frá Einingar- samtökum Afríkuríkja Blaðinu barst í gær fréttatH- kynning frá utanríkisráðuneytmu um heimsókn sendinefndar Eining arsamtaka Afríkuríkja, sem frá var skýrt í Tímanum í gær. f tQ- kynningunni segir m.a.: Dagana 2.—4. október verður í kynningarheimsókn á íslandi sendinefnd frá Einingarsamtöbum Afríkuríkja, er höfuðstöðvar hef- ur í Addis Abeba. Formaður nefndarinnar verður forseti Máretaníu, Moktar ould Daddah. f för með honum verður Hamdi ould Mouknass, utanríkis- ráðherra Máretaníu, og nokkrir aðrir embættismenn þess lands, og auk þess utanríkisráðherra Alsír, A. Bouteflika, utanríkisráð herra Kamerún, J. Kencha, utan- ríkisráðherra Kenya, Dr. N. Mung ai, utanríkisráðherra Mali, Sissoko höfuðsmaður, og utanríkisráðh. Zambíu, E. Mudenda. Ennfremur framkvæmdastjóri Einingarsam- taka Afríkurflcja, Diallo Telli, varaframkvæmdastjóri bandalags- ins, Mohammed Sahnoun, og einn ig framkvæmdítstjóri frelsisnefnd- ar bandalagsins í Der Es Salaam, George S- Mogombe. Sendinefndin hefur undanfarna daga verið í New York og rekið erindi sitt hjá Sameinuðu þjóð- unum, en fer þaðan til Washing- ton, Ottawa, Reykjavíkur, Stokk- hólms, Helsinki, Osló og Kaup- mannahafnar. Sendiför þessi er framhald af hinni svonefndu Kaunda sendiför 1970, þegar farið var til ftalfu, Sambandslýðveldisins Þýzkalands, Bretlands, Frakklands og Samein . uðu þjóðanna, en þjóðhöfðingja- fundur Einingarsamtaka Afríku- ríkja ákvað í október 1970 að sendinefndir skyldu fara til allra aðildarríkja Atlantshafsbandalags ins, Japan og Sviss til að ræða vandamál Afríku og leita stuðm ings. Síðar á að fara til þeirra Framhald á bls. 14. Sambandið gefur út bækling um fóður Innflutningsdeild Sambands isL samvinnufélaga hefur gefið út mjög vandaðan bækling um sam setningu fóðurblanda ásamt ýms um leiðbeiningum um fóðrun. Bæklingi þessum, sem dreift verður til allra bænda á landinu, er ætlað að kynna í smáatriðum samsetningu hverrar fóðurblöndu fyrr sig, bæði þeirra, sem inn eru fluttar frá Fyens Andels-Foder- stofforretning í Danmörku og þeirra, sem blandaðar eru hér af SÍS. Sambandið hefur leitazt við að hafa blöndurnar nægilega margar og fjölbreytilegar til að þær geti hæft við hin margvíslegustu sldl- yrði og mismunandi gæði heima ræktaðs fóðurs. Bæklingurinn er að nokkru leyti litprentaður og hefur Prent- smiðjan Edda h. f. unnið það verk. Það er von útgefenda að upp- lýsinga- og leiðbeiningabók þessi verði bændum handhæg við val rétts fóðurs og beppilega fóður- gjöf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.