Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 2
" ' 11 1 T ’ 1 ’ T T r r r »•.»> >r'» » » ' t ' T;'..»,»,'T' » » » ' » » »"»’■•»'»'’ 1 r»» » f r r f » » » » »y ?• .»■
2 TÍMINN
i.i » ■
MIÐVIKUDAGUR 6. október 1911
Loftleiðir fíjúga í vetur fimm
sinnum i viku til Norðurlandu
Flugáætlun Loftleiða veturinn
1971—72, sem gengur í gildi hinn
1. nóv. n.k. hefur nú verið ákveð-
in.
Hið markverðasta við tilkomu
vetraráætlunarinnar er, að þann
dag hefst þotuflug Loftleiða til
Norðurlanda. Farkostur verður
þota af gerðinni DC-8-55, sem félag-
ið hefur fest kaup á og rúmar 161
farþega.
Þá hefst jafnframt flug félags-
ins til Stokkhólms. Farið verður
frá Keflavíkurflugvelli kl. 7.30
■5 morgni mánudaga og föstu-
daga og flogið beint til Stokk-
hólms, þar sem lent verður á
Arlandaflugvelli eftir tæpra 3ja
Formannaráðstefna
Málm- og skipasmíða-
sambandsins
á mánudaginn
KJ—Reykjavík, mánudag.
Formannaráðstefna Málm- og
skipasmíðasambands íslands hófst
að Skólavörðustíg 16 klukkan
þrjú í dag. Á ráðstefnunni voru
til umræðu viðhorf í samninga-
málum, og gaf miðstjóm sam-
bandsins skýrslu um gang mála
fram til þessa. Þá var rætt um
hvað framundan er í samningamál
unum á næstunni.
Innan Málm- og skipasmíðasam-
bandsins eru 21 félag.
Þjóðlaga-
hátíðin 71
Næstkomandi miðvikudags
kvöld, 6. október, verður haldin í
Tónabæ þriðja Þjóðlagahátíðin, á
vegum Þjóðlaga- og vísnaklúbbs-
ins VIKIVAKA. Eins og tvö und-
anfarin ár koma þar fram allir
helztu þjóðlaga- og vísnasöngvar-
ar landsins og má þar nefna:
Hannes Jón, Hörð Torfason,
Kjuregej Alexondru, Lítið eitt,
Ríó tríó og Þrjú á palli.
Þjóðlagahátíðin hefur ætíð ver-
ið mjög fjölsótt og sömu sögu er
að segja af þjóðlagakvöldum þeim
og kynningum sem VIKIVAKI
hefur staðið fyrir undanfarin 3 ár.
Hafa margir þjóðlaga- og visna-
söngvarar hérlendis hafið 'fferil
sinn á slíku kvöldi og meðal
þekktari söngvara má nefna Áma
Johnsen, Hörð Torfason, Fiðrildi
(sem Hannes Jón var í áður), auk
fjölda annarra, bæði innlendra og
erlendra.
Þjóðlagahátíðin 1971 hefst kl.
20.00 og án efa verður margt um
manninn í Tónabæ. Aðgangseyri
verður mjög stillt í hóf, aðeins
250.00 krónur og fylgir meðlima-
Kort hverjum miða. Það kort verð-
pr siðan gjaldgengt á samkomum
klúbbsins í vetur og þurfa þá
meðlimif aðeins að borga hálft
gjald gegn framvísun kortsins.
Stjórnandi og kynnir á Þjóðlaga
hátiðinni 1971 verður Ómar Valdi
marsson, blaðamaður, og fram-
kvæmdastjóri klúbbsins.
stunda flug. Þar í borg hafa Loft-
leiðir eigin skrifstofu, sem opnuð
var hinn 1. sept. í fyrra, en af-
greiðsla vélanna við komu og
brottför á flugvellinum verður í
höndum viðkomandi yfirvalda.
Um flug Loftleiða til Gauta-
borgar er það að segja að ekki
vcrður flogið þangað beint, en
flugáætlun félagsins til og frá
Osló hins vegar samræmd flugi
annarra félaga milli þessara
borga.
Frá Stokkhólmi verður flogið
báða dagana aftur heim til ís-
lands um Kaupmannahöfn. Að
auki verður flogið til Oslóar og
Kaupmannahafnar þriðjudaga,
fimmtudaga og "jnnudaga. Brott-
för frá Keflavíkurflugvelli er kl.
8 að morgni og lent á Keflavikur-
flugvelli kl. 4 síðdegis sama dag.
Þannig verða fimm flug í viku
til Norðurlanda í vetur í stað
tveggja eins og undanfama vet-
ur og er það samkvæmt hinum
nýju samningum, er undirritaðir
voru í Kaupmannahöfn hinn 27.
ágúst s.l. Þá voru og numdar úr
gildi takmarkanir þær, er verið
hafa á sætaframboði félagsins í
hverri ferð.
Til Glasgow og Lundúna verður
farin ein ferð í viku eins og áður,
eða þar til séð verður fyrir um
niðurstöður af samningaviðræðum
brezkra og íslenzkra flugmála-
Kynning á ísl. ullarvöru í Bandaríkjunum:
Salan hefur tvöfaldazt
EB—Reykjavík, mánudag.
íslenzkar ullarvörur hafa síðust.u
fjórar vikurnar verið kynntar í níu
stórverzlunum í borgum á austur-
strönd Bandaríkjanna og stendur
sú kynning til næstkomandi laug-
ardags. Það er „Icelandic Imports“
sem er í eigu Álafoss og margra
annarra ísl. prjónavöruframleið-
enda, sem stendur að þessari kynn-
ingu, og hefur Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins aðstoðað við kynninguna.
Úlfur Sigurmundsson, framkv.stj.
Útflutningsmiðstöðvarinnar, sagði í
viðtali við Tímann í kvöld, að frá
því að þessi kynning hófst, hefði
sala á íslenzkum ullarvörum í verzl-
unum þar sem þær eru kynntar,
tvöfaldazt.
Ennfremur sagði Úlfur, að 3 ís-
lenzkar stúlkur væru ytra í sam
bandi við þessa kynningu, og sýndu
klæðnað úr íslenzkri ull. Einnig
væri þar ísl. stúlka, sem sýndi með
ferð á ullinni.
Vegna þessarar kynningar hefur
einn maður frá Útflutningsmiðstöð-
inni, Orri Vigfússon, verið í Banda
ríkjunum.
Úlfur Sigurmundsson sagði Tím-
anum að lokum, að kynning á ís-
lenzkri ullarvöru í Bandaríkjunum
hæfist aftur í lok október og stæði
fram í miðjan nóvember.
yfirvalda, sem haldnar verða hinn
22. nóv. n.k.
Flug Loftleiða milli Bandaríkj-
anna, íslands og Luxemborgar
verður með sama hætti og fyrr.
Famar verða átta ferðir í viku nú
í stað sjö í fyrravetur. Þar eru
fargjöld enn sem fyrr 20—30%
iægri en IATA-flugfélaganna og
matur og vínveitingar ekki háðar
takmörkunum áðurnefndrar al-
þjóðaflugsamsteypu.
ÞRÁINN BERTELSSON
Ný skáldsaga eftir
Þráin Bertelsson
Stefnumót í Dublin komin út hjá Helgafelli
KJ—Reykjavik, mánudag.
Ungur rithöfundur, Þráinn
Bertelsson, hefur sent frá sér aðra
skáldsögu sína — Stefnumót í
Dublin, og gefur Helgafell bók-
ina út.
Um bókina segir svo á kápu-
síðu: — Sagan segir frá ungu
fólki í Dyflinni. Það er vor, eft-
irvænting og óþreyja í andrúms-
loftinu og fólk brýtur heilann um
tilgang heimsins af misjafnlega
miklu skeytingarleysi. Þetta eru
þeir dagar í lífi fólks, að örfá
augnablik skipta meira máli en
flest annað, sem lifað er. Það er
ungt og ágjamt á lífið.
Sagan rekur sig eins og spuna-
þráður af snældu, stundum dá-
lítið undurfurðulega út í hött, lfkt
og snuðra hlaupi á þráðinn. Les-
andinn er annað kastið leiddur út
í horn til þess að hlusta á brand-
ara.
Þá segir ennfremur á kápusfðu:
— Þetta er önnur skáldsaga Þrá-
ins Bertelssonar. Af henni má
ráða, að hann ætlar sér mikið, þó
að hann ætli sér af. Með þessari
skáldsögu hefur hann skipað sér
í fremstu röð þeirra manna sem
lagt hafa út á ritvöllinn í seinni
tíð.
Bók Þráins, Stefnumót í Dublin,
er 174 bls. að stærð, og prentuð
í Víkingsprenti. Káputeikningu
gerði Þórarinn J. Magnússon og
myndir á kápu tók Bragi Guð-
mundsson.
„Frumvarp til laga um
almennan söng á þjóövegum"
Samstæður Gunnars Sveinssonar flutt víða
erlendis
Þessi mynd var tekin sl, laugardag, þegar Hannibal Valdimarsson félags-
málaráðherra tekur fvrstu skóflustunguna að 5. áfanga Framkvæmdanefnd-
ar byggingaáætlunar í Breiðholti, að viðstöddum fulltrúum Reykjavíkur-
borgar, nefndarmönnum og nokkrum gestum.
Eins og fyrri áfangar F. B. verður þessi 5. og næstsíðastl byggður í Breið-
holti, og verða í honum 284 ibúðir og byrjað verður á grunni eins lengsta
húss, sem hafin hefur verið bygging á hérlendis. Húsið verður um 320 m.
á iengd, með tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Má því reikna með, að
íbúaf jöldi í þessu húsi verði 700—800 manns. (Tímamynd Róbert)
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
Þann 10. nóvember n. k. munu
íslenzkir tónlistanmenn flytja
kammer-jasstónverkið „Samstæð-
ur“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson,
tónskáld, í finnska sjónvarpið. Þá
hafa útvarpsstöðvar sjö landa í
Evrópu, þ. e. belgiska útvarpið,
B.B.C. í London, ítalska, norska,
portúgalska og svissneska rikis-
útvarpið svo og hið tyrkneska
pantað hljóðritanir af tónverkinu
til flutnings. Einnig hefur banda-
ríska dreifingarmiðstöðin National
Educational Radio Network —
Washington D. C., sem sendir
fræðslu- og menningarefni til 210
útvarpsstöðva, tekið að sér dreif
ingu á þessu íslenzka tónverki,
sem verður flutt í þáttum, sem
kynntir verða undir nafninu
„Eurojazz'*.
í viðtali við blaðið sagði höf-
undur „Samstæðna", Gunnar
Reynir, að viðtökur þær, sem
tónverkið hefði hlotið kæmu all-
flatt uppá sig. „Þetta virðist ætla
að verða eins og sagan um heitu
lummurnar, því að ennþá er of
snemmt að segja til um, hve
mnrgar stöðvar kunna að bætast
í hópinn.“ „Samstæður” kvaðst
Gunnar hafa skrifa^t handa yin-
um sínum, sem hann kallar ís-
lenzka „aðaljassara“, til flutnings
á listahátíð í Reykjavík, þó hefðu
öll uppáhöldin sín ekki rúmazt
með í spilinu — formsins vegna.
Þeir kammer-jassmenn, sem verk-
ið flytja í finnska sjónvarpið og
víðar eru: Gunnar Ormslev flauta,
alto- og tenórsaxófónar, Jósef
Magnússon flauta, Reynir Sigurðs
son víbrafónn — slagverk, örn
Ármannsson cello — gítar, Jón
Sigurðsson kontrabassi, Guðmund
ur Steingrímsson trommur auk
höfundar, sem stjórnar. Verkið
skiptist í sex aðalþætti og kallast
fyrsti þátturinn frumvarp til laga
um almennan söng á þjóðvegum,
annar samræmt göngulag fomt,
þriðji hámarksverð á nótum, fjórði
lag án ljóðs, fimmti nýtt bráða-
birgðalag og sá sjötti að ófengn
um skáldalaunxiM. Að lokum gat
Gunnar Reynir Sveinsson þess,
að tónverkið „Samstæður" væri
tileinkað Jóni Múla Ámasyni,
stórsveiflumeistara úvarpsins með
meira. Og um leið þakkar hann
þátt útvarpsmanna í að koma
„Samstæðum" inn og út í heim-
inn.