Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 1
226. tbl.
— Miðvikudagur 6. október 1971 —
55. árg.
Verkamaður gaf RKÍ
100 þúsund krónur
í Pakistansöfnunina
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
f gær barst Rauða krossi fs-
lands eitt hundrað þús. kr. gjöt
í Pakistansöfnunina, frá verka-
manni, sem ekki vill láta nafns
síns getið. Verður send þurr-
mjólk til Indlands fyrir þessa
sjöf.
í fréttatilkynningu frá Rauða
krossinum um þessa höfðinglegu
gjöf, segir:
„Gjöfinni fylgdi svohljóðandi
ávarp:
„Ég vil hvetja menn til þess
að neita sér um skemmtanir og
glasaglaum í í það minnsta eina
viku og láta þá peninga í Pak-
istansöfnunina. Það gæti orðið
álitleg upphæð og bjargað
nokkrum börnum frá hungur-
dauða.“
Það skal tekið fram, að Þegar
hafa verið gerðar ráðstafanir
til sendingar þriggja smálesta
þurrmjólkur til Indlands fyrir
þessa f járhæð og nokkrar minni,
sem borizt hafa undanfarna
daga. Stjórn Rauða kross ís-
lands færir gefendum þakkir
fyrir örlæti þeirra.
Nú þegar hefur verið geng-
ið frá sendingu á 12 smálestum
af þurrmjólk, sem kosta við
brottför af landinu um kr. 600.
000.— Er stjórn Rauða kross-
ins mjög þakklát flugfélögunum
BEA, Flugféiagi íslands og Loft
leiðum, fyrir þá dýrmætu að-
stoð, sem þau hafa veitt við að
koma hjálparsendingum þessum
til London."
þokast áíram
OÓ—Reykjavik, þriðjudag.
Rætt var um einstök atriði
kröfugerðar launþega á samn-
ingafundi fulltrúa Alþýðusam-
bands íslands og vinnuveitenda
í dag. Var annar fundur boðað-
ur eftir vikutíma.
í dag var einnig haldinn fund-
ur með fulltrúum Verzlunar-
mannafélags ReykjaVíkur og
Landssambands verzlunarmanna
og fulltrúum vinnuveitenda, og
lögðu verzlunarmenn fram kröf-
ur sínar. Gert er ráð fyrir all-
miklum breytingum á flokka-
skipan. Hafa verið skipaðar
nefndir til að fjalla um einstök
atriði kröfugerðarinnar.
Þá eru einnig starfandi
nefndir, sem skipaðar hafa ver-
ið síðustu daga, til þess að fjalla
um einstök atriði kjarasamning-
anna, eins og orlofsmál, vinnu-
tíma, skipan í launaflokka og
fleira.
Sjómannasambandið lýsir
yfir eindregnum stuðningi
við útfærslu landhelginnar
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Á ráðstefnu Sjómannasam-
bands íslands, sem haldin var
í Reykjavík á sunnudaginn, var
einróma samþykkt ályktun um
að lýsa yfir eindregnum stuðn-
ingi við ríkisstjórnina um út-
færslu fiskveiðilandhelginnar,
og einhug þjóðarinnar í málinu
fagnað.
Hér á eftir fer fréttatilkynn-
ing frá ráðstefnunni.
,,Á ráðstefnunni voru mættir
um 20 menn víðsvegar að af
landinu. Talið var sjálfsagt að
óska lagfæringar á bátakjara-
samningunum og segja þeim
upp ef með Þarf, til þess að
nauðsynlegar breytingar fáist.
Til þess að móta kröfur voru
eftirtaldir menn kjörnir:
Jón Sigurðsson Reykjavík, Pét
ur Pétursson Hellissandi,
Tryggvi Helgason Akureyri,
Jónatan Aðalsteinsson Vestm.-
eyjum, Jón Kr. Ólsen Keflavík,
Björgvin Sigurðsson Stokkseyri,
Óskar Vigfússon Hafnarfirði,
Sigfinnur Karlsson Neskaupstað.
I trausti þess, að Vestfirðingar
yrðu með, var samÞykkt, að Pét-
ur Sigurðsson ísafirði yrði einn-
ig með í nefndinni.
Á ráðstefnunni var allmikið
rætt um þann óhemjumikla neta
fjölda í sjó frá einstökum bát-
um, er tíðkazt hefir hin síðari
Framhald á bls. 6.
Urslit kosninganna í Fær-
eyjum geta komið á óvart
Margir veðja á Zacharias Wang
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Úrslit kosninganna í Færeyjum lágu ekki fyrir, þeg-
ar blaðið fór í prentun um miðnætti. Kjörstaðir voru
opnaðir kl. 10 í morgun að íslenzkum tíma og kosningu
lauk kl. 19. Búizt var við, að kosningaþátttaka yrði meiri
en venjulega er í þingkosningum, vegna þeirra áhrifa,
sem úrslitin kunna að hafa á myndun ríkisstjórnar í
Danmörku. Færeyingar fengu ekki gott kosningaveður;
rok var og rigning þar í dag.
Rúmlega 23 þúsund manns hafa
kosningarétt í Færeyjum við þing-
kosningar, en þá er kosningaaldur-
inn 21 ár, en við lögþingskosningar
20 ár.
Ekki hafa farið fram neinar skoð-
anakannanir í Færeyjum fyrir þess-
ar kosningar, en hins vegar hafa
farið fram prófkosningar í skólum
og á vinnustöðum og hafa þær leiít.
í ljós mikinn stuðning vði utan-
flokkamanninn Zacharias Wang.
Kemur þetta mjög á óvart og reikn
uðu fréttaskýrendur jafnvel með
því, að Wang myndi hljóta annað
sætið á danska þinginu, en fram-
bjóðandi jafnaðarmanna, sr. Jó-
hann Nielsen, hitt.
I lok kosningabaráttunnar sagði
Wang í útvarpinu, að hann vildi
ganga í bandalag við grænlenzka
fulltrúann Moses Olsen á danska
þinginu. Nái Wang kosningu, ætlar
hann einkum að beita sér fyrir
tvennu: — Að Færeyjum verði
haldið utan Evrópskrar samvinnu
og að Færeyjar losni undan stjórn
Danmerkur.
Lengi framan af var lítill áhugi
fyrir kosningunum meðal almenn-
ings, og er jafnan svo. Þess má
geta, að í síðustu Þingkosningum
var kosningaþátttakan aðeins 56%.
En þegar fólki varð ljóst, að það
eru Færeyingar, sem í rauninni
ráða úrslitum um, hvaða stjórn
Zacharias Wang
sezt að völdum í Danmörku, fór al-
menningur að hugsa og harka að
færast í baráttuna.
Eins og áður hefur verið tekið
fram, er talið víst, að fulltrúi jafa-
aðarmanna, Nielsen, nái kjöri. En
þrír flokkar andstæðinganna, eða
tveir flokkar og Wang, hafa gert
með sér kosningasamning, þannig,
að sá flokkurinn, sem fær flest at-
kvæði þeirra þriggja, fær sinn full-
trúa kjörinn. Það verða því Wang
eða Hakon Djuurhus, sem hefur
verið á danska þinginu, en hann
er fulltrúi Fólkaflokksins, eða þá
Kjartan Mohr, fulltrúi Framfara-
flokksins, sem komast á þingið, en
litlar líkur eru þó á Mohr.
Þeir, sem gerzt þekkja til í fær-
eyskum stjórnmálum, segja þó, að
það muni fara svo, að Djuurhus
stingi af með atkvæði Wangs. Wang
hefur fram til þessa verið fulltrúi
Þjóðveldisflokksins, en Þar eð flokk
urinn ákvað að taka ekki þáj,t í kosn
ingunum að þessu sinni, bauð Wang
sig fram einn á báti. Stuðnings-
menn Þjóðveldisflokksins hafa
fram til þessa venjulega setið
heima, þegar kjósa á fuiltrúa á
danska þingið, en vera má, að þeir
ákveði nú að greiða Wang atkvæði
sín, til að hann geti notað aðstöðu
sína á þingi Dana, til að fá nýja
ríkisstjórn til að gera eitt og ann-
að fyrir Færeyjar.
Danska þingið var sett í dag og
hélt Hilmar Baunsgaard við það
tækifæri stytztu kosningaræðu, sem
um getur og hélt sig við almenn
mál, eins og dagskrá þingsins og
þau vandamál, sem ný ríkisstjórn
kemur tH með að þurfa að glúna
við.
Samstaða um að
inginn berí að
varnarsamn-
endurskoða
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
í ræðum, sem þeir Jóhann Haf
stcin alþm. og Sigurður Guðmunds
son alþm. fluttu á fundi Varð-
bergs síðastl. föstudagskvöld, kom
í ljós, að báðir stjórnarandstöðu-
flokkarnir eru samþykkir því, að
hafin verði endurskoðun á varnar
samningnum og varnarmálunum,
eins og ríkisstjórnin liefur boðað
að muni hcfjast eftir áramótin.
Þriðji ræðumaðurinn á þessum
fundi, Þórarinn Þórarinsson alþm.,
lét þá skoðun í ljós, að samkvæmt
fyrri yfirlýsingum þeirra þriggja
flokka, sem stóðu að inngöngu ís-
lands í Atlantshafsbandalagið, ætti
að geta náðst samstaða milli þeirra
um að koma á þeirri skipan, að
herinn verði farinn innan fjög-
■ urra ára.
í ræðu sinni, rakti Þórarinn
það með ýmsum dæmum, hvernig
þessir þrír flokkar hefðu fram til
þessa verið sammála um eftir-
greind fimm atriði:
1. Að ísland verði aðili að
Atlantshafsbandalaginu meðan
annað víðtækara og öruggara
varnarkerfi er ekki fyrir hendi.
2. Að ísland hafi ekki eigin
her.
3. Að íslendingar leyfi ekki er-
lendar herstöðvar á friðartímum
og stefni að því, að hér sé ekki
her til langframa.
4. Að þátttakan í Nato og varn
arsamningurinn við Bandaríkin
séu tvö aðskilin mál.
5. Að það sé á valdi íslendinga
einna að ákveða það, hve lengi
herlið dvelur hér samkv. varnar
samningnum frá 1951.
Þórarinn sagði, að það væri í
fullu samræmi við þessa stefnu
að óska nú eftir viðræðum um
endurskoðun á vamarsamningnum
með það fyrir augurn, að herinn
færi. Annað væri frávik frá þeirri
stefnu, sem áðurnefndir þrír
flokkar hefðu áður fylgt.
Eins og áður segir, tóku þeir
Jóhann og Sigurður báðir undir
það, að endurskoðun væri látin
fara fram á vamarsamningnum og
varnarmálunum. Talsverður mein-
ingarmunur virtist þó hjá þeinj
um það, að hverju endurskoðun-
in ætti að beinast. Sigurður árétt-
aði það miklu ákveðnara, að hér
ætti ekki að vera erlend herseta
til langframa, þótt samþykkt hefði
verið á síðasta flokksþingi Alþýðu
flokksins að hersetan héldist að
svo stöddu.