Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. október 1971 BfWfifSuiijLIM TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Senn fer að líða að lokum kosningarinnar um KNATTSPYRNUMANN ÁRSINS '71 — og fólk þarf að fara að flýta sér að senda inn atkvæðaseðla Knattspyrnumaöur ársins \ Ég Icýs sem knattspyrnumann ársins 1971. f Heldur hefur gengið rólega und- anfarna daga að safna saman bréf- um í sambandi við atkvæðagreiðsl- una um „Knattspyrnumann ársins 1971“, enda nokkuð síðan atkvæða- seðill var síðast á íþróttasíðunni. í upphafi var nokkur kraftur í kosningunni, en dofnaði síðan, og hefur letin verið heldur mikil hjá mönnum síðustu daga, því ekki hafa komið nema 10—15 bréf á dag. i Senn fer að líða að lokum kosn- ingarinnar og er því ráð að fara að taka til henditimi og fylla út og senda inn einn seðil. Er það held- ur lítill vandi og auðvelt í fram- kvæmd, ef menn hafa sig af stað. Galdurinn er aðeins að fylla út Þennan seðil, sem hér er á síðunni .— fyrst með nafni þess knattspyrnu manns, sem sendandinn telur að eigi skilið sæmdarheitið „Knatt- DREGIÐ í 8-liða úrslitum í Bikarkeppni KSf klp—Reykjavík. I gær boðaði mótanefnd KSI nokkra forráðamenn þeirra fé- laga, sem eiga eftir lið í Bikar- keppni KSÍ, á fund, þar sem dregið var um, hvaða lið skuli mætast í 8-liða úrslitum keppn- innar. Enn etru tveir leikir eftir úr fyrri drætti (KR—Fram og ÍBK —Breiðablik) og hefði því verið eðlilegra að draga að þeim leikj um loknum, en það hefði komið út á eitt í sambandi við fram- kvæmd leikjanna. Laumulega var farið með þetta, því enginn blaðamaður fékk að vera við- staddur, en hingað til hefur svo verið, þegar dregið hefur verið í þessari keppni. Drátturinn í 8-liða úrslitun- um féll Þannig: ÍA—Þróttur Víkingur—ÍBA ÍBV—KR/Fram Valur—ÍBK/Breiðablik Tveir fyrsttöldu leikirnir munu líklega fara fram um næstu helgi, ásamt leikjum KR —Fram og ÍBK—Breiðabliks. spyrnumaður ársins 1971“ og síð- an með sínu eigin nafni og öðru því tilheyrandi. Seðilinn má síðan rífa eða klippa út, leggja hann í umslag og senda það með þessari utanáskrift: Knatt- spyrnumaður ársins, dagblaðið Tím inn, Box 370, Reykjavík. Einnig geta þeir, sem ekki nenna að fara á pósthúsin hér í Reykja- vík, lagt seðilinn inn á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti — það spar- ar a. m. k. frímcrkin. En við skor- um hér með á þá, sem ætla að taka þátt í að kjósa KNATTSPYRNU- MANN ÁRSINS 1971 að gera það sem allra fyrst — því vcrðlaun" gripurinn bíður eftir að komas réttar hendur. —klp— Nafh sendanda HeimSísfang Símanúmer Víkingur og Fram sigruðu Tveir leikir fóru fram í meist- araflokki kvenna í Reykjavíkur- mótinu í handknattleik á sunnu- dagskvöldið. Ekki var handknatt- leikurinn sem blessaðar konumar sýndu upp á marga fiska, og var munurinn á liðunum hverfandi lítill. Úrslit leikjanna urðu þau að Víkingsstúlkurnar sigruðu Ár- menninga 4:3, en í hálfleik höfðu þær síðarnefndu yfir, 3:2. í síð- ari leiknum áttust við Fram og KR og lauk þeim leik með sigri Fram, 6:4. eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 3:2. NÝR INTERNATIONAL SCOUT II. INTERNATIONAL HARVESTER * 5 MANNA BÍLL KRAFTMIKILL 4 GÍRA EÐA SJÁLFSKIPTUR 4 STROKKA EÐA 8 STROKKA NÝR STÝRISBÚNAÐUR EÐA VÖKVASTÝRI NÝR BÍLL - TRAUSTUR BÍLL TIL AFGREIÐSLU STRAX ■ KOMIÐ, HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ BÚVÉLADEILD ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.