Tíminn - 06.10.1971, Blaðsíða 9
2frlÐVIKUDAGUR 6. október 1971
Útgtfandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Prarokvæmdast]órl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þðrmrlnn
Þórarinsson (áb). Jón Belgason, tndriOl G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson Auglýsingastjórl: Stelngrimur Gisiason Rlt-
stjómaiskriistofur i Edduhúslnn. simar 18300 — 18308 Skrif.
ítotur Bankastræti 7 — AfgreiOslusimi 12323. Auglýsingasimt:
10523. Aðrar skrifstofur siml 18300. Askriftargjald kr 19580
i mánuOi innanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Mikilvægur stuðningur
í landhelgismálínu
Góðir gestir komu í fiemisókn til íslands um síðustu
helgi. 17 manna sendinefnd Einingarsamtaka Afríktt
kom hingað til að kynna íslenzkum stjórnvöldum stefnu
samtakanna gagnvart nýlendukúgun Portúgala í Angóla
og Mosambique og kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-
Afríkustjómar. Héðan fór sendinefndin til Norðurlanda
til að kynna stefnu samtakanna þar. Formaður sendi-
nefndar Einingarsamtaka Afríkuríkja er Motkar ould
Daddah, forseti Mauritaníu, en í sendinefndinni voru
m.a. utanríkisráðherrar Kenýju, Mauritaníu, Zambíu,
Malí og Kamerún.
í Einingarsamtökum Afríku er 41 ríki. Það er því
mjög mikilvægt í þeirri baráttu, sem íslendingar heyja
nú vegna ákvörðunarinnar um útfærslu fiskveiðilögsög
unnar við ísland í 50 sjómílur á næsta ári, að sendi
nefnd Einingarsamtaka Afríku lýsti yfir eindregnum
stuðningi við stefnu íslenzku stjómarinnar í landhelgis-
málum. Er vonazt til þess að allar þjóðimar, 41 að tölu,
muni styðja stefnu íslendinga.
Á móti hefur íslenzka ríkisstjórnin heitið stuðningi
við stefnu og baráttu Einingarsamtakanna fjrrir sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóða Afríku, fyrir frelsi þjóða og gegn
nýlendukúgun Portúgala og kynþáttastefnu Suður-
Afríkustjómar.
Brýnar umbætur í
fangelsismálum
Eins og kunnugt er hafa fangelsismál á íslandi verið
í hinum mesta ólestri. Mikill skortur hefur verið á að-
stöðu til þess að fullnægja refsidómum hér á landi að
undanfömu. Er ekki ofsagt, að algert vandræðaástand
hafi ríkt á þessu sviði á undanförnum áram.
Ólafur Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra,
tók þessi mál strax til skoðunar og eru nú í undirbún-
ingi þrjár framkvæmdir til lausnar þeirra.
í fyrsta lagi hefur dómsmálaráðuneytið farið þess á
leit við Reykjavíkurborg að hún fallist á, að fanga-
geymslan við Síðumúla verði um takmarkaðan tíma, þ.e.
þrjú til fjögur ár, hagnýtt sem gæzlu-, varðhalds- og af-
plánunarfangelsi, en ríkið og Reykjavíkurborg eiga þá
húseign að jöfnu.
í öðru lagi hafa farið fram viðræður milli dómsmála-
ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um úthlutun lóðar,
þar sem byggt verði gæzluvarðhaldsfangelsi til frambúð-
amotkunar, en því er ætlað að koma í stað hegningar-
hússins við Skólavörðustíg og fangelsis í Síðumúla. Er
miðað við að í þessu nýja fangelsi megi vista um 50
fanga.
í þriðja lagi er viðbygging við vinnuhæli ríkisins á
Litla-Hrauni nú á lokastigi. Þegar sú bygging er full-
gerð eykst fangarýmið þar úr 29 í 52. Er ráðgert að taka
hina nýju byggingu á Litla-Hrauni 1 notkun á komandi
vetri.
Þá er nú unnið að áætlunargerð um byggingu ríkis-
fangelsis að Úlfarsá 1 Mosfellssveit, en gert ráð fyrir,
að framkvæmdir við það hefjist ekki fyrr en að loknum
þeim þremur verkefnum, sem nú hefur verið ráðizt í
til að bæta úr því ófremdarástandi, sem skapazt hefur í
fangelsismálum. — TK
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Þrír nýir samningar marka
áfanga í afvopnunarmálunum
Rogers og Gromiko undirrituðu tvo þeirra á fimmtudaginn var
James F. Leonard og Aleksei A. Rochchln, aSalfulltrúar Bandarikjanna
og Sovétríkjanna á afvopnunarráöstetnunni f Genf.
FIMMTUDAGURINN 30. sept.
síðastl. getur átt eftir að telj-
ast mei-kisdagur í sögu afvopn-
unarmála. Þann dag undirrit-
Uðu Utanríkisráðherrar Banda-
ríkjanna og Sovétrikjanna tvo
sflmninga, sem eru taldir bera
vott um að talsvert þoki til
samkomulags milli risaveld-
anna tveggja á sviði afvopnun-
armála. Sama dag lauk afvopn
}| unarnefndin, sem hefur starfað
á vegum Sameinuðu þjóðanna
undanfarin ár í Genf, uppkasti
að samningi um að banna fram
leiðslu eða geymslu á sýklum,
sem nota má í hemaðarskyni.
Samningur þessi verður þegar
lagður fyrir þing Sameinuðu
þjóðanna til samþykktar.
ANNAR samningurinn, sem
utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna undirrit
uðu í Washington, fjallar um
endurbætur á hinni svonefndu
heitu línu eða beina sambandi,
sem hefur verið milli ríkis-
stjóma Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna síðan í júní 1963
samkvæmt sérstökum samn-
ingi, er þá var gerður. Tilgang-
urinn með heitu línunni er sá,
að stjómirnar geti ræðzt við
sem fyrirvaraminnst, ef sér-
staka hættu eða árekstra ber
að höndum, eins og t.d. í
Kúbudeilunni. Samkv. þessum
nýja samningi verður þetta
samband enn fullkomnað með
notkun gerfihnatta.
Hinn samningurinn, sem ráð
herrarnir undirrituðu, fjallar
um ráðstafanir til að koma í
vég fyrir kjamorkustyrjöld
vegna mistaka. Samkvæmt hon
um heita báðir aðilar þvf, að
þeir skuli gera sitt ýtrasta til
að fullkomna sem bezt allan
tæknilegan útbúnað til að
koma í veg fyrir að kjarnorku
skeyti verði skotið í ógáti eða
vegna misskilnings. Jafnframt
heita þeir því, ef slíkt gerist
eigi að síður, skuli áður gert
viðvart um það og notuð til
þess heita línan eða beina sam
bandið milli ríkisstjórnanna.
Jafnhliða því, sem samning-
ar þessir voru undirritaðir,
var gefið í skyn að vænta
mætti bráðlega verulegs ár-
angurs af hinum svonefndu
SALT-viðræðum, sem fjalla
um það að draga úr kjarnorku
vígbúnaði risaveldanna. Góðar
horfur eru taldar á því, að
samkomulag náist brátt um að
takmarka framleiðslu kjarn-
orkuvopna, sem er notað í varn
arskyni (til að granda eldflaug
um), og í framhaldi af því
verði hafnar viðræður um sam-
drátt kjarnorkuvopna, sem eru
notuð til árása. Raunar sé at-
hugun á þeim málum þegar
komin talsvert á veg.
SAMNINGURINN, sem af-
vopnunamefndin í Genf hefur
náð samkomulagi um. fjallar
um bann við framleiðslu sýkia,
sem nota má til hemaðár.
Tvö ár eru síðan Bretar
fluttu fyrst tillögu i afvopn-
unarnefndinni um bann við
framleiðslu og geymslu sýkla-
vopna. Rússar neituðu þá að
fallast á slíkan samning, nema
hann hljóðaði einnig um bann
á kemiskum efnum sem nota
má til hernaðar. Bandaríkin
og Bretar vildu ekki fallast á
það, þar sem ýms umrædd
kemisk efni væm einnig notuð
Framrald á bls. 14.