Tíminn - 03.12.1971, Qupperneq 1

Tíminn - 03.12.1971, Qupperneq 1
276. tbl. — Föstudagur 3. desember 1971 — 55. árg, Ásdís HU 10 sjósett á Skagaströnd í sumar. (Tímam. — JJ) M.b. Ásdís HU 10 fórst við Þorlákshöfn Fyrsta hugsunin var ai ná í kon- una í lúkarnum — sagði Eyþór Björgvinsson, skipstjóri, í viðtali við Tímann ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag. „Þegar báturinn fór á hlið- ina, var mín fyrsta hugsun sú að ná í konuna mína, en hún var í lúkarnum, og hefur verið með s.l. 3 ár á sjónum. Ég stakk mér út um brúardyrnar og synti fram að lúkarskapp- anum. Þar kallaði ég í hana og hún kom til mín. Meðan á þessu stóð fóru hinir tveir út um brúarglugga og losuðu gúmmíbjörgunarbátinn. Gekk okkur öllum vel að komast upp í hann“. Þannig komst Eyþór Björg- vinsson, skipstjóri á Ásdísi HU 10, að orði, er við ræddum við hann í Þorlákshöfn. Vélbáturinn Ásdís HU 10 fórst í dag í innsiglingunni í Þorlákshöfn. Báturinn var á milli vitans og hafnarinnar, þegar hann f.ór skyndilega á hliðina. Menn sem voru á bryggjunni í Þorlákshöfn, sáu þegar skipbrotsmenn skutu upp neyðarblysum, og fór vélbátur- inn Jón Vídalín þegar af stað og eftir hálftíma leit fann bát- urinn gúmmíbjörgunarbátinn. Var hann þá kominn upp á 9 faðma dýpi. Eyþór Björgvinsson, skipstj. á Ásdísi sagði, að báturinn hefði allt í einu lagzt á hlið- ina, og eins og fyrr segir, þá synti hann fram að lúkarskapp anum og náði þar í konuna sína, á meðan hinir mennirnir tvei,r fóru upp á brúna og los- uðu um gúmmíbjörgunarbát- inn. - Báturinn blés þegar upp og fórum við um borð í hann, sagði Eyþór. Þegar við vorum komin um borð í bátinn kveikt um við á neyðarblysum og urðu menn í Þorlákshöfn varir við það. Við vorum búin að vera á milli 30 og 40 mínútur um borð í bátnum, þegar vélbáturinn Jón Vídalín kom að okkur, og gekk okkur auðveldlega að kom ast um borð í bátinn, þar sem vel var tekið á móti okkur, og vil ég koma þökkum til Einars Sigurðssonar og skipshafnar hans á Jóni Vídalín, sagði Ey- þór að lokum. Einar Sigurðsson, skipstjóri á Jóni Vídalín, sagði, að þeir hefðu verið að enda við að landa, þegar menn komu hlaup andi til þeirra og sögðu að þeir hefðu séð neyðarblys úti á innsiglingunni. Þeir leystu bátinn strax frá bryggju, en vegna hríðarkófs gekk ekki vel að finna gúmmíbjörgunarbát- inn, enda var mjög þungt í sjó. Eftir um það bil 30 mín. leit komu þeir auga á topp- ljósið á gúmmíbátnum og þeg ar þeir komu að honum var Jón Vídalín kominn upp á 9 faðma dýpi. Sagði Einar, að mikið grynnra hefði varla ver- ið unnt að fara í svona veðri. Veðrið var að suðaustan 9 vindstig. Skipverjar, á Jóni Vídalin náðu fljótt í taugina á gúmmí bátnum og gekk greiðiega að koma bátnum upp að skips- hliðinni og sömuleiðis fólkinu um borð. Reyndar slapp sá fjórði og síðasti naumlega um borð í Jón, þar sem taugin úr gúmmíbátnum slitnaði um leið og maðurinn var kominn inn á þilfarið á Jóni Vídalín. Ásdís HU 10 var 22 rúmlest ir, smíðuð á Skagaströnt' s.l. sumar. Fjárhagsáætlun til 1. umræðu í borgarstjórn: Enn stórhækkun á rekstrargjöldum Reykjavíkurborgar Ekkert nýtt átak til byggingar leiguhúsnæðis EB-Reykjavík, fimmtudag. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir 1972 liefur verið lögð fram og var til fyrri umræðu á borgarstjórnarfundi í dag. í um- ræðunni vakti Kristján Benedikts- son (F) m.a. athygli á eftirfar- andi: • Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir 1972 er sú langhæsta til þessa. Hækkun hjá borgarsjóði milli ára er nærfellt 500 millj. kr. eða 26,7%. Heildarniðurstaða á rekstrarreikningi borgarsjóðs er 2.3J2.720 þús. kr. • Lítið sem ekkert virðist gert til að halda rekstrarkostnaði í skefjum. Hjá borgarsjóði einum eru rekstrargjöld næsta árs áætl- uð 1.809.260 þús. kr. og nemur hækkunin milli ára 282.410 þús. kr. • Ráðgerðar eru hækkanir að hæsta leyfilegu marki á næstum öllum gjaldskrám þjónustufyrir- tækja borgarinnar. Þessar hækk- anir munu flestar koma til fram- kvæmda um næstu áramót og eru allar áætlanir um tekjur miðaðar við að þessar hækkanir verði fram kvæmdar. • Stór hluti af framkvæmdafé borgarsjóðs á að ganga til ýmissa framkvæmda í hinum gömlu, grónu hverfum. Þetta er ekki efni til gagnrýni út af fyrir sig, en sýnir, hve borgaryfirvöld eru langt á eftir eðlilegri uppbygg- ingu við ýmsar framkvæmdir, sem hún á að annast. • Augljóst er, að borgaryfirvöld um tekst ekki á næsta ári að losa fólk iúr Höfðaborgarhúsunum og rífa þá kofa. Ekkert nýtt átak ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Farmannaverkfall hófst á mið nætti í nótt, og við það byrjuðu kaupskipin að stöðvast. Fyrsta skipið sem stöðvaðist í Reykja víkurhöfn var Litlafell. Á morg un stöðvast Herjólfur, Hekla og Bakkafoss. Síðan koma skipin með jöfnu millibili til hafnar, og ef farmannaverkfallið verður lang vinnt má búast við, að fjöldi skipa stöðvist í Reykjavíkurhöfn á næstunni. Hjá Hafskip fengum við þær upplýsingar, að fyrsta skipið, sem mundi stöðvast hjá þeim yrði Langá, en skipið kemur til Reykja víkur á sunnudaginn. Þá rnun Rangá einnig stöðvast. Skipið var í byggingu leiguhúsnæðis er áform að, þótt skortur á slíku húsnæði sé næstum ógnvekjandi. í frumvarpinu að fjárhagsáætl uninni eru áætlanir um tekjur og gjöld næsta árs fyrir borgarsjóð og 16 fyrirtæki og stofnanir borg- arinnar. Niðurstöðutölur tekna- megin í þessum 17 áætlunum nema 4286 milljónum kr. Fram- lag ríkissjóðs vegna framkvæmda við skóla og sjúkrahús er áætlað á næsta ári 100 millj. kr., gatna- gerðargjöld 50 millj. kr„ og hluti Reykjavíkur í bensínskatti 40 millj. kr. en þetta tvennt er ekki í tekjuáætlun borgarsjóðs. Lán- tökur á næsta ári eru í þessum áætlunum um 269 millj. kr. Ráð- stöfunarfé borgarsjóðs og fyrir- tækja og stofnana verður því á næsta ári um 4.739 millj. kr. ef allar áætlanir standast. Heildar- upphæðin nálgast því 5 milljarða. Tekjuáætlun borgarsjóðs er 2.312 millj. kr. og 720 þúsund eða um 488 millj. kr. hækkun frá áætlun 1971. Hækkun fjárhags- áætlunar í fyrra miðað við árið áður var um 370 millj. kr. Kom sú hækkun nær öll á útsvörin þar sem gjaldskrár voru þá ekki hreyfðar. f tekjuáætluninni nú er ekki gert ráð fyrir breytingu á gjaldskrá aðstöðugjalda. Þá eru fasteignagjöld áætluð eftir sömu reglum og gilt hafa, þar sem ekki hafa enn verið sett lög um álagn- ingu þessara gjalda samkvæmt nýja fasteignamatinu. — Enginn getur á þessari stundu sagt um, hvort þær 1500 milljónir kr., sem áætlunin gerir ráð fyrir að greiddar verði í út- á Ólafsvík í dag, heldur þaðan til Þorlákshafnar og síðan til Reykja víkur og stöðvast þá. Hin tvö skip Ilafskips eru ný farin í utan- landssiglingu og stöðvast þess vegna ekki í bráð. Bakkafoss verður fyrsta skip Eimskips, sem stöðvast. Skipiö kemur til Reykjavíkur á morgun. Næsta skip sem stöðvast er Tungufoss og síðan Dettifoss, sem kemur til landsins á miðvikudag. Hjá Ríkisskip stöðvast Herjólf ur og Hekla á morgun og síðan Esja um helgina. Hjá S.Í.S. er Litlafell stopp og Mælifell er á leið inn til lands- ins. Annars er ekki vitað hve nær það stöðvast, frekar en önn ur skip SÍS. svör á næsta ári, verða þess vald- andi að afsláttur frá útsvarsstiga verði minni en undanfarin ár, Framhald á bls. 14 Samningarnir: Rætt um sér- staka kaup- hækkun fyrir láglaunafólk EJ—Reykjavík, fimmtudag. Sáttafundur stóð í allan dag frá kl. 10 í morgun til kl. 19 í kvöld, og hófst að nýju kl. 21,30 í kvöld. Er enn sem fyrr unnið að því að ná saankomulagi um meginatriðin, gera svokallaðan rammasamning, áður en frestun verkfalla rennur út, þ.e. fyrir mið- nætti næstkomandi sunnudags- kvöld. Litlar fréttir berast af gangi mála, enda er litið á þær hug- myndir, sem nú er rætt um og sáttanefnd hefur lagt fram, sem málefni samninganefndanna einna, og því ekki til birtingar. Þessar hugmyndir fjalla um kauphækkun ina, sérstaka kapuhækkun fyrir láglaunafólk og svo hver virkur vinnutími eigi að vera þegar 40 stunda vinnuvikan tekur gildi. Óstaðfestar fréttir herma, að í hugmyndum sáttanefndar sé m. a. miðað við 12% almenna kauphækkun í þremur áföngum á 2ja ára samningstímabili, og þá 4% í hverjum áfanga. Einnig að gert sé ráð fyrir sérstökum hækkunum til láglaunafólks, m. a. á þann hátt, að lægstu taxtar falli hreinlega niður. Hefur sú full- yrðing komið fram að kaup þeirra, sem laun fá samkvæmt lægstu töxt um, muni með ofangreindu hækka um rúmlega 22%, en þessar upp- lýsingar eru allar óstaðfestar. Fyrir utan undirmenn á kaup skipaflotanum fór aðeins ein stétt manna í verkfall á miðnætti síðastliðinu, en það voru offset- prentarar, sem töldu að frestun verkfalis um fáeina daga myndi engu breyta og höfnuðu því til- mælum samninganefnda deilu- aðila um frestun Kaupskipin stöðvast

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.