Tíminn - 04.11.1971, Side 14

Tíminn - 04.11.1971, Side 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 4. nóvember 1971 Fjársöfnun Framhald af bls. 16. það kernur yfir til Indlands. En þar 'bíður fólksins ekki annað en takmörkuð hjálp, sem hægt er að veita því. Indverjar géta ekki ein- ir staðið undir að fæða og klæða þetta fólk, arinast sjúka eða veita þeim atvinriu eða frUmstæðustu menntunarskil'yrði. Því verður að koma til hjalp annars staðar fná til að sjá flóttafólkinu fyrir brýn- ustu nauðþurftum. . Því fé sem hér safnast á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunnar verður varið til að standa straum af kostnaði-við flóttamannabúðir i Cooch Behar fýlki, sem er norð- anvert við .Austur-Pakfstan. En þær búðir rpkur. Lútherska heims sambandið. ,í fylkinu eru nú um 800 þúsund flóttamenn, en í búð- unum eru 180 þúsurid manns. Fólkið sem dvelst í þúðunum fær matarskammt til að halda í sér lífinu, skýli til að dvelja í og nauðsynlegustu læknishjálp. Kostn VIOOERÐIR — Fljótt og vel aí hencii leyst. — Riynið riðskiptin — Bifreiðast'IMngin, Síðu.núla 23. Sími 813*’'' aðurinn við að reka búðimar nem ur 4,5 millj. kr. á dag, eða 25 kr. á mann. Það þýðir að sú upphæð serri safnast hefur á vegum Hjálp arstofnunar kirkjunnar mundi nægja til að fæða 100 þús. manns í einn sólarhring. Rjúpan Framhald af bls. 1 þar efra og má búast við einhverri rjúpnaveiði á næstunni, ef tíðar- far helzt gott Aðspurður sagði Hafsteinn, að það væru mcnn alls staðar að, sem kæmu til rjúpnaveiða á svæö- inu kringum Fornahvamm, en þó væru Reykvíkingar í meirihluta. Þormóður Jónss. á Húsavík sagði, að dálítill liópur manna stundaði rjúpnaveiðar frá Húsavík um helgar, og færu þeir upp á hnjúk- ana þar í kring. Veiðin væri að vísu ekki mikil, en væri allavega meiri en undanfarin ár. Almennt hefðu menn fengið 3 til 7 rjúpur í veiðiferð. Þá ræddum við lítillega við Þor björn Jóhannsson í kjötbúðinni Borg. Hann sagði, að hann væri búinn að fá talsvert af rjúpu, og væri framboðið mun meira en I fyrra. Ekki sagðist Þorbjörn vera búinn að setja rjúpuna í verzl- unina, enda væri það svo, að búið væri að panta fyrstu 500 stykkin. Þá sagði Þorbjörn að innkaups- verðið væri nokkuð hátt, veiði- menn seldu rjúpuna á 180 til 200 krónur, og færi verðið svolítið eft ir því, hvcrsu margar rjúpur væru seldar í einu. Verð út úr búð er ekki fullákveðið ennþá. Eins og er verður rjúpan seld á 260 krón- ur, en það getur breytzt þegar á líður, enda er það framboðið, sem ræður verðinu. — Til okkar hefur heldur lít- ið borizt af rjúpu ennþá, ságði Garðar H. Svavarsson í kjötverzl- un Tómasar, er við ræddurri við hann. Bjóst hann við, að þegar færi að líða á mánuðinn, færu menn að koma með rjúpu og bjóða til sölu, enda væri reynsl- an sú, að menn vildu geyma hana svolítið og bíða eftir verðinu. Það sem af er haustinu 'hefur rjúpan verið seld á 260 krónur, en hvort bað verð verður áfram, veit ég ekki, sagði Garðar. Lágmarkslífeyrir Framhald af bls. 1. heimil lækkun á dagpemngum vegna barría. • Starfsfólki sjúkrasamlaga, Tryggingastofnunarinnar og umboðsmanni hennar verði gert s.kylt að kynna sér til hlítar aðstæður umsækjenda og bótaþega og að gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra samkvæmt lögum, reglugerð- um og starfsreglum stofnun- arinnar. Þá eru samkvæmt upplýsing- um tryggingamálaráðherra nokkur atriði, sem til greina kemur að breyta frá og með næstu áramótum, þ.á.m.: O Lögleiddar verði örorku- og dánarbætur vegna sjómanna á bátum undir 12 tn. að stærð í sama mæli og sjómenn á stærri skipum njóta nú sam- kvæmt kjarasamningum. • .Sjúkrasamlög greiði tann- lækningar að einhverju leyti. • Sjúkradagpeningar einhleyp- inga hækki og verði jafnhá- ir sjúkradagpeningum kvæntra úr 221 kr. á dag í 251 kr., en dagpeningar vegna hvers barns á framfæri hækki úr 29 kr. á dag í 75 kr. • Greiðsla ferðakostnaðar og dvalarkostnaðar sjúklinga sem leita þurfa utan af landi til sérfræðinga. • Fjölskyldubætur falli inn í skattakerfið að einhverju eða öllu leyti. • Afgreiðsla almannatrygginga og sjúkrasamlaga verði sam- einuð í kaupstöðum. • Breyting á aldursmörkum úr 16 ár í 18 í sambandi við ým- is ákvæði löggjafarinnar. Þessar upplýsingar komu fram cr frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögun um um almannatryggingar, sem eins og kunnugt er voru gefin út í sumar, voru til 1. umræðu. Mælti Magnús Kjartansson, trygginga- málaráðherra, fyrir frumvarpinu, en auk hans tóku til máls Oddur Ólafsson (S), Eggert G. Þorsteins son (A) og Auður Auðuns (S). U Thant Framhald af bls. 7. hefur hann verið rannsakaður. í fyrra skiptið, sem hann var lagður inn, var honum sagt að hvíla sig algjörlega í mánuð. Talið er, að heilsa hans sé ástæðan til þess, að hann hefur neitað að starfa lengur en til áramóta, þegar tímabil hans sem aðalritara rennur út. Til íþróttamannvirkja Framhald aí bls. 16. 3. Hvaða ástæður valda því, að enginn undirbúningur er ennþá hafinn að sumum þeim fram- kvæmdum á sviði íþróttamála, scm vinna átti að á þessu ári? Þá flytja Adda Bára Sigfúsdótt- ir (AB) og Kristján Benediktsson eftirfarandi tillögu á borgarstjórn arfundinum: „Þar sem Hlíðaskóli hefur frá upphafi búið við ófullnæ.í’andi húsnæðisaðstöðu, að því er varð- ar sérkennslu og félagslega að- stöðu nemenda, telur borgar- stjórn, að ekki inegi dragast leng- ur að ljúka byggingarframkvæmd um við skólann. Því samþykkir borgarstjórn, að loknáfnngi Hlíðarskóla verði ,tek- inn í áætlun horgarinnar um skóiabygigngar á næstn ári.“ Ennfremur verður á dagskrá borgarstjórnar á morgun tillaga frá Björgvini Guðmundssyni (A) um ráðstöfun fjármagns til barna heimilabygginga, tillaga Alfreðs Þorsteinssonar (F) um útsend- ingu fundargerða eins o gskýrt er frá á öðrum stað í blaðinu í dag. Kristján J. Gunnarsson (S) flytur tillögu um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við byggingu og rekstur dagvistunarstofunnar. Markús Örn Antonsson (S) flytur tillögu varðandi stofnun rannsóknadeild- ar til að koma í veg fyrir ólögleg- an innflutning og neyzlu ávana- og fíkniefna. Steinunn Finnboga- dóttir (SFV) flytur tillögu varð- andi rekstur sjúkrahúsa borgar- innar. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins flytja tillögu tim gerð vélfrysts skautasvells og Steinunn Finbogadóttir flytur fyr irspurn um aðstoð og hjúkrun í lieimahúsum. Síldarverðið Framhald aí bls 16. verðinu upp frá 15. des. með viku fyrirvara. Verð á síld til söltunar er ákveðið kr. 13 hvert kíló. Verð á síld til frystingar í beitu verður, serri hér segir: A) Stórsíld (3 til 7 stk. í kg.) hvert kíló kr. 13.80. B) Smærri síld (8 stk. eða fleiri í kg.) hvert kíló kr. 7.20. Stærðarmörk á síld til sölt- unar eru þau sömu og giltu fyrir 20. október og sömuleiðis eru nýtingar- og afhendingar- ákvæði óbreytt. Verði ákveðið sérstakt lágmarksverð á smá- síld til söltunar, skal heimilt að ákveða nýtt lágmarksverð á smárri síld til frystingar í beitu frá sama tíma. Verð á síld til söltunar var ákveðið af oddamanni og full- trúum síldarkaupenda í nefnd- inni geng atkvæðum síldarselj- enda. Samkomulag varð í nefnd inni um verð á síld til beilu- frystingar. í yfirnefndinni átti sæti: Bjarni Bragi Jónsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Margeir Jónsson tilnefndir af síldarkaupendum og Guðmund- ur Jörundsson og Ingólfur Ing- ólfsson, tilnefndir af síldarselj- endum. Á víðavangl F. mhald af bls. 3. í viðskilnað fráfarandi stjórn- ar. — Það gerir sem sé ráð fyrir réltum 2 milljörðum króna til greiðslu á „kosninga víxlunum“, það er til að mæta þeim útgjöldum sem ákvcðin voru á síðasta þingi fyrir kosningarnar. Stjórnarandstaðan liefur nokkra tilburði til gagnrýni, eins og vonlegt er og ráunar venja. En ádciluefnin eru væg ast sagt dálítið skrítin. Varðandi fjárlögin er fjargviðrazt um það að stjórn- in skuli ekki hafa tilbúin áform sín varðandi breytingar á tekjustofnum og ýmsum gjaldaliðum. En til þess liggja augljósar ástæður, sem vikið er að hér að framan. Einnig er fundið að því að til lögur um framkvæmdaáætlun skyldu ekki lagðar fram í þing byrjun. Er það þó jafnfráleitt, þegar um nýja stjórn er að ræða. Verður sú ásökun uán- ast brosleg hngar þess er minnzt, að það tók viðreisnar stjó'rnina víst ein tvö k’örtíma- bil að ná því marki að leggja framkvæmdaáætlunina fram í þingbyrjun.“ — TK Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samóð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar Einars Einarssonar frá Berjanesi. Ingibjörg Hinarsdóttir Gunnlaugur Einarsson. Eiginmaður minn Stefán Þorvaldsson, Norður-Reykjum, verður jarðsettur frá Reykholtskirkju laugardaginn 6. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Sigurborg Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð við minningarathöfn og jarðarför sonar míns Heimis Ólafssonar, er fórst með m.b. Sigurfara 17. apríl s.l. Fyrir hönd skyldfólks Hildur Benediktsdóttir Hafnarbraut 10, Hornafirði. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð við andlát og útför sonar míns og fóstursonar, Oddfreys Ásbergs Níelssonar. Ólafía Sigurðardóttir, Ólafur Þórðarson, Hlíðarenda, Ölfusi. um 4jp WÓÐLEÍKHÚSIÐ ALLT I GARÐINUM sýning í kvöld kl. 20. HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK Sýning föstudag kl. 20 ALLT í GARÐINUM sýning laugardag kl. 20. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS sýning sunnudag kl. 16. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,lð til 20. Sími 1-1200. Kristnihald í kvöld kl. 20.30. 107. sýning. Plógurinn föstudag fáar sýningar eftir. Hitabylgja laugardag, sýðasta sýning. Máfurinn sunnudag, fáar sýningar eftir. Hjálp þriðjudag, 5. sýning. Blá áskriftakort gilda. • Aðgöngumiðasalan er í Iðnó frá kl. 14. Sími 18191. Skuttogari Framhald af bls. 16. en kvaðst vona hið bezta. Ein- hverjar smábreytingar þarf að gera á skipinu, áður en það kem- ur og er kostnaður við þær ekki innifalinn í þessum 73 milljónum. Að lokum sagði Gísli Konráðs- son, að kaup þessi myndu ekki breyta neinu um rsamninga ÚA við Slippstöðina hf. um smíði tveggja skuttogara, en séf væri fram á, að bær smíðar drægj ust meira á langinn en ÚA mætti vera að að bíða eftir. Ekki vildi hann þó segja um, hvort ÚA festi kaup á öðrum skuttogara áður en Siippstöðin skilaði sínum togurum. Handrit Framhald af bls. 2 ævintýrum, einhverjum fegursta gimsteini íslenzkra rita á 19. öld, hefur alltaf notið mikilla og verð skuldaðra vinsælda og mun njóta virðingar um alla framtíð. Það verður auðveldara en áður að sýna þessum texta sóma nú, þegar prentsmiðjuhandritið er til hlið- sjónar. Er það vel, að nú skuli sjást greinilega, hvernig þetta fjölbreyttasta safn þjóðsagna og ævintýra í Norður- og Vestur- Evrópu á 19. öld leit út frá hendi aðajsafnarans sjálfs. Ákveðið hefur verið að láta gera míkrófilmu af öllu handrit- inu, og verða svo gerð af henni svokölluð Xerox-ljósrit, fræðimönn um til hægðarauka. Bók. útgáfan Þjóðsaga mun greiða allan kostn- að við gerð þessara mynda. Að sögn Hafsteins Guðmundssonar forstjóra Þjóðsögu er það gert í bágu tryggra lesenda of kaupenda íslenzku þjóðsagnanna. Þjóðsaga gaf út íslenzkar þjóðsögur og ævintýri í sex bindum á árunum 1954—61 í umsjón þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Árna Böðvars- sonar cand. mag., og kveður T-Tafsteinn Guðmundsson það ekki sína reynslu að íslendingar kaupi bækur, þjóðsögurnar eða aðrar, til að hafa sem stofustáss á veggj um heldur til lestrar fyrst og fremst. Til þess að komandi út- gáfur þjóðsagnanna megi verða sem bezt úr garði búnar vill bóka- forlagið Þjóðsaga n’: stuðla að því, að íslenzkir fræðimenn geti liagnýtt sér þessi nýfundnu hand- rit. f

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.