Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 8
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 6. október 1971
Senn er komið að ferðarlok-
um. Nokkra bjarta yndislega
daga, sem Strandasumrin eru
oft svo rík af, höfum við dval-
ið heima á Kaldrananesi, syðsta
bæ í Ejarnarfirði og yzta bæ
sunnan fjarðarins, og þegið
þar notalega gestrisni og marg
háttaða fyrirgreiðslu hjá Ingi-
mar Jóntsyni bónda og Öldu
Sigurðardóttur konu hans.
Þau haf' ?kki orsakað mikl-
ar áhyggjur, dagshlaup litla
drengsins hér á þessum slóð-
um.
Þegar hann er búinn að
klæða sig á morgnana og þá
spuður um áform dagsins er
svarið þetta:
„Elta Ingimar, leika mér
við Reyni og fara ofan í fjöru
með pabba“.
Þar með er þeim degi ráð-
stafað. Ef til vill er eitthvað
skipt um verkefni næsta dag.
Farið á berjamó ellegar út á
strönd með afa.
Hér unir saklaust náttúru-
barn vel lífi sínu meðan glaum
ur villtrar veraldar hefur ekki
ennþá truflað hug þess.
Eins og fyrr er sagt bjuggu
á Kaldrananesi í fjóra áratugi
Matthias Helgason og Margrét
Þorsteinsdóttir, einnig um
skeið dóttir þeirra, Svanborg
og maður hennar Stefán E.
Jónsson.
En jörðin hefur framan úr
öldum verið þrjú býli og þau
hvert um sig talin kosta jarð-
næði. Kjartan Ólafsson og Ingi
björg Lárusdóttir kona hans,
bjuggu þar elngi gagnsömu
búi. Á þeim jarðarhluta bjó
síðar dóttir þeirra Ólafía
ásamt manni sínum Kristvin
Guðbrandssyni.
Á þriðja jarðarhlutanum var
ábúð lausari og nokkuð oft
ábúendaskipti. Síðast bjó þar
ÁskeU Jónsson, en áður for-
eldrar hans, Jón Áskelsson og
Kristín Ingimarsdóttir. Um
skeið bjó Kristín þar ekkja
með sonum sínum þremur .Nú
er svo komið, að einn þeirra
bræðra, Ingimar, situr heima-
jörðina á Kaldrananesi, því að
þau Kristvin og Ólafía, ásamt
börnum sínum þremur, hafa
flutzt til Keflavíkur.
Sjálfsagt finnst mörgum, að
Á mörkum hins
byggilega heims
■
Ingimar bóndi i Kaldrananesi, fjölskylda hans, og nokkrir gestir.
byggð. cr lúta verður þeim ör-
lögum sem Bjarnarfirði virð-
ast búin, ef svo heldur fram
sem nú horfir, geti naumast
boðið upp á mikla búsældar-
möguleika, því að ólíklegt verð
ur að telja, að fólkið flytji hóp
um saman frá góðum lífsskil-
yrðum.
Ég hef í fyrri þáttum gert
nokkra grein fyrir legu Bjarn-
arfjarðar og landsháttum og
hverja kosti náttúran býður
þar til lands og sjávar. Held
ég að þar sé I engu ofmælt.
„En það er ekki jörðinni að
kenna, hvemig menn. umgang-
ast hana“, sagði ein af merkis-
húsfreyjum Strandabyggða.
Það er ekki sök landshátta
í Bjarnarfirði, þótt sveitin
þyrfti lengur en flestar aðrar,
þótt afskekktar séu, að bíða
eftir ýmsum þeim framkvæmd-
um, sem nútíminn kallar að
I fjörunni með pabba.
geri lífið bærilegt. Líklega er
að teljá, áð 'þVí hafi svo 'farið,
að þar hafi menn lengur en
víða annars staðar unað glað-
ir við sitt.
Stórvirkar vélar til jarð-
yrkju voru seinna á ferð þang-
að norður en I flestar aðrar
sveitir, því ollu síðbúnar vega-
framkvæmdir. En ekki verður
annað sagt, en að vel hafi ver-
3. GREIN
ið að verki staðið síðan Bjarn-
firðingar áttu þeirra kost. Á
flestum jörðum hefur verið
mikið unnið og þó sérstaklega
á vegum Landnámsins hvað
snertir þurrkun og landbrot á
Kaldrananesi.
Hinir miklu kuldar, sem or-
sakað hafa kalskemmdir und-
anfarin ár, gerðu þessar fram-
kvæmdir nytjaminni en vonir
stóðu til. En þar um á Bjam
arfjörður enga sérstæða sögu.
Héruð þau, sem I mæltu máli
kallast góðsveitir, voru engu
betur farin. Ég held t.d. að sum
ir stórbændur suður I Grafn-
ingi telji sig hafa orðið þar
illa úti.
Nú stendur þetta til bóta og
þar ætla ég, að Ingimar bóndi
á Kaldrananesi kalli ekki að
völlur hans hafi graslaus verið
á þvi sumri, sem nú er að
líða.
Lengi hefur það verið eitt
helzta baráttumál Bjamfirð-
inga að reisa menntasetur við
heitu uppspretturnar á Klúku.
Á þessu hefur verið mikíll
seinagangur og oft verið þung-
ur róðurinn.
Mótvindur jafnvel blásið úr
þeim áttum, sem sízt var von.
Nú er þessu máli heilu I höfn
komið og þarna risin frá
gmnni myndarlegur og vel
gerður skóli, sem án efa verð-
ur þjóðinni að gagnj, jafnvel
þótt byggð strjálist í Bjamar-
firði.
Rafvæðing er talin eitt
mesta hagsmunamál sveitanna,
og þær eru flestar nú þegar
tengdar einhverju orkuveri.
Fyrst í sumar var verið að
leggja raflínu frá Sandnesi við
Steingrímsfjörð norður yfir til
skólans I Bjamarfirði, og einn
ig mælt fyrir línu á sveitabæ-
ina. Það virðist því ljóst, að í
þessu efni verður hlutur byggð
arinnar ekki lengur fyrir borð
borinn.
Ekki er langt síðan að á
Húnaflóa vom einhver veiði-
sælustu fiskimið við strendur
landsins, og síld fékkst þar
meiri e n annars staðar. Þá
vora reistar verksmiðjumar á
Djúpuvík, Ingólfsfirði og I
Höfðakaupstað. Á síðustu ár-
um hafa mið þessi að mestu
eða öllu brugðizt. Þess í stað
hafa fundizt rækjumið og eftir
að farið var að hagnýta grá-
sleppuna hefur hún veiðzt
ágætlega, og ætla ég að óvíða
þar, sem sá veiðiskapur er
stundaður sá afrakstur hans
meiri en á miðunum meðfram
Bölum og út af Bjamarfirði.
Ég held því, að eins og nú er
háttað högum byggjenda Bjam
arfjarðar, sé það tæpast fé-
leysi. sem flæmir þá suðun á
malbikið við Faxaflóa.
Hvers vegna eyðist þá byggð
in? Um það er sjálfsagt erfitt
að gefa gildandi svar, viðhorf
einstaklinganna em oft svo
ólík. En frá mínum sjónarhóli
em helztu ástæðurnar þessan
Þegar umsvif aðvífandi ein-
staklinga skiluðu ekki nægi-
legum hagnaði til þess að þar
væri fram haldið og allt hmndi
í rúst eða var flutt burt, skqrti
félagshyggju og samtaka mátti
heima fyrir til þess að byggja
upp aftur eða brjóta nýjar
leiðir. Framkvæmdir stöðvuð-
ust eða urðu hægfara á flest-
um sviðum. Samanburðurinn
við önnur hémð var óhagstæð-
ur í augum unga fólksins, bú-
hokur við framstæð skilyrði
var því ekki að skapi og það
smátíndist burt. Sumt til að
afla sér menntunar, aðrir I at-
vinnuleit og svo þriðji hópur-
inn vegna þeirra lífsþæginda
sem aðrar byggðir buðu um-
fram heimahéraðið. Þegar æsk
an hafði yfirgefið sveitina og
vildi ekki aftur snúa, áttu hin-
ir öldruðu naumast annars
kost en fara á eftir. Þar með
voru brotin skörð I byggðina
ög'bæjarleiðimar lengdust.
Fleiri þóttust þá eygja ör-,
lög sín og fóra fyrr en svo var
komið.
Á meðan þessu fór fram,
héldu hinir, sem fast hugðust
sitja, áfram áróðrinum fyrir
bættu vegakerfi, byggingu
skóla og rafvæðingu. Ræktun
er mikil og býlin vel upp
byggð. Nú, á árinu 1971, virðist
allt benda til að fólkið heima
I Bjaraarfirði eigi kost flestra
þeirra þæginda, sem unnt er
að veita dreifðri byggð á ís-
landi. En þá er svipmynd sveit
arinnar þannig að á 11 jörð-
um er ekki búið lengur. Flest-
ar munu þær þó að mestu nytj
aðar ennþá, en hve lengi verð-
ur það? Vafalaust með sama
fyrirkomulagi, aðeins meðan
það er reikningslegur ávinn-
ingur þeirra sem hafa umráð
yfir býlunum.
Heyrt hef ég á orði haft, að
fólki fyndist erfitt að full-
nægja sinni félagsþörf úti í
Framrald á bls. 14.
Nýja íbúðarhúsið á Kaldrananesi.