Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. desember 1971 TÍMINN 9 V <P Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN Framkræmdast|órl: Krlstján Benediktsson Rltstjórar: Þórartnn Þórarlnsson (áb). Jón Helgason, IndriOl G. Þorstetnsson og Tómas Karlsson Auglýslngastjóri: Stelngrimtir Gislason Rit. etjómarskrlístofur I Edduhúsinu. stmai 18300 — 18306 Skrif- ♦Cofur Baukastrætl f — Afgreiðslusimi 12323 Auglýslngaslml: 19523 AOrat skrifstofur r*ni 18300. Askrlftargjald kr 195,00 i mánuðl tnnanlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt - Prentsm. Edda hf. Iðnaðurinn og kjarasamningarnir Það neitar því enginn að það er við marga erfiðleika að etja í sambandi við þá kjarasamninga, sem nú eru í roótun, og vonandi takast án þess að til verulegra vinnu- stöðvana komi. M.a. er þar við þann vanda að fást, hve misjafnlega hinar einstöku atvinnugreinar eru á vegi staddar, og er talsverður munur á getu þeirra til að standa undir hærra kaupgjaldi til starfsmanna 1 greininni. Má t.d. nefna, að ýmiss konar iðnaðarframleiðsla horfir fram á vaxandi erfiðleika m.a. vegna vaxandi samkeppni við er- lendar iðnaðarvörur, en skv. EFTA-samningnum mun tollvernd þeirra fara síminnkandi. Það er komið fram, eins og framsóknarmenn hentu rækilega á, er þeir höfðu fyrirvara á og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um aðild ís- lands að EFTA, að aðlögunartíminn, 5 ár, var of skammur, þar sem öflugar ráðstafanir til skipulegrar uppbyggingar samkeppnisfærustu iðngreina íslendinga fylgdi ekki EFTA-aðildinni vegna slóðaskapar og handahófsstefnu fyrverandi ríkisstjórnar. Aðlögunartíminn hefði þurft að verða 10 ár og ekkert bendir til þess að íslendingar hefðu ekki getað fengið hann, ef nægjanlega fast hefði verið eftir því gengið. íslendingar munu samt reyna að standa við gerða samninga við erlend ríki. Það yrði hrein nauðung að rjúfa þá. En það má minna á í þessu sam- bandi, að EFTA-þjóðir með háþróaðan iðnað, hafa lent í efnahagsörðugleikum og þá ekki hikað við að brjóta EFTA-samkomulagið. Þetta gerði ríkisstjórn Wilsons í Bretlandi um nokkurra missera skeið, er hún lagði á sér- stakan innflutningstoll, og til hins sama úrræðis greip hin nýja ríkisstjóm Jens Otto Krag 1 Danmörku er hún kom til valda, og það innflutningsgjald, sem hún lagði á er- lendar iðnaðarvörur, er enn í fullu gildi, þótt það sé brot á EFTA-samningnum. Markviss uppbygging í sambandi við mismunandi getu einstakra iðngreina til að standa undir eðlilegri hækkun kaupgjalds nú má minna á stefnu núverandi ríkisstjórnar í atvinnu- og iðn- aðarmálum og það frumvarp um Framkvæmdastofnun ríkisins, sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Framkvæmda- stoínun ríkisins á m.a. að hafa það hlutverk að semja iðn- þróunaráætlun, sem gera skal í sem nánustu samráði við samtök iðnrekenda og iðnaðarfólks. Skal það kannað rækilega, hvaða greinar iðnaðar hafa mesta þjóðhagslega þýðingu og verða þær sem efnilegastar þykja síðan látn- ar njóta forgangs um opinbera fyrirgreiðslu ríkis- og bankakerfis. Auknu fjármagni verður beint til iðnaðarins og skipulega og markvisst stefnt áð aukinni framleiðni og þar með aukinni getu til að standa undir hækkandi kaupgjaldi, en þróun iðnaðarins að öðru leyti við það miðuð að hann verði fær um að taka við verulegum hluta þess vinnuafls. sem sjá þarf fyrir atvinnu á næstu árum. Þetta er rétt að hafa vel í huga nú við gerð þessara kjárasamninga. Lífvænlegar framtíðargreinar, sem nú kunna að eiga í vissum erfiðleikum, eiga vissan stuðning ríkis- og fjármálavalds til skipulegrar uppbyggingar, þar sem markviss framleiðniaukning og blómlegur rekstur eru markmiðin, sem keppt verður að. Þau fyrirheit, sem ríkisstjórnin hefjur gefið varðandi uppbyggingu iðnaðar- ins, hljóta ?ð vdrða til þess að styðja að lausn kjarasamn- inganna og hvetja itnrekendur til að sýna aukinn sam- komulagsvilja. — TK í ERLENT YFIRLIT Ósýnt er enn, hver veröur næsti framkvæmdastjóri S.Þ. Helzf rætt um Jakobson frá Finnlandi og Strong frá Kanada Max Jakobson ALLSHERJARÞING Samein- uðu þjóðanna hefur nú setið að störfum hálfan þriðja mánuð og ætlunin er, að því ljúki fyrir jólin. Samt er það enn með öllu óljóst, hver eftirmaður U Thants verður, en það er eitt aðalverkefni þingsins að þessu sinni að velja samtökunum nýjan framkvæmdastjóra. U Thant tilkynnti fyrir nær ári að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur, en síðara kjör- tímabili hans lýkur nú um ára- mótin. Hann verður þá búinn að gegna framkvæmdastjóra- starfinu í 10 ár samfleytt. Fyrst eftir að allsherjarþing- ið hóf störf sín virtust ýmis ríki hlynnt þeirri hugmynd, að reynt yrði að fá U Thant til að gegna störfum áfram í a.m.k. eitt ár, eða á meðan verið væri að leita samkomulags um nýj- an framkvæmdastjóra, Meðal annars voru Frakkar taldir þessu fylgjandi og sennilega bæði Rússar og Kínverjar. U Thant h§lt þó áfram að lýsa yfir því, að hann myndi ekki taka við endurkjöri. Fyrir skömmu ágerðist magasárið, sem hefur þjáð hann undan- farið, svo að hann varð að fara á sjúkrahús. Eftir þessi veikindi hans, þykir það enn vonminna en áður að hann fá- ist til að gegna störfum áfram. ÞaÐ VAR Max Jakobson, sendiherra Finnlands hjá Sam- einuðu þjóðunum, er varð fyrstur til að lýsa yfir fram- boði sínu. Hann gerði það nær strax eftir að U Thant birti yfirlýsingu um það, að hann gæfi ekki kost á sér aftur. Jakobson, sem er 48 ára gam- all og var blaðamaður um skeið áður en hann gekk í utanríkis- þjónustuna, nýtur mikils álits á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, og hlaut líka strax al- mennt þá viðurkenningu eftir að hann gaf kost á sér, að hann væri vel hæfur til starfs- ins. Hann hlaut líka þegar stuðning allra Norðurlanda- þjóðanna og bæði Bandaríkja- menn og Bretar hafa verið hlynntir honum. Ríkin í Suð- ur-Ameríku og Afríku halda hins vegar að sér höndum, enda vilja þau gjarna, að ein- hver frá þessum heimsálfum hreppi sætið, en hafa enn ekki komið sér saman. Andstöðu hefur Jakobson ekki mætt, nema frá Aröbum, er finna honum það til foráttu, að hann er kominn af Gyðingum í aðra ættina og að kona hans mun vera ákveðinn Zionisti. Rússar hafa enga afstöðu tekið til framboðs hans, en óliklegt þykir þó, að Finnar hefðu teflt honum fram í andstöðu við Rússa. ÞÓTT Max Jakobson hafi verið talinn einna sigurvæn- legastur til þessa, þykir það engan veginn öruggt, að hann nái kosningu. Sigurmöguleik- ar hans hafa ekki sízt verið tald ir felast í því, að hann hefur enn ekki eignazt opinberlega neinn skæðan keppinaut. Næst honum kemst sennilega Kurt Waldheim, fyrrv. utanríkisráð- herra Austurríkis og núv. sendi herra Austurríkis hjá Samein-. uðu þjóðunum. Hann er talinn vel hæfur til starfsins, -og sagt er að Bandaríkin geti vel stutt hann, ef Jakobson >eltist úr lestinni. Hins vegar þykir ekki líklegt, að hann fái sbaðning Rússa eða Kfnvorjs. Eini Afríkumaðurinn, sem opiaber- lega sækist eftir starfiuu, er Makonnen samgönguaiálaráð- herra Ethiopiu. Makonnen, sem er 42 ára, var um skeið sendi- hen-a lands síns hjá Samein- uðu þjóðunum og vann sér þar gott orð. Afríkuríkin hafa þó enn ekki getað sameinazt um hann og stafar það m.a. af því, að hann kemur frá ríki, Maurice F. Strong sem þykir íhaldssamt. Meðan svo er ástatt, hefur Makonnen litla vinningsmöguleika. Af Asíumönnum er helzt nefndur Hamilton Amerasinghe, sendi- herra Ceylon hjá Sameinuðu þjóðunum og formaður hafs- botnsnefndarinnar. Hann er fús til að taka starfið að sér, en það getur spillt fyrir hon- um, að siðavönd kvennasamtök í Bandaríkjunum hafa kært hann fyrir gálausa umgengni við konur. Meðal annars hafi hann flekað háættaða ind- verska komti til að skilja við mann sin»> og síðan skilið hana eftir á Þóldum klaka. Þá hafi hann eittnig yndi af ungmeyjum. Þótt margir taki þessar kteruf ekki alvarlega, geta þær samt orðið Amerasinghe til hnekkis hjá öðrum. í SEINNI tíð hefur veWð meira rætt um það en áður, að ; nýjum manni, sem sameinazt verði um, geti skotið upp á *íð ustu stundu. Einkum hefur ver , ið rætt um Kanadamann í Þes«u 1 sambandi. Sá heitir Maurice F. Strong. Hann er 48 ára gamall fjármálamaður, sem gerði það vegna vináttu við Trudeau for- sætisráðherra, að takast á hend ur að stjórna efnahagsaðstoð þeirri, sem Kanada veitir þró- unarlöndunum. Strong tókst að fá framlag Kanada hækkað úr 80 millj. dollara í 400 millj. á fjórum ánim. Hann þótti jafn- framt reynast frábærlega stjórnsamur, og nýtur sfðan mikillar viðurkenningar í þró- unarlöndunum. Á síðastl. ári tókst hann á hendur að undir- Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.