Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 5
^KÐVIKUDAGUR 6. október 1971 5 TIMINN MEÐMORGUN KAFFIHU Sr. Bjarni var í heimsókn hjá móðurbróSur sínum, Pétri Haf- liðasyni, sem kominn var yfir tírætt. Karlinn var skrafhreyfinn vel og fannst ekki mikið til um ald- ur sinn, en þegar talið barst að bróður sr. Bjarna, Hafliða, sem var víst einum 30 árum yngri, þá sagði Pétur gamli allt að því mcð gremjutón í röddinni: „Og alltaf lifir Hafliði.“ Eiríkur Kristófersson skip- herra á varðskipinu Þór var að flytja nokkra alþingismenn að norðan og vestan til þings. Einn morgun sat hann að kaffiborði með þingmönnunum ásamt Birni lækni Sigurðssyni á Keldum, sem einnig var far- þegi. Björn spurði þá skipherrann, hvort honum þætti ekki skemmtilegt að sigla svona með alþingismennina til Þings. Én Eiríkur svaraði: „Mér þykir nú alltaf skemmti- legra að flytja þá af þingi.“ Björg húsfreyja var skapstór og setti stundum óþyrmilega ofan í við Guðjón bónda sinn. Einu sinni sat hann að mat- borði með gestum, en varð það á að hella niður úr sósuskál á borðið. Þá rauk húsfreyja upp og sagði: „Alltaf er það eins með þig Guðjón! Þú átt hvergi heima að borða nema með hundunum.“ Nei, þetta er ekki nýkjörnir fulltrúar' danska þjóðþingsins, þó svo að þær standi á tröpp- um Christianborgar-hallar. Stúlkurnar standa þarna í auglýsingaskyni fyrir danskan kþánmiyndilramlejþðíyida, sem ÍÆitír Óle' Tj'eriid. ’Þáð fylgir sögunni ööföjlumrsé heimilt að skoða stúlkumar, þegar menn koma til Kaupmannahafnar, en ekki fá menn þó að eigna sér Þær. Kerling ein, sem var mjög mædd af andstreymi lífsins, þóttist aldrei fá bænheyrslu, þótt hún bæði til gúðs sem bezt hún kunni. — Eitt sinn sagði hún: „Það er ekki til neins að ver% að biója þennan guð um neitt. Það vaeri'þá heldur að biðja hitt tötrið." Jón Sigfússon frá Skriðukoti í Svarfaðardal var skrítinn í orða- tiltækjum og ýkinn. Hann var einu sinni að segja frá því, að hann hefði selt brú- argerðarmönnum vænan bola til slátrunarV'"^ ,,Var hann feitur?“ spui-ði maður einn, sem þar var við- staddur. „Feitur!“ svaraði Jón. „Það voru sokkin á honum eyrun.“ Júlíus Havsteen sýslumaður Þingeyinga hafði látið af sýslu- mannsembætti fyrir aldur sak- ir, en þá var honum boðin toll- varðarstaða á Húsavík. Kunningi hans spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að taka v stöðunni. Þá svaraði Havsteen: „Nei, maður getur ekki verið kokkur á skipi, sem maður hef- — Ég sagði þér, a'ð þú ættir ur verið kapteinn á.“ að slá aðcins af í bcygjunni. n nl Náttúrlega eir hann inndæll, og auðvitað er ég hrifin af, að hafa verið með honum, en aftur á móti hef ég engan áhuga á að giftast honum. Þetta sagði hin 22 ára gamla Marlyn Cole frá London. Um daginn var hún með Hefner, framkv.stjóra og eiganda Playboy, þegar hann heimsótti Playboy-klúbb sinn í London, en Marlyn hefur ver- ið gengilbeina á klúbbnum um skeið. Hefner tók Marlyn með sér til Chicago, iþar sem hann lét mynda hana í bak og fyrír, og og var myndunum síðan skellt á for- og miðsíðu Playboy. Þegar því var lokið. þá flaug Hcfner með hana til London í einkaflugvél sinni. Vikuna á eftir voru Hefner og Marlyn óaðskiljanleg. Núna er Hefner kominn heim til Chicago, þar sem hans gamla vinkona Bar- bara Benton beið eftir honum. Af Marlyn cr það, að segja að hún starfar enn sem gengilbeina á Playboyklúbbnum í London. — Um leið og þær eru koinn- ar ofan í, þá skaltu kalla: — Hvar er krókódíUiun miiin? DENNI DÆMALAUSI tiimiiiuuuiuiihiiniui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.