Tíminn - 03.12.1971, Side 14
-— - --—-t—’ "Tyrgf
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 3. desember 1971
. rxZ fk
NYTT!
FASRLINE ELDHÚSIÐ
TRÉVERK FYRIR HÚS OG IBÚÐIR
Seljum FAIRLINE eldhús með og án tækja,
ennfremur fataskápa, Inni og útihurðir.
Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar.
% Gerum teikningar og skipuleggium eldhús og
fataskápa, og gerum fast, bindandi verðtilboð
Komum i heimahús ef óskað er.
VERZLUNIN ÖÐINSTORG H.F.
BANKASTRÆTl 9 ■ SÍMl 1-42-75.
— I
I. ■■•>■■■; ■■ ■ ■ —■ ■■ , ■ ■
Veljið yður í hag - Úrsmíði er pkkar fag
OMEGA
Nivada
©IKEMj
JUpmcL
pifRPom
Wlagnús E. Baldvlnsson
Laugavegi 12 - Síml 22804
VELJUM ÍSLENZKT( U / jíSLENZKAN IDNAÐ
Saga Vésteins Lúðvíkssonar
Gunnar og Kjartan
FB—Reykjavík, miSvikudag.
Önnur bók Vésteins Lú'ðvíks-
sonar er komin út, og nefnist hún
Gunnar og Kjartan, fyrsta bindi.
Útgefandi er Heimskringla. Fyrir
nokkrum árum kom fyrsta bók
Vésteins út, Átta raddir úr pípu-
lögn.
Rekstrargjöld
Framhald af bls. 1
sagði Kristján Benediktsson m.a.
um þetta atriði áætlunarinnar.
Hækkun á gjaldskrám
þjónustufyrirtækja
Um hina væntanlegu hækkun
á gjaldskrám þjónustufyrirtækja
borgarinnar sagði Kristján Bene-
diksson m.a.:
— í desember í fyrra var við-
reisnarstjórnin enn við völd í land
inu og kosningar framundan. Nú
er það vinstri stjórnin sem ræður
ríkjum eins og aUir vita. Við
samningu fjárhagsáætlunar í
fjrra datt engum í hug að nefna
gjaldskrárhækkanir af nokkru
tagi. Öllum vangaveltum um slíkt
var varpað fyrir róða sem synd-
samlegum. Núna finnst hins veg-
ar yarla ein einasta gjaldskrá, sem
ekki er gerð áætlun um stórfellda
hækkun á um næstu áramót.
Þannig er gert ráð fyrir að
gjaldskrá Rafmagnsveitu hækki
um 16,7%, gjaldskrá Hitaveitu um
13,2%, fargjöld með strætisvögn-
um um 20%, vatnstollur um 45%.
Þá eru ráðgerðar stórfelldar liækk
anir . á aðgangseyri að sundstöð-
um, vistgjöldum á barnaheimilum,
gatnagerðargjöldum, leigu fyrir
íbúðarhúsalóðir og hafnargjöldum.
Þessi upptalning er varla tæm-
andi enn, þótt ég láti hér staðar
numið. Allar þessar gjaldskrár-
hækkanir eiga það sameiginlegt,
að ráðgerð liækkun þeirra er mun
stórfelldari en svo, að æskilegt
sé að framkvæma þær í einum
áfanga.
Með þessum miklu og almennu
hækkunum á gjaldskránum, sem
nú er talið nauðsynlegt, er verið
að súpa seyðið af því ofurkappi
sem fyrrverandi ríkisstjórn lagði
á það í fyrra, að halda öllum
hækkunum niðri fram yfir kosn-
ingar.
— Ilér er því um að ræða einn
angann af „hrollvekjunni“ • og
hann býsna stóran.
Á víðavangi
Hornafjarðarflugvöllur
StaSa umsjónarmanns á Hornafjarðarflugvelli er
laus til umsóknar frá og með 1. janúar n.k. Launa
kjör eru samkvæmt kjarasamningi starfsmanna
ríkisins. Umsóknum skal skilað fyrir 20. des. n.k.
Flugmálastjóri, Reykjavíkurflugvelli.
Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinrahug við andlát og
jarðarför
Ara Þorgilsson,
forstjóra.
Helga Jónsdóttir,
Þorbjörg Aradóttir, Steinþór Ingvarsson
og dótturbörn.
Framhald af bls.'3.
vitnar ekki í neinar ákveðnar
danskar heimildir frásögn sinni
til stuðnings. Þetta blað hcfur
þótt liafá á sér gott orð sem
heiðarlegt fréttablað. Því verð
ur ekki trúað að dönsk stjórn
völd geti liaft nokkurn slíkan
þankagang um að vinna að því
bak vi'ð tjöldin að' Efnahags-
bandalag Evrópu beiti fslend-
inga viðskiptakúgunum, ef þeir
færa fiskveiðilögsöguna við ís-
land út í 50 sjómflur. Hins
vegar væri rétt að gera kröfu
til þess, að þar sem hið norska
blað er víðlesið og virt blað,
að dönsk stjórnvöld gerðu
hreint fyrir sínum dyrum og
vísuðu slíkum dylgjum algjör
lega á bug. — TK.
ÚR OG SKARTGRIPIR
KORNELÍUS
JONSSON
SKÚLAVÖRÐUSTlG 8
BANKASTRÆTI6
(-»18588-18600
Ævisaga Helga Þórarinssonar í Þykkvabæ
FRÁ HEIÐITIL HAFS
— eftir Þórarin Helgason.
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Frá heiði til hafs, Ævisaga
Helga Þórarinssonar í Þykkvabæ
eftir Þórarin Helgason er komin
út hjá Goðasteinsútgáfunni í
Skógum.
Þórarinn Hélgason í Þykkvabæ
í Landbroti er þjóðkunnur fræði-
maður og rithöfundur. Bók hans,
Lárus á Klaustri er kom út 1957,
er höfuðrit um sögu byggðanna
„milli sanda“ í Vestur Skaftafells-
sýslu á 19. og 20. öld. Enn er sagna
sviðið hið sama, þótt anna® fólk
og aðrir atburðir komi nú við
sögu. Hér segir frá frægum ætt-
föður, Jóni Magnússyni á Kirkju-
bæjarklaustri og niðjum hans, en
meginefni er þó saga hins snjalla
bónda og framkvæmdamanns,
Helga í Þykkvabæ. Bókin er fram-
lag til íslenzkrar atvinnu- og menn
ingarsögu, er jafnan mun mikils
metið og oft verður til leitað um
Þórarinn Helgason
fróðleik og skemmtun, segir út-
gefandinn um bókina.
Vatnselgur stöðvar
umferð í
SB—Reykjavík, fimmtudag.
Lögreglan í Reykjavík fékk
í kvöld tilkynningu um, að um-
ferðaröngþveiti mikið hefði skap
azt við Nesti í Fossvogi vegna
vatnselgs. Ekki er ljóst, hvort
þarna hefur stíflazt niðurfall, en
sá helmingur akbrautarinnar, sem
ekið er eftir sunnan að, er að
mestu undir vatni á nokkuð löng
um kafla. Vatnið tekur litlum bfl
um upp fyrir mið hjól og voru
Fossvogi
nokkrir fastir þarna, þar sem
vatnið drap á þeim. Illt er að
sjá pollinn, fyrr en út í hann er
komið og vara menn sig ekki á
því að draga úr hraða, þannig að
gusurnar ganga himinhátt. Bíl-
stjórar eiga bágt með að komast
leiðar sinnar vegna bfla, sem
standa í pollinum, og er lögreglan
að hjálpa þeim, sem þurfa að-
stoðar með, þegar þetta er skrif
að.
Odýrast að fljúga
með Loftleiðum
Tíminn birtir í dag frétt, þar
sem það er haft eftir mér, að
Loftleiðir muni bjóða sömu gjöld
og IATA félögin i ferðum yfir
Atlantshafið eftir 1. febrúar
n. k. Hér er um misskilning
að ræða. f sambandi við frétt
í norska blaðinu Nationen talaði
blaðamaður Tímans við mig um
fargjöld Loftleiða til og frá
Skandinavíu eftir 1. febrúar n.k.
Ég sagði honum þá, að samkvæmt
samningum við skandinavísk
stjórnvöld neyddust Loftleiðir til
þess að bjóðí> sömu fluggjöld og
IATA-félögin til og frá Skandinav
íu eftir 1. febrúar n. k; og þess
vegna væri það rangt að Loft
leiðir hefðu í hyggju að bjóða
11—13%'lækkun á þeirri gjöldum.
Um gjöld Loftleiða á öðrum
flugleiðum var aldrei rætt okkar
í milli að þessu sinni.
Loftleiðir bjóða nú imiklu lægri
fluggjöld en önnur félög á flug
leiðinni milli Luxemborgar og
Bandaríkjanna, og hafa í hyggju
að halda því ófram. Eftir far-
gjaldafundinn, sem haldinn verð
ur næstu daga í Reykjavík, mun
stjóm Loftleiða skýra frá því
hvort fargjaldamismunurinn verð
ur um 25—30%, eins og hann er
nú, eða annar. Um þetta veit ég
ekki enn, en ég þori að fullyrða
að hann verður annar og meiri
en sá, sem Nationen nefndi, og
þess vegna eru ágizkanir þéss
blaðs úr lausu lofti gripnar, sé
átt við Luxemborg, og alrangar,
ef um Skandinavíu væri að ræða,
en frétt Tímans byggð á misskiln
ingi, sem fyrr segir.
1. desember, 1971.
Sigurður Magnússon.
Rímnasafn Siguröar
Breiðfjörð 2 bindi
FB—Reykjavík, miðvikudag.
ísafold gefur nú út í tvcimur
bindum, Rímnasafn Sigurðar
Breiðfjörð. Sveinbjörn Beinteins-
son ritar formála. í fyrri bókinni
eru Rímur af Högna og Iléðni,
Rímur af Þórði hreðu og Rímur
af Fertram og Plató, en í þeirri
síðari eru Svoldarrímur, Jóms-
víkingarímur og Rímur af Indriði
Ilbreiða.