Fréttablaðið - 27.01.2004, Side 24

Fréttablaðið - 27.01.2004, Side 24
24 27. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR MEÐ AUGUN Á BOLTANUM Brasilíumaðurinn Adriano lék sinn fyrsta leik með Internazionale Milano um helgina. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 JANÚAR Þriðjudagur Enska bikarkeppnin: Arsenal mætir Chelsea fjórða árið í röð FÓTBOLTI Bikarmeistarar Arsenal mæta Chelsea í bikarkeppninni fjórða árið í röð. Arsenal vann 3-1 á Stamford Bridge í fyrra eftir 2-2 jafntefli á Highbury og 2-0 í bikarúrslitaleiknum árið 2002. Arsenal vann einnig 3-1 í leik fé- laganna á Highbury í 5. umferð keppninnar árið 2001. Chelsea, sem hefur aldrei sigrað í bikarleik á Highbury, hefur ekki unnið Arsenal í bikarkeppninni síðan 1947. Arsenal keppir að sigri í bikar- keppninni þriðja árið í röð en ekk- ert félag hefur afrekað það síðan Blackburn Rovers sigraði árin 1884 til 1886. Arsenal er ósigrað í síðustu sextán bikarleikjunum en félagið tapaði síðast þegar það lék til úrslita við Liverpool árið 2001. Manchester City fær útileik gegn Manchester United í næstu umferð, sigri félagið Tottenham í aukaleiknum eftir viku. United hefur sigrað í síðustu þremur bik- arviðureignum erkifjendanna en City vann United síðast í bikarleik árið 1955. Liverpool leikur við Ports- mouth á heimavelli. Félögin hafa aðeins einu sinni áður mæst í bik- arkeppninni en Liverpool sigraði í vítakeppni eftir tvo jafnteflisleiki í keppninni árið 1992. Það kemur í ljós eftir viku hvort West Ham leikur við Ev- erton eða Fulham í næstu umferð. West Ham hefur ekki tapað fyrir Everton í bikarnum síðan 1957 og ekki fyrir Fulham síðan 1958. ■ Auka samkeppn- ina í hópnum Guðmundur Karlsson að auka þurfi samkeppnina í íslenska hópnum og vinna í varnarleiknum fram að Ólympíuleikunum í sumar. HANDBOLTI „Það hefur aldrei hent- að okkur að skrúfa upp vænting- arnar fyrir stórmót. Það hefur hentað okkur betur að koma á óvart með keppnisskapi og leik- gleði,“ sagði Guðmundur Karls- son, þjálfari Íslandsmeistara Hauka árið 2000. Guðmundur tel- ur að væntingarnar sem liðið byggði upp fyrir mót hafi orðið til þess að það mætti stressað til leiks gegn Slóvenum. „Við köstuð- um frá okkur því sálfræðilega forskoti sem við höfðum. Við vor- um jafn stressaðir og Slóvenarn- ir.“ „Nýtingin í leikjunum við Sviss var misjöfn. Ólafur Stefánsson átti misjafna leiki og Patrekur Jó- hannesson og Dagur Sigurðsson voru ekki í formi til að nýtast okk- ur. Í fyrsta leiknum gegn Sviss lentum við í mótlæti og brotnuð- um við það,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður hvort hann hafi séð fyrir útkomuna á EM í Slóveníu. Leikur liðsins byggði á fáum mönnum en Guðmundur bendir á að Íslendingum hafi gengið vel á undanförnum tveimur stórmótum og í þannig stöðu sé oft erfitt að breyta til. „Við eigum fáa heims- klassaleikmenn og því er eðlilegt að við byggjum á Ólafi Stefáns- syni og samvinnu hans við Sigfús Sigurðsson. En mér fannst vanta áræði að breyta til. Patrekur Jó- hannesson og Dagur Sigurðsson voru ekki í leikformi og því var ekki rétt að skilja Loga Geirsson og Arnór Atlason eftir heima. Eft- ir fyrsta leikinn hefði verið eðli- legt að hvíla Guðjón Val Sigurðs- son og láta hann vinna sig inn í lið- ið að nýju. Logi hefði getað fengið að spreyta sig þá.“ „Ólafur virkaði þreyttur og var laminn frá og með fyrstu mínútu. Ég hefði viljað sjá Ásgeir Örn Hallgrímsson koma fyrr inn í mótið. Hann hefði getað leyst Ólaf af og hefði getað leikið í bakverð- inum í vörn og Ólafur í horninu.“ „Það hefði verið betra að prófa að breyta til í fyrstu tveimur leikjunum. Dagur var ekki að leika vel þó hann hafi gjarnan vilj- að gera vel en Ragnari Óskarssyni er enginn greiði gerður með að koma inn í þriðja leikinn og eiga að breyta öllu.“ Guðmundur Karlsson er ekki svartsýnn á framhaldið og bendir á þrennt sem landsliðsþjálfarinn mætti vinna með fram að Ólymp- íuleikunum. Hann segir að það þurfi að byrja á ástandsgreinigu og skoða hvað fór miður, og hvers vegna, og hvað gekk vel. „Það þarf að fríska upp á hópinn og auka samkeppnina. Við megum ekki eyrnamerkja leikmönnum stöður í liðinu. Við þurfum að vinna í varnarleiknum fram að Ólympíuleikunum og eigum að reyna að púsla liðið í kringum Ólaf með nýju stjörnunum okkar eins og Loga Geirssyni og Arnóri Atlasyni. Handboltinn er þeirra viðfangsefni númer eitt og þeir eru á leið út í atvinnumennskuna. Þeir eiga að mínu viti heima í sextán manna hópnum.“ ■ ÆTLA TIL AÞENU Svíar hafa lýst því yfir að sæti á Ólympíu- leikunum í sumar sé meginmarkmið þeirra á Evrópumótinu. Svíar keppa við heims- meistara Króata í dag. EM Í HANDBOLTA Leikir í milliriðlum I. riðill, leikið í Celje Leikir í dag 15.00 Rússland - Danmörk 17.00 Svíþjóð - Króatía 19.00 Sviss - Spánn Leikir á morgun 15.00 Rússland - Spánn 17.00 Sviss - Króatía 19.00 Svíþjóð - Danmörk Leikir á fimmtudag 15.00 Svíþjóð - Spánn 17.00 Sviss - Danmörk 19.00 Rússland - Króatía Rússland 2 2 0 0 58-47 4 Króatía 2 2 0 0 56-54 4 Svíþjóð 2 1 0 1 62-54 2 Danmörk 2 1 0 1 49-46 2 Spánn 2 0 0 2 49-54 0 Sviss 2 0 0 2 44-63 0 2. riðill, leikið í Ljubljana Leikir í dag 15.30 Slóvenía - Serbía/Svartfjallaland 17.30 Ungverjaland - Frakkland 19.30 Tékkóslóvakía - Þýskaland Leikir á morgun 15.30 Slóvenía - Þýskaland 17.30 Tékkóslóvakía - Frakkland 19.30 Ungverjaland - Serbía/Svartfjal. Leikir á fimmtudag 15.30 Ungverjaland - Þýskaland 17.30 Tékkóslóvakía - Serbía/Svartfjall. 19.30 Slóvenía - Frakkland Ungverjaland 2 1 1 0 59-54 3 Slóvenía 2 1 1 0 66-62 3 Frakkland 2 1 1 0 52-49 3 Serbía/Svartfj. 2 1 0 1 48-49 2 Þýskaland 2 0 1 1 55-57 1 Tékkóslóvakía 2 0 0 2 58-67 0 Tvö efstu lið hvors riðils leika í undanúr- slitum á laugardag. Úrslitaleikur og leikur um þriðja sæti fara fram á sunnudag. Frakkar, Króatar, Íslendingar, Rússar, Spánverjar, Ungverjar og Þjóðverjar hafa tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikun- um í Aþenu í sumar. Aðrar þjóðir keppa um eitt laust sæti á leikunum. ■ LEIKIR  19.15 ÍBV og Fram keppa í Eyjum í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta. SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Stöð 2. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  17.15 Motorworld á Sýn. Rallíbílar, kappakstursbílar, vélhjól og ótal margt fleira. Fylgst er með gangi mála innan og utan keppnis- brauta og farið á mót og sýningar um allan heim.  17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.15 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.45 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.35 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá síðari leik Aston Villa og Bolton Wanderers í undanúr- slitum deildabikarkeppninnar.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  23.00 Supercross (Edison International Field) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi. Michael Schumacher: Ég er tilbúinn FORMÚLA 1 „Ég er tilbúinn, við erum tilbúnir fyrir nýja keppni og nýtt tímabil,“ sagði Michael Schumacher, sexfaldur heims- meistari í Formúlu 1, þegar Ferr- ari-liðið kynnti nýjan bíl í gær. Schumacher þótti frekar fá- máll við kynninguna og fannst Luca Di Montezemolo, forseta Ferrari, það vita á gott. „Það eru góð teikn þegar ökumenn segja lítið. Þegar þeir tala of mikið byrja þeir að skálda. Það eina sem skiptir máli er hvernig þeir keyra.“ „Þetta verður bara eins og á síðasta ári; eitt liðið leiðir, svo kemur það næsta. Við sjáum bara til hver verður með forystuna í lokin en við hjá Ferrari erum stað- ráðnir í að halda sigurgöngu okk- ar áfram,“ sagði Schumacher. „Fólk var búið að afskrifa okkur í vetur en hér erum við í fullu fjöri og ætlum að vera með um langa framtíð.“ Rubens Barrichello vill einnig ná árangri í ár. „Ég vil byrja eins og ég endaði síðasta tímabil, með því að sigra fyrir mig og fyrir Ferrari,“ sagði Brasilíumaðurinn, sem er samningsbundinn Ferrari til loka árs 2006. „Ferrari hefur verið í fremstu röð síðan 1999 og við munum gera allt sem við þurfum til að sigra,“ sagði Luca di Monte- zemolo. „Við vitum að 2004 verð- ur erfitt ár en ég vona bara að niðurstaðan verði sú sama. Við erum mjög meðvitaðir um styrk keppinauta okkar.“ „Við eigum erfiða keppni fyrir höndum,“ sagði Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari. „Ég get ekki tryggt að við vinnum en við mun- um gera okkar besta til að ná ár- angri.“ ■ LEIKIR 5. UMFERÐAR ENSKU BIK- ARKEPPNINNAR Arsenal - Chelsea Everton eða Fulham - West Ham Liverpool - Portsmouth Man. United - Man. City eða Tottenham Sheffield United - Coventry eða Colchester Sunderland - Birmingham Telford eða Millwall - Burnley Tranmere - Swansea Leikirnir fara fram helgina 14. og 15. febrúar. LEIKIR 4. UMFERÐAR 3. febrúar Colchester - Coventry 4. febrúar Fulham - Everton Man. City - Tottenham Telford - Millwall ARSENAL Bikarmeistarar Arsenal stefna að sigri í keppninni þriðja árið í röð. NÝR FERRARI BÍLL Michael Schumacher, sexfaldur heimsmeistari í Formúlunni, var ánægður með nýja Ferrari-bílinn. GUÐMUNDUR KARLSSON Þurfum að fríska upp á landsliðshópinn og auka samkeppnina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.