Tíminn - 16.11.1971, Blaðsíða 7
ffXDJUDAGUR 16. nóvember 1971
frMINN
19
og tyrknesMr, gengu um garða.
En um aldamótin 1500 kom
fil valda í íran ætt
Safavída, fyrsta ^jóðhöfð-
ingjaættru af írönskuik. stofni
er ríkti yfir landinu öllu frá
því Sassanída leið. Tímabil
Safavída er sá hluti íranskrar
sögu, sem sanntrúaðir múham
eBskir Persar líta til með
mestu stoltL Þá reis vegur
persneskrar menningar í gervi
múhamea'skunnar hvað hæst
fram tíl daga núverandi drottn
Safavídar
Af konungum af ætt Safa-
vída var Sja Abbas hinn mikli
(1588—1628) merkastur, og er
englnn Mnna ótal einvalda
franskrar sögu í meiri hávegum
hafður af landsmönnum en
hann, nema þá ef vera skyldu
þeir Kýros og Daríos. Þegar
hann kom til ríkis átti að vísu
svo að heita að Persar hefðu
af höndum sér rekið þau slund
urmenni tyrknesk er þá höfðu
verið yfirbjóðendur þeirra og
aðallandplága um skeið, en
tyrknesk ríM og tyrkneskir
þjóðflokkar voru eftir sem áð-
ur aðalóvinir þeirra og enn
Mnir skæðustu. f vestri var
soldánsdæmi Ósmana á hátindi
veldis síns, hafandi teMð upp
Mð forna hlutverk Býsans sem
aðalkeppinautur Persaveldis í
Vestur-Asíu, og í austri Úsbek-
ar, sem þá voru orðnir öflug-
asta fólk í Túrkestan, eða á
því svæði sem nú er sovézka
Mið-Asía; Krepptu þeit fólsku
lega að Persum um þessar
mundir. Sja Abbas gerði sér
ljóst að til þess að geta staðizt
óþjóðum þessum snúning varð
hann að hafa á að sMpa hús-
bóndahollum og velvígum her,
og í stað þess að treysta eink-
nm á ótryggt útboð ættbálka-
höfðingja kom hann sér upp
fastaher að fyrirmynd Ósmana
og Evrópumanna. Fékk Sja
Abbas til herforingja frá Bv-
rópu að þjálfa þetta lið sitt.
Árangurinn lét ekM lengi á sér
standa: Sja Abbas hlóð háa
valköstu af Úsbekum og tók
Mesópótamíu og Kúrdistan af
Miklagarðssoldáni, þótt ekki
yrðu þeir landvinningar til
langframa. Hann hrakti Portú-
gala frá Hormús við Persafló-
ann, þar sem þeir höfðu komið
sér upp virM og verzlunarstöð,
og var sú tilraun fyrst af hálfu
Vestur-Evrópumanna til valda
í fran. Hann vann og suður-
hluta Afganistans af indverska
stórmógúlnum. Friðsamleg af-
rek Sja Abbasar voru ekki
síðri. Hann gerði Isfahan að
höíuðborg ríMsins og ein-
hverjum vænsta stað í
heimi í þeirri tíð. Hann
bætti mjög samgöngur í ríki
sínu og lét byggja meðfram
vegum gististaði fyrir lesta-
menn. Hann stóð fyrir miklum
áveituframkvæmdum og hafði
jafnvel í huga að flytja fjall
til að geta leitt vatn úr stöðu-
vatni einu til nágrennis höfuð-
borgarinnar, en þær fram-
kvæmdir reyndust af tækni-
¦ístæðum óframkvæmanlegar
þar til á sjötta áratug þessarar
aldar. Hann réði til sín
evrópska og kínverska lista-
menn til að kenna Persum sína
i tækni í myndlist. Að vísu hafði
hann sína galla, réð þannig
af dögum meðal ann°.Tra elzta
son sinn út af einhverjiiin smá
munum, en miðað við samtíma-
menn hans renissansprinsana
í Evrópu má kalla hann sann-
an dyggðadreng. Enn þann dag
í dag er Isfahan fyrst og fremst
það sem hann gerði hana að,
en hún er nú ein af þremur
mestu borgum landsins (hinar
eru Teheran og Tabris) og má
kallast háborg íslamsks arM-
teMúrs.
Eftirmenn Sja Abbasar voru
engir garpar, á við hann og úr-
kynjuðust skjótt; undirþjóðir
Persa tpku að rísa gegn þeim og
neyttu þess að hönd sjasins var
ekki jafn örugg og fyrr. í upp-
hafi átjándu aldar var aftur
svo komið, að Persar höfðu
engan frið hjá sér fyrir óvin-
um innan ríkis og utan. Skæð-
astir þessa uppreisnarfólks
reyndust Afganar, sem voru
Súnnítar og hötuðust þeir sér-
staklega við stjórnina í Isfa-
han, sem hallaðist að kreddu
Sjííta. Þeir gersigruðu Persa
í mikilli orrustu skammt frá
Isfahan, tóku borgina, stálu
þar öllu steini léttara og drápu
mikinn hluta borgarbúa. Á, er-
lendum vettvangi máttu Persar
nú auk Tyrkjaveldis Ósmana
etja kappi við nýtt stórveldi í
norðurvegi: Rússland Péturs
mikla, sem sótti ótæpilega
fram í Kákasus.
Þá kom til skjalanna fræk-
inn stigamannaforingi er Nadír
Kúli hét, af Afsjar-ættbálkn-
um, sem er tyrkneskur að upp-
runa. Hann reif smámsaman
til sín öll völd í ríkinu, ger-
sigraði Afgana, gerðist sjálfur
sja 1736 og lýsti því yfir að
ætt Safavída hefði að eilífu
fyrirgert rétti sfnum til krún-
unnar.
Höfuð f hallarhliði
Átjánda öldin var Persum
ógóður tími, og er mál sagn-
fræðinga að aldrei f sögu
þeirra hafi almennir borgarar
landsins haft meiri möguleika
á að verða augnstungnir,
tungutogaðir, geltir eða lemstr
aðir á einhvern annan hátt, en
á þeim árum. Þeir prísuðu sig
sæla sem nutu þeirra forrétt-
inda að verða drepnir vafn-
ingalaust.
Nadír var stórsnjall he'rmað-
ur og raunar síðasti meirihátt-
ar herforingi sem Persar hafa
átt. Fyrirrennarar hans hörðu
lörigum átt í þrætum við stór-
mógúlana indversku út af
Afganistan og fleiri spildum,
og til að gera upp þá reikn-
inga í eitt skipti fyrir öll réð-
ist Nadfr inn í Indland, tók
DelM, strádrap borgarbúa og
tók með sér heim allt nýtilegt,
sem hann mátti með komast.
Frægast af þeim ránsfeng var
Páfuglahásætið svokallaða,
sem er einn kunnustur dýr-
gripur í heimi og mesta hefðar
tákn persnesks keisaradóms.
En Nadír var fáviti í stjórn-
málum og eftir að hann var
myrtur 1747 magnaðist óöldin
í ríkinu um allan helming.
Næstu áratugina börðust um
völdin þar ýmsir aðilar, og
voru þeirra helztir Kadjarar,
tyrkneskur þjóðflokkur er bjó
í Masendaran við Kaspíhaf, og
kúrdnesk höfðingjaætt, Sand
að nafni, er ríkti suður í Farsi,
á slóðum Fom-Persa.
Æðsti höfðingi Kadjara var
maður að nafni Aga Múhameð,
hið mesta fól og þrjótur. Á
unga aldri höfðu einhverjir
Múhameð Resa í Páfuglahástætinu, esm Nadir Sia rændi af stórrnógúlnum
í Delhl og er nú verSmaetasti gripur írönsku krúnuwnar.
óvinir hans gert það af skömm
sinni að vana hann, en ekM
reyndist honum það nein geð-
bót. Hann náði fyrst völdum
í norðurhluta írans og herjaði
síðan af miMUi grimmd á.
Sandættina, sem ríkti í suðri.
Hann tók höndum Lútfali Kan,
höfðingja þeirrar ættar, lét af-
lífa hanu að undangengnum
mátulegum pyndingum og síð-
an grafa höfuð hans í hliðinu
að aðseturshöll sinni í Teheran.
Lútfali hafði um hríð varizt
í borginni Kerman í miðbluta
landsins, og var sá staður þá
eiiin þeirra blómlegustu í iand
inu. Þegar Aga Múhameð tók
Kerman, taldi han borgarbúura
mátulega refsað fyrir stuðning
inn við Lútfali með því að
stinga augun úr ekki nema
tuttugu þúsundum þeirra. Lét
Aga Múhameð hershöfðingja
sína, þá er framfylgdu skipun-
inni, vita að ef vantaði svo
mikið sem eitt auga uppá, yrðu
þeir að fylla töluna með sínnm
eigin glyrnum. Eftir allt sam-
an tókst Aga Múhameð að
afla sér frægðar sem alversti
óþokki og níðingur, sem yfir
Persum hefur ríkt, og þurfti
til þess alls ekM svo lítinn at
hafnamann.
En ekM verður því neitað
að skepnan hafði húmor á sinn
hátt Hann hafði til dærais
fyrir vana að tilkýnna þeim
mönnum, sem hann hafði fast-
ráðið að láta; drepa, það nokkru
fyrirfram, og hefur líklega
aldrei ætlað þeim þá smámuna
semi að taka svoleiðis veruiega
illa upp. Þannig fór hann að
við tvo lífverði sína, sem hann
hafði gerzt leiður á, en þeir
voru meiri fautar en hann
hafði reiknað með og drápu
hann hið snarasta.
Aga Múhameð var orðinn að
mestu einráður í landinu 1794,
einmitt þegar franska stjórr;ar-
byltinguna var f fullum gangi,
og ætt hans sat að völdum allt
fram á þessa öld. Sú fiölskyida
gerði Teheran að höfuðborg,
mest fyrir það, að stuðnings-
menn hennar bjuggu þar í
nærsveitum. Keisarar af þeirri
ætt voru flestir aumingjar en
ilgjarnir þeir er betur máttu,
þröngsýnir, ágjarnir og aftur-
haldssamir, og má að miklu
leyti skrifa á þeirra reikning
að á nítjándu öldinni fór Pers-
um frekar aftur en fram, ein-
mitt þegar uppgangur Vestur-
landa var sem mestur. Hug-
myndaáhrif þaðan urðu til
þess, að Kadjörunum var
steypt endanlega af stóli 1925,
Svokölluð „hátíðahðld aldarinnar" fóru ný-
lega fram í Persepólis, í minningu þess að tvð
þúsund og fimm hundruð ár eru liðin frá því
að Kýros konungur stofnaði stórveldi Persa og
Meda. Af því tilefni hefur Dagur Þorleifsson,
blaðamaður, skrifað fyrir Tímann tvær grein-
ar um fran og sðgu þess, og birtist hér sú síðari,
en hin fyrri var birt í blaðinu 2. nóvember s.l.
Dagur hefur ferðazt til íran tvívegis og meðal
annars heimsótt Persepólis, hinn forna þjjóðar-
helgidóm írana.
og mátti kalla það mikla land-
hreinsun.
Resa Sja
Þá settist í keisarastól dug-
mikill herfórir.gi að nafni Resa
Kan, sem síðan var þekktur
undir nafninu Resa Sja. Marg-
víslegar sögusagnir ganga um
uppruna hans, eins og v».""ta
mátti með svo sagnelskri þjóð
sem Persum; þannig segja sum
ir, að hann hafi verið útlenzk-
ur að uppruna, helzt Kúrdi eða
jafnvel rússneskur kósakki, en
hitt mun sanni nær að hann
hafi verið af ættum kotbænda
úr byggðunum norður við
Kaspíhaf. Hann bjó yfir gífur-
legum þrótti, andlegum sem
llkamlegum, og lagði metnað
sinn í að hefj'a fran uppúr þvf
díki forpokaðrar múhameðskr-
ar miðaldamennsku, sem það
hafði sokkið dýpst í á dðgum
Kadjara, og gera Persa að nýju
menn með mönnum, það er að
segja Evrópumönnum. Hann
kom óneitanlega talsverðu til
leiðar í þá átt, þótt við ramm-
an reip væri að draga, einkum
brezka auðhringa, sem lagj
höfðu undir sig mestu auðlind
landsins þar sem olían var, og
innlent afturhald með klerka
múhameðskunnar f farar-
broddi. Á þeim hafði Resa Sja
alveg sérstakt ógeð, og sýndi
þeim slíkan fjandskap að telja
mátti verulega dirfsku í landi,
þar sem almenningur var iafn
sýktur af trúarofstæki og fran
þá var. S^em lögð honum í
munn er stakan kunna:
„Kirkjunnar sveit er Merkar
heita
kæfir og eitrar sálarfrið;
andleg geit og guðspjallakeita
gjörvallt eitrar mannfólkið".
Resa Sja gekk svo langt í
fjandskap sínum við múham-
eðskuna að hann hlóð undlr
Saraþústrutrú, en slíkrar náðar
höfðu játendur hinna eiginlegu
trúarbragða Persa ekM notið
frá því veldi Sassanída hrundi.
Raunar voru þá ekki eftir í
fran nema fáar tugþúsundir
manna, sem Saraþústrá trúðu.
ÖÚu skæðara Resa Sja varð
brezka olíuvaldið, svosem
vænta mátti. Það fékk sína
átyllu f síðari heimsstyrjöld-
inni, þegar Resa Sja reyndist
Bretum og Rússum ekki svo
þjónustusamur í glfraunni við
Þjóðverja, sem ætlazt var tii
af honum. Brezkar og sovézkar
hersveitir réðust inn í fran;
Resa Sja varð að láta af völd-
um og dó í útlegð. Endur-
reisnarstarfi hans lauk þó ekki,
og má að miklu leyti þakka
það syni hans og eftirmanni,
núverandi keisara Múhameð
Resa.
Velgerðamaður Aría
Þjóðhöfðingi þessi (fastur
ávarpstitill hans er Sjaansja
Arýameher, sem útleggst kon-
ungur konunganna og velgerða
maður Aría) er meðal þeirra
umdeildari í heiminum, en að
öllu samanlógðu verður varla
annað fullyrt en að hann beri
af flestum öðrum landsstiórn-
endum Asíu sem gull af eiri.
Undir haris stjórn hafa fram-
farir í algengasta sMlningi orðs
ins orðið gífurlegar f íran; þeg
ar farið er þangað frá Afgan-
istan eða Pakistan, virðist
Fram tiaid á bte. 17