Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1971, Blaðsíða 8
f TIMINN MIÐVIKUDAGUR 29. september 1971 Fischer talar í hreinskilni — Ég verð bráðum heims- meistari, jegir bandaríski skák- snillingurinn Bobby Fischer hreint út. Ummæll þessi voru eftir honum hófð fyrir skömmu í júgóslavnesku tímariti, sem nefnist Stai-t, í hreinskilnis- legri grein, sem ber vitni örri skapgerð Fischers. Greinin er fróðleg til lestr- ar og sýnir geysilegt sjálfs- traust skákmeistarans og einnig viðkvæmni hans. Menn hafa mjög velt fyrir sér fram- komu hans, sem er mjög sér- kennileg á stundum. í grein- inni slcýrir hann frá ýmsum staðreyndum, sem varpa ljósi á umhverfi hans og persónu. 30. september n.k. teflir hann við Tigran Petrosjan frá Sovétríkjunum í Buenos Aires um hvor þeirra eigi að ganga á hólm við Boris Spassky nú FULLTRÚI Á RÁOCJAFAR- verandi heimsmeistara í skák. Þeir tefla 12 skákir. — Nú er röðin komin að Petrosjan, fullyrðir Bobby Fischer. Ég er viss um, að ég sigra- hann. Og það verður nú sigur í lagi! Spassky heimsmeistari segist ekki óttast mig, og ég lýsi því yfir á móti að ég skelfist hann elcki heldur, segir Fischer til útskýringar. — Ég kem til Evrópu eins og Paul Morphy á sínum tíma. Hann var frá New Orleans og sigraði alla Evrópumeistarana. Skákferill Morphys stóð að- ÞINGI EVRÓPURÁÐS Ingvar Gíslason ,alþm. hefur ný- ega tekið sæti sem fulltrúi ís- ands á Ráðgjafarþingi Evrópuráðs Strassborg og kemur í stað Ey- teins Jónssonar, sem látið hefur f starfinu. Mun Ingvar einnig egna þeim nefndastörfum innan táðgjafarþingsins, sem Eysteinn íafði með höndum, m. a. í fjár- aganefnd, landbúnaðar- og sjávar- ttvegsnefnd og mennta- og menn- ngarmálanef nd. Ráðgjafarþingið kemur saman til 'ikufundar (haustfundar) hinn 4. ikt. nk. Aðspurður um dagskrá icss fundar, sagði Ingvar Gíslason, að hún væri þegar ákveðin fyrir alllöngu og virtist í fremur þröng- am skorðum. Hann kvaðst fyrir sitt ieyti einkum myndi kanna mögu- ’eika á að fá landhelgismálið tekið il umræðu svo fljótt sem verða mætti, en ekki væru líkur fyrir bví, að málið gæti komizt að á íaustfundinum. V Vi': V i Spassky eins frá 1857 til 1862 — sjúk- dómur og persónulegar aðstæð ur hindruðu frama hans. En Bobby Fischer hyggst vera heimsmeistari í mörg ár. — Takmark mitt er að slá met Emmanuels Laskers, segir Fischer. —Lasker heilt heims- meistaratitilinum í 27 ár. — Ég heiti Robert James Fischer. Ég er atvinnumaður. Ég tefli skák. Það er alvarl’egt mál. Ég kann ekkert annað, en það, sem ég fæst við, geri ég vel. Ég fæddist 9. marz 1943 í Chicago Ég fæddist undir fiskamerkinu. Ég er stór fisk- ur. Ég gleypi stórmeistara, og þá er ég í essinu mínu. Ég ét stórmeistara Sovétríkjanna. — Hina sigra ég einnig. Fischer rifjar upp furðu al- mennings þegar hann sigraði Taimanov og Bent Larsen á eftirminnilegan hátt. — Ég segi aldrei neitt áður en skák hefst. Leikir minir segja allt. Ég tefli betur en Rússar. Taimanov tekur stórt upp í sig og Larsen talar of mikið. Þegar talið berst að loka- keppninni, segir Fischer, að 10.000 dollarar séu ekki nógu rífleg verðlaun. Stórmeistur- um á að borga vel. Ég læt mér ekki nægja smágjafir. Bobby Fischer drepur einnig á einkamál sin. Hann segir frá því þegar faðir hans ýfirgaf móður hans þegar hann sjálfur var tveggja ára gamall. — Ég hef aldrei séð hann, skrifar hann. — Móðir mín sagði mér aðeins, að hann hefði heitið Gerhard og verið af þýzkum ættum. Mamma var kennari í heimavistarskóla. Þegar ég var 13 ára vann ég Donald Byrne í skák. Ég var stoltur þegar ég las í blöð- unum: ,,Það hlýtur eitthvað að verða úr dreng, sem teflir svona!“ Þá var ég búinn að læra rússnesku til að geta bet ur kynnt mér skákfræði. Hann segir, að enginn standi sér á sporði í Bandaríkjunum og að honum sé sama þótt hann hafi verið B.andaríkjameistari átta sinnum. Hins vegar er honum ekki sama hvort innistæðan á bankareikningnum hækkar eða lækkar. Einhvem tíma eignast ég dýrasta bílinn og fallegasta húsið, segir hann. — Það er heimskulegt að hugsa um stúlkur. Strákar eyða bara tíma og peningum í þær. Skák er skemmtileg og gefur auk þess peninga í aðra hönd. Fischer réðst á rússneska meistarann Kotov fyrir að hafa sagt um sig, að það hafi verið heppni, að hann vann Taimanov. — Ég skyldi tefla við Kotov hvar og hvenær sem hann vildi, og gefa honum þriggja leikja forskot, bauð Fischer. Hann skrifaði, að ég væri and- styggilegur, taugaveiklaður og ljótur, munnstór og óásjáleg- ur. — Ég vann Taimanov og Larsen 6:0, og þeir vita ekki hvað til bragðs skal taka. Og þá skrifa þeir, að ég sé skrauf- þurr og óásjálegur. 0- Ég er ekki eins og Petros- jan og Kortsnoj, sem þiggja ja#nteflr“stra5£“eftir 12 leiki, skrifar Fischer. Ég tefli þang- að til kóngurinn stendur einn uppi. Ég veit hvað ég vill. Böm, sem alast upp án for- eldra, verða eins og úlfar. — Ég varð stórmeistari 15 ára gamall, 16 ára Bandaríkja- meistari, og 28 ára gamall er ég sterkasti skákmaður í heimi, og 29 ára gamall verð ég heimsmeistari. Ingvar Gíslason í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hitti undirritaður að máli yfirverkstjórann, Gunn- ar Lorentsson. Sagði hann, að mikil vinna hefði verið í frysti- húsinu frá því að verkfalli yfir- manna á togaraflotanum lauk. Unnið væri alla daga frá 08,00 til kl. 19,00 og fyrripart sumars og í vetur hefði oft verið unnið til kl. 23,00. Þegar leið á sumar- ið minnkuðu aflabrögö og hefur fallið niður vinna 4 til 5 daga nú síðsumars. Framleiðslan hef- ur gengið vel og var búið að framleiða frá áramótum til 1. sept. milli 70 og 80 þúsund kassa, en á sama tíma í fyrra var búið að framleiða 90 þúsund kassa. Afköst í frystihúsinu fara nokkuð eftir tegundum þeim, sem framleiddar eru hverju sinni. T. d. er unnið úr 50 tonnum af slægðum fiski með haus dagl., og er þá miðað við, að framleitt sé að mestu í neyt- endapakkningar. Af karfa vinn- ast nú um 65 tonn á dag og er þá miðað við, að unnið sé frá kl. 08,00 til kl. 19,00. 130 stúlkur vinna að staðaldri hjá frystihúsinu og 40 karlmenn, en á þeim er oft skortur. Sagði verkstjórinn, að um helmingur stúlknanna væri búinn að vinna við frystihúsið síðan það hóf starfsemi sína. Nýting hráefnis taldi hann að væri góð. Flaka- nýting á þorski væri um 42%, þá ekki talinn marningur og ekki heldur þunnildi. Flakanýt- ing á karfa taldi hann að væri 22% til 28% og flakanýting á ýsu væri um 28%. Forföll úr vinnu taldi hann að væru lítil og mæting væri sem sagt mjög góð. Aðstaða til löndunar er mjög góð og verður sjálfsagt ekki langt að bíða, Þar til ekki verða notaðir bílar við löndun þar, en aðeins er um nokkra metra að ræða frá bryggjubrún til fisk- móttöku. Eins og er, er fiskmóttakan í það knappasta og verður, þegar stórir farmar koma, að láta fisk- inn í annað hús til geymslu, og er það mjög til óhagræðis. Ekki taldi Gunnar, að til stæði að all- ur fiskur yrði látinn í kassa um borð í skipunum og stendur það sjálfsagt í sambandi við það, að breyta þarf móttökunni um leið, og kassakaup eru fjárfrek. ís- renna er úr geymslu til skips, og þann dag, sem undirritaður var staddur þarna í húsinu, var verið að setja ís um borð í skip. Veðri var þannig háttað, að ausandi rigning var, og fannst mér það spilla mjög, að rigna skyldi í ísrennuna. Þetta er ein- falt að laga, en þyrfti samt, ef vel á að vera. Umhverfi hússins er að kom- ast í gott horf og þarf ekki stór- átak til að það verði til fyrir- myndar. Umhverfið er að mestu malbikað og grasreitir á milli, en sáning mistókst vegna veðurs og verður úr því bætt þegar aðstæður leyfa. Útgerðarfélag Akureyringa mun vera eitt stærsta fyrirtæk- ið á Akureyri. Auk Þess, sem Fischer Ég er sterkur eins og veggur! og kaldur eins og ísjaki. Petros- \ jan er heimilt að bjóða mér upp á dauðar og leiðinlegar i stöður. — Ég skal trompa hann og\ sigra hann, lofar Bobby Fischer, — ég skal éta hann upp til agna. Ég er í fiska- merkinu. Stór fiskur étur minni fisk. - Ég er stór fiskur. Larsen það rekur frystihúsið, er það með saltfiskframleiðslu, neta- verkstæði og aðra þjónustu fyr- ir skipin. Gekk ég um húsakost fyrirtækisins og var umgengni alls staðar til hinnar mestu fyr- irmyndar, hvort heldur var utan dyra eða innan. Hinn nýbyggði vinnusalur er.bjartur og rúm- góður og aðstæður allar hinar beztu til vinnu. Mér sýnist, að um 300 manns muni vinna hjá fyrirtækinu að jafnaði, af þeim fjölda eru senni lega um 120 sjómenn. Við það, að skipin hafa land- að að staðaldri heima, hefur skapazt atvinna fyrir stóran hóp fólks og er ekki um fólksvand- ræði að ræða hjá þessu fyrir- tæki. Nú stendur til að byggð verði tvö skip í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Ú.G.A. Vonandi verður hún þeim vanda vaxin. Mörg fyrirtæki önnur skapa mönnum góðar tekjur á Akur- eyri, en Útgerðarfél. og Slipp stöðin eru einna stærstir at- vinnurekendur fyrir utan sara- vinnufyrirtækin, sem eru í mörg ; um smærri einingum. Nýbygg- { ingar eru margar og mikii J gróska í íbúðarhúsabyggingum. \ Mjög er til fyrirmyndar, hvað J hafnaryfirvöld hafa gert fyrir smábátaeigendur, svo að þeir geti haft báta sína í öruggu lægi. Ingólfur Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.